Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 46

Fréttablaðið - 04.03.2015, Page 46
4. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 lÍs en kus ✓ ✓ 30% afsl. á svigskíðapökkum frá miðvikudegi 4. mars. til og með laugardegi 7. mars. SVIGSKÍÐADAGAR LÍFIÐ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, ísdrottn- ing og athafnakona, ákvað að hefja árið með trukki og hefur sagt skil- ið við kolvetni og hvítvín í fimm vikur. „Ég sem sagt ákvað að taka þátt í lífsstíls átaki hjá Þorbjörgu Haf- steinsdóttur og Gló í Fákafeni. Hún er með námskeiðið Tíu árum yngri á fimm vikum og ég er að fylgja sérstöku matarprógrammi þar sem er eiginlega ekkert um kolvetni en rosa mikið af hollri fitu,“ segir Ásdís glöð í bragði. Hún ber mataræðinu vel sög- una og segist líða þrælvel. „Ég er ekkert að pína mig þannig og er ekkert svöng,“ segir hún og bætir við að hún snerti ekki við hrís- grjónum, brauði og öðrum afurð- um sem innihalda kolvetni. „Ég er miklu orkumeiri og er ferskari á morgnana, ekkert slen og engin þyngd yfir manni. Maður verður bara rosalega ferskur,“ segir hún ánægð með árangurinn. Ásdís er mikil hvítvínskona og segir mestu áskorunina við mataræðið fólgna í því að sleppa köldu hvítvínsglasi með góðri mál- tíð. „Að geta ekki gripið í hvítvín- ið með einhverjum góðum mat er svolítið erfitt. Ég er búin með sex daga og það eru alveg þrjátíu eftir, ég vona að ég nái að halda út í þennan tíma.“ Á morgnana drekkur hún sér- stakt kaffi. „Þegar ég vakna á morgnana fæ ég mér kaffi, set eina matskeið af kókosolíu, eina matskeið af smjöri og smá bút af kakósmjöri út í. Þannig að ég er að drekka alveg massafullt af fitu á morgnana,“ segir Ásdís hress. Hún segir kaffið betra en hún bjóst við í fyrstu. „Það er fínt, ég bjóst ekki við að þetta yrði drekk- andi en svo er þetta bara feitt og djúsí kaffi. Á að næra mann að innan og ég á að líta út fyrir að vera tuttugu og fimm eftir fimm vikur,“ segir hún og skellihlær. „Á fimmtudaginn byrja ég svo á djúskúr hjá Gló í sjö daga og fæ þar sex kaldpressaða drykki á hverjum degi úr ýmsu góðu græn- meti og ávöxtum. Þetta verður eflaust strembið en ég hlakka til að sjá afraksturinn og breytingu á líkamanum.“ Það er nóg um að vera hjá Ásdísi þessa dagana en í gær opnaði hún vefsíðuna sína, Icequeen.is þar sem birtast munu ýmsar frétt- ir úr daglegu lífi fyrirsætunnar, „beauty tips“, heilsupistlar, mynd- bönd og annað skemmtilegt. Í gær birti hún mynd af sér þar sem hún lék eftir mynd af Kim Kardashian West þar sem sú síðarnefnda ber- aði á sér bossann. „Þetta er bara svona í takt við nútímann og hvað á ég að segja, öld sjálfsmyndanna.“ gydaloa@frettabladid.is Ásdís Rán kveður hvítvínið og kolvetnin í heilar fi mm vikur Fyrirsætan og athafnakonan tekur þátt í lífsstílsátaki og fer á sjö daga djúskúr. Í gær opnaði hún nýja heimasíðu. ENGIN KOLVETNI Ásdís Rán tekur þátt í lífsstílsátaki í fimm vikur. 1 stór laukur (smátt saxaður) smjör 3-4 tsk. karrýmauk 4 hvítlauksrif, pressuð 1 ½ dós niðursoðnir tómatar 5 dl kjúklingasoð (vatn og 2 kjúklingateningar) 1 lítil dós tómatpurée ½ lítri rjómi 1 stór dós niðursoðnar ferskjur 3 kjúklingabringur Bræðið smjör og karrýmauk í potti og bætið lauknum í. Látið laukinn mýkjast við vægan hita. Bætið tómötum, tómatpurée, kjúklingasoði, hvítlauk og rjóma saman við og sjóðið við vægan hita í rúmlega 10 mínútur. Skerið ferskjurnar smátt niður og bætið út í ásamt safanum. Látið sjóða áfram í aðrar 10 mínútur. Skerið kjúklingabring- urnar smátt og steikið á pönnu upp úr smjöri. Saltið með maldonsalti. Bætið kjúklingabitun- um út í súpuna og látið hana sjóða í 5 mínútur til viðbótar. Uppskrift fengin af Ljufmeti.com Girnileg súpa með kjúklingi og ferskjum Það er auðvelt og fl jótlegt að skella í þessa gómsætu kjúklingasúpu sem smakkast vel með nýju brauði. Að geta ekki gripið í hvítvínið með einhverjum góðum mat er svolítið erfitt. Save the Children á Íslandi NAGLI Jennifer Lawrence mun fara með hlutverk stríðsljósmyndarans. Óskarsverðlaunahafarnir Jenni- fer Lawrence og Steven Spiel- berg hafa gengið frá samningi við Warner Bros og munu þau vinna saman að kvikmynd um stríðsljós- myndarann og Pulitzer-verðlauna- hafann Lynsey Addario. Myndin verður byggð á sögunni It’s What I Do: A Photograph er‘s Life of Love and War, sem Addario skrifaði árið 2008 um reynslu sína, eftir að hafa myndað í stríðinu í Afganistan í kjölfar árásarinnar 11. september. Hefur Addario nú þegar fundað með handritshöfund- um og Spielberg og mun hún verða þeim innan handar við gerð mynd- arinnar. Spielberg og Lawrence í eina sæng 0 3 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :3 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 F F -F C 2 8 1 3 F F -F A E C 1 3 F F -F 9 B 0 1 3 F F -F 8 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.