Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 2
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Púði 5.495 kr. Dúkur 5.495 kr. Vörur INDISKA eru skandinavísk hönnun sem er innblásin af indversku handverki með sínum óteljandi litum og mynstrum þar sem rækt er lögð við sérhvert smáatriði. Kringlan | 588 2300 Diskur 2.295 kr. Viskustykki 1.795 kr. Krukka 5.495 kr. Skrautegg 2.795 kr. Fjaðralengja 1.295 kr. Halldór, stendur meirihlutinn á gati? „Nei, á gatasigti gatnakerfisins.“ Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, vill leggja meira fé í viðhald gatna, enda eru göt víða. HEILBRIGÐISMÁL Guðmundur Jóhann Hallvarðsson greindist með krabba- mein í lifur í janúar árið 2013. Hann lést rúmu ári síðar. Sonur hans, Hallvarður Guðmundsson, segir krabbameinið hafa reynst illvígt og að hefðbundinni lyfjameðferð hafi verið hætt eftir þrjá mánuði þegar ekkert benti til þess að hún hefði áhrif á gang sjúkdómsins. Þá hafi faðir hans kynnst sjúklingum í Ljósinu sem sögðust hafa læknast af krabbameini fyrir tilstilli sann- kallaðs kraftaverkalyfs. Efnið kall- ast Orasal, eða Salicinium, og sjúk- lingarnir bentu á mann sem hefði aðstoðað þá við að kaupa efnið. „Pabbi fékk símanúmer hjá konu sem sagðist hafa læknast og komst í samband við sölumann efnisins.“ Mánaðarskammturinn sem Guð- mundur keypti kostaði um þúsund dollara, eða 134 þúsund krónur. Hann keypti Orasal og tvær teg- undir fæðubótarefna frá banda- ríska fyrirtækinu Perfect Balance. Skammtana keypti hann í níu mán- uði og eyddi því meira en milljón króna í efnin. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Perfect Balance er kostnaðurinn um 90 þúsund, þann- ig að hann var að smyrja svolítið á þetta,“ segir Hallvarður og segist sár og reiður. Í upphafi hafi hann hins vegar reynt að vera bjartsýnn fyrir hönd föður síns. „Ég reyndi að vera jákvæður og líta björtum augum á þetta. Í fyrstu fannst okkur pabbi taka einhverjum framförum og ég veit ekki hvort það var efnið eða bjartsýni pabba. Eftir að ég hitti þennan mann þá gat ég ekki verið bjartsýnn lengur. Hann talaði mikið um samsæriskenning- ar í lyfjaiðnaði og benti okkur á að horfa á heimildarmynd á Youtube um krabbamein, sem var hreinn þvættingur og tengdist raunar þessu efni ekki neitt.“ Mánuði áður en Guðmundur lést frétti Hallvarður að sölumaðurinn hefði beðið um röntgenmyndir af æxlinu til að senda út til sölufyrir- tækisins Perfect Balance. Tilgang- urinn var að meta framhald með- ferðarinnar. „Sölumaðurinn var að senda röntgenmyndir til sölufyrir- tækisins í Bandaríkjunum, Perfect Balance, og hafði fengið þau svör að pabbi ætti að halda áfram með- ferðinni. Ég var tortrygginn. Ég spurði hann hvort það væri hægt að fá staðfestingu á því hvort fag- aðilar skoðuðu þessar myndir. Hann gat ekki svarað því en bað okkur um að greina ekki krabbameinslækni pabba frá því að hann vildi senda myndir af æxlinu út. Þegar þarna var komið var ég orðinn bæði sár og reiður. Framganga þessa manns skyggði á síðustu daga pabba. Hann trúði á þetta allt saman í upphafi en eftir því sem dró af honum hætti hann að nenna þessu,“ segir Hall- varður. kristjanabjorg@frettabladid.is Eyddi meira en milljón á dánarbeði Guðmundur Hallvarðsson lést í mars á síðasta ári. Dánarmeinið var krabbamein í lifur. Hann eyddi rúmri milljón króna í efnið Orasal. Sonur hans, Hallvarður, segir hann hafa verið féflettan á dánarbeðinum. SÁR OG REIÐUR Hallvarður segir framgöngu sölumanns efnisins Orasal hafa skyggt á síðustu daga föður síns og er sár og reiður. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR PERSÓNUVERND Miðlun lögregl- unnar á persónuupplýsingum um einstaklinga sem viðstaddir voru mótmælin árin 2008-2011 stóðst ekki lög að mati Persónuverndar. Í fyrra skilaði Geir Jón Þóris- son, fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn, inn skýrslu um mótmælin 2008-2011. Strax í kjölfarið komu upp ásakanir um ólögmæta miðl- un viðkvæmra persónuupplýs- inga og Persónuvernd tók málið upp að eigin frumkvæði. Mat Persónuverndar er að öryggis hafi ekki verið gætt við vinnslu og útgáfu skýrslunnar en skýrsluhöfundi lögreglunn- ar láðist að útmá nöfn og við- kvæmar persónuupplýsingar úr skýrslunni og þannig hafi lög- regla gerst brotleg við lög um persónuvernd. Persónuvernd leggur fyrir lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu að setja sér verklagsreglur um hvernig öryggis sé gætt við með- ferð persónuupplýsinga í mála- skrárkerfi lögreglunnar. - srs Skýrsla lögreglunnar um mótmælin 2008-2011 braut persónuverndarlög: Skýrsla Geirs Jóns í bága við lög STJÓRNMÁL Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra mælir fyrir breytingum á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Frumvarpið var kynnt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku, því var síðan dreift til þing- manna. Samkvæmt frumvarpi utan- ríkis ráðherra verður Þróunar- samvinnustofnun lögð niður, verkefni hennar flutt yfir í ráðu- neytið en „þrátt fyrir ákvæði laga þessara skal Þróunarsam- vinnustofnun Íslands starfa áfram til 1. janúar 2016, en lögð niður frá og með þeim degi,“ eins og segir orðrétt í frumvarpinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er einn níu þing- manna stjórnarandstöðunnar sem lögðu fram beiðni um skýrslu frá utanríkisráðherra um skipulag þróunarsamvinnu vegna fyrir- hugaðrar sameiningar. „Við erum að leita eftir því hvaða faglegu rök séu til grund- vallar þessari tillögu ráðherra, að sameina allt í ráðuneytinu, hvort það hafi verið einhver óánægja með störf Þróunarsamvinnu- stofnunar og hvort ekki sé ástæða til að bíða eftir úttekt sem er í vinnslu hjá þróunarsamvinnu- nefnd Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (DAC) sem verð- ur birt 2016. Við spyrjum: hvað liggur á? Og hver faglegu rökin séu. Við viljum að það sé tíund- að betur en gert er í greinargerð með frumvarpinu.“ - kbg Utanríkisráðherra vill leggja niður Þróunarsamvinnustofnun: Þingmenn krefjast skýrari svara VILJA SVÖR Þingmenn vilja rök fyrir því af hverju stendur til að leggja niður Þró- unarsamvinnustofnun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÓTMÆLI Skýrsla lög- reglunnar fjallaði um mótmælin 2008-2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON ➜ Miðlun lögreglu á upplýs- ingum um einstaklinga sem viðstaddir voru mótmælin 2008–2011 stóðst ekki lög.. ➜ Á vefsíðu Perfect Balance er efnið sagt virka gegn sjúk- dómum sem stafa af loft- fælnum eða gerjandi frum- um. Efnið trufli ferlið sem geri ónæmiskerfinu kleift að eyða krabbameinsfrumum. MIKILFENGLEGT En hættulegt. AFP PHOTO / ATONCHILE / CARLOS ROCUANT SÍLE Um þær mundir sem Íslendingar fögnuðu goslokum í Holuhrauni braust út eldgos í eldfjallinu Villarrica í Suður-Síle. Ólíkt gosinu í Holuhrauni hefur eldgosið í Villarrica haft alvarlegar afleiðingar því að yfirvöld hafa flutt um 3.000 manns á brott úr nærliggjandi þorpum. Villarrica er eitt virkasta eldfjall Síle og heimildir eru til um elds- umbrot allt frá árinu 1558 en þetta er stærsta eldgosið í Villarrica frá 1985. Eldfjallið er undir jökli og því er hraunið sjálft ekki það hættu- legasta við það heldur aurskriður og flóð sem ná til nærliggjandi þorpa. - srs Eitt stærsta eldgosið í eldfjallinu Villarrica frá árinu 1985: 3.000 manns fluttir á brott í Síle BANDARÍKIN Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaðan ungling í Ferguson í Missouri til bana, mun ekki vera sóttur til saka vegna þessa. Á vef The Guardian kemur fram að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að eftir sex mánaða rannsókn var ákveðið að ekki væri grundvöll- ur fyrir því að sækja Wilson til saka. Ekki þóttu vera næg sönnunar- gögn til að skera úr um hvort Wil- son hafi hleypt af skotvopni sínu í sjálfsvörn eða ekki. - srs Morðmál ekki til dómstóla: Darren Wilson ekki ákærður VEÐUR Alls voru 13 hús rýmd á Patreksfirði í gær vegna snjóflóða- hættu. 41 einstaklingur þurfti að yfirgefa heimili sitt og leituðu flestir til vina og vandamanna. Aðrir fóru á hótel. „Það verður tekin ákvörðun í fyrramálið um hvort fólk geti snúið til síns heima þegar fundað verður með almannavarnarnefnd og snjóflóðadeild Veðurstofunnar,“ segir Ingvar Jakobsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Hátt í 50 björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær í óveðrinu sem gekk yfir landið. - fbj Snjóflóðahætta fyrir vestan: 13 hús rýmd á Patreksfirði SPURNING DAGSINS 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -4 C E C 1 4 0 4 -4 B B 0 1 4 0 4 -4 A 7 4 1 4 0 4 -4 9 3 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.