Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 40
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 28 Glæpasögur sem byggðar eru á fjölskyldusögu höfundar eru ekki á hverju strái. Ein slík hefur þó farið sem eldur í sinu um heim glæpasagna að undanförnu og sér ekki fyrir endann á velgengni bók- arinnar Dansað við björninn eftir Svíana Anders Roslund og Stefan Thunberg sem voru staddir hér á landi í vikunni. Anders Roslund er margverð- launaður rannsóknarblaðamaður og lofaður spennusagnahöfundur á síðustu árum. Stefan Thunberg er á meðal eftirsóttustu handrits- höfunda Norðurlandanna og eftir hann liggja þekkt handrit að bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en þetta er hans fyrsta bók. Sagan sem birtist lesendum í Dansað við björninn er engin venjuleg glæpasaga. Hún er fjöl- skyldusaga Stefans Thunberg sem hefur gengið með hana í maganum og á sálinni í tæp tuttugu ár. Stefan er næstelstur fjögurra bræðra sem snemma á tíunda áratug síðustu aldar héldu Svíþjóð í heljargreipum með röð vopnaðra rána sem minntu fremur á bandaríska kvikmynd en skandinavískan veruleika. Á þeim tíma var Stefan í listaskóla í Stokk- hólmi en hann var engu að síður fyllilega meðvitaður um það sem bræður hans aðhöfðust. Aðeins röð átaka „Við komum úr skemmdu umhverfi með ofbeldisfullan og alkóhólíser- aðan föður gínandi yfir öllu. Fyrir bræður mína var þetta leið út. Að verða sér úti um nægilega mikið af peningum til þess geta lifað góðu lífi. Ég vissi alveg hvað var í gangi á þessum tíma en það var aldrei inni í myndinni að kjafta frá þessu, slíkt gengi þvert á allt sem okkur hafði verið innprentað. En svo líða þessi ár og við Anders kynnumst og náum saman um þetta verkefni. Ég hefði aldrei getað þetta nema með honum, þá hefði þetta aldrei orðið almennileg bók – bara röð af átökum án orsaka og afleiðinga.“ Þeir Stefan og Anders eru ólíkir einstaklingar. Engu að síður bend- ir Anders á að þeir sjái sögur með sömu augum og að það hafi gert þeim kleift að vinna saman. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við erum tengdari en við áttum von á. Ég kem líka af heimili með ofbeldisfullum föður og þetta mótar mann. Hefur mótað okkur báða, gert okkur að skapmönnum og sett í okkur galla sem við höfum þurft að vinna í að losa okkur við. Svo var ég líka í hringiðu þessar- ar sögu á sínum tíma sem frétta- maður og það sjónarhorn nýtist okkur. Í ekki stærra samfélagi en er í kringum glæpasögur og kvikmyndir í Svíþjóð var svo óhjákvæmilegt annað en að leiðir okkar lægju saman að endingu.“ Vopnaspjall í eldhúsinu Þeir Anders og Stefan eru sam- mála um að til þess að geta form- að bók úr þessari ofbeldisfullu fjölskyldusögu hafi farið best á að taka hana í sundur og raða saman brotunum. „Ég fór og sótti lög- regluskýrsluna og hún var upp á 6.000 síður,“ segir Anders. „Tók þetta ferlíki í fangið og burðaðist með þetta upp á fimmtu hæð í litlu íbúðina mína í Stokkhólmi þar sem Stefan beið eftir mér. Mér leið eins og ég væri að dragnast með lík upp allar tröppurnar og inn í íbúð þar sem ég lét þetta vaða í gólfið. Stef- an horfði á aðfarirnar og hrúguna og gekk svo þegjandi út. Ég gat vel skilið að þetta væri erfitt og beið bara þangað til hann var tilbúinn að koma að þessu og það kom að því nokkrum vikum seinna. Veru- leikinn sem birtist okkur þarna og í upplifun Stefans er grunnurinn að öllu í þessari bók – stóri sann- leikurinn.“ Þó svo Stefan hafi aldrei verið gerandi eða aðili að því sem átti sér stað var hann alltaf nálæg- ur. „Það er súrrealískt í dag að hugsa til þess að þegar ég kom í heimsókn þá heyrði ég í bræðrum mínum tala um vopn og ránsáætl- anir yfir nokkrum bjórum við eld- húsborðið. Þeir kölluðu mig lista- manninn og glottu aðeins að mér en annað var það ekki. Einu sinni gekk ég inn á þá þar sem þeir sátu og voru að horfa á sjónvarpsfréttir um ránin og þeir ræddu þetta bara eins og þeir væru að tala um bíó- mynd. Þeir vissu að ég vissi en það þurfti ekki að orða neitt.“ Skapandi og snjallir bræður Það var svo daginn fyrir jól, vet- urinn sem þetta stóð sem hæst, að Stefan kom heim í lok dags og kveikti á sjónvarpinu. Þar var verið að fylgjast með eltingarleik lögreglunnar við glæpamennina sem höfðu skekið Svíþjóð. Þeir voru vopnaðir og í stórum bíl, fastir í skurði í byljandi sænsk- um vetrarstormi, tilbúnir í átök. „Mesta áfallið var að sjá að pabbi var með þeim. Þeir höfðu tekið upp á því að sættast við kallinn og taka hann með í næsta rán. Það var áfall vegna þess að ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og ég efaðist ekki um að hann mundi aldrei gefast upp. Ég var viss um að bræður mínir mundu deyja þarna í skurðinum í skotbardaga við lögregluna og við þá tilhugsun hrundi ég. Gat ekki meir. Sofnaði og vaknaði endurnærður á falleg- um aðfangadegi sannfærður um að þetta hefði bara verið draumur. Gekk út á horn til þess að ná mér í morgunverð og þá sá ég fyrir- sagnir blaðanna og raunveruleik- inn skall á mér að nýju.“ Anders bendir á hversu mikill og þungbær þessi raunveruleiki getur verið. „Tengsl Stefans við bræður sína eru svo sterk og þetta er svo náið að stundum þurftum við að kljúfa persónur og skapa þær að nýju til þess að ná utan um verkefnið. Þessi rán voru svo hrottaleg en um leið hugmyndarík og snjöll. Stefan er greinilega ekki eini skapandi einstaklingurinn í þessari fjölskyldu – hann fann því bara jákvæðari farveg.“ Við erum vinir í dag „Núna þegar ég er loksins búinn að fara í gegnum þetta allt er þessi vanmáttartilfinning ekki eins ráðandi,“ segir Stefan og leggur áherslu á að við skrifin hafi í raun tekist á tveir pólar. „Annars vegar var þessi inngróna tilfinning um að maður megi aldrei kjafta og hins vegar mantran okkar Anders um að brjóta þetta allt niður í sögu og skáldskap. Það sem gerði mér þetta kleift var að móðir mín gaf mér leyfi og hjálpaði mér í gegnum þetta. Hún sagði: „Nú er komið að þér Stefan, þetta er þinn tími.“ Það breytti öllu. Hún er löngu farin frá föður mínum og spjarar sig í dag og það gera bræður mínir líka. Ég hafði samband við þá þegar bókin var klár til prentunar. Það var tveimur dögum fyrir jól, rétt- um tuttugu árum eftir að þeir náðust og ég fór með eitt hand- rit til þeirra svo þeir gætu lesið þetta fyrstir allra. Ég fór heim og beið. Fimmtán tímum síðar fékk ég símtal frá yngri bróð- ur mínum Felix. Hann öskraði í símann: „Ég fokking hata þig en ég elska þessa bók!“ Síðan skellti hann á og við töluðum ekki saman í ár. Hann þurfti sinn tíma og við bræðurnir erum allir vinir í dag.“ magnus@frettabladid.is Ég hata þig en ég elska þessa bók Glæpasagnahöfundarnir Anders Roslund og Stefan Thunberg tókust á við það erfi ða verkefni að skrifa bók sem byggir á ættarsögu Stefans en bræður hans og æskuvinir frömdu fj ölda vopnaðra rána í Svíþjóð snemma á tíunda áratug síðustu aldar. ★★★ ★★ Annar tenór Sýnt í Iðnó HÖFUNDUR: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON LEIKARAR: GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, SIGURSVEINN MAGNÚSSON, AÐALBJÖRG ÁRNADÓTTIR LEIKSTJÓRI: MARÍA SIGURÐARDÓTTIR LÝSING: KJARTAN DARRI KRISTJÁNSSON Tenórinn er kominn aftur á sínar gömlu slóðir í Iðnó og fyrir troð- fullu húsi á laugardaginn fór hann yfir atburðarás síðustu tólf ára ásamt því að syngja nokkur vel valin lög. Guðmundur Ólafs- son bæði skrifar og leikur aðal- hlutverkið í þessar ljúfsáru gam- ansýningu þar sem tenórinn hittir gamlan vin, undirleikarann skiln- ingsríka leikinn af Sigursveini Magnússyni, sem er að hita upp fyrir tónleika kvöldsins. Mikið hefur breyst síðasta ára- tuginn, tenórinn er fluttur heim til Íslands en er ekki alls kostar sáttur við dvöl sína í litlu þorpi úti á landi þar sem hann kenn- ir mishæfileikaríkum bræðrum að radda, syngur í jarðarförum þegar BÓ kemst ekki og neitar að taka þátt í þorrablótsskemmtiat- riðum fyrir kvenfélagið. Aftur á móti hefur undirleikarinn fundið sinn stað í lífinu, umkringdur fjöl- skyldu sinni og bíður nú eftir fæð- ingu tólfta barnabarnsins. Söngrödd Guðmundar er algjör gersemi, lituð af einlægni og skemmtileg nærvera hans er máttarstólpi sýningarinnar. Það er einmitt í gegnum röddina þar sem tenórinn finnur helst sjálfan sig en bitrar minningar af gamla lífinu eru sem hlekkir á tilfinn- ingalífi hans. Hann endurlifir ást- ina í gegnum „On the Street Where You Live“ úr My Fair Lady, syng- ur heilu aríurnar af mikilli innlif- un og textar Davíðs Stefánssonar framkalla gæsahúð á þeim sem leggja við hlustir. Leikstjórnin er í reyndum höndum Maríu Sigurðardóttir og vinnur hún skemmtilega með hið undur fallega rými Iðnó. Tempóið í sýningunni er kannski helst til lágstemmt fyrir gamanleikrit en einföld umgjörð og lýsing Kjart- ans Darra skapa skemmtilegt andrúmsloft í salnum. Undirleik- ur Sigursveins er einnig fagur án þess að vera of yfirþyrmandi. Vandamál sýningarinnar ligg- ur helst í ójöfnu handritinu, for- tíðarþráin og blákaldur raunveru- leikinn finna aldrei samhljóm. Dramatíkin og húmorinn takast á en hvorugt er sérstaklega eftir- minnilegt, þó hitta sumar eftir- hermur Guðmundar beint í mark, „efrivarabræðurnir“ þrír þá sér- staklega. Undirspilarinn virðist eingöngu vera til staðar sem stuðn- ingsaðili fyrir tenórinn og svipaða sögu má segja um tæknikonu húss- ins, leikin prýðilega af Aðalbjörgu Árnadóttur. Persónur þeirra hafa hvorki djúpa forsögu né mikið fram að færa nema gamansöm innslög og samúð í garð tenórsins. Uppgjör tenórsins við sjálfan sig hefur þannig enga skýra niður- stöðu fyrir utan mögulega að taka lífið í sátt frekar en að ríghalda í fortíðina og eftirsjána sem henni fylgir. Ferðalagið er spaugilegt á köflum og söngurinn fallegur á leiðinni en endar ekki á nýjum stað. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Algjörlega glimrandi söngstund með Guðmundi en verkið líður fyrir misjafnt handrit. Tenórinn snýr aft ur á fjalirnar SKEMMTILEG KVÖLDSTUND Þau Guðmundur Ólafsson og Aðalbjörg Árnadóttir þykja standa sig vel á fjölunum í Iðnó en sýningin líður nokkuð fyrir misjafnt handrit. THUNBERG OG ROSLUND „Við erum ólíkir einstaklingar sem sjáum sögur sömu augum,“ segir Anders Roslund um þá félaga sem skrifuðu saman glæpasöguna Dansað við björninn sem byggir á fjölskyldusögu Stefans Thunberg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í DRAUGAHELLINUM Hér geymdu þeir félagar vopnin sem þeir rændu og nýttu við ránin. Myndin sýnir tvo af bræðrum Stefans Thunberg, þá Carl og Lenneart Sumonja, ásamt æskuvini þeirra Johan Alin fyrir miðri mynd. VOPNAÐ RÁN Ein af 6.000 blaðsíðum lögregluskýrslunnar um vopnuðu ránin sem bræður Stefans frömdu og sagt er frá í Dansað við björninn. MENNING 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 4 -6 5 9 C 1 4 0 4 -6 4 6 0 1 4 0 4 -6 3 2 4 1 4 0 4 -6 1 E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.