Fréttablaðið - 05.03.2015, Side 50

Fréttablaðið - 05.03.2015, Side 50
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 38 DOMINOS KVENNA HAUKAR - KEFLAVÍK 85-75 Stig Hauka: LeLe Hardy 38, María Lind Sigurðar- dóttir 12, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 1, Hanna Þráinsdóttir Stig Keflavíkur: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 23, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 14, Elfa Falsdóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Thelma Dís Ágústsdóttir 2. KR - SNÆFELL 56-72 Stigahæstar: Simone Holmes 25, Björg G. Einarsdóttir 12, Bergþóra Holton 9. Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Kristen McCarthy 17, Hildur Sigurðardóttir 12. BREIÐABLIK - GRINDAVÍK 60-72 VALUR - HAMAR 65-61 Stig liða: Snæfell 40, Keflav. 36, Valur 28, Grinda- vík 28, Haukar 26, Hamar 10, KR 8, Breiðablik 4. OLÍS DEILD KVENNA VALUR - FH 30-21 (18-13) Markahæstar: Kristín Guðmundsdóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, - Ingi- björg Pálmadóttir 8, Heiðdís Guðmundsdóttir 6. FYLKIR - FRAM 18-18 (12-10) Markahæstar: The Imani Sturludóttir 6, Patrícia Szölösi 4 - Steinunn Björnsdóttir 4, Elísabet Gunn- arsdóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3. ÍR - HAUKAR 23-32 (11-22) Markahæstar: Brynhildur Bergmann Kjartans- dóttir 8, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Karen Tinna Demian 4 - Ásta Björk Agnarsdóttir 7, Vilborg Pétursdóttir 5, Ragnheiður Kjartansdóttir 4. HK - ÍBV 10-14 (21-26) Markahæstar: Gerður Arinbjarnar 5, Sigríður Hauksdóttir 4 - Ester Óskarsdóttir 10, Jóna Sig- ríður Halldórsdóttir 4, Vera Lopes 4. Stig liða: Grótta 32, Stjarnan 32, Fram 30, Haukar 26, ÍBV 24, Valur 22, Fylkir 20, Selfoss 15, HK 14, FH 9, KA/Þór 5. ÖFLUG LeLe Hardy fór fyrir Haukunum og skoraði 38 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MARKAHÆSTUR Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skorað fleiri mörk en Hazard eða 10. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ENSKA DEILDIN MANCHESTER CITY - LEICESTER 2-0 1-0 David Silva (45.), 2-0 James Milner (88.). NEWCASTLE - MANCHESTER UNITED 0-1 0-1 Ashley Young (89.). QUEENS PARK RANGERS - ARSENAL 1-2 0-1 Oliver Giroud (64.), 0-2 Alexis Sánchez (69.), 1-2 Charlie Austin (82.). STOKE - EVERTON 2-0 1-0 Victor Moses (32.), Mame Biram Diouf (84.). TOTTENHAM - SWANSEA 3-2 1-0 Nacer Chadli (7.), 1-1 Sung-Yueng Ki (21.), 2-1 Ryan Mason (51.), 3-1 Andros Townsend (60.), 3-2 Gylfi Þór Sigurðsson (89.). WEST HAM - CHELSEA 0-1 0-1 Eden Hazard (23.). LIVERPOOL - BURNLEY 2-0 1-0 Jordan Henderson (29.), Daniel Sturridge (51.). STAÐAN Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Chelsea 27 19 6 2 57-22 63 Man. City 28 17 7 4 59-27 58 Arsenal 28 16 6 6 53-30 54 Man. United 28 15 8 5 47-26 53 Liverpool 28 15 6 7 42-30 51 Southampton 28 15 4 9 39-20 49 Tottenham 27 14 5 8 44-38 47 Stoke 28 12 6 10 33-34 42 Swansea 28 11 7 10 33-37 40 West Ham 28 10 9 9 39-34 39 Newcastle 28 9 8 11 32-43 35 C.Palace 28 7 9 12 31-39 30 West Brom 28 7 9 12 26-36 30 Everton 28 6 10 12 33-41 28 Hull 28 6 9 13 26-37 27 Sunderland 28 4 14 10 23-39 26 Aston Villa 28 6 7 15 15-38 25 QPR 27 6 4 17 28-47 22 Burnley 27 4 10 13 25-45 22 Leicester 26 4 6 16 24-42 18 HANDBOLTI Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV sækja Valsmenn heim en Hlíðarendapiltar eru í toppsæti deildarinnar með 32 stig, þremur meira en Afturelding sem er í 2. sæti. Það verður hart barist í Kaplakrika þar sem FH og Haukar mætast. FH-ingar, sem töpuðu fyrir Eyja- mönnum í úrslitum bikarkeppninnar um helgina, eru í 4. sæti með 22 stig en Haukarnir eru í því sjöunda með 19 stig. Þá mætir Bjarki Sigurðsson með HK á sinn gamla heimavöll í Austurberginu. Kópavogsliðið er í nær vonlausri stöðu á botni deildarinnar en ÍR-ingar sitja í 3. sætinu, fimm stigum frá toppliði Vals. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. - iþs Hafnarfj arðarslagur í Krikanum FÓTBOLTI „Þetta gekk bara vel og var okkar besti leikur á móti Sviss þannig að það er jákvætt,“ sagði Freyr Alexandersson, lands- liðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir 2-0 tap okkar kvenna gegn Sviss í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í gær. Markalaust var í hálfleik og gekk lágpressa íslenska liðsins upp, en Freyr lagði upp með að spila þéttan varnarleik í gær. Sviss skoraði tvívegis í síðari hálfleik og vann leikinn. Seinna markið kom úr vítaspyrnu. „Maður vill alltaf vinna og við fengum tækifæri til þess. Vítið var mjög mjúkt og svekkjandi fyrir Önnu Maríu að fá það á sig því hún var búin að eiga frábæran leik fram að því,“ sagði Freyr sem var ánægður með spilamennskuna. „Við fengum færi í leiknum og nákvæmlega upp úr því sem við ætluðum okkur; hröðum sóknum og föstum leikatriðum. Þær opna okkur aðeins einu sinni í leiknum en í síðustu leikjum á móti þeim voru þær mikið að fara í gegnum okkur. Það var gott að koma í veg fyrir það. Varnartaktíkin gekk mjög vel upp og stelpurnar spiluðu hana vel. Það var gott og því tínum við fullt af flottum hlutum úr þess- um leik,“ sagði Freyr. Ísland átti skot í stöngina beint úr hornspyrnu og þá skaut Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir framhjá úr fínu færi þannig að tækifæri voru til að skora. Í heildina skorti þó meiri gæði í sóknarleikinn. „Uppbyggingin í sókninni var ekki nógu góð en ég verð að líta fram hjá einhverju. Við náðum bara tveimur æfingadögum og ég lagði alla áherslu á varnarleikinn,“ sagði Freyr sem fannst nokkr- ir leikmenn eiga skínandi dag. „Gunnhildur Yrsa átti frábæran leik. Þvílíkur eldmóður og hug- rekki í henni. Ég spilaði á mjög ungu liði og ungu stúlkurnar, Lára Kristín, Glódís og Anna María, spiluðu allar frábærlega.“ Margrét Lára sneri aftur í íslenska liðið í gær og hefði átt að fá vítaspyrnu að mati Freys. „Hún var frábær og með sinn leikskilning náði hún að teikna upp tvær góðar sóknir og komast í færi. Svo var hún felld í teign- um en fékk ekki neitt. Það hefði verið rómantík í því að fá mark frá henni,“ sagði Freyr. Ísland mætir næst Noregi á föstudaginn og svo stórliði Banda- ríkjanna á mánudaginn en allir mótherjar Íslands eru á leiðinni á HM í sumar. tomas@365.is Fullt jákvætt í tapinu Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í gær á móti Sviss, 2-0. Landsliðsþjálfarinn ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. TAP Glódís Perla Viggósdóttir og stelpurnar í kvennalandsliðinu byrjuðu á tapi gegn firnasterku liði Sviss á Algarve. MYND/KSÍ FRJÁLSAR Hafdís Sigurðardóttir, UFA, er ein af sex íslenskum keppendum sem taka þátt á EM í frjálsum íþróttum í Prag en mótið hefst síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. Hafdís hefur leik á morgun þegar hún keppir í undan- rásunum í langstökki. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún stefna á að komast í úrslitin sem fara fram á laugardag- inn. „Ég ætla að nota þessi þrjú stökk sem ég fæ eins og vel og ég get,“ sagði Hafdís en íslenski hópurinn var nýkominn upp á hótel þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Við erum öll rosalega spennt og til í slaginn,“ sagði Hafdís enn fremur en hún segist líklega þurfa að bæta Ís- landsmet sitt til að komast áfram. Íslandsmet Hafdísar, sem hún setti í janúar, er 6,47 metrar en það er 15. besti árangur þeirra 23 sem keppa í langstökkinu í Prag. - iþs Þarf líklega að bæta metið STEFNIR HÁTT Hafdís setur stefnuna á úrslitin í langstökki á EM í frjálsum íþróttum í Prag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SPORT KÖRFUBOLTI KR-ingar eru orðn- ir deildarmeistarar en spennan er samt engu lík í karlakörfunni. Síðustu þrjár umferðir Dominos- deildar karla í körfubolta eru framundan og vegna þess hversu litlu munar á liðunum í þriðja til sjöunda sæti þá getur margt breyst í lokaumferðunum sem fara allar fram á mjög stuttum tíma. Nú eru sex stig eftir í pottin- um en það er hins vegar aðeins einn sigurleikur (tvö stig) á milli liðanna í þriðja og sjöunda sæti. Liðin í þriðja til fimmta sætið eru jöfn að stigum og það eru aðeins tvö stig í liðin sem eru með jafn- mörg stig í sjötta og sjöunda sæti. Liðin raðast upp eftir innbyrðis- viðureignum og það er nokkuð borðleggjandi að þetta gæti orðið eitt stórt reikningsdæmi í lokin. Á næstu sjö dögum hafa mörg lið tækifæri til að hækka sig á stigatöflunni og koma sér í eft- irsótta stöðu í úrslitakeppninni. Miðað við góðan árangur liðanna á heimavelli í vetur munu sæti þrjú og fjögur gefa liðunum mjög mikið í átta liða úrslitunum. Fréttablaðið lagðist aðeins yfir leikina átján sem eftir eru af deildar keppninni. Miðað við lík- legustu úrslitin í síðustu þremur umferðunum gæti vel svo farið að fjögur lið endi jöfn í sætum þrjú til sex sem myndi þýða að innbyrðisviðureignir gætu ráðið heimavallar rétti milli liða sem mætast í átta liða úrslitunum. Sjö lið ættu að vera nokkuð örugg með sætið í úrslitakeppn- inni en það er enn óvissa um átt- unda og síðasta sætið. Snæfell á enn möguleika á sæti í úrslita- keppninni en staða Hólmara er orðin slæm eftir fimm töp í röð. Liðið á þó enn leik eftir á móti Keflavík um næstu helgi sem gæti breyst í hreinan úrslitaleik um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Fallbaráttan er einnig í fullum gangi en leikur ÍR og Skallagríms í Seljaskóla í beinni á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldið er líklegur leikur upp á líf eða dauða. Liðin munu nú flest spila þrjá örlagaleiki á aðeins sjö dögum og fyrir lið sem eru vön því að spila einn leik í viku þá gæti slíkt leikjaálag haft sín áhrif. Leikir kvöldsins eru (klukkan 19.15): Stjarnan-KR, Skallagrím- ur-Njarðvík, Haukar-ÍR Snæfell- Tindastóll og Grindavík-Keflavík en á morgun mætast síðan Fjölnir og Þór Þorlákshöfn. - óój Eitt stórt reikningsdæmi í lok þriggja leikja viku Aðeins einn sigurleikur er á milli liðanna í þriðja og sjöunda sæti í Dominos-deild karla í körfubolta fyrir síðustu þrjár umferðirnar KOMINN Í GANG Emil Barja hefur farið fyrir fjögurra leikja sigurgöngu Haukanna. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX LIÐIN Í 3. TIL 9. SÆTI OG LEIKIR SEM ERU EFTIR 3. HAUKAR 22 STIG ÍR (heima) , Tindastóll (úti) Keflavík (heima) 4. STJARNAN 22 STIG KR (heima), Njarðvík (úti), ÍR (heima) 5. NJARÐVÍK 22 STIG Skallagrímur (ú.), Stjarnan (h.), Þór Þorl. (ú.) 6. ÞÓR Þ. 20 STIG Fjölnir (úti), KR (úti), Njarðvík (heima) 7. GRINDAVÍK 20 STIG Keflavík (heima), Fjölnir (h), Snæfell (ú) 8. KEFLAVÍK 18 STIG Grindavík (ú), Snæfell (h), Haukar (ú) 9. SNÆFELL 16 STIG Tindastóll (h), Keflavík (ú), Grindavík (h) 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 4 -8 3 3 C 1 4 0 4 -8 2 0 0 1 4 0 4 -8 0 C 4 1 4 0 4 -7 F 8 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.