Fréttablaðið - 05.03.2015, Side 24
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Langamma mín átti þennan upphlut sem er nú orðinn 95 ára gamall,“ segir Svava Kristín en hún er nafna langömmu sinnar og á sama
afmælisdag og hún. „Ég mátaði þjóðbúninginn fyrst
fjórtán ára þegar langamma vildi fá mynd af mér í
honum. Ég sá þá eftir því að hafa ekki prófað hann
fyrr því ég hefði gjarnan viljað fermast í honum.“
Svava Kristín klæddist þjóðbúningnum ekki aftur
fyrr en hún var sautján ára gömul. „Þá var haldið
þorrablót sem öll fjölskyldan var á leið á. Flestir
klæddu sig í þjóðleg föt og mig langaði að vera
með. Hins vegar vildi ég ekki vera alveg hefðbund-
in. Þá ákvað ég að fara bara í bolinn af upphlutnum
ásamt stokkabeltinu og það kom rosalega vel út,“
segir Svava Kristín. Hún hefur síðan þá klæðst upp-
hlutsbolnum við ýmis hátíðleg tækifæri. „Ég hef
verið í bolnum yfir kjól eða verið í honum einum
við pils eða víðar samkvæmisbuxur og þetta kemur
alltaf vel út.“
JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ
Hún segist iðulega fá mjög góð viðbrögð frá fólki.
„Margir spyrja mig út í hvort bolurinn sé ekta og
ég fæ mikið hrós fyrir. Ég hef ekki fengið neikvæð
viðbrögð þótt ég sé vitanlega að breyta búningnum
með því að klæðast honum svona,“ segir hún. Fjöl-
skylda hennar er einnig mjög jákvæð. „Þeim þykir
vænt um að ég noti búninginn en auðvitað má ekki
misnota hann og vera í þessu alla daga. Ég vel sér-
stök tilefni til þess og þá er þetta bara skemmti-
legt.“
Mikil verðmæti liggja í stokkabeltinu og millum
og baldýringum á bolnum. Er óhætt að fara út á gal-
eiðuna með slíka dýrgripi? „Ég passa þetta vel. Svo
hringir mamma alltaf í mig daginn eftir til að athuga
hvort allt hafi skilað sér heilt heim,“ svarar Svava
og hlær.
GAMAN AÐ GÖMLUM FÖTUM
Svava segist pæla talsvert í tísku. „Mér finnst oft
gaman að vera pínulítið öðruvísi og breyti oft göml-
um hlutum og geri þá að mínum. Þannig er fataskáp-
urinn hennar ömmu eiginlega allur kominn í bæinn
til mín,“ segir hún glettin. „En inn á milli fylgir
maður bara tískunni,“ segir hún en uppáhaldsbúðir
hennar hér á landi eru Spútnik og Zara.
Eyðir þú miklu í föt? „Já, ég verð að viðurkenna
það, ég er dálítið dýr í rekstri,“ svarar hún kímin. En
hvað með helstu veikleikana þegar kemur að tísku
og útliti? „Ætli það sé ekki fullkomnunar áráttan.
Ég er mjög lengi að hafa mig til og vinir mínir geta
orðið ansi þreyttir á að bíða eftir mér meðan ég
næ öllu alveg fullkomnu. Það þarf allt að passa, frá
skóm og fötum til förðunar. Reyndar lít ég ekki á
þetta sem veikleika af því ég hef bara svo rosalega
gaman af því að hafa mig til.“ ■ solveig@365.is
Í UPPHLUTSBOL AF
LANGÖMMU SINNI
TÍSKA Förðunarfræðingurinn Svava Kristín Grétarsdóttir notar bol og belti
af þjóðbúningi langömmu sinnar við ýmis hátíðleg tækifæri. Hún parar þessi
þjóðlegu klæði við nútímalegri fatnað á borð við stutt pils og víðar buxur.
ÞJÓÐLEG OG
SMART
Svava Kristín Grétars-
dóttir heldur mikið
upp á upphlut lang-
ömmu sinnar sem
hún notar við hátíðleg
tækifæri.
MYND/VILHELM
Útsala
Útsala
Öll efni á
1000 og 1500 kr.
Laugavegi 101.
Sími 552 1260.
Opið frá 10 – 18.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin BelladonnaStærðir 38-58
Léttar
yfirhafnir
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl.
11–18
Opið laugardaga k
l. 11-16
0
4
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
0
4
-8
D
1
C
1
4
0
4
-8
B
E
0
1
4
0
4
-8
A
A
4
1
4
0
4
-8
9
6
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K