Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 10
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 FLÓTTAFÓLK Um þessar mundir eru fjögur ár liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Ekkert lát er á átökunum sem nú hafa kostað meira en 200 þúsund manns lífið. Meira en 7,5 milljónir manna hafa hrakist á flótta vegna átak- anna, en það er hátt í helmingur allra íbúa landsins. Meira en 3,8 milljónir þeirra hafa flúið land, flestir til nágrannalandanna, Líbanons, Tyrklands, Jórdaníu og Íraks. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta stærsta flóttamanna- vanda sögunnar. Í Jórdaníu eru meira en 800 þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, þar af meira en 220 þúsund börn á skólaaldri. Flóttamannabúðir þekja þar stór svæði og meðal þeirra stærstu eru Zaatari-búðirnar, sem eru skammt frá landamær- um Sýrlands. Þar búa meira en 80 þúsund manns, sem sumir hafa verið þarna í meira en þrjú ár. „Það er engin leið að gera fólki grein fyrir því hversu stórt vandamál þetta er og hversu margir streyma inn til Jórdaníu. Þetta eru ekki bara börn og fólk í flóttamannabúðunum, það eru þúsundir annarra komnir inn í landið og það fólk kemst ekki í skóla eða inn í neitt kerfi,“ segir Tamara Baari, ung kona sem á íslenska móður og jórdanskan föður en hefur búið hér á Íslandi síðan 2007. Hún heimsótti Zaatari-búð- irnar árið 2013 á ferð sinni um Jórdaníu og segir upplifunina hafa verið áhrifamikla. „Flóttamannabúðirnar eru í raun stór bær, með ákveðnu skipulagi sem í ríkir samt algjör lögleysa, eiginlega algjör ringul- reið. Glæpir eru algengir og því miður nauðganir líka, það er erfitt að lýsa upplifuninni en bjargarleysi og vanmáttur er það sem var mér efst í huga,“ segir Tamara, en það var hún sem tók myndirnar hér á síðunni. Í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá upphafi átakanna hefst í dag neyðarsöfnun á vegum UNI- CEF í samstarfi við Fatímusjóð- inn, sem Jóhanna Kristjónsdóttir stofnaði árið 2005. Upphaflega var sjóðurinn stofnaður til að styrkja börn í Jemen til náms en hann hefur síðan styrkt ýmis mannúðarverkefni í Miðaustur- löndum. Að þessu sinni er safnað fyrir menntun barna í flóttamanna- búðum í Jórdaníu. Með því að senda SMS-ið BARN í símanúm- erið 1900 sem kostar 1.490 kr. gefur fólk einn pakka af skóla- gögnum fyrir sýrlenskt flótta- barn. gudsteinn@frettabladid.is Ringulreið í flóttamannabúðum Fjögur ár eru liðin frá því að styrjöldin í Sýrlandi hófst. Milljónir flóttamanna eru í nágrannalöndunum Líbanon, Tyrklandi, Jórdaníu og Írak. Neyðarsöfnun UNICEF og Fatímusjóðsins hefst í dag. Söfnunarféð á að nota til að styrkja menntun barna í flóttamannabúðum í Jórdaníu. ZAATARI-BÚÐIRNAR Þegar mest var bjuggu um 200.000 manns í tjöldum í Zaatari-búðunum. Í heildina búa 3.838.035 manns í flóttamannabúðum í Írak, Jórdaníu, Líbanon og Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/TAMARA BAARI BÖRNIN LEIKA SÉR Börn finna sér ýmislegt að gera í eyðimörkinni. BÝR TIL FLUGDREKA Þegar efniviður til leikja er af skornum skammti er hvað sem er notað. Þessi drengur situr við flugdrekasmíð úr rusli sem hann fann. Á LEIÐINNI Í SKÓLANN UNICEF og samstarfsaðilar leggja allt kapp á að gera hvers- dagsleikann bærilegri fyrir þessi börn sem mörg hver hafa upplifað ólýsan- legar hörmungar, ástvinamissi og erfiðleika. ÞESSAR STÚLKUR GANGA Í SKÓLA REKINN AF UNICEF Á árinu 2014 gengu 127.857 flóttabörn í skóla sem UNICEF rekur í flóttamannabúðum í Jórdaníu. SKÓLINN GEFUR VON Börnin sem Tamara hitti sögðu öll að skólinn gæfi þeim von og sögðust öll vilja fá að halda áfram að læra. Á GANGI Í EYÐIMÖRK- INNI Í JÓRDANÍU Tveir ungir strákar á gangi í eyðimörkinni í Jórdaníu. 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -8 3 3 C 1 4 0 4 -8 2 0 0 1 4 0 4 -8 0 C 4 1 4 0 4 -7 F 8 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.