Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 4

Fréttablaðið - 05.03.2015, Page 4
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÁRÉTTAÐ Vegna fyrirsagnar í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem kom út í gær, skal árétta að Glitnir á 963 milljarða upp í skuldir. GARÐABÆR Álagningu holræsa- gjalda í Garðabæ, þar sem undir eru rotþrær sem lítið þurfi að eiga við, telur hluti íbúa við Hraunhóla í sveitarfélaginu jaðra við okur. Þrónum hafi á sínum tíma verið komið fyrir án nokkurrar aðkomu bæjarfélagsins. Hjónin Axel Thorarensen Hraundal og H i lde B er i t Hundstuen eiga hús við Hraun- hóla 4a og þurfa þar að borga tvö- falt holræsagjald af einni rotþró. „Þetta er ein eign á tveimur hæðum sem konan á og ber tvö fasteignanúmer,“ segir Axel sem fór að forvitnast um málið þegar álagningarseðillinn barst fyrir um einum og hálfum mánuði. „Við vildum vita hvernig í ósköp- unum gæti staðið á þessu. En þau vilja meina að í lögum sé að þarna eigi að borga fyrir og þá kalla þau þetta bara holræsa- og rotþróagjald og innifeli þjónustu við rotþróna,“ segir Axel og bætir við að í fyrra- sumar hafi þau einmitt farið fram á slíka þjónustu. „Og þá tók þá um tvær vikur bara að finna rotþróna.“ Við verkið hafi verið notað málm- leitartæki og starfsmenn bæjarins hafi á endanum sagst hafa kíkt ofan í hana og að hún væri í lagi. Axel segir málum hins vegar öðruvísi farið hjá bróður hans, sem búi á Kjalarnesi í landi Reykjavík- ur. Þar sé hann með rotþró og hafi sett út á holræsagjaldið og fengið það fellt niður. „Ég benti nú þess- ari ágætu konu sem ég ræddi við hjá Garðabæ á þetta, en hún sagði að þetta væri annað bæjarfélag, það þýddi ekkert að vera að miða við það.“ Axel og Hilde eru ekki ein um að furða sig á gjaldtöku bæjar- Mótmæla gjaldi fyrir rotþró Íbúar í Garðabæ þar sem rotþrær eru við hús telja vafasamt að greiða þurfi bænum holræsagjald. Rotþrærnar þurfi lítið viðhald og húseigendur hafi sjálfir staðið að gerð þeirra. Sveitarfélagið segir gjaldið líka ná til rotþróa. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir fasteignum með rotþróm hafa fjölgað heldur við sameininguna við Álftanes í ársbyrjun 2013. „Þetta eru svona 60 hús á Álftanesi og eitthvað álíka mikið hér hjá okkur,“ segir hann. Þótt á álagningarseðli kunni að standa hol- ræsagjald, þá segir Gunnar það vísa til holræsa- og rotþróagjalda sem sveitarfélagið innheimti. Sveitarfélagið þjónusti rotþrærnar og fyrir það sé rukkað. Í einhverjum tilvikum segist hann þó reka minni til að gjaldið hafi verið fellt niður þar sem viðkomandi hafi sjálfur annast hreinsun á rotþró sinni. „En þá þarf viðkomandi að geta sýnt okkur að það hafi verið komið og hreinsað.“ Gunnar segir gjaldið 0,12 prósent af fast- eignamati. Tilvik eins og hjá hjónunum í Hraun- hólum 4 þurfi ef til vill að skoða sérstaklega. „Við viljum ekki taka meira af íbúunum en rétt er. Það er ekki okkar stíll,“ segir hann. GUNNAR EINARSSON SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON ÁLAGNINGARSEÐILL 2015 Á þessum seðli má sjá hvernig eigandi einbýlishúss með rotþró er rukkaður um ríflega 60 þúsund króna holræsagjald. félagsins. Finnur Orri Thorlacius sem á einbýlishús á einkalóð við Hraunhóla, þar sem er undir risa- stór safnþró sem hann segir ekkert þurfa að eiga við, segist velta fyrir sér hvort hann eigi ekki afturvirka kröfu á bæjarfélagið vegna gjald- tökunnar. Holræsagjald hafi hann greitt í 13 ár á staðnum, en í ár er gjaldið hjá honum 60.720 krónur. Samanlagt eru það tæpar 790 þús- und krónur, án vaxta. „Og það eru peningar sem ég get alveg notað,“ segir hann. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður og framkvæmdastjóri Hús- eigendafélagsins, segir holræsa- gjöld og holræsaskatta hafa verið til vandræða víða. „Við höfum verið að fara í gegnum þessi fasteigna- gjöld á landsvísu vegna þess hve mikið misræmi er milli sveitarfé- laga. Sú vinna er í gangi.“ Félagið hafi vegna þessa óskað eftir fundi með forsvarsmönnum sveitar- félaga. „Svona til að ekki sé sinn siður í hverju plássi, sem aftur veldur misskilningi og glundroða,“ segir Sigurður. olikr@frettabladid.is Um 120 fasteignir með rotþrær HRAUNHÓLAR Hús við Hraun- hóla í Garðabæ eru meðal þeirra um 120 fasteigna sveitar- félagsins sem notast við rotþrær í stað holræsatenginga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNTUN Mennta- og menningar- málaráðuneytið hefur komið til móts við ábendingar Ríkisendur- skoðunar frá árinu 2012 varð- andi frumgreinanám í íslenskum skólum. Í ábendingum Ríkisendur- skoðunar var lagt til að frum- greinanám yrði fellt að lögum um framhaldsskóla og að lagaum- gjörð um námið væri bætt. Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkis endurskoðunar kemur fram að stjórnvöld hafa brugðist við þessu með því að breyta lögum um háskóla sem heimila ráðherra að setja reglur um frumgreina- nám. - srs Frumgreinanám aðlagað: Lagaumgjörð námsins bætt MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Brugðist hefur verið við ábendingum um frum- greinanám. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA Fjármála- og efna- hagsráðherra lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins, um stjórnir opinberra hlutafélaga á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Í fyrirspurn Guðlaugs var spurt um fjölda stjórnarmanna í stjórnum opinberra hlutafélaga og hvaða þóknun þeir fengju fyrir stjórnar- setu sína. Í svari fjármálaráðherra kom fram að opinber hlutafélög, sem eru að hluta eða öllu leyti í eigu ríkisins eða ríkis og sveitarfélags, eru samtals níu. Heildarlaunakostn- aður við stjórnarsetu er um það bil 55 milljónir króna árlega. Hæstu laun sem greidd eru í opin- beru hlutafélagi er fyrir stjórnar- setu í Isavia ohf. en þar þiggja aðal- menn 137 þúsund krónur á mánuði og formaður tvöfalda þá upphæð. Lægstu laun fyrir stjórnarsetu greiðir Nýr Landspítali ohf. eða 50 þúsund krónur á mánuði. - srs Laun stjórnarmanna opinberra hlutafélaga kosta um 55 milljónir árlega: Fá allt að 137 þúsund á mánuði BRETLAND Fimm barnahús að íslenskri fyrirmynd verða sett á laggirnar í Lundúnum á næst- unni. Bresk yfirvöld hyggjast skera upp herör gegn misnotkun á börnum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hélt erindi á fundi á vegum bresku lávarða- deildarinnar í fyrradag þar sem hann greindi frá árangri Íslend- inga af starfsemi Barnahúss og hugmyndafræðinni á bak við það. - srs Bretar opna fimm barnahús: Stórátak gegn misnotkun *Aðalmenn *Formaður **Varamenn Isavia ohf. 137 þús. kr. 274 þús. Kr. 65 þús. kr. Rarik ohf. 15 þús. kr. Formaður 230 þús. kr. Íslandspóstur ohf. 100 þús. kr. Formaður 200 þús. Kr. Orkubú Vestfjarða ohf. 95 þús.kr. 190 þús. Kr. 40 þús. kr. Harpa ohf. 93 þús. kr. Formaður 186 þús. Kr. *fá borgað á mánuði. **fá borgað fyrir hvern fund. FIMM LAUNAHÆSTU STJÓRNIRNAR SAMFÉLAG Öldrunardeildin á Víf- ilsstöðum hefur verið yfirfull í nokkrar vikur og sumir þeirra 70 einstaklinga sem eru þar fastir og bíða eftir að komast á hjúkr- unarheimili hafa beðið mánuð- um saman. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. - kbg Bíða mánuðum saman: 70 fastir á Landspítala SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 73.000 hross voru á Ís-landi árið 2013. Hafði þeim fækkað um 3.500 frá árinu 2009. Á sama tíma voru 484 þúsund kindur og fjölgaði þeim um 15 þúsund. Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVER LÆGÐIN REKUR AÐRA næstu daga, í dag fylgir hvöss suðvestanátt með éljum í kjölfar lægðar gærdagsins. Á morgun gengur önnur lægð yfir landið með stormi um tíma og snjókomu, slyddu eða rigningu. Hvöss suðvestanátt tekur svo við. 0° 18 m/s 1° 19 m/s 2° 16 m/s 4° 18 m/s Suðaustan- stormur um tíma og all- hvöss suð- vestanátt í kjölfarið. Allhvasst eða hvasst víða um land. Gildistími korta er um hádegi 3° 30° 3° 10° 18° 2° 4° 5° 5° 22° 11° 14° 16° 16° 11° 7° 6° 8° 2° 12 m/s 3° 16 m/s 2° 12 m/s 1° 12 m/s 1° 17 m/s 1° 17 m/s -4° 19 m/s 3° 0° 1° -1° 4° 0° 3° -2° 5° -2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -6 0 A C 1 4 0 4 -5 F 7 0 1 4 0 4 -5 E 3 4 1 4 0 4 -5 C F 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.