Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 5. mars 2015 | SKOÐUN | 21
Lýðræði er ein allra snjallasta
uppfinning mannsandans frá önd-
verðu – líkt og eldurinn, hjólið og
hjónabandið. Hvers vegna? Hvað
er svona merkilegt við lýðræði?
Spurningin svarar sér ekki sjálf,
a.m.k. ekki til fulls. Svar mitt er
þetta. Lýðræði hefur reynzt vel
á heildina litið, einkum með því
að efla mannréttindi og skapa
skilyrði til batnandi lífskjara í
efnahagslegu og félagslegu tilliti.
Winston Churchill, forsætisráð-
herra Breta, hitti naglann á höf-
uðið, þegar hann sagði: „Lýðræði
er versta stjórnarfar, sem hugs-
azt getur, en allt hitt er verra.“
Hann áttaði sig á veikleikunum
og sagði: „Bezta röksemdin gegn
lýðræði er fimm mínútna samtal
við venjulegan kjósanda.“
Úr sókn …
Fyrir 72 árum, 1943, voru lýð-
ræðisríki Evrópu aðeins fimm
talsins: Bretland, Írland, Ísland,
Sviss og Svíþjóð. Við stríðslok-
in 1945 gerbreyttist landslagið
í álfunni. Evrópa hefur æ síðan
ásamt Bandaríkjunum, Indlandi
og Japan verið fyrirmynd fjöl-
margra þjóða að lýðræðislegum
stjórnarháttum víða um heiminn.
Lýðræðisríki í Afríku voru ekki
nema fimm fyrstu 30 árin eftir
sjálfstæðistöku Afríkulandanna
um og eftir 1960, en nú eru þau
sautján talsins, þriðjungur allra
landa álfunnar. Það er framför.
Sömu sögu er að segja frá Suður-
Ameríku. Þar voru þrjú lýðræð-
isríki af tíu ríkjum alls um 1960,
og nú eru lýðræðisríkin átta af
tíu. Framsókn lýðræðisins frá
stríðslokum 1945 hefur haldizt í
hendur við mestu lífskjarabylt-
ingu mannkynssögunnar. Aldrei
fyrr hefur jafnmörgu fólki –
milljörðum manna! – tekizt að
kasta af sér hlekkjum örbirgðar
og öðlast eða eygja a.m.k. von um
sómasamleg lífskjör handa sjálf-
um sér og afkomendum sínum.
Hagtölur vitna um framförina.
Enn skýrari vitnisburði er að
finna í ýmsum öðrum staðtölum,
t.d. um fjölskyldustærð og lang-
lífi. Árið 1960 fæddi hver kona
fimm börn að jafnaði í heimin-
um öllum, en nú er talan komin
niður í tvö og hálft barn á hverja
konu. Enn skýrara er mynstrið á
einstökum svæðum, t.d. í Suður-
Ameríku, þar sem barnsfæð-
ingum á hverja konu að meðal-
tali hefur fækkað á sama tíma úr
sex í röskar tvær, í arabalöndum
(úr 7 í 3) og í Asíu (úr 5 til 6 í 2
til 3). Þetta skiptir máli, þar eð
sókn fátæks fólks til betri lífs-
kjara snýst öðrum þræði um að
breyta stuttum ævum í stórum
fjölskyldum í langar ævir í litlum
fjölskyldum. Litlar fjölskyldur
í fátækum löndum veita foreld-
um kost á að senda öll börnin sín
í skóla, ekki bara elzta soninn.
Þetta skiptir sköpum á heild-
ina litið. Jafnvel á OECD-svæð-
inu, þar sem iðnríkin eru saman
komin, hefur barnsfæðingum á
hverja konu að jafnaði fækkað úr
3,2 1960 í 1,8 nú. Fólkinu heldur
samt áfram að fjölga lítils háttar
í iðnríkjunum fyrir tilstilli inn-
flytjenda. Meðalævi jarðarbúa
hefur lengzt um fjóra til fimm
mánuði á ári frá 1960. Þá var hún
52 ár, en er nú 71 ár og heldur
áfram að lengjast.
… í vörn
Árið 1989 voru lýðræðisríki
heimsins um 70 talsins. Um
aldamótin 2000 voru þau orðin
120 (hér styðst ég við tölur frá
Freedom House, sem hefur birt
landakort af þróun lýðræðis um
heiminn frá 1989). Fjölgun í hópi
lýðræðisríkja um 50 á aðeins 15
árum stafaði öðrum þræði af
skipbroti kommúnismans í Mið-
og Austur-Evrópu, en einnig af
framsókn lýðræðisins í öðrum
heimshlutum. Eftir þetta sló í
bakseglin. Ekki færri en 22 lönd
hafa dregið úr eða snúið baki við
lýðræði frá aldamótum, þar á
meðal Rússland, Taíland, Bangla-
dess, Kenía og Tyrkland, ýmist
með mannréttindabrotum eða
valdaráni. Engin fjölgun hefur
átt sér stað í hópi lýðræðisríkja
frá 2006.
Víti til varnaðar
Hvernig gat þetta gerzt? Ein
hugsanleg skýring er, að Kín-
verjar fara um heiminn, bjóða
gull og græna skóga, berja sér á
brjóst og segja: Við þurfum ekki
lýðræði til að vaxa hratt, ekki
þið heldur. Sterk bein þarf til að
stand ast slíkan boðskap. Önnur
skýring er, að lýðræði á undir
högg að sækja jafnvel þar sem
sízt skyldi. Demókratar á Banda-
ríkjaþingi saka repúblikana
um að grafa undan lýðræðinu.
Tyrkir dansa nú líkt og Rúss-
ar í kringum forseta, sem sýnir
skýra gerræðistilburði og lætur
sér mannréttindi í léttu rúmi
liggja. Alþingi Íslendinga bauð
kjósendum til þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýja stjórnarskrá
20. október 2012. Nýja stjórnar-
skráin og helztu ákvæði hennar,
m.a. um auðlindir í þjóðareigu,
jafnt vægi atkvæða og beint lýð-
ræði, voru samþykkt með yfir-
gnæfandi hluta atkvæða. Samt
lætur Alþingi eins og enga brýna
þörf beri til að virða vilja kjós-
enda í málinu. Atlögu Alþingis að
lýðræðinu verður að kveða niður
með tiltækum ráðum. Samhengið
er víti til varnaðar.
Lýðræði í vörn
Í DAG
Þorvaldur
Gylfason
hagfræðiprófessor
Ekki færri en 22 lönd
hafa dregið úr eða
snúið baki við lýðræði frá
aldamótum, þar á meðal
Rússland, Taíland, Bangla-
dess, Kenía og Tyrkland,
ýmist með mannréttinda-
brotum eða valdaráni.
BRUNCH
UM HELGAR
LAU & SUN FRÁ 11-16
A F M A T S E Ð L I V E G A M Ó T A
Vegamótastíg
101 Reykjavík
s. 511 3040
vegamot.is
Lúxus brunch 2490
Hrærð egg, beikon, pastramiskinka,
camembert, goudaostur, kartöflu r, ný
bakað brauð, ferskir ávextir, tómat
confetti, grískt jógúrt, appelsínusafi og
pönnukaka með hlynsírópi.
Sá breski 2390
Egg, beikon, bakaðar baunir, grilluð
kryddpylsa, kartöflur, ristað brauð og
pönnukaka með hlynsýrópi.
Klassískur Vegamótabrunch 2390
Beikon og egg, ristað brauð, kartöflur,
tómat confetti, grískt jógúrt og pönnu kaka
með hlynsírópi.
Léttur heilsubrunch 2090
Ristað speltbrauð, pastramiskinka,
ostsneiðar, kjúklingaskinka, harðsoðið
egg, tómatar, agúrka, ferskir ávextir og
grískt jógúrt.
Pylsur, steikt egg, beikon, grískt
jógúrt, brauð og pönnukaka.
Íspinni fylgir
barna brunch
Íslensku tónlistarverðlaun-
in og Eddan minna okkur
á hvað við eigum mik-
inn fjársjóð í fjölbreyttu
listafólki. Athygli vakti
Hera Hilmarsdóttir sem
tók við verðlaunum á Edd-
unni. Hún þakkaði sér-
staklega kennurum sínum
úr grunnskóla, þeim Her-
dísi Egilsdóttur í Ísaks-
skóla og Önnu Flosadóttur,
leiklistarkennara í Hlíða-
skóla. Þessar merkiskonur
snertu unga listamanns-
sálina. Líklega fáum við
aldrei að vita hversu marg-
ir aðrir fyrrum nemendur standa í
þakkarskuld við þessar hæfileika-
konur sem völdu grunnskólann sem
starfsvettvang.
Hversu margir muna eftir því
að þakka hið góða uppeldi sem á
sér stað í grunnskólum landsins?
Það þykir ekkert sérlega smart að
hampa grunnskólamenntun enda
mun algengara að sjá óvægna gagn-
rýni á grunnskólann sem oft er lít-
ill fótur fyrir.
Áhrifa góðrar grunnskólamennt-
unar gætir víða. Lagahöfundarnir
sem skipa hópinn „Stop, wait, go“
og vermdu tvö efstu sætin í for-
keppni Sjónvarpsins fyrir Eurovis-
ion voru vissulega í Versló eins og
fjölmiðlar hafa bent á. Ég bendi hér
á að 10 árin áður voru þeir í Hlíða-
skóla eins og Hera Hilmarsdóttir
og margir fleiri.
Hlíðaskóli hefur lengi lagt
áherslu á listir í skólastarfi. Unga
fólkið sem hér var nefnt fékk tón-
mennt tvisvar í viku fyrstu sjö ár
skólagöngunnar og settu upp söng-
leik fyrir foreldra árlega frá því í
1. bekk. Vikuleg danskennsla og
leiklistarkennsla í lotum hefur
einkennt grunnskóla-
göngu þeirra auk kennslu
í öðrum list- og verkgrein-
um. Í unglingadeild fengu
þau að taka þátt í að semja
söngleik og setja á svið frá
grunni með öllu sem því tilheyrir
og það er ekki lítil menntun sem í
því felst.
Hlíðaskóli er ekki einsdæmi. Stór
hluti grunnskóla hefur á að skipa
stórkostlegum kennurum á sviði
list- og verkgreina sem aldrei fá
neinar Eddur fyrir störf sín. Meiri
hluti grunnskóla leggur metnað í
að sinna listmenntun barna vel, en
þetta starf fer ekki hátt og hlýtur
ekki þá athygli og hrós sem það á
skilið.
Settir skör lægra
Sjálfskipaðir sérfræðingar eiga það
til að fullyrða ýmislegt misjafnt
um grunnskólann sem ekki stenst
skoðun. Mér sárnar fyrir hönd
allra þeirra frábæru tónmennta-
kennara sem starfa í grunnskólum
landsins þegar tónlistarskólunum
er einum þakkað blómlegt tónlist-
arlíf landsins. Ófáir tónlistarmenn
fengu grunninn að sinni tónlistar-
menntun í tónmenntastofunni og
margir þeirra áttu skrykkjótta
göngu í hefðbundna tónlistarskóla.
Um þetta þekki ég fjölmörg dæmi
og lesendur væntanlega líka.
Það er því áhyggjuefni að list-
og verkgreinakennarar eru, þrátt
fyrir allt, settir skör lægra en aðrir
kennarar grunnskólans ef litið er
til stöðu þeirra í launasamning-
um. Þeir fá störf sín ekki metin til
jafns við bekkjarkennara því samn-
ingar halla verulega á þá kennara
sem ekki hafa bekkjarumsjón. Það
er skömm að því að í skólakerfinu
skuli ekki vera skýrari sýn á mik-
ilvægi list- og verkgreinakennara
sem hafa svo gríðarlega mikilvægt
hlutverk í menntun barna þessa
lands. Sömuleiðis vekur nýlegur og
væntanlegur niðurskurður í kenn-
aramenntun ugg þar sem ljóst er
að minni möguleikar kennara á að
sérhæfa sig í faggrein munu koma
niður á færni þeirra til að kenna
sérstakar námsgreinar eins og list-
og verkgreinar.
Þrátt fyrir mýtur um að list-
kennsla í grunnskólum sé ekki
upp á marga fiska eða á leið út úr
grunnskólanum þá er þessi kennsla
víða blómleg og íslenskir list- og
verkgreinakennarar eru, sam-
kvæmt rannsóknum, einna lífseig-
ustu kennararnir í starfi. Þakka
ber hversu margir listgreinakenn-
arar vinna starf sitt af alúð og hug-
sjón.
Listgreinakennarar hlúa að
skólabrag og menningu skóla. Þeir
halda utan um hefðirnar, hátíðar-
stundirnar, samsönginn og allt
það sem gerir skóla að stað þar
sem fólki líður vel. Við megum
ekki ganga út frá því sem gefnu að
listkennsla haldi þeirri stöðu sem
hún hefur haft svo víða í íslensk-
um grunnskólum. Tökum höndum
saman til að tryggja góða mennt-
un og starfsumhverfi list- og verk-
greinakennara. Framtíðar okkar
vegna.
➜ Tökum höndum
saman til að tryggja
góða menntun og
starfsumhverfi list- og
verkgreinakennara.
Framtíðar okkar
vegna.
Uppskeruhátíð listmenntunar
MENNTUN
Dr. Helga Rut
Guðmundsdóttir
dósent við Mennta-
vísindasvið Háskóla
Íslands og oddviti
kjörsviðsins Tónlist,
leiklist og dans
Þörf fyrir umboðsmann aldraðra
Stór hópur aldraðra er í stöðugri baráttu við kerfið og fær
aldrei aðstoð eða leiðréttingu sinna mála. Þörfin fyrir umboðs-
mann aldraðra er mikil og nauðsynlegt að þessi hópur geti
leitað til eins aðila með spurningar og athugasemdir. Þá
hefur mikið vantað upp á að aldraðir hafi talsmann gagnvart
stjórnvöldum.
Mörg þessara mála tengjast lífeyrismálum, skattamálum, búsetu o.sv.frv.
Í slíkum tilvikum hefði umboðsmaður mikilvægt hlutverk.
Gert er ráð fyrir að 67 ára og eldri fjölgi um rúmlega 26.000 á næstu 15
árum, eða um 71%. Talið er að 80 ára og eldri fjölgi um tæplega 6.600, eða
um 55%. Þörfin fyrir umboðsmann hefur aldrei verið ríkari en nú.
Almennt er ég ekki fylgjandi því að stofnunum ríkisins sé fjölgað.
Umboðsmenn hafa hins vegar sannað gildi sitt og aldraðir þurfa á slíkum
talsmanni að halda.
http://blog.pressan.is
Karl Garðarsson
AF NETINU
0
4
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
4
-8
D
1
C
1
4
0
4
-8
B
E
0
1
4
0
4
-8
A
A
4
1
4
0
4
-8
9
6
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K