Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 48
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
STILL ALICE 5:45, 8, 10:10
ANNIE 5:15
VEIÐIMENNIRNIR 8, 10:10
HRÚTURINN HREINN 5:45
10:30
ANNIE KL. 5.30
VEIÐIMENNIRNIR KL. 9 - 10.40
BIRDMAN KL. 5.30 - 8 - 10.40
ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10 - ÍSL TEXTI
ANNIE KL. 5
INTO THE WOODS KL. 5
HRÚTURINN HREINN KL. 3.30
HOT TUB TIME MACHINE KL. 8 - 10.10
FIFTY SHADES OF GREY KL. 8 - 10.40
KINGSMAN KL. 8 - 10.45
PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
o. siSAM
Magnaður þriller byggður á metsölubókinni
ÁÐUR EN ÉG SOFNA
Frá framleiðandanum Ridley Scott
Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong
Tilnefnd til 3 óskarsverðlauna
Meryl Streep, Emily Blunt,
Chris Pine og Johnny Depp
Save the Children á Íslandi
Stundum líður mér eins og ég sé á rangri hillu í lífinu. Eins og starfsfer-
illinn sem ég valdi fyrir tæpum áratug
hafi verið skref í ranga átt. Að kröftum
mínum og tíma væri betur varið annars
staðar en í fjölmiðlum.
EINU sinni starfaði ég í afgreiðslukæli í
Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Þetta
var nokkurs konar lagerstarf. Ég tók
við pöntunum frá fyrirtækjum, stórum
og smáum, raðaði vörum í grindur og
keyrði þær loks út í flutningabíla sem
tóku stefnu í austur eða vestur – eftir
því hvort vörurnar væru á leiðinni í
Hótel Örk í Hveragerði eða í Sölu-
skálann á Landvegamótum rétt
hjá Hellu.
ÞRÁTT fyrir að það sé langt
síðan ég sagði skilið við enda-
sleppan feril í kælinum þá er ég í
hjarta mínu enn þá lagerstarfsmaður.
Að kaupa færri en tvær tannkrems-
túbur í einu er í besta falli tímasóun.
Það er fátt verra en að koma að þurr-
ausinni tannkremstúbu að morgni og
neyðast til að grípa til lyfleysulausna á
borð við að tyggja tyggjó til að losna við
uppsafnaðan næturfnykinn úr munnin-
um.
SVIPAÐ slæmt er að stíga inn í sturtu,
aðeins til að komast að því að sturtusápan
hefur verið drýgð svo lengi að innihald
flöskunnar er nær því að vera vatn en
hreinsiefni. Þess vegna kaupi ég yfir-
leitt þrjár til fjórar flöskur af sturtusápu
þegar það byrjar að sjá á lagernum. Sama
regla gildir um ýmislegt annað á heim-
ilinu, allt frá sokkum til sælgætis. Alls
staðar þarf birgðastaðan að vera góð svo
lífið geti gengið skakkafallalaust fyrir
sig.
GÓÐUR lager er til marks um skýra
framtíðarsýn. Með því að eyða örlítið
meira en maður þarf í hverri verslunar-
ferð er maður að sjá til þess að áföll á
borð við tannkremsskort eigi sér ekki
stað. Ekkert kemur góðum lagermanni
á óvart. Ekkert klárast á góðum lager.
Munum það nú þegar við erum byrjuð að
hafa áhyggjur af stærð bankanna.
Lagerstarfsmaður í hjarta mínu
„Ég er mjög, mjög spenntur,“ segir
Kanadamaðurinn Michael Gnat,
sem ferðast til Íslands gagngert til
þess að sjá sína uppáhaldshljóm-
sveit, Nýdönsk, leika á tónleikum.
„Í ágúst síðastliðnum var ég á
Íslandi ásamt dóttur minni vegna
þess að Sinfóníuhljómsveitin okkar
frá Toronto var að spila í Hörp-
unni og mig langaði til þess að sjá
hana,“ segir hann þegar hann er
spurður að því hvernig hann komst
í kynni við hljómsveitina.
„ Þá helg i va r ei nmit t
menningar nótt. Við vorum að rölta
um Reykjavík og fengum okkur
kvöldverð. Þegar við höfðum lokið
við að borða löbbuðum við fram
hjá tónleikunum á Arnarhóli,“
segir Gnat hress.
„Við náðum seinasta hluta tón-
leika Nýdanskra. Ég féll strax
fyrir tónlistinni þeirra og fór til
öryggisvarðarins og spurði hann
hverjir þetta væru. Hann svar-
aði að þetta væri hljómsveitin
Nýdönsk og ég sagði honum að
hann yrði að skrifa þetta niður.“ Í
kjölfarið varð Gnat sér út um tvo
geisladiska með hljómsveitinni og
hefur hlustað viðstöðulaust á þá
síðan.
„Ég hef enga hugmynd um hvað
þeir eru að segja en ég elska tón-
listina,“ segir hann og hlær. Úr
varð að Gnat kom sér í samband
við Nýdönsk og mætir í kjölfarið
á tónleika sveitarinnar í Hljóma-
höll í kvöld.
„Mér finnst þetta þrælmagnað
alveg því þetta kostar kappann
sjálfsagt morð fjár. Við ákváðum
þó að bjóða honum á tónleikana í
Hljómahöllinni – svona til að sýna
lit,“ segir Jón Ólafsson, hljóm-
borðsleikari Nýdanskra.
Tónleikarnir eru liður í tónleika-
röð sveitarinnar sem hún nefnir
Nýdanska daga en leikurinn hófst í
Bæjarbíói síðastliðna helgi og mun
sveitin á næstu vikum heimsækja
Siglufjörð, Akureyri og Akranes.
„Nýdanskir dagar innihalda tón-
leika hljómsveitarinnar, opinbera
heimsókn til bæjarstjóranna og
loks fáum við atriði frá tónlistar-
skólum hvers bæjarfélags fyrir
sig og krakkarnir koma fram á
tónleikunum hjá okkur,“ segir Jón
Ólafsson, en hljómsveitin mun
hitta Gnat í fyrsta sinn augliti til
auglitis á tónleikunum.
Uppáhaldslög Gnats eru Flug-
vélar, Horfðu til himins og Nýr
maður af diskinum Diskó Berlín.
„Ég vildi óska að ég gæti borið
nöfnin fram en ég kann bara að
segja takk og brennivín,“ segir
hann hress að lokum.
Tónleikarnir hefjast klukkan níu
í kvöld í Hljómahöll.
gydaloa@frettabladid.is
Skilur ekkert hvað þeir segja
en elskar Horfðu til himins
Michael Gnat kemur frá Kanada til þess að fara á tónleika með Nýdönsk. Hann hlakkar mikið til að sjá hana
á tónleikum í kvöld. Hann kynntist sveitinni á menningarnótt og hefur hlustað á hana viðstöðulaust síðan.
HRESSIR Nýdönsk spilar í Hljómahöll í kvöld og mun á næstu vikum spila á Siglufirði, Akureyri og Akranesi. ELDHEITUR AÐDÁANDI Michael
Gnat er þrælspenntur fyrir því að sjá
Nýdönsk á tónleikum í kvöld.
MYND/MICHAELGNAT
Fyrsta plata tvíeykisins Hall-
eluwah kemur út í dag. Meðlimir
rafsveitarinnar eru Rakel Mjöll
Leifsdóttir og Sölvi Blöndal, stofn-
andi Quarashi. Tónlistin á plöt-
unni, sem ber sama titil og sveitin
sjálf, er sögð vera í anda rökk-
urmyndahefðarinnar (film noir),
með gamaldags raddbeitingu í
bland við R&B með myrkum raf-
hljómum. Halleluwah hefur verið
starfandi frá 2013, en fyrsta smá-
skífan sem sveitin sendi frá sér
var Blue Velvet. Nú þegar er eitt
lag af plötu Hall eluwah komið í
spilun og ber titilinn Dior.
Fyrsta plata
Halleluwah
SÖLVI BLÖNDAL
Blowfly park 18.00, 20.10
The trip to Italy 18.00
Óli prik 18.00, 22.10
Wild tales 20.00, 22.20
What we do in the shadows 20.00, 22.00
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-20
0
4
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
4
-8
8
2
C
1
4
0
4
-8
6
F
0
1
4
0
4
-8
5
B
4
1
4
0
4
-8
4
7
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K