Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 36
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, ÞORGEIRS INGVASONAR Asparfelli 4, Reykjavík, sem lést föstudaginn 6. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Þórir Þorgeirsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR TRYGGVADÓTTUR Hringbraut 50, Reykjavík. Sérstakar kveðjur sendum við starfsfólki deildar V3 á Grund, með þakklæti fyrir alúð og góða umönnun. Örnólfur Thorlacius Valgeir Hallvarðsson Aðalbjörg Kristinsdóttir Eva Hallvarðsdóttir Ásgeir Valdimarsson Herdís Hallvarðsdóttir Gísli Helgason Rannveig Hallvarðsdóttir Jóhannes Karl Jia Tryggvi Hallvarðsson Þuríður Vilhjálmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og afi, GUÐJÓN AGNAR EGILSSON Háaleitisbraut 109, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. febrúar 2015. Útför hans verður gerð frá Grensáskirkju mánudaginn 9. mars nk. klukkan 15.00. Guðlaug Rakel Pétursdóttir Rakel Rósa Ingimundardóttir Systir mín, GUÐNÝ GESTSDÓTTIR Ásvallagötu 37, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. mars nk. kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sóltúns. f.h. fjölskyldunnar, Júlíus Gestsson Hjartkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, HUGRÚN REYNISDÓTTIR Klukkubergi 15, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 1. mars á líknardeild Landspítalans Kópavogi. Jarðsungið verður í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. mars kl. 15.00. Helena Rakel Jóhannesdóttir Dagur Fannar Jóhannesson Sigríður K. Skarphéðinsdóttir Reynir Hjörleifsson Áslaug Reynisdóttir Kristín Reynisdóttir Gísli Fannberg Skarphéðinn Reynisson Júlía Margrét Guðbjargardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN RAGNARSSON kennari, Laugarvatni, er látinn. Guðrún Einarsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR BERGMANN Miðtúni 42, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju, föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Sigurður Bjartmar Sigurjónsson Sesselja Gísladóttir Gísli Geir Sigurjónsson Herborg Sjöfn Óskarsdóttir Þorvaldur B. Sigurjónsson Dagný Hildur Leifsdóttir Brynja Sigurjónsdóttir Kjartan Jónsson Freyja Sigurjónsdóttir Róbert Leadon Rúnar Sigurjónsson Anna Elín Óskarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Vinum okkar og vandamönnum nær og fjær, sem við náum ekki til, þökkum við innilega fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar mannsins míns og föður okkar, ÖNUNDAR ÁSGEIRSSONAR Guð blessi ykkur öll. Eva H. Ragnarsdóttir Greta Önundardóttir Ásgeir Önundarson Ragnar Önundarson Páll Torfi Önundarson Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞORSTEINSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, lést þann 7. febrúar sl. Útförin hefur farið fram. Kristín S. Magnúsdóttir Þóra G. Magnúsdóttir Magnús Þ. Magnússon og aðstandendur Kær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR lést 5. febrúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Með þökk fyrir veitta samúð og kærleik. Guð blessi ykkur öll. Stefán Þorleifsson Anna Þórný Sigfúsdóttir Málfríður Þorleifsdóttir Þorsteinn Árnason Steindóra Kristín Þorleifsdóttir Rene Sigsgaard Pedersen Lilja Rós Þorleifsdóttir Sigurður Elvar Baldvinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, HELGA PÉTURSDÓTTIR er látin. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blóm og kransar afþakkaðir. Jóhannes Bjarnason Pétur Bjarnason Sigurður Bjarnason Bjarni Bjarnason Ásgerður Bjarnadóttir ODDBERGUR EIRÍKSSON skipasmiður, Ytri-Njarðvík, lést þann 27. febrúar sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 6. mars kl. 14.00. Kolbrún Oddbergsdóttir Guðmundur Oddbergsson og aðrir aðstandendur. Námskeiðið Máttur kvenna hefur verið kennt við Bifröst í áratug og þeim tíma- mótum verður fagnað með útrás verk- efnisins til Bashay í norðanverðri Tans- aníu. Kynningarfundur verður haldinn í hádeginu á morgun milli 12.00 og 13.00 á Hverfisgötu 4-6. „Þrjár meginástæður eru fyrir því að ráðist er í verkefnið á þessum tíma- punkti. Við höfum verið að kenna nám- skeiðið við góðan orðstír í áratug, sjálf hef ég tengingar við Tansaníu og við vilj- um sýna samfélagslega ábyrgð,“ segir dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, einn umsjón- armanna verkefnisins. Auk hennar standa dr. Eiríkur Berg- mann og dr. Magnús Árni Skjöld Magn- ússon fyrir að flytja Mátt kvenna út fyrir landsteinana. Námskeiðið er til þess fallið að kenna konum að skoða umhverfi sitt og koma auga á tækifærin. „Við höfum aðlagað efni námskeiðs- ins staðháttum í Tansaníu og munum aðstoða konur við að greina viðskipta- tækifæri og gera viðeigandi viðskipta- áætlanir,“ útskýrir Anna Elísabet. Samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam á eitt prósent jarðarbúa næstum helming alls auðs veraldar og tuttugasti hluti á 95 pró- sent eignanna. Því miður er fátækt gríð- arlega útbreidd eins og raunin er víða í Afríku. En rannsóknir sýna að í barátt- unni gegn fátækt bítur menntunin best. Með menntun fær fólk tæki til að brjót- ast úr klóm fátæktar og raunveruleg tækifæri til að breyta aðstæðum sínum. „Við höfum notið aðstoðar Restituta Joseph, Rasty, en hún er ung kona frá Bashay sem dvalið hefur hérlendis í sjö vikur og hlotið þjálfun í efninu. Hún fer svo til síns heima og undirbýr kon- urnar og fjölskyldur þeirra áður en við komum,“ segir Anna Elísabet. Kynningarfundurinn verður einn- ig nýttur sem stofnfundur félagsins Women Power. Tilgangur félagsins er að veita konum fjárhagslega aðstoð vanti þær fjármagn til að vinna úr viðskiptahugmyndum sínum. „Með Women Power viljum við hjálpa enn frekar við að koma konum af stað. Þannig verður hægt að gera konum kleift að kaupa til dæmis sauma- vélar eða annan búnað, til að hefja framleiðslu, sem annars hefði reynst ómögulegt,“ bætir Anna Elísabet við. Áhugasamir geta lagt verkefninu lið með framlögum í gegnum Karolina Fund, en fyrirkomulaginu verða gerð ítarleg skil á kynningarfundinum. Að lokum mun Ólöf Magnúsdótt- ir, rekstrarstjóri UNICEF á Íslandi, ræða stöðu kvenna í ólíkum menning- arheimum. gudrun@frettabladid.is Máttur kvenna í útrás Háskólinn á Bifröst stendur fyrir kynningarfundi viðamikils verkefnis sem fyrirhugað er að koma upp í Tansaníu til að auka hlut kvenna í atvinnulífi nu og draga þannig úr fátækt. MÁTTUR KVENNA Systurnar dr. Anna Elísabet og Hulda Ólafs- dætur ásamt konunum í Bashay sem ætla að mennta sig. Hér er verið að vefja þær inn í efni sem síðar varð að fallegum dressum. 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 4 -8 D 1 C 1 4 0 4 -8 B E 0 1 4 0 4 -8 A A 4 1 4 0 4 -8 9 6 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.