Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.03.2015, Blaðsíða 22
5. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleir- um stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúk- dóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgi- fiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafn- vel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkom- andi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækn- ingum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúk- dómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur. Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísinda- lega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastung- ur, hómópata (smáskammtalækn- ingar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vel- líðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuð- beina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geisla- vélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Lang- flestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smott- erí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verð- ur einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil! Hvað laðar að mér skúrka? Áratuga hefð er fyrir því að halda Iðnþing einu sinni á ári. Þá kemur fólk í íslensk- um iðnaði saman og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi. Iðnþing 2015 fer fram á Hótel Nordica í dag og hefst kl. 14. Þar munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um þær stefnuáherslur sem Samtök iðnaðarins hafa sett á oddinn, það er menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er lykillinn að velmeg- un allra þjóða. Samtök iðnaðarins vilja efla menntun fyrir atvinnu- lífið. Til þess að hér megi áfram dafna öflugt atvinnulíf verðum við að fjölga iðn-, verk- og tæknimennt- uðu fólki. Það er skortur á fag- menntuðu fólki á Íslandi, ekki bara í iðnaði heldur einnig í mörgum öðrum greinum svo sem ferða- þjónustu og sjávarútvegi. Undanfarin ár hefur tekist að vekja áhuga ungs fólks á tækifærum innan verk- og tæknigreina á háskólastigi. Þann vöxt þarf að tryggja áfram. Nýsköpun er forsenda framþróunar og fram- leiðniaukningar. Við vilj- um styrkja og styðja við nýsköpun á öllum sviðum. Á Iðnþingi munum við ræða nauðsyn þess að skapa nýjar lausnir til að auka fram- leiðni á öllum sviðum iðnaðar, jafnt hjá sprotum sem rótgrónum fyrir- tækjum. Nýsköpun og menntun eru grunn- þættir sem stuðla að aukinni fram- leiðni. Við Íslendingar erum eftir- bátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. Með öðrum orðum eru afköst okkar lakari í samanburði við nágrannaþjóðir. Við megum ekki og eigum ekki að sætta okkur við það. Geta okkar til að auka hér hagvöxt liggur í aukinni framleiðni og betri nýtingu mannauðs. Það er samvinnuverkefni okkar allra að koma Íslandi í fremstu röð ríkja og skapa hér heilbrigt og öfl- ugt atvinnulíf sem er ákjósanlegt fyrir fólk og fyrirtæki. Velkomin á iðnþing! Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Við lifum á tímum þar sem auður jarðar safnast á sífellt færri hendur. Ríkustu 80 menn heims- ins eiga jafn mikið og fátækustu 3,5 milljarð- arnir. Moldríka 1% á nú nálægt helmingi alls auðs jarðarinnar. Sex stórfyrirtæki eiga 90% fjölmiðla í Bandaríkj- unum. Eignar hald á fjöl- miðlum ræður gríðar- lega miklu um fréttaflutning þeirra. Kannski ættum við að fara varlega í að treysta frétta- flutningi fjölmiðla sem eru í eigu manna sem taka stöðugt meira til sín? Fréttaflutningur fjölmiðla stjórnast líka af auglýsinga- styrkjum. Lyfja- og matvæla- fyrirtæki auglýsa gríðarlega mikið í fjölmiðlum. Sjáum við sem dæmi einhvern tímann ádeilu á erfðabreytt matvæli eða lyfjaiðnaðinn í fjölmiðlum? Fjölmiðlar eru í raun ótrú- lega miðstýrt fyrirbæri. Ef eitt- hvað fer í einn af stóru fjölmiðl- unum, t.d. BBC eða CNN, þá er það fljótt komið í flesta/alla aðra vestræna fjölmiðla. Sama þótt fréttin sé röng! Eitt dæmi af mörgum um þetta er frá síðasta sumri þegar fréttamaður BBC sagðist hafa séð rússneska her- flutningalest fara yfir landa- mæri Rússlands inn í Úkraínu, forsætisráðherra Úkraínu sagði síðan að herflutningalest- inni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist hins vegar vera rétt þá gufaði fréttin hreinlega upp. Fjölmiðlar báðust ekki afsökunar á röngum fréttaflutningi. Það var einfald- lega ekki orð um þetta meir! Skaðinn var hins vegar skeð- ur vegna þess að þetta var rétt fyrir fund Bandaríkjaforseta og nokkurra leiðtoga Evrópuríkja þar sem tekin var ákvörðun um að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi. Gagnrýnislausir Fjölmiðlar mega heita algjörlega gagnrýnislausir á vestræna þjóð- arleiðtoga (t.d. Bandaríkjafor- seta) og leiðtoga alþjóðastofnana (t.d. NATO). Þessir háu herrar hafa mjög greiðan aðgang að fjölmiðlum. Er einhvern tímann efast um orð þeirra? Ástralski rannsóknarblaða- maðurinn John Pilger sýnir í heimildarmynd sinni: „The War You Don’t See“, hvernig fjöl- miðlar eru notaðir til að reka stríðsáróður. M.a. með viðtöl- um við fréttamenn sem viður- kenna að hafa farið með rangan fréttaflutning. Til að fara í stríð þarf samþykki almennings og þar gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki með einhliða frétta- mennsku sinni og áróðri gegn ríkjum sem Vesturveldin hafa ákveðið að gera að skotmörk- um sínum. Það þarf með öðrum orðum að markaðssetja stríð. Heimildarmynd Pilg ers var sýnd á síðustu RIFF-kvikmyndahátíð og hana er að finna á johnpilger. com og YouTube. Það velkist ekki nokkur maður í vafa um hlutdrægni fjölmiðla eftir að hafa horft á þessa mynd. Hvað er til ráða? Fylgjast með fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari eða þá bara hreinlega loka fyrir þá. Fara á netið og afla sér upplýsinga í gegnum óháðar fréttasíður. Fréttasíður sem eru öllum opnar og treysta á styrki almennings, ekki fyrirtækja, og reiða sig sáralítið eða ekkert á auglýsingatekjur. Góðir upphafs- punktar eru t.d. fréttamiðlar eins og consortium news.com og global research.ca. Þá má nefna sjálfstæða rannsóknarblaða- menn eins og t.d. Robert Parry, John Pilger, Michel Chossu- dovsky og Paul Craig Roberts. Fólk finnur sjálft hvað það vill lesa þegar það er komið af stað. Um fjölmiðla Stríðið í Sýrlandi hófst 15. mars 2011. Á þeim fjórum árum sem senn eru liðin frá upphafi átakanna hafa 7,5 millj- ónir barna neyðst til að flýja skelfilegt ofbeldi og átök og yfirgefa heimili sín. Stór hluti þeirra er á vergangi innan heimalandsins en tæpar tvær milljón- ir barna hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna. Á bak við þessar sorglegu tölur eru raunveruleg börn af holdi og blóði. Börn sem eiga sér drauma og vonir um hvað þau vilja verða þegar þau verða stór. Því stríð rænir börn ekki aðeins æsku þeirra heldur varpar það líka skugga á möguleika þeirra fyrir framtíðina. Með ómetanlegri hjálp heims- foreldra og fleiri sem stutt hafa neyðarhjálp UNICEF, höfum við veitt börnum frá Sýrlandi lífsnauðsynlega aðstoð allt frá upphafi átakanna. Hjálp á borð við vatn, heilsugæslu, hlý föt, næringu, sálrænan stuðning og menntun. Menntun er ef til vill ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar neyðarhjálp er nefnd. Skólaganga skiptir hins vegar ekki aðeins máli fyrir framtíðarmöguleika barna heldur skapar skólinn einnig mikilvægan, fastan punkt í til- veru sem hefur verið umturnað í ringulreið stríðsins. Menntun verður enn mikilvægari þegar neyðarástand varir í marga mánuði. Mörg ár. Í dag hefst neyðarsöfnun UNI- CEF og Fatimusjóðsins fyrir menntun og framtíð sýrlenskra flóttabarna. Okkar von er að þessi börn verði hluti af þeirri kynslóð sem fær það gífurlega stóra hlutverk að byggja sýr- lenskt samfélag upp á nýjan leik. Börn dagsins í dag eru læknar, smiðir, kennarar og verkfræðing- ar framtíðarinnar. En þau þurfa hjálp. Einfaldur pakki af skóla- gögnum gefur gleði og von og getur endurvakið drauma fyrir framtíðina. Þú getur lagt þitt af mörkum til neyðarsöfnunar UNI- CEF og Fatimusjóðsins með því að senda sms-ið BARN í núm- erið 1900 (1.490 krónur) og gefið flóttabarni pakka af skólagögn- um, eða styrkt um frjálst framlag á reikning UNICEF á Íslandi eða Fatimusjóðs. Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt flóttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð. Að gefa von Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningarétt- ar kvenna og kjörgeng- is kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrj- un afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Marg- ar myndir ömmu“ á vegum Rann- sóknarstofnunar í jafnréttisfræð- um við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norð- menn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns- ins fylltist strax á fyrsta fyrir- lestrinum og síðan hefur aðsókn- in verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurn- ar sprengdu af sér Þjóðminjasafn- ið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnun- ar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrir- lestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarett- ur100ara.is. Ömmufyrir- lestrarnir verða á föstu- dögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennar- ar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins. Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveð- ið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarann- sókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heima- síðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróð- leik saman á einn stað. Það ömmu- sögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverk- efni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu for- mæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. For- mæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosninga- réttarafmælisins. Það er mikil- vægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nem- endur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minning- ar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða. Hver var amma þín? HJÁLPARSTARF Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi FJÖLMIÐLAR Sölvi Jónsson starfar með fötluðum HEILBRIGÐIS- MÁL Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ➜ Ég hvet alla sem fá tilboð sem eru of góð til að stand- ast að staldra við... ➜ Við Íslendingar erum eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að framleiðni. MENNING Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna IÐNAÐUR Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins ➜ Börn eiga aldrei sök í stríði en engu að síður eru það þau sem bera mestan skaða af. Þín hjálp getur veitt fl óttabarni frá Sýrlandi von og betri framtíð. ➜ Fjölmiðlar eru í raun ótrúlega mið- stýrt fyrirbæri. Ef eitthvað fer í einn af stóru fjölmiðlunum, t.d. BBC eða CNN, þá er það fl jótt komið í fl esta/alla aðra vestræna fjölmiðla. 0 4 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 4 -9 2 0 C 1 4 0 4 -9 0 D 0 1 4 0 4 -8 F 9 4 1 4 0 4 -8 E 5 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.