Fréttablaðið - 17.03.2015, Síða 2
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SPURNING DAGSINS
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Dásamlegur á brauðið og
hentugur fyrir heimilið
Engin
fyrirhöfn
ms.is
TILBOÐ25
sneiðar
ÍRAK Kúrdar í norðanverðu Írak minntust þess í gær að 27 ár voru
liðin frá fjöldamorðunum í borginni Halabja. Allt að fimm þúsund
manns létu þar lífið þegar liðsmenn Saddams Hussein gerðu árás með
eiturvopnum á íbúa borgarinnar.
Þúsundir manna til viðbótar létu lífið á næstu árum af völdum
margvíslegra veikinda sem stöfuðu af eiturefnunum.
Þetta gerðist á síðustu vikum stríðsins milli Íraks og Írans. Íranar
og Kúrdar höfðu nýverið náð Halabja úr höndum liðsmanna Saddams,
en árásin varð til þess að Saddam náði bænum aftur á sitt vald. - gb
Írakar minntust í gær eiturefnaárása Saddams á Halabja:
Þúsundir myrtar með eiturgasi
FJÖLDAMORÐA MINNST Leikarar í Erbil, höfuðstað Kúrdahéraðanna í Írak, flytja
sýningu um fjöldamorðin í Halabja árið 1988, þegar fimm þúsund létu lífið.
NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Sala á íbúprófen-
lyfjum er töluvert meiri hér en í
nágrannalöndum okkar, auk þess
sem hærra hlutfall er selt hér í
lausasölu, samkvæmt athugun-
um Lyfjastofnunar. Alls voru
3.690.624 dagskammtar seld-
ir af lyfjnum á einu ári. Rúna
Hauksdóttir Hvannberg, for-
stjóri Lyfjastofnunar, segir þörf
á að að finna orsökina.
Karl Andersen, prófessor í
hjartalækningum, segir að á
hverju ári fái fólk hjartabilun af
notkun lyfjanna. Þau séu vara-
söm hjartveiku fólki þótt þau
gagnist fjölda fólks við bólg-
um og verkjum. Bæði taka þau
fram að mikilvægt sé að fylgja
leiðbeiningum hvað varðar
skammtastærðir.
„Veruleg aukning er á notk-
un lyfja og ef notkun er meiri
hér en í öðrum löndum er alltaf
ástæða til þess að finna orsök-
ina. Hugsanlega getur það verið
áhyggjuefni,“ segir Rúna og
segir alvarlegustu meinin tengd
meltingarfærum og yfirleitt
skammtaháð.
„Algengustu meintilvikin eru
tengd meltingarfærum. Maga-
sár, blæðingar eða sáramynd-
un í meltingarvegi, sem geta
verið banvæn, sérstaklega hjá
öldruðum. Ógleði, uppköst, nið-
urgangur, uppþemba, harðlífi,
meltingartruflanir, kviðverk-
ir, tjörukenndar hægðir, blóðug
uppköst, sáramunnbólga, versn-
andi ristilbólga og Crohns-sjúk-
dómur hafa komið fram. Sjaldn-
ar hafa tilfelli magabólgu komið
fram,“ segir Rúna.
„Við alvarlegri eitrun sjást
eitrunaráhrif á miðtaugakerfi,
sem koma fram í sleni, stundum
æsingi og áttavillu eða dái. Fyrir
kemur að sjúklingar fái krampa.
Börn geta einnig fengið vöðva-
krampa,“ segir hún.
Karl Andersen, prófessor í
hjartalækningum, segir þá sem
glíma við hjartveiki af ýmsu
tagi þurfa að hafa varann á.
„Almennt má segja um Íbúfen og
gigtarlyf almennt að maður á að
nota þau varlega. Þau virka vel
á ýmsa verki, bólgur og tilfall-
andi vandamál en ef fólk hefur
óheftan aðgang að þeim og notar
þau óspart þá getur það valdið
vandamálum. Notkunin getur
valdið aukinni vökvasöfnun,
hjartabilun og nýrnabilun, sér í
lagi hjá hjartveikum.
Þó að þau séu seld án lyfseðils í
250 gramma töflum þá er enginn
vandi að taka fleiri töflur. Þessi
lyf eru hugsuð í skammtíma-
notkun og það eru alls ekki allir
sem þola þessi lyf,“ bendir Karl
á. „Það kemur fyrir á hverju ári
að fólk fær aukna hjartabilun af
þessum lyfjum.“
kristjanabjorg@frettabladid.is
Lausasölulyf geta
verið hættuleg
Þó að kaupa megi lausasölulyf án lyfseðils eru þau ekki skaðlaus. Hér á landi er
selt meira af bólgueyðandi lyfjum en í nágrannalöndum okkar. Á hverju ári eru
dæmi um slæm áhrif lyfjanna á hjartveika og vandamál tengd meltingarvegi.
SELDIR DAGSKAMMTAR LYFJA Á ÍSLANDI
árið 2014 eftir lyfjaflokkum
Segavarnarlyf
Bólgueyðandi lyf
Lyf gegn nikótínfíkn
Verkjalyf og hitalækkandi lyf
Lyf við nefstíflu
Ofnæmislyf
Lyf við sýrutengdum sjúkdómum
7.791.000
3.690.624
2.452.179
1.861.706
1.482.913
1.462.330
1.020.726
Þau
virka vel á
ýmsa verki,
bólgur og
tilfallandi
vandamál en
ef fólk hefur
óheftan aðgang að þeim
og notar þau óspart þá
getur það valdið vanda-
málum.
Karl Andersen,
prófessor í hjartalækningum
Þórunn, eiga vasapeningar
ekki bara við um börn?
„Jú, en greinilega verður gamall
maður tvisvar sinnum barn.“
Félag eldri borgara hefur gagnrýnt lengi það
fyrirkomulag á öldrunarheimilum landsins að
skammta vistmönnum lífeyri sinn. Þórunn er
formaður Félags eldri borgara.
NEYTENDAMÁL Alls hafa 1.900 bif-
reiðar á landinu verið innkall-
aðar af framleiðendum frá ára-
mótum í alls 15 innköllunum. Er
þessi fjöldi óvenju mikill að mati
Neytendastofu. Fjöldi innkall-
aðra bifreiða hefur vaxið síðustu
ár en tímabilið frá áramótum
slær öllu við.
Ekki er þó um það að ræða að
gallar í bifreiðum séu að verða
algengari en tíðkast hefur. Guð-
rún Lárusdóttir, gæðastjóri
stjórnsýslusviðs Neytendastofu,
segir neytendur nú í auknum
mæli njóta vafans ef líkur á göll-
um er annars vegar. „Framleið-
endur eru varari um sig en áður.
Við höfum ekki séð viðlíka fjölda
innkallaðra bifreiða áður, en það
er alveg ljóst að tilkynningum
hefur farið fjölgandi undanfarin
ár,“ segir Guðrún.
Þetta þýði í raun að mati Guð-
rúnar að fyrirbyggjandi aðgerðir
sem þessar komi neytendum vel.
„Í sjálfu sér er þetta mjög gott
mál fyrir neytendur því þarna er
gripið inn í áður en slys gerast
eða bifreiðar verði fyrir frekari
tjóni af völdum galla.“
Neytendastofa heldur skrá yfir
tilkynningar af þessu tagi. Stofn-
unin sjálf hefur aðeins einu sinni
á síðustu árum óskað eftir inn-
köllun bifreiða.
Ef upp kemur um líklega galla
í bifreiðum er eigendum þeirra
mjög fljótt tilkynnt um það og
þeim boðið að koma bílunum til
viðgerðar sér að kostnaðarlausu.
- sa
Fjöldi innkallaðra bifreiða á landinu frá áramótum slær öll met. Neytendastofa fylgist með gangi mála:
1.900 bifreiðar innkallaðar frá áramótum
ÖRYGGIÐ KANNAÐ Gripið er inn í áður
en slys eiga sér stað eða bílar verði fyrir
frekara tjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍSRAEL Kosningabaráttan í Ísrael hefur ekki snú-
ist um Palestínudeiluna nema að mjög óverulegu
leyti. Ekki er að sjá að mikil stefnubreyting verði
gagnvart Palestínu þótt stjórnarskipti verði.
Efnahagsmálin virðast frekar skipta kjósendur
máli, ekki síst húsnæðismálin. Kosningaþátttak-
an árið 2013 var ekki nema 67 prósent, sem þykir
lítið miðað við það sem almennt hefur tíðkast í
ísraelskum kosningum. Stjórnmálaskýrendur spá
því að hún verði aftur með dræmara móti.
Likud-flokki Benjamíns Netanjahú forsætis-
ráðherra er spáð 20 til 23 þingsætum á 120 manna
þjóðþingi Ísraels. Síonistabandalagi þeirra Isaacs
Herzog og Tzipis Livni er spáð 24 til 26 þingsæt-
um.
Þótt Síonistabandalaginu sé spáð fleiri þing-
mönnum þyrftu liðsmenn þess, ekki síður en liðs-
menn Likud-flokksins, vel á fjórða tug þingmanna
úr öðrum flokkum til að geta myndað stjórn.
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag. Alls er ell-
efu flokkum og flokkabandalögum spáð mönnum
á þing. - gb
Ísraelskir kjósendur virðast hafa minnstan áhuga á Palestínudeilunni:
Efnahagsmálin ráða úrslitum
ISAAC HERZOG Takist Natanjahú ekki að mynda stjórn tekur
Herzog væntanlega við, en hann er leiðtogi Verkamanna-
flokksins sem genginn er í Síonistabandalagið með Tsipi Livni.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SAMGÖNGUR Bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar segist leggja þunga áherslu
á að við gerð samgönguáætlunar
til fjögurra ára verði gert ráð fyrir
að rannsóknum vegna Seyðisfjarð-
arganga verði lokið á fyrsta ári.
„Full samstaða er um fram-
kvæmdina af hálfu sveitarfélaga á
Austurlandi samanber ályktun frá
síðasta aðalfundi Sambands sveit-
arfélaga á Austurlandi sem hald-
inn var á liðnu hausti. Bæjarstjórn-
in skorar á innanríkisráðherra,
samgönguráð og vegamálastjóra
að beita sér fyrir því að svo verði,“
segir bæjarstjórnin. - gar
Segja samstöðu á Austurlandi:
Vilja göng til
sín í forgang
BANDARÍKIN Milljónamæringur-
inn Robert Durst var handtekinn í
New Orleans um helgina. Honum
er gefið að sök að hafa myrt þrjár
manneskjur, eiginkonu sína, fjöl-
skylduvin og nágranna, á árunum
1982 til 2001.
Durst hafði gleymt að taka af
sér þráðlausan hljóðnema við upp-
tökur á heimildarmynd um líf hans
og heyrðist í einrúmi játa á sig
glæpina. Hann hefur áður mætt
fyrir dómstóla vegna morðsins á
nágranna hans, Morris Black, en
var sýknaður á grundvelli sjálfs-
varnar. - srs
Auðkýfingur fyrir dóm:
Játaði óvart á
sig manndráp
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-C
9
A
8
1
4
2
5
-C
8
6
C
1
4
2
5
-C
7
3
0
1
4
2
5
-C
5
F
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K