Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.03.2015, Qupperneq 10
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi: Alvarlegt ástand Sverrir Haukur Gunnlaugsson er fyrrverandi ráðuneytis stjóri utanríkisráðuneytisins og fyrrverandi stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA. Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka: Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs Fundarstjóri: Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Sverrir Haukur Gunnlaugsson Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu MIÐVIKUDAGINN 18. MARS KL. 12.00-13.30 Í HÁTÍÐARSAL HÁSKÓLA ÍSLANDS EVRÓPUMÁL Staða og horfur EES-samningsins www.ams.hi.is og www.evropustofa.is Education and Culture Lifelong Learning Programme JEAN MONNET SAMFÉLAGSMÁL Íbúum Reykja- víkur fjölgaði um 592 á síðasta ári sem er fjölgun um 0,5 pró- sent. Fjölgaði hlutfallslega meira í fjörutíu sveitarfélögum landsins en í Reykjavík. Mest fækkun var í Djúpavogshreppi en þar fækk- aði íbúum um ríflega tíu prósent á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um íbúafjölda í sveitarfélögum landsins þann 1. janúar 2015. Í ársbyrjun voru landsmenn 329.100 talsins og hafði fjölgað um 3.429 frá sama tíma í fyrra. Fjölgun landsmanna er því um eitt prósent. Í þremur stærstu sveitarfé- lögum landsins, Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði, fjölgar íbúum samanlagt um 2.007. Í Kópavogi fjölgaði íbúum hlutfallslega um 2,8 prósent en í Hafnarfirði um 1,9 prósent. Ef svæði eru skoðuð í heild sést að Vestfirðir standa í stað, örlítil fækkun er á Austurlandi en fækk- un á Norðurlandi vestra. Hin svæð- in standa vel að vígi og fjölgun er á landsbyggðunum í heild sinni. Hins vegar, þegar sveitarfélög eru skoðuð, kemur í ljós að fækkun er umtalsverð á sumum svæðum. „Það vekur athygli í þessum tölum að íbúum sveitarfélaga í námunda við sterka kjarna fjölg- ar umtalsvert. Íbúum nágranna- sveitarfélaga Reykjavíkur fjölg- ar meira en íbúum í Reykjavík. Með sama hætti fjölgar meira í nágrannasveitarfélögum Akur- eyrar en Akureyringum,“ segir Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. „Þetta á sér ýmsar skýringar en hækk- andi fasteignaverð hefur eflaust talsverð áhrif.“ Á suðvesturhorni landsins fjölg- ar íbúum talsvert á Reykjanesi, í Reykjanesbæ og Grindavík, en einnig í Árborg og Hveragerði austan Hellis- heiðar. „Fólki fjölgar líka á svæðum utan áhrifasvæða þéttbýlisstaða. Þ a ð v e k u r athygli að þau átta sveitarfélög þar sem fólksfjölgun er mest eru fámennir hreppar víðsvegar um landið,“ segir Þóroddur. Athygli vekur að langmesta fækkunin er í Djúpavogshreppi þar sem íbúum fækkar um ríf- lega tíu prósent á einu ári. „Árið í fyrra var afar erfitt fyrir Djúpa- vog og flutningur Vísis til Grinda- víkur kostaði sveitarfélagið tíund íbúafjöldans. Það er mikilvægt að byggðarlagið nái viðspyrnu strax,“ segir Þóroddur. „Sem betur fer er ástandið á Djúpavogi ekki dæmi- gert fyrir landsbyggðirnar sem eru margar í sókn.“ sveinn@frettabladid.is Fjölgar í 45 sveitar- félögum landsins Landsmönnum fjölgaði um tæplega 3.500 í fyrra, eða um eitt prósent. Níu sveitar- félög með yfir 5 prósenta fjölgun íbúa. Langmesta fækkunin í Djúpavogshreppi. Stærsta breyting í atvinnumálum á Djúpavogi er flutningur Vísis til Grindavíkur. GLEÐI Á 17. JÚNÍ Landsmönnum fjölgaði um tæplega 3.500 í fyrra. Mikil fjölgun varð á sunnanverðum Vestfjörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞÓRODDUR BJARNASON Sveitarfélag 2014 2015 Hlutfall Reykjavík 121.230 121.822 0.49% Kópavogur 32.308 33.205 2.78% Hafnarfjörður 27.357 27.875 1.89% Akureyri 18.103 18.191 0.49% Reykjanesbær 14.527 14.924 2.73% Garðabær 14.180 14.453 1.93% Mosfellsbær 9.075 9.300 2.48% Sveitarfélagið Árborg 7.889 8.052 2.07% Akranes 6.699 6.767 1.02% Fjarðabyggð 4.675 4.747 1.54% ➜ Tíu stærstu sveitarfélögin, fjöldi 2014, fjöldi 2015 og hlutfallsleg breyting milli ára DÓMSTÓLAR Karlmaður sem hand- tekinn var á Höfn í Hornafirði á sunnudagskvöld vegna alvar- legs heimilisofbeldis hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suður- lands í gær, eftir nokkurra klukku- stunda umþóttunartíma dómara. Lögregla vildi í gær ekki veita nánari upplýsingar að svo komnu máli og er fréttastofu ekki kunn- ugt um líðan þolanda ofbeldisins. - gs Grunaður um ofbeldisverk: Í gæsluvarðhald til fimmtudags IÐNAÐUR Kjósarhreppur hyggst ekki vera með í samstarfi sveit- arfélaga í Grundartanga Þróun- arfélagi ehf. „Samkvæmt þessum drögum að hluthafasamkomulagi verða helstu viðfangsefni félagsins meðal annars að vinna að stofn- un iðnaðar- og framleiðsluklasa á Grundartangasvæðinu og greiða fyrir uppbyggingu, vinna að stofnun þróunarseturs í málm- iðnaði og málmtækni og greiða fyrir uppbyggingu atvinnufyrir- tækja á svæðinu,“ segir í bókun sveitar stjórnar Kjósarhrepps. Þegar oddviti hreppsins hafi skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarfsvettvang á Grund- artanga í lok nóvember 2014 hafi hún snúist um umhverfismál og mótun framtíðarsýnar um svæð- ið. Hvalfjarðarsveit, Akranes, Reykjavík, Faxaflóahafnir, Borg- arbyggð og Skorradalshrepp- ur auk Kjósarhrepps áttu sam- kvæmt núverandi drögum að eiga jafnan hlut í félaginu. Fyrst töldu þrír aðilarnir áttu að eiga hver sinn stjórnarfulltrúa en síðast- nefndu sveitarfélögin þrjú aðeins einn sameiginlegan fulltrúa. Það fella Kjósverjar sig ekki við og ekki heldur stefnu félagins. „Kjósarhreppur hefur ekki talið það vera fyrir hagsmuni íbúa og atvinnurekstrar í sveit- arfélaginu að stuðla að frekari uppbyggingu á stóriðju á Grund- artanga í Hvalfirði,“ segir sveit- arstjórnin. - gar Sveitarstjórn Kjósarhrepps dregur sig út úr samstarfi um þróunarfélag á Grundartanga: Kjósverjar hafna frekari stóriðju í Hvalfirði GRUNDARTANGI Ekki hagsmunir íbúa í Kjósarhreppir að stuðla að meiri stór- iðju á Grundartanga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Lögregla var með við- búnað vegna mótmæla sem boðað var til á Facebook „gegn valdníðslu stjórnvalda“ við Alþingishúsið síð- degis í gær. Um 300 manns mættu. Um var að ræða þriðja mótmæla- fundinn síðan utanríkisráðherra sendi ráðamönnum umdeilt bréf um viðræðuslit við ESB. Matthías Freyr Matthíasson, einn aðstand- enda mótmælanna, segir að hann og félagar hans hafi fengið hug- myndina fyrir helgi og mótmælin því ekki á vegum neinna samtaka. „Fyrir mér er þetta tvíþætt. við erum að mótmæla brotum á kosn- ingaloforðum. Formenn stjórnar- flokkanna lofuðu því fyrir síðustu alþingiskosningar að kosið yrði um framhald aðildarviðræðna,“ segir Matthías. „Í öðru lagi erum við að mótmæla bréfi utanríkisráðherra til ESB. Utanríkisráðherra veit að hann getur ekki afgreitt málið á þinginu og fer þá bara fram hjá því. Þetta er ekkert nema hroki og yfirlæti og það skilur enginn neitt í þessu bréfi.“ Nálægt átta þúsund manns mættu síðastliðinn sunnudag á mótmæli á vegum hópsins Vor14. Á þeim fundi var skorað á þing- menn að standa vörð um þingræðið í landinu og afsagnar ríkisstjórnar- innar krafist. - srs Um 300 manns mættu á mótmæli gegn bréfaskrifum utanríkisráðherra: Mótmæla yfirgangi stjórnvalda GEFUR YFIRVÖLDUM FINGURINN Mótmælin að þessu sinni voru sjálf- sprottin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 5 -D 8 7 8 1 4 2 5 -D 7 3 C 1 4 2 5 -D 6 0 0 1 4 2 5 -D 4 C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.