Fréttablaðið - 17.03.2015, Qupperneq 16
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína
á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Pistlahöfundur Frétta-
blaðsins, Sif Sigmarsdótt-
ir rithöfundur, skrifar
mikinn vandlætingar-
pistil um framgöngu
mína í deilum um áfeng-
isfrumvarpið á þingi, síð-
astliðinn föstudag.
Sif leggur út af grein
sem ég skrifaði nýlega
í Fréttablaðið þar sem
ég sagði að gríðarlegir
hagsmunir væru í húfi
fyrir stóru verslanakeðjurnar að
fá áfengi í búðarhillur sínar og
væri nöturlegt til þess að hugsa
að hópur alþingismanna væri
„reiðubúinn að ganga erinda
þessara hagsmuna“.
Hugmyndafræði og hagsmunir
Rithöfundurinn segir að ég láti
ekki sitja við það eitt að fara
ásakandi orðum um það sem hún
kallar „frelsis-elskandi þing-
menn“ heldur sé ég að væna þá
um „að leggja fram frumvörp
svo einhver fyrirtæki úti í bæ
geti grætt meiri pening“. Þannig
kemst hún að orði. Hinn mögu-
leikinn sé sá, segir hún, að ég sé
að gera því skóna að þingmenn
stjórnist gagnrýnislaust af hug-
myndafræði. Skilja má á skrif-
um Sifjar Sigmarsdóttur
að mér sé minna gefið
um að fjalla um sjálft
áfengisfrumvarpið, en
þeim mun meira leggi ég
upp úr að gera mönnnum
upp annarlegar hvatir
fyrir stuðningi við það:
Grein mín segi lítið „um
áfengisfrumvarpið en
allt um ástæður þess
hvers vegna fólk þolir
ekki stjórnmálamenn“.
Og niðurstaða Sifjar er
í spurnarformi: „Af grein
Ögmundar leiðir: Annaðhvort
eru stjórnmálamenn upp til hópa
spillt, heimskt pakk. Eða: Stjórn-
málamenn, eins og Ögmundur,
láta sig sannleikann engu varða
svo lengi sem ýkjurnar þjóna
málstaðnum. Hvorugur veruleik-
inn varpar sérlega jákvæðu ljósi
á hina íslensku stjórnmálastétt.
Er furða að hún sé óvinsæl?“
Nú er það svo að á Alþingi
erum við kosin vegna þess að
við viljum vinna ákveðnum mál-
stað gagn og þess vegna ganga
erinda hans. Ég hef aldrei farið
dult með að ég hef viljað láta
kjósa mig á þeirri forsendu að ég
muni reyna að standa vörð um
hagsmuni almenns launafólks,
velferðarþjónustunnar, gegn
einkahagsmunum sem ásæl-
ast hana í fjárgróðaskyni, með
náttúrunni, gegn stóriðju, gegn
hernaðarhagsmunum stórvelda,
með útgöngu Íslands úr NATO,
gegn alþjóðasamningum á for-
sendum auðvaldshagsmuna, svo
sem TiSA-samningnum, með lýð-
heilsusjónarmiðum og gegn því
að ÁTVR verði lagt niður! Allt
hefur þetta verið skýrt í mínum
málflutningi og með sanni má
færa fyrir því rök að ég „gangi
erinda“ framangreindra hags-
muna. Ekki myndi ég gera
athugasemd við það.
Að þjóna hagsmunum
Alls ekki vil ég þó snúa út úr
orðum Sifjar Sigmarsdóttur og
hún hefur það til sín máls þegar
hún gagnrýnir skrif mín að hug-
takið að „ganga erinda“ hefur
neikvæðari merkingu í mál-
vitund okkar flestra en mætti
skilja af framangreindum orðum
mínum. Það skal tekið fram að
sú var ekki hugsun mín að ætla
neinum að ganga erinda ann-
arra sem mútuþegi heldur hitt
að benda á að gjörðir viðkom-
andi þjóni tilteknum hagsmun-
um. Ekki efa ég að það sé gert í
þeirri trú að slíkt horfi til fram-
fara.
Það er rangt að ég hafi í
umræddri grein verið meira
upptekinn af því að gera mönn-
um upp skoðanir en að ræða
efnisinnihald frumvarpsins eins
og Sif Sigmarsdóttir fullyrðir.
Árum saman hef ég skrifað um
þessi mál í blöð og komið fram í
fjölmiðlum þar sem ég hef reynt
að færa málefnaleg rök fyrir
afstöðu minni sem aftur eru
grunduð á rannsóknum og athug-
unum þeirra sem best þekkja til
þessara mála.
Málefnaleg rök
Í Fréttablaðsgreininni sem
verður Sif Sigmarsdóttur til-
efni til fordæmingarskrifa
sinna tek ég saman niðurstöður
í fáum setningum: „Ljóst er að
breytt sölufyrirkomulag myndi
leiða til kostnaðarsamari dreif-
ingar og þar með hærra vöru-
verðs og skal því hér haldið til
haga að álagning ÁTVR er lág
en ekki há. Hátt verð á áfengi
er hins vegar vegna skatta álaga
ríkisins, óháð söluaðila. Við
afnám ÁTVR myndi og draga
úr vöruúrvali, einkum í smáum
verslunum á landsbyggðinni, en
ÁTVR tryggir að lágmarki 150
til 190 tegundir á jafnvel smæstu
sölustöðum. Það er von að menn
beini spurningum til flutnings-
manna áfengisfrumvarpsins á
þingi og vilji vita í þágu hverra
þeir starfi þar sem þeir leggja
til breytingar á kostnað heil-
brigðissjónarmiða; breytingar
sem hefðu í för með sér tap fyrir
ríkissjóð og þar með skattgreið-
endur þessa lands, minna úrval
og hærra verð! Og síðast en alls
ekki síst, hvernig er hægt að
réttlæta það að hunsa ráðlegg-
ingar og ákall nánast allra for-
varnar- og ungmennasamtaka,
Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar, Landlæknisembættisins
að ógleymdri ríkisstjórn Íslands
sem samþykkt hefur forvarnar-
stefnu sem hafnar markmiðum
frumvarpsins?!“
Um alla þessa þætti hef ég
fjallað ítarlega og málefnalega.
Hagsmunabarátta á Alþingi
Erfiðum tíma á sjúkra-
húsi og í endurhæfingu er
lokið. Sá slasaði hlakkar
til að takast á við venju-
legt líf að nýju. Smám
saman hrannast upp erf-
iðleikar. Líkaminn er í
lagi, en tilveran er orðin
mikið erfiðari, hlutirnir
ganga ekki upp heima eða
í vinnunni, fjölskyldan sér
breyttan einstakling og
vinirnir framtaksleysi og
skort á áhuga.
Einstaklingurinn reyn-
ist óvinnufær, eða flosn-
ar upp úr námi, en það
sést engin fötlun utan
frá. Framtaksleysi, eirðarleysi,
skapsveiflur, skortur á athygli og
gleymska eru algengar afleiðing-
ar heilaskaða. Einnig skortur á
innsæi í eigið ástand.
Að ráða skyndilega ekki við
þau verkefni sem áður reyndust
einföld veldur andlegri vanlíðan
sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi
og skapsveiflum, auk þess
sem heilaskaðinn sjálfur
getur orsakað þessi ein-
kenni. Allir þessir þætt-
ir geta valdið alvarleg-
um röskunum í daglegu
lífi. Margir einangrast
félagslega, glíma við skert
sjálfstraust og eiga í erf-
iðleikum með nýja sjálfs-
mynd við breyttar lífsað-
stæður.
Árlega þurfa 50-80 ein-
staklingar á Íslandi sér-
hæfða endurhæfingu
vegna heilaskaða. Helstu
ástæður eru umferðar-
slys, föll og ofbeldis-
áverkar. Einnig valda heilablóð-
fall og sjúkdómar heilaskaða.
Lítil úrræði eru í íslenska vel-
ferðarkerfinu eftir að bráðameð-
ferð lýkur.
Það vantar stað sem býður upp
á dagleg viðfangsefni sem hafa
tilgang. Þar sem er tækifæri til
að leita uppi hvað einstaklingur-
inn er fær um að gera, þar sem
hann getur upplifað að jafnvel
lítið vinnuframlag hans skipti
máli. Þar sem hann fær tækifæri
til að byggja upp nýja jákvæða
sjálfsmynd með nýja sýn á styrk-
leika og kosti.
Þörf fyrir Höfuðhús
Hovedhuset í Danmörku og hug-
myndafræði Club-House hreyf-
ingarinnar er fyrirmynd. Þar
kemur fólk og leggur af mörkum
það sem það er fært um. Það er
þörf fyrir vinnuframlagið, því
launaðir starfsmenn eiga ekki að
anna öllum störfum. Það þarf að
svara í síma, vökva blóm, búa til
mat og ganga frá. Skrifstofustörf
af ýmsu tagi er hægt að brjóta
niður í viðráðanleg verkefni.
Tiltekt og fjölbreytt smáverk af
ýmsu tagi.
Tækifæri til að vinna að áhuga-
máli eða námi með nauðsynlegum
stuðningi. Hvert verk sem tekist
er á við getur styrkt sjálfsmynd-
ina: víst get ég dugað til einhvers.
Hér er áherslan á að læra og
eflast í gegnum vinnuna. Að gera
sýnilegt það sem einstaklingur-
inn getur gert og finna vannýtta
hæfileika. Mikilvægast er að efl-
ast skref fyrir skref og uppgötva
styrkleika sína. Leggja áherslu á
öll litlu verkin í stóra viðfangs-
efninu og að deila þeim á þátttak-
endur eftir áhuga og getu.
Tilgangur klúbbhúsanna er að
rjúfa félagslega einangrun og
brúa bilið út í samfélagið á ný.
Markmiðin eru að vera hluti af
virku vinnusamfélagi, þróa hæfni
og félagslega færni, að vera virk-
ur og að eiga innihaldsríkt líf.
Lykilorð eru jafnræði og valdefl-
ing, að vera þátttakandi og ger-
andi í eigin lífi.
Með réttum stuðningi eykst
fólki færni við að sinna við-
fangsefnum sem skipta máli.
Skuldbinding til að mæta reglu-
lega og leggja sitt af mörkum
til starfsemi staðarins er vel til
þess fallin að styrkja raunsæj-
ar hugmyndir um eigin getu og
möguleika. Það hjálpar einstak-
lingnum til aukins innsæis gagn-
vart sjálfum sér og öðrum, eflir
sjálfstraust og eykur trú hans á
að hafa eitthvað fram að færa.
Þannig aukast möguleikar hans
á að verða virkur í samfélaginu á
ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu
sinni og félagslífi.
Ljóst er að örlítið félag eins
og Hugarfar hefur lítið afl til að
berjast fyrir þessari starfsemi.
En von okkar er að þeir sem ráð-
stafa opinberu fé sjái þá brýnu
þörf sem er fyrir íslenskt Höfuð-
hús.
Lífi sem er bjargað
verður að gefast tækifæri til að lifa
➜ Árlega þurfa 50-80
einstaklingar á Íslandi sér-
hæfða endurhæfi ngu vegna
heilaskaða.
SAMFÉLAG
Anna Soff ía
Óskarsdóttir
Í stjórn Fagráðs
um heilaskaða og
Hugarfars, félags
fólks með ákominn
heilaskaða, aðstand-
enda og áhugafólks
um málefnið.
STJÓRNMÁL
Ögmundur
Jónasson
alþingismaður
➜ Nú er það svo að á
Alþingi erum við kosin
vegna þess að við viljum
vinna ákveðnum málstað
gagn og þess vegna ganga
erinda hans.
Smellin taska
Canvas leður bakpo
Verð: 12.990 kr
Frábær hljómur
Urbanears Plaan
Verð: 9.590 kr.
Tónleikar heim í stofu
Marshall Acton - tveir litir
Verð: 49.990 kr.
Verndaðu tölvuna þína!
Walk on Water fartölvuumslag
Verð: 1.790 kr.
Traustur í útilegunni
Jabra Solemate ferðahátalari
Verð: 23.990 kr.
Þráðlaus tenging
við tónlistina
Mini WE - bluetooth
Verð: 7.895 kr.
Fermingarpakkar
slá í gegnsem
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-F
B
0
8
1
4
2
5
-F
9
C
C
1
4
2
5
-F
8
9
0
1
4
2
5
-F
7
5
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K