Fréttablaðið - 17.03.2015, Síða 45
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2015 | LÍFIÐ | 25
Sir Elton John er vægast sagt
ævareiður út í Dolce&Gabbana
og þykir að sér vegið eftir yfir-
lýsingar fyrirtækisins í garð
samkynhneigðra fjölskyldna.
Elton sendi frá sér býsna harð-
orðan fylgitexta með mynd af
köppunum á Instagram í kjöl-
farið. Þar hvatti hann fylgjendur
sína til að sniðganga hönnunar-
fyrirtækið. Stjörnur á borð við
Victoru Beckham hafa tekið upp
hanskann fyrir Elton og sömu-
leiðis Courtney Love, sem hyggst
brenna allar þær flíkur sem hún
hefur eignast frá fyrirtækinu.
Stjórnendur Dolce& Gabb-
ana segja Elton hafa misskilið
þá. Það hafi ekki verið ætlunin
að dæma. Þeir séu einfaldlega
fylgis menn tjáningarfrelsisins.
Hvetur til
að sniðganga
Dolce&
Gabbana
FALLEG FJÖLSKYLDA Elton ásamt
eiginmanni sínum Daniel Furnish og
sonum þeirra. NORDICPHOTOS
Hönnunartvíeykið Domenico
Dolce og Stefano Gabbana settu
heim ríkra og frægra á hliðina
í gær.
Ástæðan er ummæli sem þeir
létu falla við ítalska tímaritið
Panorama. Þar tjáðu þeir skoð-
anir sínar á barneignum sam-
kynhneigðra, sem þeir telja ekki
eiga rétt á sér, hvort sem er í
formi ættleiðinga eða glasa-
frjóvgunar.
Þeir bættu jafnframt við að
eina fjölskyldumynstrið sem
boðlegt væri sé samsett af konu
og karli. Þessi yfirlýsing þykir
sæta tíðindum, en þessir herra-
menn eru samkynhneigðir og
voru kærustupar í tuttugu og
þrjú ár. Upp úr slitnaði árið
2005 svo samband þeirra er ein-
ungis faglegs eðlis í dag.
Dolce&
Gabbana
valda ólgu
TVÍEYKIÐ Dolce og Gabbana héldu
nýverið tískusýningu þar sem mæðrum
var gert hátt undir höfði. NORDICPHOTOS
Í vikunni verða send út eitt þús-
und póstkort um land allt. Skilaboð
kortanna eru skrifuð af hópi fólks á
öllum aldri og munu berast inn um
lúgur fólks um allt land.
Verkefnið Hönd í hönd er liður
í Evrópuviku sem Mannréttinda-
stofa Íslands stendur fyrir. „Þessi
skemmtilegu póstkort eru send
handahófskennt vítt og breitt um
landið á næstunni og er ætlað að
vekja fólk til umhugsunar um kyn-
þáttafordóma,“ segir Fríða Rós
Valdimarsdóttir hjá Mannréttinda-
stofunni. Evrópuvikan er fastur
liður í starfi stofunnar og fer nú af
stað í sjötta skiptið. „Í ár herjum við
á kynþáttafordóma og er markmið
okkar að kveða niður hatrið sem
fyrirfinnst í Evrópu í dag. Við vilj-
um jafnframt kalla á meira umburð-
arlyndi. Samfélagið er að breytast
í fjölmenningarsamfélag og við
eigum að vera þakklát fyrir það,“
segir Fríða Rós.
Vikan mun einkennast af vitund-
arvakningunni, en í dag munu tutt-
ugu og sex grunnskólar taka þátt
og leiðast umhverfis skólann sinn.
Fríða Rós segir umræðuna mikil-
væga, en Mannréttindastofa fái
mikið af málum inn á borð til sín er
varða kynþáttafordóma hér á landi.
„Okkur sýnist versta staðan vera
úti á vinnumarkaði, þar sem litið
er fram hjá fólki með erlend nöfn
í stórum stíl, burtséð frá menntun
og fleiru.
Við hvetjum alla til að vera með.
Verkefninu verður svo slaufað með
málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur,“
bætir Fríða Rós við. - ga
Kveða kynþáttafordóma í kútinn með korti
Eitt þúsund póstkort munu rata inn um bréfalúgur landsmanna í vikunni undir formerkjum fordómaleysis.
HANDAHÓFSKENND HÖND Í HÖND
Kynþáttafordómar leynast víða í sam-
félaginu og ekki síst á vinnumarkaði.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is
Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“
á Facebook
Aksturseiginleikar og búnaður Mercedes-Benz GLK sportjeppans gera vetraraksturinn að
einskærri ánægju. 4MATIC aldrifskerfið eykur stöðugleika og öryggi. Kerfið er ávallt virkt
og bregst strax við breyttum akstursaðstæðum t.d. mikilli úrkomu, ísingu eða snjó.
Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur GLK til sýnis og reynsluaksturs.
Framúrskarandi hönnun
fyrir snjó og hálku
Bíll á mynd: Mercedes-Benz GLK 220 CDI BlueEFFICIENCY
4MATIC aldrifsbúnaður, 7 þrepa sjálfskipting, 170 hö.,
dráttargeta 2.400 kg, eyðsla frá 6,1 l/100 km í blönduðum akstri.
FINAL EDITION pakki
Off-road fjöðrun með 3 cm hækkun, aftengjanlegt dráttarbeisli,
17" álfelgur, heilsársdekk, skyggðar rúður, upphituð framsæti,
rafdrifinn afturhleri, krómpakki og ljósapakki.
Verð 7.990.000 kr.
FRETTABLAÐ
IÐ
/G
VA
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-D
3
8
8
1
4
2
5
-D
2
4
C
1
4
2
5
-D
1
1
0
1
4
2
5
-C
F
D
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K