Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 46
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 26 BAKÞANKAR Söru McMahon Vinkonurnar Jemma Triance og Lisa Wilson ferðast til landsins til þess að berja sólmyrkvann augum þann 20. mars næstkom- andi. Þær koma frá Surrey á Eng- landi og þetta er í annað skipti sem þær ferðast til Íslands. Sól- myrkvann munu þær upplifa úr þyrlu en þær fara í þyrluferð með Norðurflugi og fljúga yfir Eyja- fjallajökul þar sem stoppað verð- ur og útsýnisins notið. „Það hefur verið lífsdraum- ur að sjá sólmyrkva. Ég hef séð fallegan tunglmyrkva í Chennai á Indlandi og við höfum verið svo heppnar að sjá tilkomumik- il norðurljós bæði í Noregi og á Íslandi,“ segir Jemma en þær vinkonurnar komu til Íslands í janúar árið 2013 og sáu þá norð- urljósin sem marga ferðamenn dreymir um að sjá og fóru auk þess að kafa sem þær segja hafa verið stórkostlega upplifun. Þær munu þó hafa fleira fyrir stafni og margt á dagskránni. „Við förum líka í norðurljósaferð og ferð um Þingvelli, Gullfoss, Langjökul og Geysi og því fylgir vélsleðaferð, við ætlum líka að heimsækja Bláa lónið áður en við fljúgum heim. En við skipulögð- um ferðina þessa ákveðnu daga með von um að sjá sólmyrkv- ann líka,“ segir hún, en þyrlu- flugið pöntuðu þær í október og því óhætt að segja að hér sé um skipulagða ferðamenn að ræða. „Ég vann sem leiðsögumaður ævintýraferða fyrir smáa hópa og þekki því kosti þess að vera skipulögð og plana fram í tím- ann,“ segir Jemma þegar hún er spurð að því hvort hún skipuleggi öll sín ferðalög með slíkum fyrir- vara. Vinkonurnar langaði til þess að komast út fyrir borgarmörkin til þess að upplifa sólmyrkvann og íslenskt landslag. „Lisa hefur aldrei stigið fæti í þyrlu og er mjög lofthrædd. En eftir að hún fór í New York New York-hótel rússíbanann í Las Vegas finnst henni allir vegir færir,“ segir Jemma um samferðakonu sína. „Við erum ekki bara spennt- ar, heldur alveg ótrúlega spennt- ar,“ segir hún að lokum en þær stöllurnar koma til landsins á fimmtudag og munu dvelja yfir helgina. gydaloa@frettabladid.is Pöntuðu þyrlufl ugið fyrir rúmlega fi mm mánuðum Vinkonurnar Jemma Trinace og Lisa Wilson koma hingað til lands til þess að upplifa sólmyrkann og munu ferðast með þyrlu til þess að fá sem best útsýni. Þyrlufl ugið pöntuðu þær með mjög góðum fyrirvara. SPENNTAR Lisa og Jemma eru ótrúlega spenntar fyrir ferðinni til Íslands og tilbúnar í sólmyrkvann og að sjálfsögðu búnar að verða sér úti um viðeigandi hlífðarbúnað. MYND/JEMMATRIANCE ■ Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli sólar og jarðar og myrkvar sólina að hluta eða í heild frá jörðu séð. Sólmyrkvi á sér einungis stað þegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu og getur eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. ■ Sólmyrkvi getur verið þrenns konar: almyrkvi, deildarmyrkvi eða hringmyrkvi. Sólmyrkvinn sem mun eiga sér stað á föstudaginn er svokallaður almyrkvi en á Ís- landi sést verulegur deildarmyrkvi. ■ Deildarmyrkvi er þegar tunglið hylur sólina að hluta en þá eru sól og tungl ekki í alveg beinni línu. ■ Í Reykjavík mun tunglið hylja um 97,5% sólarinnar og á Austurlandi um 99,4%. ■ Sólmyrkvinn sem von er á er sá mesti sem sést hefur á Íslandi síðan almyrkvinn varð þann 30. júní árið 1954. ■ Næst má vona að sjá almyrkva frá sólu frá Evrópu þann 12. ágúst árið 2026. ■ Vænta má þess að deildarmyrkv- inn hefjist klukkan 08.38 í Reykja- vík og verði í hámarki klukkan 09.37 en þá mun tunglið hylja um 97,5% af skífu sólar. Deildar- myrkva lýkur klukkan 10.39. ■ Varasamt er að horfa á sólmyrkva án þess að nota viðeigandi hlífðarbúnað. Allar upplýsingar fengnar af Stjornufraedi.is SÓLMYRKVINN 20. MARS Save the Children á Íslandi DAGUR heilags Patreks, þjóðhátíðar- dagur Íra, er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. FYRIR ÞÁ sem ekki þekkja til Patreks, þá var hann um margt merkilegur maður. Honum er meðal annars gefið að hafa hrakið alla snáka sem hírðust á Eyj- unni grænu á haf út – vísindamenn halda því reyndar fram að snákar hafi aldrei þrifist á Írlandi, en það er óþarfi að hengja sig í smá- atriðin. PATREKUR þessi var breskur að uppruna og af góðu fólki kom- inn. Faðir hans var djákni og afi hans prestur, en þrátt fyrir það var Patrekur lítt trúræk- ið barn. Þegar hann var um sextán ára gamall var hann numinn brott af írskum sjó- ræningjum (já, Írar voru ekki bara fórnarlömb víkinga og Breta) sem höfðu piltinn með sér heim til Írlands. NÆSTU SEX ÁR sinnti Patrekur starfi fjárhirðis og gerðist einkar guðhræddur. Það var svo fyrir til- skipan drottins að Patrekur lét loks slag standa, flúði prísundina heim til Englands og ákvað að læra til prests. AÐ NÁMINU loknu sneri Patrekur aftur til Írlands í þeim erindagjörðum að boða hinum heiðnu Keltum kristna trú. Eitt helsta kennslugagn prestsins var þriggja laufa smári, sem Patrekur studdist gjarnan við þegar hann útskýrði heilaga þrenningu fyrir Keltum. Í dag er smárinn eitt helsta einkennismerki Írlands og er ansi fyrirferðamikill á degi heilags Patreks, en 17. mars er talinn vera dánardagur dýrlingsins. Í DAG minnist heimsbyggðin heilags Patreks, dýrlings sem fældi brott snáka frá eyju þar sem engir snákar voru, með því að teyga Guinness, klæðast grænu og hlýða á írska þjóðsöngva. Í dag eru allir írskir. SVO veltir maður því fyrir sér hvenær veröldin öll mun taka við sér og halda upp á 17. júní. Sláinte mhaith! ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK Sýnd með ísl. texta Sýnd með ísl. texta Æðisleg ný stuttmynd Frozen Fever er sýnd á undan VILLAGE VOICE Frá Paul Thomas Anderson, leikstjóranum sem færði okkur Magnolia, There Will Be Blood og Boogie Nights BALLET: SVANAVATNIÐ KL. 7.15 THE LITTLE DEATH KL. 5.30 - 8 - 10.20 THE GRUMP KL. 8 CHAPPIE KL. 10 ANNIE KL. 5.30 BIRDMAN KL. 10.20 ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.40 - ÍSL TEXTI THE LITTLE DEATH KL. 5.45 - 8 - 10.20 THE DUFF KL. 3.30 - 5.45 - 8 CHAPPIE KL. 8 - 10.40 ANNIE KL. 5 HRÚTURINN HREINN KL. 3.30 FIFTY SHADES OF GREY KL. 10.20 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 KINGSMAN LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.45 PADDINGTON KL. 3.30 - 5.45 - ÍSL TAL ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ CINDERELLA 5:25, 8 CHAPPIE 10:35 STILL ALICE 5:50, 8 VEIÐIMENNIRNIR 8, 10:10 HRÚTURINN HREINN 5:50 10:30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Nýjasta plata rapparans Kend- ricks Lamar, To Pimp a Butter- fly var gefin út viku fyrir áætl- aðan útgáfudag. Upphaflega átti platan að koma út tuttug- asta og þriðja þessa mánað- ar en hún var gefin út á Spoti- fy og iTunes snemma að morgni mánu- dags. Lamar sendi frá sér röð torræðra tísta á samskiptamiðl- inum Twitter á sunnudag áður en hann að lokum tísti tengli þar sem hægt var að hala plötunni niður. Þetta er þriðja plata rappar- ans en meðal gesta á To Pimp a Butterfly eru Snoop Dog, George Clinton og Ronald Isley. Platan Good Kid, M.A.A.D. city sem kom út árið 2012 og náði töluverðum vinsældum. Lamar sendir frá sér plötu Blowfly park 18.00 Óli prik 20.00 What we do in the shadows 20.20, 22.00 Wild tales 22.00 ÞÝSKIR DAGAR: The dark valley 18.00 The chambermaid Lynn 20.00 West 22.20 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ 1000 KALL MIÐINN! HAPPY HOUR Á BARNUM 17-20 ÞÝSKIR DAGAR DEUTSCHE FILMTAGE GERMAN FILM DAYS BÍÓ PARADÍS 12.—22. MARS 2015 www.bioparadis.is Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut, Danmörku og sendiráð Sambandslýðveldisins Þýskalands, Reykjavík. 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -C E 9 8 1 4 2 5 -C D 5 C 1 4 2 5 -C C 2 0 1 4 2 5 -C A E 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.