Fréttablaðið - 17.03.2015, Side 50

Fréttablaðið - 17.03.2015, Side 50
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 Óskar Ó Jónsson ooj@frettabladid.is FEBRÚAR RUSSELL WESTBROOK Stig 31,2 Fráköst 9,1 Stoðsendingar 10,3 Þrennur 4 MARS RUSSELL WESTBROOK Stig 35,2 Fráköst 10,7 Stoðsendingar 9,8 Þrennur 3 KÖRFUBOLTI Oklahoma City Thund er þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslita- keppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hug- rekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðs- félaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leik- manni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi. Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leik- tíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-lið- ið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikj- um og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrú- ar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsend- ingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robert- son sem átti átta slíka mánuði. Eins og Mihael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leik- inn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russ- ells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppn- inni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópi Enginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deild- arinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó eng- inn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-lið- ið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. Nýjasta ofurhetjan spilar í NBA Russell Westbrook fylgir eft ir frábærum febrúarmánuði með jafnvel enn betri frammistöðu í mars. Það lítur úr fyrir að Westbrook ætli nánast upp á sitt einsdæmi að koma Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina enda liðið að spila án síns „besta“ leikmanns. KÖRFUBOLTI Sundsvall Dragons og LF Basket, tvö af þremur Íslend- ingaliðum sænsku úrvalsdeildar- innar í körfubolta, mætast í kvöld í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. LF Basket hafnaði í fjórða sæti og Sundsvall því fimmta og því hafa LF-menn heimaleikjaréttinn, en með því spilar Haukur Helgi Páls- son. Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson, Ægir Þór Stein- arsson og Ragnar Nathanaelsson eru allir á mála hjá Drekunum. Haukur Helgi hefur haft gott tak á félögum sínum úr landslið- inu, en LF vann alla fjóra leiki lið- anna í deildarkeppninni. „Þetta er alveg komið gott. Nú er kominn tími á að vinna þá til að geta skotið til baka á Hauk,“ segir Jakob Örn léttur við Fréttablaðið, en hann var í rútunni á leiðinni til Luleå þegar blaðamaður náði í hann í gær. LF vann fyrstu tvo leikina á móti Sundsvall í deildinni með samtals 23 stiga mun en hinir tveir unnust með tveimur og þremur stigum. „Þetta hefur verið jafnara und- anfarið þannig að við teljum okkur eiga góða möguleika. Þetta verð- ur auðvitað erfitt en ég held þetta verði jöfn sería og margir spenn- andi leikir. Það eru lokakaflarn- ir sem gætu skipt sköpum,“ segir Jakob, en þjálfari LF Basket er Peter Öqvist, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Íslands. „Það er alveg nóg af hlutum í þessari seríu sem hægt er að nota til að hvetja sig áfram. Það eru auðvitað þessi fjögur töp fyrir LF í deildinni og svo að vera að spila á móti Hauki og Peter,“ segir Jakob. Haukur Helgi hefur spilað mjög vel fyrir LF í vetur. Hann spil- aði 30 mínútur að meðaltali leik, skoraði 12,9 stig, tók 4,9 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar. Þá er hann með 44,3 prósent nýtingu í þriggja stiga skotum sem er það langbesta hjá liðinu. „Ég myndi segja að Haukur Helgi væri einn af þremur bestu mönnum LF. Þeir eru með tvo Bandaríkjamenn sem þeir leita mikið til í sókninni en Haukur gerir svo mikið af hlutum,“ segir Jakob um landsliðsfélaga sinn. „Haukur skorar, tekur fráköst og hefur verið duglegur að gefa stoðsendingar í allan vetur. Spilið fer svolítið í gegnum Hauk sem er að taka réttar ákvarðanir. Hann er mjög mikilvægur fyrir LF í sókn- inni og sérstaklega í vörn þar sem hann er stór en hreyfanlegur og getur valdað marga menn. Peter vissi upp á hár hvað hann var að gera þegar hann fékk Hauk til sín,“ segir Jakob. Sjálfur hefur Jakob spilað vel fyrir Sundsvall eins og oft áður, en hann skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik. Jakob var ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2015 þar sem hann gaf ekki kost á sér, en hann er í Berlínarhug núna. „Ég er ekki búinn að skoða þetta mikið, en eins og staðan er núna þá er ég klár. Hugurinn leitar núna til Berlínar,“ segir Jakob Örn Sigurð- arson. - tom Þetta er alveg komið gott hjá Hauki Helga og Peter Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og LF Basket mætast í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. ÍSLENDINGASLAGUR Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson, Ægir Þór og Raggi Nat mæta Hauki Helga og Peter Öqvist í 8-liða úrslitum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -F 1 2 8 1 4 2 5 -E F E C 1 4 2 5 -E E B 0 1 4 2 5 -E D 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.