Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.12.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER Ás garð ur í Rey holts dal var ann­ að tveggja býla sem hlaut verð­ laun Bún að ar sam taka Vest ur lands á þessu ári. Verð laun in voru veitt fyr ir á ræðni og frum kvæði í jarð­ rækt. Í Ás garði hafa búið síð an 1988 hjón in Magn ús Þór Egg erts­ son og Sjöfn Guð laug Vil hjálms­ dótt ir á samt börn um sín um. Fyrstu árin var búið með kýr en í dag eru þau með kálfa upp eldi og korn rækt á samt því að Magn ús er með verk­ taka starf semi, bæði fyr ir sjálf an sig og aðra. Magn ús seg ist alltaf hafa haft gíf ur leg an á huga fyr ir jarð rækt og trakt or um svo þetta hafi kannski kom ið af sjálfu sér. Í hans huga er land bún að ur vinn an við land ið, rækt un og beit ar stýr ing og ekk ert sé skemmti legra en að rækta korn og þreskja. Upp haf ið á Litla Kroppi „Eig in lega má rekja upp haf ið að mín um rækt un ar á huga til árs­ ins 1977 er fað ir minn kaup ir jörð hér í ná grenn inu, Litla Kropp. Þá plægði ég nið ur tún þar í byrj­ un á gúst, löngu áður en við hjón­ in keypt um hér í Ás garði. Menn töldu að ég væri end an lega vit laus að plægja á þess um tíma því þá var það yf ir leitt alls ekki gert. Síð an eru breytt ir tím ar og marg ir vinna tún einmitt á haustin til að láta jarð­ veg inn brjóta sig. Ég er þó enn að koma að tún um í end ur vinnslu sem hafa ver ið unn in með hesta herfi og ekki hreifð síð an. Hér áður fyrr var nefni lega hugs un in sú að búið var til tún einu sinni og þar við sat. Menn voru ekki að end ur vinna tún, slíkt tald ist ekki þörf.“ Fyrsta korn inu sáð Í Ás garði eru korna kr ar á um 55 hekt ur um lands. Með því að vinna fyr ir bænd ur hef ur Magn ús ver ið hvetj andi og leitt marga með sér í jarð rækt inni. En hvenær byrj aði hann að sá eig in korni? Fyrsta korn inu var sáð hér árið 1993 og það var ekki þreskt. Það frysti snemma þetta haust og þekk­ ing manna var ekki meiri en svo að korn ið var talið ó nýtt. Það reynd ist vera vit leysa og margt hafa menn lært síð an. Í upp hafi keypt um við nokkr ir sam an plóg og herfi en eft­ ir árið 1999 hef ég ver ið sjálf stætt í þessu. Nú á ég all ar vél ar sem þarf frá sán ingu til þresk ing ar og vinn þessa þætti fyr ir þá sem óska. Því mið ur hef ur dreg ið úr korn rækt hér á þessu lands horni, eini stað ur inn á land inu sem þannig er ástatt um. Hluta skýr ing ar inn ar tel ég vera að leita í því að á Hvann eyri er hætt að rækta korn. Að mínu mati eiga þeir að vera leið andi um alls kyns rækt un en eru að draga menn nið ur með sér. Sem stend ur er víða lægð í land bún aði. Ég held hins veg ar að á þeim jörð um sem rækt un og land bún að ur er stund að ur á muni halda sínu verð gildi frek ar en hin­ ar. Hver held ur þú að vilji kaupa jörð eft ir tutt ugu ár sem ein ung is býð ur upp á gamla sum ar bú staði? Það er bjart framund an í land bún­ aði. Heims mark aðs verð á af urð un­ um fer hækk andi og ég tel að ó hætt sé að fram leiða hvað sem er.“ Sel ur allt um fram korn „Ég sel allt korn sem ég þarf ekki að nota sjálf ur, sem mest er bygg, og gæti selt marg falt meira hefði ég land og gæti þurrk að það,“ held ur Magn ús á fram. „Sáð korn ið er rækt­ að í Svalö í Sví þjóð og hef ur ver ið fram rækt að með ís lensk ar að stæð­ ur í huga af Jón at an Her manns­ syni. Það er fljót sprottn ara, þoln­ ara og gef ur meiri upp skeru. Svo er hlýn andi veðr átta þannig að ég ber eng an kvíð boga fyr ir korn rækt inni. Allt korn sem ég rækta fer til svína­ bús hér í ná grenn inu. Svína bænd ur þurfa þurrk að korn og flösku háls­ inn hef ur ver ið þurrk un in, eins og ég sagði áðan. Eig andi bús ins sem ég skipti við vill helst nota inn lent fóð ur. Ef hægt væri að nota heita vatn ið sem hér er víða í Reyk holts­ daln um til að þurrka korn ið væri það frá bært. Menn eru reynd ar að skoða það. Verð ið til bónd ans hef ur hækk að um 30­40% frá síð asta ári og fylg ir heims mark aðs verði ef við erum með sam bæri lega vöru. Flest­ ir bænd ur eru að rækta korn fyr ir eig in notk un. Þá er það súrs að, ekki þurrk að og gef ið þannig.“ Einnig próf að hafra Magn ús hef ur einnig rækt að hafra sem hann seg ir góða í skipti­ rækt un á móti bygg inu. Þá má nýta í sama og bygg, eru mjög harð gerð­ ir, reynd ar dauf ara fóð ur en holl­ ara og ekki hægt að súrsa. Hafr arn­ ir hafa einnig ann að nota gildi sem ekki er síðra, alla vega fyr ir korn­ bónd ann. „Ég sái höfr um í kring um bygg­ ið því að fugl ar vilja ekki hafra, álft in sér stak lega er varg ur í véum korn bónd ans. Ef hafr arn ir ná að verða háir þá sækja fugl arn ir ekki í byggak ur inn. Þeir lenda ekki inn á ökrun um nema sé eyða í þeim. Ég er með mjög frjó ar eyr ar hér við Reykja dalsá sem reynd ar frjósa snemma og þang að sækja álft irn ar grimmt. Í haust var ég með þrjár gas byss ur all an sól ar hring inn. Lík­ lega hafa ná grann arn ir lít ið get­ að sof ið, þótt eng inn hafi reynd ar kvart að,“ seg ir Magn ús bros andi. Allt nýtt „Það er allt nýti legt af korn inu. Því er sáð og þreskt, síð an vinn­ ur mað ur hálm inn á eft ir. Ís lensk­ ir bænd ur þekkja hann orð ið sem und ir lag og sum ir hafa rækt að korn bara til að fá hálm inn. Í sum ar voru skil yrð in þannig að korn ið varð lág­ vax ið í þurrk un um og því er skort­ ur á hálmi. Núna er meira að segja ver ið að hanna fóð ur kerfi fyr ir kýr þar sem hálmi er bland að sam an við. Hann ert ir vömb ina að inn­ an og stuðl ar að betri melt ingu og nýt ingu fóð urs ins fyr ir kýrn ar. Ég er kom inn með sér staka snún ings­ vél sem snýr við heil um görð um. Það er auð velt að þurrka hálm inn og vinna hann með því að nota þess hátt ar vél og í raun bylt ing. Síð an þeg ar búið er að hirða allt af akrin­ um þá er hægt að leigja hann út fyr­ ir tölu verð an pen ing til þeirra sem stunda gæsa veið ar því gæs in sæk­ ir svo í kornakra.“ Magn ús bæt ir því við að með að komu skot veiði­ manna sé kornak ur inn gjör nýtt ur. Byrj að snemma vors og ver ið fram á haust Á síð asta ári kom Magn ús og hans fólk að hey skap á 32 jörð um á svæð inu, mis mik ið þó, allt frá því að sjá al far ið um fóð ur öfl un nið­ ur í slátt eða bind ingu. Magn ús er einnig í verk taka vinnu hjá sjálf um sér og seg ist ekki hafa orð ið svona öfl ug ur í tækja kosti ef svo hefði ekki ver ið. Á lags punkt arn ir eru nokkr ir því marg ir vilja vera að á svip uð um tima. Vor ið byrj ar með jarð vinnslu og korn sán ingu. Þá er far ið í að sá fyr ir græn fóðri og ögn síð ar fyr ir grasi. Er því er lok ið hefst hey skap­ ur fyr ir kúa bænd ur sem yf ir leitt eru fyrst ir. Næst kem ur röð in að sölu­ heyi hjá þeim sem ekki nýta tún in sjálf ir. Þeg ar því er lok ið vilja kúa­ bænd ur fara að slá há og hringn um er lok að með bind ingu á hálmi. Lík lega stærsti nauta­ kjöts fram leið and inn Það seg ir sig sjálft að ekki er hægt að stunda verk taka vinnu í jarð rækt allt árið á Ís landi og enn er ekki hægt að lifa á korn rækt inni einni sam an. „Eft ir að við hætt um með kýrn ar fór um við að fram leiða nauta kjöt. Mér skilst á þeim sem ég legg inn hjá að við séum stærstu fram leið­ end ur nauta kjöts á land inu, en sel það ekki dýr ara en ég keypti. Hér eru svona um 300 naut sem keypt hafa ver ið sem smá kálf ar. Ég er með tölvu fóstru, gef þeim mjólk­ ur duft og svo auð vit að hey. Það var al veg von laust að vera í mjólk­ ur fram leiðslu með verk taka vinn­ unni og ég varð að velja. Þar sem mér finnst svo gam an að rækta og er véla dellu karl, valdi ég þessa leið. Ég ætla mér að halda á fram í rækt­ un inni því á hug inn á henni hef­ ur ver ið hvat inn að því sem ég hef gert. Það þarf bara að hafa á ræði og þora að byrja. Ann að kem ur af sjálfu sér,“ sagði Magn ús Þór Egg­ erts son að lok um. bgk Hef ur ó mæld an á huga á jarð rækt og vél um Rætt við Magn ús Egg erts son, bónda og verk taka í Ás garði í Reyk holts dal Magn ús Þór Egg erts son við plóg inn, eitt af fjöl mörg um tækj um sem hann nýt ir í verk­ taka starf semi sinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.