Skessuhorn


Skessuhorn - 24.11.2010, Síða 43

Skessuhorn - 24.11.2010, Síða 43
UPPHEIMAFRÉTTIR Nóvember 2010 Sæmundarsaga rútubílstjóra komin út Bragi Þórðarson skráði þætti úr lífshlaupi Sæmundar Sigmundssonar bílstjóra í Borgarnesi Glefsur úr Sæmundarsögu Sæmundur Sigmundsson í Borgar­ nesi er einn þekktasti rútubílstjóri Íslands. Sjötíu og fimm ára gam­ all lítur hann yfir farinn veg – í bókstaflegri merkingu því talna­ glöggir menn hafa reikn að það út að hann hafi ekið vegi landsins sem svarar 17 ferðum til tunglsins – og hann er enn að. Margt hefur verið um Sæmund rætt enda maðurinn löngu orð­ inn þjóðsagnapersóna. Hann hef­ ur verið ófús til frásagna um líf sitt þar til nú og vafalaust fýsir marga að vita meira. Bragi Þórð ar son, rithöfundur og fyrrum bóka út gef­ andi á Akranesi, skráir hér endur­ minningar Sæmundar en einn ig voru vinir og samstarfsmenn fengn­ ir til frásagna. Sæmundur rifjar upp æskuárin á Hvítárvöllum og langan og farsælan starfsferil við fólksflutninga og akstur. Athygli vekur hinn mikli fjöldi kvenna sem hefur starfað hjá fyrirtæki Sæmundar en hann treystir konum jafnt sem körlum fyrir þeirri ábyrgð sem hvílir á herðum rútubílstjóra. Sæmundur var og er sístarfandi at­ hafnamaður. Oft hefur blásið á móti því baráttan um viðskiptin gat verið hörð, og það má einnig segja um sam skiptin við fjármálastofnanir og samgönguyfirvöld. Enda þótt sú barátta hafi stundum verið ofar lega í huga Sæmundar eru samt aðrar minningar sterkari: „Að glíma við erfiðar aðstæður og sigrast á óvænt­ um uppákomum. Það er topp­ urinn. Samskipti við far þegana og vinátta margra er mér ómetan leg,“ segir Sæmundur. Sæmundur undir stýri vorið 2010. Próflaus í bílabransanum Árið áður en ég eignaðist fyrsta bíl­ inn fékk ég vinnu á jarðvinnuvélum hjá ræktunarsambandinu í sveit­ inni, var aðallega á traktor og síðar á jarðýtu og fór þá á milli bæja, slétt­ aði tún, gróf fyrir byggingum og vann að öðru því sem gera þurfti. Gist var á sveitabæjum, oftast við bestu aðstæður. Stundum virtist hús næðið ekki glæsilegt, en annað kom í ljós. Ég vann um tíma á jarð­ ýtu í Svínadalnum. Ég hafði hug­ mynd um að ég ætti að gista á Hóli, en þar virtust ekki burðug húsa­ kynni. Þetta var torfbær, sem var grafinn inn í hól. Gluggarnir voru festir í hólinn. Ég hafði ekið nokkr­ um sinnum framhjá bænum og séð þar börn að leik. Hélt ég því að þarna hlytu að vera mikil þrengsli og slæm vist. Annað kom á dag inn, þegar ég kom þangað til gist ingar. Það var hlýlega tekið á móti mér með mikilli gestrisni. Ég var lát inn sofa í eldhúsinu við hliðina á elda­ vélinni. Þar sofnaði ég vært. Frúin vakti mig á morgnana þegar hún kom inn til þess að hella upp á kaff­ ið og bauð mér hressinguna. Þetta var einstaklega notalegt. Fólkið var frá bært og mér hefur ekki liðið betur annars staðar. Fyrsti bíllinn Þegar ég var sextán ára eignaðist ég minn fyrsta bíl. Það var Chevro­ let 1939 fólksbíll, sem ég keypti á Akra nesi af Sigurði Elías syni á Sand felli. Bíllinn bar skráningar­ núm erið E­107. Þá var ég ekki með bíl próf. Maður var nú ekki alltof lög hlýðinn á þeim árum. Það gæti víst ekki gerst núna að sextán ára piltur væri kominn í bílabransann og farinn að keyra sjálfur. Eftirlitið var lítið á þessum árum. Þeir voru að vísu bifreiðaeftirlitsmenn Geir Bach mann í Borgarnesi og Bergur Arn björnsson á Akranesi. Báðir frið samir menn. Þá var engin lög­ regla í Borgarnesi. Samt var ég skít hræddur að keyra próflaus á bíl um og ýtum, fimmtán og sextán ára gamall. Allt slapp þetta þó án afskipta yfirvalda. Síðar skipti ég á fólksbílnum og vöru bíl, Fordson 46 og var svo hepp inn að sá bíll hafði verkefni í vega vinnu á tiltölulega afskekktu svæði í Flókadalnum sem ég yfirtók. Ýtan fór á bólakaf Það mun hafa verið 1951, þá var ég sautján ára, sem við fórum þrír á jarð ýtum út á Akranes til þess að undir búa grunninn undir sandþró sements verksmiðjunnar, sem þá var í bygg ingu. Með mér voru Steini á Ósi og Óskar á Beitistöðum. Þetta var stórt verkefni og þurfti að sæta sjávarföllum. Við þurftum að hreinsa allt svæðið og ýta burt grjóti, sandi og leir af botninum. Síðan var steyptur þessi stóri veggur sjávar megin ofan á grjótfyllinguna. Við unnum á vöktum. Eitt sinn gerð ist það að ýtan hans Óskars fór á bóla kaf í sjóinn. Ég var ekki á vakt þegar þetta gerðist. Þeir brutust inn í ýtuna mína og notuðu hana til þess að ná ýtunni hans Óskars úr sjónum. Þetta var rosalega erfitt verk og báðar ýturnar voru stór­ s kemmd ar eftir þetta. Reyndar álita mál hvort ætti að gera við þær. Það var samt gert og kostaði feikna mikla vinnu og fjármuni. Bragi Þórðarson rithöfundur. Á leið til Reykjavíkur með nemendur úr Bifröst 1965. Keðjur settar á rútuna. Fyrsti vörubíll Sæmundar, Fordson 46.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.