Skessuhorn - 24.11.2010, Síða 44
2 | UPPHE IMAFRÉTT IR 2010
. . . og svo kom Ferguson – óvænt metsölubók
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri heldur áfram á sömu braut
Árbók Akurnesinga kom út í tíunda sinn á árinu
Haldið upp á afmælið með veglegustu Árbókinni til þessa
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri sló ræki
lega gegn á síðasta ári með bók sinni, ...og
svo kom Ferguson. Bókin, sem kom út í júlí
2009, var prentuð í 3.000 eintökum og þótti
djarft en tveimur vikum fyrir jól var bókin
algerlega uppseld og ófáanleg. Við því var
brugðist með því að endurprenta bókina fyrri
hluta þessa árs og er þetta merkilega rit því
fáanlegt aftur.
...og svo kom Ferguson er merkileg bók fyrir
fleiri sakir en þær að hafa selst vel. Með
Fergu son dráttarvélarnar í forgrunni skrifar
Bjarni sögu íslensks samfélags, einkum land
bún aðar, frá lokum fimmta áratugar síðustu
aldar og til loka þess sjötta. Á þessu árabili
varð bylting í vélvæðingu sveitanna á sama
tíma og fólk flykktist á mölina. Sam félags
gerð in tók miklum breytingum í kjöl far
heims styrjaldar og hernáms, samhliða örri
tækni þróun og vaxandi velmegun.
Bjarni Guðmundsson gerir þessum breyting
um skil í skemmti legum og aðgengilegum
texta og myndefni bókarinnar er ekki síður
upp lýs andi og áhugavert, en bókin er prýdd
miklum fjölda mynda.
Ný bók í farvatninu hjá Bjarna
Og Bjarni Guðmundsson er ekki af baki dott
inn. Hann vinnur nú að ritun næstu bók ar
og heldur sig á svipuðum slóðum. Að þessu
sinni segir hann sögur um Farmall dráttar
vélar, forvera þeirra og fleiri af hinum vinsælu
vélum og tækjum frá International Harv ester
(IHC), og hlut þeirra í framvindu land
búnaðar og þjóðlífs á Íslandi undir titlinum
Alltaf er Farmall fremstur.
Fyrirhugað er að þessi nýja bók Bjarna komi
út á vegum Uppheima þann 16. júlí 2011 og
að þann dag verði efnt til dráttarvéladags á
Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri með
áherslu á Farmall og aðrar IHCvélar.
Uppheimar fögnuðu tímamótum þegar
tíunda bindi Árbókar Akurnesinga var gefið
út nú í sumar. Árbækurnar hafa verið kjöl
festa í útgáfustarfsemi Uppheima enda má
rekja stofnun útgáfunnar til árbókarinnar og
fyrstu árin snerist starfsemin fyrst og fremst
um útgáfu hennar.
Á þessum tíu árum hefur í árbókunum
safnast saman mikið efni sem hefur ótvírætt
gildi fyrir Akurnesinga – og orðið mörgum
til fróðleiks og ánægju. Á hátt í 2.500 síð um
er að finna tugi viðtala og greina eftir um 60
höfunda, um 3.000 ljósmyndir, að ógleymd
um æviágripum ríflega 400 Akur nes inga.
Og fjölbreytileikinn er mikill, greinarn ar
og viðtölin spanna allt litróf mannlífsins á
Skaga. Auglýsendur hafa nýtt sér þennan
vettvang og auglýsingarnar geyma líka sína
sögu. Frá upphafi útgáfunnar hafa fyrirtæki
og stofnanir áttað sig á áhrifum Árbókarinn ar
í að efla vitund okkar um heimahagana.
Árbók Akurnesinga 2011 er nú í undirbúningi
og hefur nýr ritstjóri, Haraldur Bjarnason,
verið ráðinn til að stýra ellefta bindinu.
Það er ekki laust við að svipur sé með þeim Ferguson og Bjarna Guðmundssyni.Mestölubókin um Ferguson er fáanleg aftur.
Kristján Kristjánsson, ritstjóri Árbókarinnar frá upphafi.Haraldur Bjarnason er nýr ritstjóri Árbókar Akurnesinga.
Farmallbókin er væntanleg sumarið 2011.