Skessuhorn - 05.06.2013, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Um klukkan 17 sl. miðvikudag
sigldi franska skonnortan Etoile
inn í Akraneshöfn og lagðist þar
að bryggju. Skútan var byggð árið
1932 í Fécamp í Frakklandi en hún
er í eigu franska ríkisins. Áhöfnin
um borð er skipuð verðandi sjólið-
um í franska sjóhernum sem notar
hana til æfinga. Erindi Etoile, eða
,,Stjörnunnar” eins og nafnið út-
leggst á íslensku, hingað til lands er
að heiðra Hátíð hafsins og fór skút-
an áleiðis til Reykjavíkur eftir við-
komuna á Skaganum. Þar gafst al-
menningi kostur á að skoða hana.
Frá höfuðborginni mun leið Etoile
liggja austur til Fáskrúðsfjarðar.
hlh
Samkaup, hef-
ur í samráði við
Heilbrigðiseft-
irlit Suðurnesja,
ákveðið að inn-
kalla af markaði
frosin jarðaber
frá Coop þar sem
grunur leikur á
um að berin séu menguð af veiru
sem veldur lifrabólgu A. Coop
matvælaframleiðandinn hefur grip-
ið til sams konar innköllunar í sam-
ráði við matvæla-
yfirvöld í Dan-
mörku og Sví-
þjóð. Jarðaberin
eru seld í verslun-
um Nettó, Sam-
kaupum Strax,
Samkaupum Úr-
val og Kaskó.
Neytendum er ráðlagt að skila vör-
unni til Samkaups eða viðkomandi
verslunar.
ákj
Síðastliðinn föstudag var Græn-
fánanum flaggað í fyrsta sinn við
Grunnskóla Borgarfjarðar á Klepp-
járnsreykjum. Þar með hafa allar
deildir skólans flaggað Grænfánan-
um. Fulltrúi Landverndar afhenti
fánann og umhverfisnefnd skólans
veitti honum viðtöku og dró hann
að húni. Að því loknu var sung-
ið. „Flöggunin á föstudaginn er þó
bara fyrsta skrefið af mörgum í átt
að umhverfisvernd og bættri um-
hverfisvitund. Það er og verður
samvinnuverkefni okkar allra sem
að skólanum koma á einhvern hátt
að halda áfram í þá átt. Stefnum
að flöggun aftur eftir tvö ár,“ seg-
ir í frétt frá GBF á Kleppjárnsreykj-
um.
mm
Hrönn Ríkharðs-
dóttir hefur ósk-
að eftir lausn frá
setu í bæjarstjórn
Akraneskaupstað-
ar frá og með sum-
arfríi bæjarstjórnar í
júní að telja. Í sam-
tali við Skessuhorn
segir hún ástæð-
una persónulega. Hún muni samt
sem áður halda áfram störfum sín-
um sem skólastjóri
Grundaskóla. Á Fés-
bókarsíðu sinni seg-
ir hún ákveðna eftirsjá
fylgja ákvörðuninni en
hún segist ennfrem-
ur hlakka til að takast
á við ný verkefni sem
bíða hennar. Fyrsti
varamaður Samfylk-
ingarinnar í bæjarstjórn er Gunn-
hildur Björnsdóttir. ákj
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Hrönn segir sig úr bæjarstjórn
Grænfána flaggað á
Kleppjárnsreykjum
Frosin jarðaber frá
Coop innkölluð
Etoile siglir inn Akraneshöfn síðdegis á miðvikudaginn.
Franska skútan Etoile
á Akranesi