Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Síða 14

Skessuhorn - 05.06.2013, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Elsta álman á Hótel Stykkishólmi hefur verið gerð upp, en alls eru 33 herbergi í þeirri álmu. Gangarnir voru allir teknir í gegn og skipt um gólfefni. Herbergin voru öll end- urnýjuð sem og baðherbergin og þá var skipt út öllum vatnslögnum. „Ég er ótrúlega ánægð með breyt- ingarnar,“ sagði María Bryndís Ólafsdóttir hótelstjóri þegar blaða- maður Skessuhorns leit við í síð- ustu viku. „Sérstaklega er ég ánægð með að við náðum að endurnýta gömlu húsgögnin en við létum bara flikka upp á þau og sprauta hvít, en þau voru áður brún. Veggirnir, sem áður voru gulir, hafa fengið þennan nýja steingráa lit, settir voru hvítir gólflistar og nýir ofnar. Inni á baði voru gular og brúnar flísar en þeim var skipt út fyrir hvítar. Herbergin eru að mínu mati mun bjartari og hlýlegri eftir breytingarnar og ég er ekki frá því að útsýnið hérna út um gluggana hafi meira að segja orðið enn betra fyrir vikið,“ segir hún og brosir. María segist finna vel fyrir aukn- um ferðamannastraumi til landsins. „Ferðamannatímabilið hefur lengst hjá okkur í báðar áttir. Hópum hef- ur einnig fjölgað á veturna og enn fleiri ferðamenn sem koma hingað til að sjá norðurljósin. Við erum því farin að markaðssetja þau í auknum mæli. Sumarið lítur vel út hjá okk- ur og mikið bókað. Þá er meira að segja búið að bóka helling hjá okk- ur á næsta ári, 2014,“ segir María Bryndís Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel Stykkishólmi að lokum. ákj Síðustu daga hefur vinnuflokk- ur á vegum garðyrkjustjóra Akra- neskaupstaðar bætt við trjáreitum meðfram Þjóðbrautinni, nýja þjóð- veginum í gegnum bæinn. Byrjað var að planta trjám meðfram Þjóð- brautinni fyrir þremur árum eða fljótlega eftir að Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri hóf störf hjá Akra- neskaupstað, en hún hefur ásamt forystufólki í bæjarmálum sýnt trjárækt á opnum svæðum á Akra- nesi mikinn áhuga. Í sumar verð- ur plantað trjám í nokkur önnur opin svæði á Akranesi. Er þetta lið- ur í átaki til að fegra bæinn og um leið gera hann skjólbetri. Í þessu sambandi má geta þess að ýms- ir hafa haft orð á því að veðurfar hafi breyst á Akranesi seinni árin, miklu mun vindasamar hafi verið á árum áður en nú í seinni tíð. Þeg- ar þetta er fært í tal við eldri Skaga- menn eru þeir ekki í nokkrum vafa um hvað þarna sé helsta ástæðan. Það sé aukin trjárækt í bænum og ekki séu margir áratugir frá því að talið var að trjárækt væri ekki hægt að stunda á Akranesi. Það afsannaði hins vegar Guðmundur Jónsson, sem gjarnan var kallaður garða- naut, sem var stytting á ráðunautur, og var upphafsmaður Garðalundar og skógræktar á Akranesi. þá Þrjú síðustu sumur hefur hjóla- félagið Hjólamenn á höfuðborgar- svæðinu efnt til hjólakeppni á Snæ- fellsnesi þar sem hjólað er umhverf- is nesið. Hjólamenn ákváðu á liðn- um vetri að búa til stærri hjólavið- burð en áður og stíla hann meira upp á fjölskyldufólk og almenning en gert hefur verið til þessa. Félagið hefur ráðist í þriggja ára verkefni í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og ferðamálasamtök á Vesturlandi að markaðssetja þennan aðal hjóla- viðburð á Vesturlandi, sem kallast Jökulmílan. Grundarfjörður verð- ur nú miðpunkturinn í stað Vega- móta á Snæfellsnesi áður. Í stað þess að áður var einvörðungu boð- ið upp á hringinn um Snæfellsnes í Þjóðgarðinum sem er nákvæmlega 160,9 km eða 100 mílur, verður í boði Hálf Jökulmíla frá Búðum til Grundarfjarðar, 72 km. Meðan Jök- ulmílan stendur yfir verður boð- ið upp á skemmtilega hjólakeppni og hjólaþrautir fyrir börn þar sem hjólaleiðin um bæinn lítur út eins og karl með ýktan hökutopp. Fallegar hjólaleiðir Segja má að þjóðgarðarnir í land- inu seyði Hjólamenn til sín en þeir standa einnig fyrir viðburði að vor- inu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum, sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Einar Kristinsson talsmaður Jökul- mílunnar, segir að aðstæður í Þjóð- garðinum Snæfellsjökli henti einkar vel til hjólreiða og kjörið fyrir fjöl- skyldufólk að mæta á svæðið í Jök- ulmíluna sem verður haldin laug- ardaginn 15. júní. Einar segir ekki vafa á því að fólk muni njóta sín í fallegri náttúru á Snæfellsnesi og verði vart við kyngimagnaða krafta Snæfellsjökuls. Lóndrangar, Arn- arstapi, Búðir og sjálft Kirkjufellið við Grundarfjörð gleðji augað. „Við erum í samstarfi við Grundarfjarð- arbæ um að þátttakendur fái frían aðgang á tjaldsvæðið og við ætlum að standa vel að hlutunum þannig að börnin njóti sín líka,“ segir Einar. Hálf Jökulmíla frá Búðum að Vega- mótum og þaðan yfir Vatnaleiðina í Grundarfjörð segir hann sérstak- lega henta vel fyrir almenning sem ekki vill endilega standa í keppni heldur njóta þess að hjóla í fallegu umhverfi.“ Einnig er náttúruunn- endum boðið upp á að hefja ferðina kl. 9, eða tveimur tímum fyrr svo meiri tími gefist til að stoppa, fá sér nesti og taka myndir. Upplifunin meiri og dýpri Kynningarefni um Jöklamíluna er einmitt ætlað að höfða til fólks sem vill njóta umhverfisins á hjóli á fal- legum leiðum. „Á hjólinu er upp- lifunin meiri og dýpri. Gerðu þér í hugarlund nærveru fugla og búfén- aðar og niðinn frá lækjum og sjó. Að ógleymdum ilminum af gróand- anum og snertingu vindsins. Já, það er alltaf einhver rómantík í góðu ævintýri og ævintýrið góða er rétt handan við hornið. Hjólaðu um æv- intýralendur Snæfellsness, í gegn- um hraunbreiður og fuglafriðlönd. Heimsæktu útgerðarþorpin á norð- anverðu nesinu, Snæfellsnesþjóð- garð, Lóndranga og Arnarstapa. Láttu Jökulinn seiða þig. Sjáumst í Grundarfirði.“ Frekari upplýsingar um Jökulmíluna er að finna á jokul- milan.is þá/ Ljósm. Örn Sigurðsson.Vinnuflokkur frá garðyrkjustjóra sem vinnur að umhverfisverkefnum. Haldið áfram að gera Akranes skjólbetra Unnið að plöntun trjáa við norðurenda Þjóðbrautar. Hjólað í Jökulmílu á Snæfellsnesi Hjólað í gegnum Ólafsvík. Falleg náttúra gleður augað í Jökulmílunni. Öllu var skipt út á baðherbergjunum. Ánægð með breytingarnar á Hótel Stykkishólmi María Bryndís Ólafsdóttir hótelstjóri. Herbergin eru bjartari og hlýlegri.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.