Skessuhorn


Skessuhorn - 05.06.2013, Side 16

Skessuhorn - 05.06.2013, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013 Ferðamálasamtök Vesturlands stóðu fyrir Degi ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi í húsakynn- um Háskólans á Bifröst sl. fimmtu- dag. Fjöldi áhugaverðra viðburða var á dagskrá, málþing um svokall- aða mörkun eða „branding“ mark- aðssetningu og örkynningar þar sem kynntar voru nýjungar í ferða- þjónustu á Vesturlandi. Þá voru nokkrir ferðaþjónustuaðilar lands- hlutans með kynningarborð fyr- ir gesti þar sem þeim gafst kostur á að kynna sér starfsemi viðkom- andi aðila, skoða vörur þeirra og fræðast um þjónustuframboð og í sumum tilfellum smakka á veiting- um. Um 100 manns lögðu leið sína á Bifröst til að taka þátt í deginum en um árvissan viðburð er að ræða sem markar að mörgu leyti upphaf ferðasumarsins í landshlutanum. Ný stjórn FMV kjörin Áður en málþing og örkynningar hófust fór fram aðalfundur Ferða- málasamtaka Vesturlands. Fundur- inn var afar vel sóttur og mættu á fimmtu tug fundarmanna, en aðild að samtökunum eiga fyrirtæki, fé- lög, sveitarfélög og sjálfstætt starf- andi einstaklingar sem tengjast að einhverju leyti ferðaþjónustu í landshlutanum. Meðal þess sem gerðist á fundinum var að ný stjórn var kjörin og skipa hana þau Sig- ríður Snorradóttir hjá Ferðaþjón- ustunni Húsafelli, Jóhannes Arason á Hótel Búðum, Björn Páll Fálki Valsson á Þórisstöðum í Svínadal og Pálmi Jóhannsson sem nýver- ið hóf rekstur Dalakots í Búðar- dal. Varamenn voru kjörnir Berg- ur Þorgeirsson, Hilmar Æ. Ólafs- son, Sonja Lind Eyglóardóttir Est- rajher og Guðrún H. Andrésdóttir. Auk þeirra er í stjórninni Arnheið- ur Hjörleifsdóttir, fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þrír af fráfarandi stjórnarmönnum buðu sig fram til endurkjörs, þau Han- sína B. Einarsdóttir, sem gegnt hef- ur formennsku síðasta starfsár, Jó- hanna Leópoldsdóttir og Guðlaug Daðadóttir, en þær hlutu ekki kosn- ingu. Töluverðrar óánægju gætti á fundinum með hvað lítill tími gafst til að ræða málefni FMV en þegar kom að dagskrárliðnum önnur mál var tími sem áætlaður var til að- alfundarstarfa upp urinn þar sem málþingið var að hefjast. Ekki gafst því fundarmönnum kostur á að ræða almenn málefni samtakanna á aðalfundinum. Vörumerki vísi í einkenni Á málþinginu voru flutt fimm er- indi en yfirskrift þess var eins og áður sagði mörkun eða „brand- ing“ markaðssetning. Málþinginu stjórnaði Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi. Fyrst til að stíga á stokk var Dóra Magnúsdótt- ir fyrrverandi markaðsstjóri Höf- uðborgarstofu í Reykjavík. Í erindi sínu fjallaði hún um reynslu Reyk- víkinga af markaðssetningu höfuð- borgarinnar sem áfangastaðar fyr- ir erlenda ferðamenn undir vöru- merkinu Reykjavik Pure Energy. Við mótun vörumerkisins sagði Dóra að horft hafi verið til þátta sem væru einkennandi fyrir Reykja- vík og hafa orðið áberandi í um- ræðunni um borg og land á liðn- um árum. Vörumerkið vísar því til hreinnar orku, náttúru, menning- ar, sköpunarkrafts, íslenska vatns- ins og kraftmikillar afþreyingar. Hnykkt hafi verið á þessum þátt- um og fleirum sem tengjast vöru- merkinu að sögn Dóru, í auglýs- ingum, bæklingum og öðru kynn- ingarefni frá Höfuðborgarstofu. Hvatti Dóra sérstaklega til þess að val á ljósmyndum í kynningarefni væri vandað og að það taki mið af einkennandi þáttum sérhvers svæð- is eða starfsemi sem mörkuð sé. Raunhæf markmið mikilvæg Næstur hélt erindi Þórir Erlings- son, master í International Hospit- ality and Tourism Management, og bar það heitið „Hvernig þekkjumst við á hinum villta markaði?“ Þar fjallaði hann um reynslu Sunnlend- inga af uppbyggingu vörumerkisins víðkunna, Gullni hringurinn, sem er heiti yfir dagsferðalag frá Reykja- vík að Geysi, Gullfossi og Þingvöll- um. Þórir taldi sennilegt að Gullni hringurinn væri eitt sterkasta vöru- merkið í ferðaþjónustu á Íslandi fyrir utan landið sjálft. Vörumerk- ið hefur verið byggt upp hægt og bítandi frá árinu 1980 þegar upp- bygging þjónustu á Hótel Geysi í Haukadal hófst. Ástæður fyrir vel- gengni þess væru nokkrar en mestu hafi ráðið að sett hafi verið raunhæf og ekki of stór markmið í fyrstu. Skilaboð hans til Vestlendinga væri því að spenna bogann ekki of hátt í markmiðum og að áður en vöru- merki sé markað þurfi að þekkja við hvað eigi að „berjast,“ eins og Þórir orðaði það. Sem dæmi nefndi hann hvort að aðgengi væri nægj- anlega gott að helstu náttúruperl- um svæðis, að söluaðilar hafi eitt- hvað til sölu sem allir vildu og að tímalengd til áfangastaða væri rétt miðlað í kynningarefni. Höfða til framtíðarvæntinga Þriðja erindið flutti Brynjar Þór Þorsteinsson markaðsstjóri Há- skólans á Bifröst sem hann kallaði „Hvað er mörkun?“ Í því greindi Brynjar frá reynslu Háskólans á Bifröst af kynningu á skólanum fyr- ir verðandi nemendur og Bifrest- inga. Brynjar sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvað væri vörumerki og hvað ekki, áður en haldið er af stað í markaðssetningu. Vörumerki væri allt í senn; merki, slagorð, tákn, bæklingur, heimasíða og sitthvað fleira. Það væri verð- mætasta eign sérhvers fyrirtækis eða stofnunar og því væri mikilvægt að efla og styrkja vitund þess í huga fólks með faglegum hætti enda er það sífellt tengt við einhvers kon- ar virði. Í mörkun Háskólans á Bif- röst segir Brynjar að viðleitni skól- ans hafi verið sú að skapa stemn- ingu fyrir því að gott og eftirsókn- arvert sé vera Bifrestingur, að á Bif- röst sé að finna góðan skóla til að stunda nám og þar sé staður þar sem allir fá annað tækifæri. Höfð- að er til framtíðarvæntinga í kynn- ingarefni og eru möguleg störf sem útskrifaðir Bifrestingar ættu að geta unnið við dregin fram í kynningar- efni skólans. Nýir hringir í burðarliðnum Rósa Björk Halldórsdóttir fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Vest- urlands flutti næst erindi og nefnd- ist það „Vörumerki og vörur á Vest- urlandi.“ Þar fjallaði Rósa um vöru- merkið Sögulandið Vesturland (e. The Sagaland) sem Markaðsstofan hefur markaðssett á liðnum miss- erum. Til grundvallar vörumerk- inu er ríkuleg sagnamenning Vest- urlands sem sé eitt helsta einkenni landshlutans. Þá kynnti Rósa til leiks nýtt vörumerki sem er í und- irbúningi sem nefnist Hringir (e. Circles). Markmið þess er að kynna til leiks fimm ólíkar hringleiðir um Vesturland í anda Gullna hringsins á Suðurlandi. Um sé að ræða skipu- lagðar þemaleiðir um landshlutann sem ferðaþjónustufyrirtæki hafa farið um í fjölda ára en þurfa, að mati Rósu, að vera dregnar í aukn- um mæli fram í dagsljósið svo allir gestir Vesturlands geti notið þeirra. Leiðirnar eru Klassíski hringurinn (e. Classical Circle), Dalahringur- inn (e. Dalir Circle), Snæfellsnes- hringurinn (e. Snæfellsnes Circle), Fossahringurinn (e. Waterfall Circle) og Söguhringurinn (e. Saga Circle). Rósa bjóst við að hringirn- ir færu í kynningu fljótlega. Vaxtarsvið til grundvallar Að lokum kynnti Margrét Helga Jóhannsdóttir verkefnisstjóri ferða- þjónustu og skapandi greina hjá Ís- landsstofu verkefnið Inspired by Iceland sem sett var á laggirnar í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli 2010 og enn er unnið að. Að hennar mati er um vel heppnað átak að ræða sem er samstarfsverkefni hins opinbera og einkageirans. Markmið þess hafi einfaldlega verið að auka eftirspurn eftir öllu því sem íslenskt er, glæða vetrarferðamennsku og styrkja ímynd Íslands út á við í kjölfar eld- gossins og bankahrunsins haust- ið 2008. Við mörkun á vörumerk- inu hafi verið litið til þess hver væru helstu vaxtarsvið landsins en þau séu matvæli, ferðaþjónusta, sjálfbær orkunýting, tækni og hugverk, list- ir og skapandi greinar ásamt heilsu og vellíðan. Hvert vaxtarsvið hafi svo sitt tímabil yfir ferðamanna- tímann og séu t.d. Hönnunar-mars, Reykjavik Food and Fun og Iceland Airwaves dæmi um slík tímabil. Því sé þýðingarmikið að þekkja styrk- leika og sóknarsvið áður en ráðist er í kynningarherferðir á borð við Inspired by Iceland. hlh Dagur ferðaþjónustunnar á Vesturlandi Ný stjórn FMV, f.v. Sigríður Snorradóttir, Pálmi Jóhannsson, Björn P. Fálki Valsson, Jóhannes Arason og Arnheiður Hjörleifs- dóttir, en hún er fulltrúi SSV í stjórninni. Snorri Jóhannesson frá Augastöðum, Hrefna Sigmarsdóttir frá Ferðaþjónustunni Húsafelli og Ásbjörn Björgvinsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands ræða málin á aðalfundi FMV. Hansína B. Einarsdóttir fráfarandi formaður FMV í ræðustól. Helgi Guðmundsson fundarstjóri situr. Dóra Magnúsdóttir. Þórir Erlingsson. Brynjar Þór Þorsteinsson. Rósa Björk Halldórsdóttir. Margrét Helga Jóhannsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.