Skessuhorn - 05.06.2013, Síða 25
25MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 2013
Það verður líf og
fjör hjá stórum hluta
ferðaþjónustubænda
um allt land á opnu
húsi sunnudaginn 9.
júní næstkomandi kl.
13:00-17:00. Þann
dag gefst almenn-
ingi tækifæri á að
kynna sér starfsem-
ina á ferðaþjónustu-
bæjum, fá nýja bækl-
inginn „Upp í sveit“
og njóta veitinga og
afþreyingar í boði
bænda.
Í tilefni útgáfu
bæklingsins „Upp
í sveit“ ætla fjöl-
margir bæir inn-
an Ferðaþjónustu
bænda að hafa opið
hús þann 9. júní kl.
13.00-17.00. Gest-
ir munu geta skoðað
aðstöðuna á bæjun-
um, sótt nýja bækl-
inginn, fengið kaffi-
sopa, spjallað við
bændur og upplifað einstaka sveita-
stemningu.
Það verður glatt á hjalla og margt
í boði fyrir alla aldurshópa í öll-
um landshlutum. Til dæmis verð-
ur hægt að gæða sér á ljúffengum
heimabakstri og öðrum forvitnileg-
um afurðum úr sveitinni, heilsa upp
á dýrin á bænum, skoða fjós, taka
þátt í leikjum eins og skeifukasts-
keppni og trölla parís, njóta lif-
andi tónlistar, kynna sér tóvinnu og
fræðast um ylrækt, svo eitthvað sé
nefnt. Bæir sem bjóða heim verða
merktir með grænum og hvítum
blöðrum við veginn.
Nánari upplýsingar og lista yfir
þá bæi sem bjóða heim þann 9. júní
í hverjum landshluta má finna á
vefsíðu Ferðaþjónustu bænda www.
sveit.is.
-fréttatilkynning
Stykkishólmskirkja, sem arkitektinn
Jón Haraldsson teiknaði, var vígð
árið 1990 og þótti mikið mannvirki
í bæjarfélagi með innan við 1500
íbúa. Í Stykkishólmi hefur verið öfl-
ugt menningar- og tónlistarlíf í ára-
tugi. Þegar Stykkishólmskirkja var
vígð flutti forláta Steinway flygill
sem Jónas Ingimundarson valdi en
bæjarbúar söfnuðu fyrir, úr félags-
heimilinu í kirkjuna til frambúð-
ar. Orgel kom í kirkjuna úr gömlu
kirkjunni í Stykkishólmi sem sér-
smíðað hafði verið fyrir hana á sín-
um tíma. Í janúar kom svo 22 radda
glæsilegt Klais orgel í Stykkis-
hólmskirkju annað tveggja orgela
af þeirri tegund hér á landi, hitt er
í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Enn
og aftur söfnuðu bæjarbúar fé til
orgelkaupanna. Við vígslu orgelsins
árið 2012 var stofnað Listvinafélag
Stykkishólmskirkju sem tók við
umsjón tónleikahalds í kirkjunni og
hefur það á stefnuskránni að auka
menningarlíf í kirkjunni. Síðustu
tvo áratugi hafa verið haldnir sum-
artónleikar í Stykkishólmskirkju
enda hljómfögur kirkja með fyrsta
flokks hljóðfærum til tónlistarflutn-
ings. Margir ungir og upprennandi
íslenskir og erlendir tónlistarmenn
hafa komið fram í Stykkishólms-
kirkju og margir oftar en einu sinni.
Árið 2012 var hleypt af stokkunum
sérstökum tónleikum innan sumar-
tónleikaraðarinnar Orgelstykki og
voru á tveimur vikum haldnir sex
tónleikar undir merkjum Orgel-
stykkjanna. Þar komu fram íslenskir
organistar einir eða með fleiri tón-
listarmenn með í för með efnisskrá
að eigin vali. Úr varð vel heppnuð
blanda og fjölbreyttir tónleikar.
Í ár verður haldið áfram með
enn fleiri orgelstykki með tónlist-
armönnum sem eru að reyna Klais-
orgelið í fyrsta sinn. Aðrir tónleikar
verða samhliða orgelstykkjunum
og verður fjölbreytt tónlist í boði,
sem endranær. Björn Thoroddsen,
Sunna Gunnlaugs, Lars Janson og
Sigurður Flosason eru stór nöfn í
alþjóðlegu samhengi djassheima
og þau munu öll leika á tónleikum
í Stykkishólmskirkju í sumar. Bára
Grímsdóttir og Chris Foster verða
á þjóðlegum nótum með gömlu ís-
lensku hljóðfærin í bland við nýrri
og koma fram í gömlu friðuðu kirkj-
unni í Stykkishólmi í tengslum við
árlegan Þjóðbúningadag sem hald-
inn er í Norska húsinu – byggða-
safni Snæfellinga og Hnappdæla.
Næstu tónleikar í Stykkishólms-
kirkju:
24. júní kl. 20 – Orgelstykki: Friðrik
Vignir Stefánsson
27. júní kl. 20 – Orgelstykki: Sveinn
Arnar Sæmundsson
29.júní kl. 16 – Orgelstykki: Örn
Magnússon & Marta Guðrún Hall-
dórsdóttir
2. júlí kl. 20 – Orgelstykki: Douglas
Brotchie
6. júlí kl. 16 – Orgelstykki: Lára
Bryndís Eggertsdóttir.
-fréttatilkynning
Opið hús hjá ferðaþjónustu-
bændum sunnudaginn 9. júní
Sumartónleikar og orgelstykki í
Stykkishólmskirkju í sumar
tínslan stóð sem hæst báru kýrnar
einnig kálfunum sínum. Sumt var
unnið á öðrum tímum sólarhrings-
ins en við héldum alltaf mjöltun-
um á réttum tíma. Margt annað
fékk að sitja á hakanum.“ Bjarni
segir hluti sem þau ætluðu að gera
á þessum tíma einnig hafa dregist
fram á vorið. „Við vorum til dæm-
is búin að undirbúa breytingar á
fjárhúsunum hjá okkur þegar þetta
gerðist og það fór allt á bið. Maður
er bara svo heppinn að vera þokka-
lega hraustur og hefur aldrei leiðst
að vinna þannig þetta var bara eins
og að vera á vertíð. Við erum ver-
tíðarfólk,“ segir Bjarni. Guðrún
viðurkennir að þetta hafi vissulega
tekið á, ekki bara líkamlega held-
ur einnig andlega. „Það er erfitt að
lýsa því en þetta var auðvitað gíf-
urlega mikið áreiti. Rólegheitin í
sveitinni fengu að víkja fyrir stans-
lausum símtölum og gestagangi.“
Straumurinn breyst
með tilkomu brúarinnar
En hvað halda Bjarni og Guðrún að
hafi ollið síldardauðanum í Kolg-
rafafirði? „Ég held að skýringarn-
ar séu nokkrar samverkandi,“ seg-
ir Guðrún og Bjarni tekur undir.
„Sjálfur hef ég ekki búið hérna lengi
en ég er mikið náttúrubarn og allt-
af haft gaman að veiðum. Sem veiði-
maður er maður oft að spá í hlutum
eins og straumum. Þegar ég kom
hingað sem ungur maður að veiða
áður en brúin kom þá var hring-
straumur í firðinum. Straumurinn
kom inn Kolgrafamegin í firðinum
og fór út hérna hinum megin. Ég sá
þetta á því ég lagði stundum net og
fiskurinn kom alltaf í öðrum megin í
firðinum. Enginn hringstraumur er
í firðinum lengur, alveg sama hvað
hver segir. Fyrir það fyrsta veiðist
enginn lax hérna lengur. Þegar brúin
var gerð vildum við hækka í firðin-
um um einn metra vegna flóðahættu
fyrir sauðféð. Það mátti hins vegar
alls ekki því það yrðu að vera jafn
mikil vatnsskipti og voru. Við sjáum
það núna að það er jafn mikil fjara
og áður var, en það munar klukku-
tíma á fjöru í Kolgrafafirði og fjöru
í Grundarfirði. Það er vegna þess að
brúin þrengir svo bilið að sjórinn er
mikið lengur að fara í gegn. Þar af
leiðandi fellur hann á móti straumn-
um, út og inn eftir miðjunni aldrei
hringinn. Dýpsti állinn var hinum
megin í firðinum og þar hefðu þeir
átt að byggja brúna. Þeir gerðu það
hins vegar hérna megin því það var
sennilega ódýrara. Þetta er hluti af
skýringunni,“ segir Bjarni. Þá segir
hann hvalinn ekkert hafa farið inn
fyrir brúna í vetur líkt og hann hef-
ur gert undanfarin ár, sem sé sterk
vísbending um ólífvænlegt ástandið
í firðinum.
Komi þetta fyrir aftur sér hann
fyrir sér að hægt verði að bjarga
verðmætunum með því moka síld-
inni í kör, dæla sjó í körin og fleyta
síldinni þannig yfir og hreinsa úr
henni sandinn og drulluna. Þau
segjast bæði óttast endurtekinn
síldardauða næsta vetur. „Ekkert
hefur verið gert til þess að koma
í veg fyrir að þetta komi fyrir aft-
ur. Síldin hefur komið hingað inn
ár eftir ár í sífellt meira mæli. Ég
sé fyrir mér að það væri til dæmis
hægt að gera tilraunir með að setja
ljós í brúna, sem er ódýr lausn ef
hún virkar. Síldin er ljósfælin
þannig þetta er eitthvað sem mætti
prófa,“ segir Bjarni.
Sjá eftir verðmætunum
Enn mátti finna lyktina af rotnandi
síld sem nú er falin undir jarðvegin-
um í fjörunni við Eiði þegar blaða-
maður keyrði yfir Kolgrafafjarðar-
brúna í síðustu viku. Lyktin venst
ekki, segja bændurnir að Eiði. Þá
eru þau löngu orðin þreytt á því
að þurfa að þrífa hreistur af hús-
inu en suma daga sjáist varla út um
gluggana. Þegar litið var til norð-
urs af brúnni gaf að líta hundruð
fugla sem kepptust um ætið og bar
hafsúlan þar af þegar hún kastaði
sér í sjóinn með miklu sjónarspili.
Hreinsunarstarfið gekk hins veg-
ar vel í vetur og þegar gengið er
um fjöruna eru einu ummerkin um
þetta mikla umhverfisslys beina-
garðar og dauð skel. Það dó nefni-
lega margt annað en síld í Kolg-
rafafirði í vetur. Grasið við bakk-
ana er orðið iðjagrænt enda grút-
urinn reynst fínasti áburður á tún-
in þó lyktin sé ekki eftirsóknar-
verð.
„Enn þann dag í dag finnst okk-
ur þetta óraunverulegt. Mað-
ur hafði ekki trúað að þetta gæti
gerst. Núna verður manni svolít-
ið hugsað til allra þessara verð-
mæti sem fóru þarna til spillis, þau
hlaupa á einhverjum milljörðum.
Þetta var nánast jafn mikið og allur
kvóti íslenska flotans,“ segja Bjarni
og Guðrún bændur að Eiði í Kolg-
rafafirði að lokum.
ákj
Hér sést hversu þykkt lag af grúti var í fjörunni í Kolgrafafirði.
Guðrún og Bjarni eru afar ánægð með hvernig hreinsunarstarfið tiltókst. Heimamenn voru fengnir í verkið og voru um
tuttugu þúsund tonn grafin fyrstu vikuna. Ljósm. Bjarni Sigurbjörnsson.