Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Side 1

Skessuhorn - 12.06.2013, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 24. tbl. 16. árg. 12. júní 2013 - kr. 600 í lausasölu Bláa kortið borgar sig Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Korthöfum bjóðast betri kjör m.a. í bíó, á veitingastöðum, af flugferðum, heilsurækt, bensíni og ýmsum viðburðum. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is. Vallholti 5 • 300 Akranesi 434 1413 Opið: Virka daga kl. 12.00 – 18.00 Bara kökur Bara ódýrt Bakaríið Brauðval LORATADIN LYFIS CETIRIZIN-RATIOPHARM Grunnskólar landsins luku flestir starfi sínu sl. miðvikudag og héldu nemendur þá í frí. Í tilefni skólaslita Brekkubæjarskóla á Akranesi fóru nemendur, foreldrar og forráðamenn, ásamt starfsfólki skólans, í skrúðgöngu um Akranes undir taktföstum trommuslætti á ellefta tímanum um morguninn. Ljósm. hlh Það voru gleðileg tíðindi sem Jó- hann Sigurjónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar Íslands færði þegar kynnt var skýrsla um ástand nytjastofna og aflahorfur á næsta fiskveiðiári. Hafró kynnti ráðgjöf sína um úthlutun veiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár á fundi með fréttamönnum og forystu sjávarút- vegsmála í landinu sl. fimmtudag. Í ráðgjöf Hafró fyrir næsta kvótaár er gert ráð fyrir auknum fiskveiði- heimildum í flestum mikilvægustu botnfiskstegundunum og einnig í stofni íslensku sumargotssíldarinn- ar þrátt fyrir sýkingu í stofninum og síldardauða í Kolgrafafirði síð- asta vetur. Tillögur Hafró eru um 20 þús- und tonna aukningu í þorskveið- um, hann fari úr 195.400 tonnum í 215.000 tonn. Ýsukvótinn auk- ist í um 2000 tonn frá aflamarki og reyndar um 4000 tonn frá tillögu Hafró á sama tíma í fyrra. Aflamark í ufsa vaxi um 7000 tonn frá síð- asta fiskveiðiár og í löngu um 2000 tonn. Aflamark í íslensku sumar- gotssíldinni verði samkvæmt til- lögu Hafró aukið úr 64.000 tonnum frá þessu fiskveiðiári í 87.000 á því næsta. Hins vegar segja sérfræðing- ar Hafró mikla óvissu með loðnu- veiðar á næstu vertíð, þar sem lít- ið hafi fundist af ungloðnu sem eigi að bera stofninn uppi. Upplýsing- ar um aðrar uppsjávartegundir, svo sem makrílinn, norsk-íslensku síld- ina og kolmunna bíði rannsókna og tillagna á vettvangi Alþjóða haf- rannsóknarráðsins í haust. Mjög jákvæður tónn var í máli Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra Hafró á fundinum sl. fimmtudag. Sagði hann stofnstærðir í öflug- ustu nytjastofnunum mjakast upp á við og ágætis horfur væri á því að aflamarkið í þorskinum yrði komið upp í 250 þúsund tonn eftir fjögur ár. Jóhann sagði vöxt þorskstofns- ins nánast skólabókardæmi um þann árangur sem hægt væri að ná með markvissum fiskveiðistjórnun- araðgerðum. Einnig væru skilyrði í sjónum hagstæð og til dæmis engin merki um að hlýsjávarástand á mið- um við landið væri á undanhaldi, en það hafa meðal annars haft áhrif á auknar makrílgöngur við landið síðustu árin. þá Á fundi á vegum Markaðsstofu Vesturlands sem nýverið var hald- inn var fjallað um skipulag ferða- mannastaða. Þar stóðu nokkrir full- trúar af Snæfellsnesi fyrir ályktun um áherslur í samgöngumálum til að ýta við stjórnmálamönnum þeg- ar kemur að fjárlagagerð og vega- áætlun. Þetta voru þau Skúli Alex- andersson, Gísli Ólafsson, Margrét Björk Björnsdóttir og Svanborg Siggeirsdóttir. Í ályktunni segir m.a. að skipulag og styrking ferða- mannastaða á Snæfellsnesi tengist uppbyggingu ákveðinna mikilvægra áfanga í vegakerfinu. Þeir áfang- ar verði að njóta forgangs þegar kemur að ákvörðun framkvæmda í landshlutanum. „Um er að ræða eftirtalin verk- efni: Í fyrsta lagi vegi innan héraðs; endurbygging brúa og vegar með bundnu slitlagi um Skógarströnd, ljúka við endurbyggingu vegar með bundnu slitlagi um Fróðárheiði, ákveðið verði að leggja svokallað- an ferðamannaveg frá Öndverðar- nesi að Arnarstapa. Sem fyrst verði vegurinn úr Skarðsvík að Öndverð- arnesi og Skálasnaga gerður öku- fær hópferðabílum. Þá verði gerð- ir nokkrir rúmgóðir, vel búnir og vel staðsettir áningarstaðir. Í öðru lagi tengivegir við önnur land- svæði. Þar ber hæst að gera góð- an veg með bundnu slitlagi um Ux- ahryggi og Lundarreykjadal, byggja brú á Norðlingafjót ofan Helluvaðs á Arnarvatnsheiði og leggja bundið slitlag á veginn um Laxárdalsheiði og ljúka við endurbyggingu vegar um Laxárdal í Dölum.“ mm Hafró leggur til aukningu veiða helstu nytjastofna Smábátasjómenn á Arnarstapa. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Lagt er til að brú verði byggð við Helluvað á Arnarvatnsheiði. Leggja til áherslur í vegabótum FIMMTUDAG 13. JÚNÍ FÖSTUDAG 14. JÚNÍ LAUGARDAG 15. JÚNÍ 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM DÖMU- OG HERRA ILMUM SUMARILMIRNIR KOMNIR ILMDAGAR

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.