Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 4

Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður aslaug@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Umboðsmaður örverpa Fyrir örverpi þessa lands birtust vægast sagt dapurlegar fréttir um helgina í bleiku pressunni. Til nánari útskýringa þá er bleika pressan svona teg- und af fjölmiðlum þar sem blaðamenn leyfa sér að fara frjálslega með stað- reyndir en gengur og gerist og þar sem rými reynist takmarkað fyrir all- an þann sannleika sem í boði er. Í þessari frétt sem ég vísa til var sagt frá því að rannsakað hafi verið að elstu systkini fái að jafnaði hærri einkunnir í greindarvísitöluprófum en þau yngri. Leiddar eru að því líkur að sennilega séu foreldrar duglegri við uppeldið meðan þeir hafi einungis eitt ungviði til að bjástra við en þegar börnin verða fleiri og tími fyrir hvert og eitt verður takmarkaðri. Frumburðirnir eru semsé örvaðir meira til dáða og því verð- ur heilastarfsemi fyrsta barns að jafnaði skarpari en þeirra sem á eftir koma. Þetta leiði svo í framhaldinu til þess að hvert aukastig á greindarvísitölu- prófi gefi að meðaltali um 3,5 milljónir meira í viðbótartekjur á lífsleiðinni. Ef barnahópurinn er stór er því á að giska húsverð sem örverpið ber minna úr býtum á lífsleiðinni miðað við frumburðinn. Sagt er frá því að skoskir vísindamenn hafi rannsakað meira en ellefu þúsund börn og komist að þeirri niðurstöðu að elsta systkinið sé að meðal- tali með einu greindarvísitölustigi meira en næsta systkinið í röðinni. Þriðja systkinið er síðan með 2,3 stigum lægri meðaltals greindarvísitölu en annað systkinið og svo koll af kolli. Eftir einum sérfræðingnum sem að rannsókn þessari stóð er haft að það sé mikilvægt að örva börn með því að tala við þau og foreldrar noti mikinn tíma til að tala við frumburðinn og örva barnið með því, en síðan dali áhuginn og kannski tíminn til svona dekurverkefna. Reyndar er það tekið fram að erfðir ráði einhverju um greindarvísitölu og áhrif umhverfisins eru einnig sögð mikil fyrstu æviár barnsins. Til að öllu sé til haga haldið verð ég að taka það fram að ég er langyngst- ur í fimm systkina hópi og raunar sjötti í röðinni þar sem systursonur minn þremur árum eldri ólst upp með mér. Raunar er ég svo mikið yngri en systkini mín að ég kýs, með tilliti til fyrrgreindra rannsókna, að túlka að- stæður mínar þannig að ég sé elstur í holli tvö. Tel þetta raunhæft þar sem fjögur eldri systkini mín voru flutt að heiman þegar ég loksins kom í heim- inn. Að vísu urðu börn foreldra minna ekki fleiri, hafa þau vafalaust talið að nóg væri komið eftir að ég braust í heiminn þarna fyrir hartnær hálfri öld. Fæðingin var enda ekki þrautalaus (fremur en sennilega allar fæðingar eru fyrir mæður), en í mínu tilfelli þurfti framúrskarandi lækni til að koma mér til lífs, Pál Gíslason skátahöfðingja og síðar forseta borgarstjórnar. Það hins vegar tókst enda var Páll sæmdur ýmsum heiðursmerkjum blessaður karlinn. Í ljósi aðstæðna minna sem örverpis í mínum systkinahópi varð ég afar hugsi yfir þessum rannsóknum útlendu vísindamannanna sem einhver frumburðurinn sem starfar á bleiku pressunni hefur kosið að færa í let- ur. Þetta eru náttúrlega dapurleg tíðindi fyrir yngri börn í fjölmennum systkinahópum. Samkvæmt niðurstöðu fræðimannanna erum við örverp- in í besta falli skítblankir skussar, fótumtroðnir af okkur eldri systkinum sem fá alla athygli foreldranna. Í ljósi þessa tel ég ríka ástæða til að stofn- að verði embætti Umboðsmanns örverpa eigi síðar en nú á sumarþingi Ís- lendinga. Helsta baráttumál okkar verður að færa það í lög að yngri systk- ini fái nú þegar meiri athygli en þau fá í dag. Til þrautavara verði komið á fót stofnunum sem hýsa eldri systkini tímabundið til að foreldrum gefist ráðrúm til að sinna örverpunum sínum betur en þeir geta við núverandi að- stæður. Markmið Umboðsmanns örverpa verður að draga úr frekju frum- burða og bæta verðskuldað aðstæður örverpa sem að upplagi eru nákvæm- lega jafn vel gefin (ef ekki betur) og börnin sem á undan komu. Læt ég að lokum fylgja vísu sem ort var um Skagfirðing einn, mætan mann, sem var framarlega í systkinaröðinni: Allvel Drottinn í þig bar aðrir minna fengu. En allar góðu gáfurnar gerðir þú að engu. Magnús Magnússon. Leiðari Við höfum í síðustu blöðum sagt frá uppvexti unga Álverskrummanna sem bjuggu sér laup í mannvirkjum Norðuráls á Grundartanga. Nú eru ungarnir þriggja og hálfs vikna gamlir og farnir að garga og verða sífellt kröfuharðari í garð foreldra sinna. Talið er að nú styttist í brottför þeirra úr laupnum góða. Ljósm. Elmar Snorrason. Vilhjálmur Birgisson formað- ur Verkalýðsfélags Akraness fékk fyrir nokkrum dögum boð um að funda með Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra í Stjórn- arráðinu næstkomandi miðviku- dag 12. júní, það er í dag. Þekkt- ist Vilhjálmur boðið en flestir geta sér væntanlega til um hvert fund- arefnið verður. Eitt helsta baráttu- mál Verkalýðsfélags Akraness allt frá árinu 2008 hefur verið baráttan fyrir afnámi verðtryggingar á neyt- endalánum og forsendubresturinn sem heimilin þurftu að þola í kjöl- far efnahagshrunsins verði leiðrétt- ur. VLFA stendur einmitt um þess- ar mundir fyrir málsókn út af þessu, en félagið hefur einnig lagt fram tillögur og ályktanir á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar á undan- förnum árum hvað þessi mál varðar en án mikils hljómgrunns. þá Borgarbyggð hyggst standa fyr- ir snyrtingu á innkomunni í Borg- arnes í sumar, við hringveginn að sunnan- og norðanverðu í bæinn. Í fyrsta lagi verður snyrt tæplega 400 metra svæði fyrir framan Geira- bakarí við Digranesgötu. Þar verð- ur lagður göngustígur meðfram kantsteini og mun stígurinn tengj- ast göngustíg sem er í byggingu á þverun Borgarfjarðar. Gróður- sett verður lágt limgerði meðfram svæðinu til að skýla rósaplöntum sem þar verða settar í beð en að auki verður birkitré sett í jörðu á því miðju. Í innkomunni að norð- anverðu stendur til að gróðursetja 35 aspir við hlið gangstígarins hjá hringtorginu á gatnamótum hring- vegarins og Snæfellsnessvegar og í næstu röð fjær honum 33 reyni- tré eða birki. Einnig verða lágvaxn- ir blómstrandi runnar settir nið- ur eftir miðju svæðisins. Þá stendur til að setja ylli á milli aspanna með- fram iðnaðarhverfinu á Sólbakka að norðanverðu til að skerma betur af hverfið frá hringveginum. hlh Ekkert hefur gerst á athafna- svæði IV, Iceland Ventures, eftir að lokið var frágangi og smíði verksmiðjuhúss félags- ins fyrir væntanlega vatns- pökkun síðasta haust. Sveit- arstjórn Snæfellsbæjar gaf út starfsleyfi fyrir félagið og vatnspökkunina á sínum tíma, en ákvæði eru í starfs- leyfinu sem kveða á um að hefjist starfsemi ekki inn- an ákveðins tíma renni það út. Kristinn Jónasson bæj- arstjóri kvaðst ekki geta gefið upp hvenær þessi tímamörk væru en þau séu ekki langt undan. „Við erum að fara að hitta þá og kanna hvernig þeir áætla framhaldið,“ sagði Krist- inn bæjarstjóri en vonir hafa staðið til að vatnspökkun muni skapa tugi starfa í sveitarfélaginu. Breskur fjárfestingarsjóður er að- aleigandi í IV og Snæfellsbær á lít- inn hlut í félaginu. Skessuhorn náði tali af Rúnari Má Jóhannssyni í Snæfellsbæ, en Rúnar er tengilið- ur IV hér á landi ásamt Guðmundir I Sigurðssyni lögfræðingi í Reykja- vík. Aðspurður sagði Rúnar að ekki væri búið að staðfesta pöntun á vél- um í verksmiðjuhúsið, en niður- setning véla er næsta mál á dagskrá. Að öðru leyti sagði Rúnar lítið að frétta af málinu. Enn rennur því vatnið í sjó fram við Rif úr tveimur sverum lögn- um sem lagðar voru langt ofan úr hlíðum fyrir ofan Rif og Hellissand fyrir nokkrum árum. Verksmiðjuhúsið sem IV byggði er 1100 fermetr- ar að stærð. Það er kríli mið- ið við annað hús sem stendur á bakkanum í Rifi þar skammt frá. Það er rúmlega átta þús- und fermetra límtréshús sem félagið Iceland Glacier Pro- ducts byggði en varð síðan gjaldþrota og missti vatns- réttindin. Þrotabúið er nú að auglýsa þetta hús í þriðja skiptið til sölu en eigendur IV eru meðal þeirra sem hafa sýnt húsinu áhuga, en samningar ekki tekist. Sigurður I Halldórsson skiptastjóri í þrota- búinu segir að nú liggi fyrir samn- ingar við Snæfellsbæ um heimild til niðurrifs á húsinu ef áhugi kaup- enda sé fyrir hendi. Það kunni að liðka fyrir um sölu á húsinu. þá Álverskrummarnir stækka hratt Vilhjálmur Birgisson. Forsætisráðherra boðar formann VLFA til fundar Þetta svæði við Digranesgötu verður gert grænt í sumar. Innkoma í Borgarnes verður snyrt í sumar Stóra verksmiðjuhúsið í Rifi sem ef til vill verður rifið og flutt. Ljósm. Ari B Ómarsson. Lítið að gerast varðandi vatnspökkun í Rifi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.