Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 7

Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 7
13. júní fimmtudagur 20:00 Tónleikar „Við eigum samleið“ í Vinaminni Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen munu flytja skemmtilega og ljúfa söngdagskrá. Sérstakur gestur verður Skagamaðurinn Sigursteinn Hákonarson (Steini í Dúmbó). Undirleikari verður hinn snjalli píanóleikari Þórir Úlfarsson. Tónleikarnir eru í samvinnu við Kalman sem er nýstofnað listafélag á Akranesi. Ekki missa af þessu! 15. júní laugardagur 14.00 Knattspyrna eins og hún gerist best. Á Akranesvelli keppa ÍA og ÍR í 1. deild kvenna. Herminator Invitational boðsmótið í golfi fer fram hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. 16. júní sunnudagur 13.30-17.00 Ljósmyndasýning Finnur Andrésson opnar ljósmyndasýningu að Skólabraut 26-28. Sýningin stendur til 13. júlí. Finnur mun sýna 30 ljósmyndir frá Akranesi og nágrenni sem teknar eru frá 2011 til 2013. Opnunartími er virka daga frá 13.30 - 17.00 og um helgar frá 13.00-18.00. 17. júní mánudagur 10.00-14.00 Þjóðlegur morgunn á Safnasvæðinu Þjóðlegur morgunverður. Opið og ókeypis aðgangur í söfnin. Gestir sem mæta í þjóðbúningi fá óvæntan glaðning. Boðið verður upp á andlitsmálun, ekta 17. júní blöðrur og nammi til sölu og fleira skemmtilegt. 13.00 Hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson þjónar fyrir altari. 14.00-17.00 Kaffisala kirkjunefndar Akraneskirkju í safnaðarheimilinu Vinaminni 14.00 Skrúðganga frá Vinaminni Gengið verður niður Skólabraut, Vesturgötu um Háteig og upp Suðurgötu að Akratorgi. Að venju verða Skólahljómsveit Akraness, Skátafélag Akraness og lögreglan í fararbroddi. 14.30 Á Akratorgi Fánahylling í umsjón Skátafélags Akraness, blásarar Skólahljómsveitar Akraness leika undir • Hátíðarræða Kristján Kristjánsson • Ávarp fjallkonu • Þjóðsöngurinn: Félagar úr kór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnar • Bæjarlistamaður, umsjón Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Að lokinni hátíðardagskrá tekur við fjölbreytt skemmtidagskrá Söngdeild Tónlistarskólans Gunnar Már Ármannsson og Katrín Valdís Hjartardóttir. Undirleikur: Birgir Þórisson. Umsjón með atriði hefur Elfa Margrét Ingvarsdóttir. Elskaðu friðinn Atriði úr söngleik Brekkubæjarskóla Elskaðu friðinn. Umsjón með atriði hafa Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson. Tónlistarval unglinga í grunnskólum Akraness og Tónlistarskólanum Nemendur úr grunnskólunum héldu til Svíþjóðar í maímánuði og slógu þar í gegn á tónleikum. Flytjendur: Aðalsteinn Bjarni Valsson, Hjördís Tinna Pálmadóttir, Margrét Brandsdóttir og Sigurlaug Rún Hjartardóttir. Umsjón með atriði hefur Heiðrún Hámundardóttir. Hljómsveitarval Grundarskóla Nemendur úr 6. og 7. bekk Grundarskóla leika nokkur lög sem æfð voru upp í hljómsveitarvali í skólanum. Umsjón með atriði hefur Samúel Þorsteinsson. Dansstúdíó Írisar Dansatriði nemenda úr Dansstúdíó Írisar. Umsjón með atriði hefur Íris Ósk Einarsdóttir. Stúlkukindurnar Hljómsveitin Stúlkukindurnar leika nokkur lög. Hljómsveitina skipa Aníta Sól Ágústsdóttir, Ingibjörg Birta Pálmadóttir, Ingigerður Sólveig Höskuldsdóttir, Harpa Rós Bjarkadóttir, Hrefna Berg Pétursdóttir, Sólrún Sigþórsdóttir og Sunneva Lind Ólafsdóttir. Umsjón með atriði hefur Samúel Þorsteinsson. Sigurvegari í söngkeppni FVA Heiðmar Eyjólfsson sigurvegari í söngkeppni FVA 2013 tekur lagið. 14.00-17.00 Hoppukastalar á Merkurtúni 16.00 Listasetrið Kirkjuhvoll, Myndlistasýningin VER Sýningin er samsýning þeirra Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurðardóttur. Meginhluti verkanna eru ljósmyndir og teikningar sem að nokkru lýsa sjónarhorni gestsins, þannig eru þau athugun á umhverfi og staðháttum á Akranesi, en einnig á innviðum Kirkjuhvols og nærumhverfi höfundanna. Sýningin verður opin miðvikudaga til sunnudaga frá 14.00 til 17.00 og stendur til 28. júlí 2013. 20.00-22.00 Sundlaugarpartý Sundlaugarpartý í sundlauginni á Jaðarsbökkum fyrir krakka sem fæddir eru 1997, 1998 og 1999. Aðeins 100 komast ofan í í einu. Fyrstir koma fyrstir fá. Frítt inn. Gleðilega Þjóðhátíð! 17. júní á Akranesi Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.