Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Side 11

Skessuhorn - 12.06.2013, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu. Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli að Skjólbeltum kl:11:00. Í Lindartungu verður ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar. Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá sem hefst kl:14:00. Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholtsdal með hefðbundnum hætti. Dagskrá fer fram í Reykholti og í Logalandi. Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum. Hátíðarhöld á vegum Borgarbyggðar fara fram í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Dagskrá: Kl: 09.00 - 12.00 Sundlaugin opin. Sundlaugin Borgarnesi opin fyrir almenning. Heitt kaffi á laugarbakkanum. Kl: 10.00 17. júní hlaup á Skallagrímsvelli. Fjölmennum í skokkið og förum í leiki með börnunum. Kl: 12.00 Andlitsmálun í Óðal. Götuleikhús vinnuskólans tekur á móti hressum krökkum í Óðal og málar fána á andlit. Kl: 13.15 Skrúðganga frá Óðal. Skátar og Götuleikhús vinnuskólans leiða Skrúðgöngu niður í Skallagrímsgarð. Krakkar munið að koma með fána og veifur ef þið eigið. Kl: 13.00 - 17.00 Safnahús sýnir Ævintýri fuglanna og Börn í 100 ár. Sannarlega óvenjulegar sýningar, sjónræn upplifun sem gleður alla fjölskylduna. Gestir ganga um híbýli forfeðra sinna þar sem ýmislegt fróðlegt kemur á óvart. Íslenskir varpfuglar af ýmsum stærðum og gerðum sem fanga augu og eyru áhorfandans. Kl: 13.30 Guðsþjónusta í Skallagrímsgarði. Guðsþjónusta í Skallagrímsgarði prestur séra Þorbjörn Hlynur Árnason, Kór Borgarneskirkju leiðir söng undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista. Kl: 14.00 Hátíðardagskrá í Skallagrímsgarði. Hátíðarávarp: Vilhjálmur Egilsson nýráðin Rektor Háskólans á Bifröst. Ávarp fjallkonu: Hver skyldi vera fjallkonan í ár? Einar Mikael töframaður: Frumsýnir glæsilegar sjónhverfingar og töfrabrögð ásamt aðstoðarkonu sinni. Þóra Sif Svansdóttir: Nýútskrifuð úr jazzdeild Fíh syngur nokkra slagara, Birgir Þórisson sér um undirleik. Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson: Skemmta hátíðargestum í garðinum af sinni einskæru snilld Kynnir hátíðarinnar verður Bragi Þór Svavarsson Að lokinni dagskrá á sviði ekur Fornbílaklúbburinn framhjá Skallagrímsgarði að Hjálmakletti þar sem hægt verður að skoða glæsileg farartæki fram eftir degi. Skátar og Götuleikhús vinnuskólans verða með leiktæki, andlitsmálun, brjóstsykurgerð og candyfloss við skátahúsið í Skallagrímsgarði. Kaffisala á vegum Kvenfélags Borgarness – ágóði rennur til líknarmála. Ef veður verður óhagstætt þá færum við hátíðarhöldin í Hjálmaklett. Í framhaldi af umhverfisúttekt á Grundartanga sem þrír sérfræðing- ar gerðu að beiðni Faxaflóahafna og kynnt var nýlega, gerði stjórn hafn- arsamlagsins bókun á fundi sín- um sl. föstudag 7. júní. Þar var m.a. samþykkt að beina því til eigenda fyrirtækisins, sem eru Reykjavík- urborg, Hvalfjarðarsveit, Akranes og Borgarbyggð, að mótuð verði stefna um framtíðaruppbyggingu á Grundartanga. Þar verði m.a. gert ráð fyrir að framleiðslustarf- semi og þjónusta taki mið af niður- stöðu úttektarskýrslunnar t.d. varð- andi brennisteinstvíoxíð. Áfram verði gert ráð fyrir iðnfyrirtækjum á svæðinu. Þá verði rætt við sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar um skipu- lag svæðisins. Miðað verði við að framleiðsla og þjónusta fyrirtækj- anna nýti græna orku og starfi sam- kvæmt umhverfismarkmiðum Faxa- flóahafna sf. Í ályktun stjórnar Faxaflóahafna er þeirri ósk komið á framfæri við Umhverfisstofnun að stofnun- in komi á fót samráðsvettvangi og auknu samráði milli þeirra aðila sem vinna að umhverfisvöktun á Grund- artangasvæðinu. Þá verði framsetn- ing umhverfisupplýsinga enn bætt þannig að íbúar í nágrenni svæðis- ins hafi greiðan aðgang að grund- vallarupplýsingum varðandi stöðu mála. Þeim tilmælum er beint til Umhverfisstofnunar og Norður- áls hf. að komið verði á upplýsinga- miðlun til íbúa í grennd við Grund- artanga svo að þeir geti brugðist við ef óhagstætt veðurfar er talið geta aukið líkur á að dreifing flúors verði umfram það sem þynningar- svæði og reiknilíkön gera ráð fyrir. Þá er þeim tilmælum einnig beint til Umhverfisstofnunar, Elkem Isl- and ehf. og Norðuráls hf. að skýrsla starfshópsins um úttekt á umhverf- isáhrifum verði tekin til sérstakrar umfjöllunar á vettvangi þessara að- ila og tillögur skýrsluhöfunda nýtt- ar til þess að frekari sátt megi nást um umhverfismál á svæðinu. Í bókun stjórnar Faxaflóahafna segir m.a: „Landkostir á Grund- artanga felast í góðri hafnarað- stöðu, öflugu afhendingarkerfi á rafmagni, landrými og nálægð og greiðum samgöngum við öflugan vinnumarkað. Fjarlægð frá þéttbýli er heppileg, en á móti kemur að í grennd við Grundartanga er stund- aður landbúnaður og ferðaþjónusta, sem taka þarf tillit til. Á grund- velli umhverfisstefnu Faxaflóa- hafna sf. og í ljósi ákveðinnar tor- tryggni varðandi umhverfismæling- ar og umhverfisvöktun ákvað stjórn Faxaflóahafna sf. að láta vinna sjálf- stæða og óháða úttekt á umhverfis- málum á Grundartanga. Tilgang- ur þeirrar úttektar var að útbúa lista yfir þá umhverfisþætti sem tengjast iðnaði á Grundartanga, leggja mat á mengunarálag og nýta niðurstöðu úttektarinnar til að móta stefnu um framtíðaruppbyggingu.“ þá Eigendur Faxaflóahafna móti stefnu um framtíðaruppbyggingu á Grundartanga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.