Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.06.2013, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi HB Granda hf. Rekstraraðili áformar að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1000 tonnum hráefnis á sólarhring. Um er að ræða endurnýjun leyfis fyrir starfsemi sem er staðsett á Hafnarbraut 2-4 á Akranesi. Starfsleyfistillagan mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrif- stofu Akraneskaupstaðar, á tímabilinu 21. maí til 16. júlí 2013. Einnig má sjá starfsleyfistillögu ásamt fylgigögnum á vef Umhverfisstofn- unar (www.ust.is/einstaklingar/mengandi-starfsemi/starfsleyfi-i- auglysingu/). FRESTUR TIL AÐ GERA ATHUGASEMDIR VIÐ TILLÖGUNA ER TIL 16. JÚLÍ 2013. tillaga að starfsleyfi FYRIR FISKIMJÖLSVERKSMIÐJU HB GRANDA HF Á AKRANESI Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísaörður - Mývatn Patreksörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar Þórður Á. Magnússon fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði Grundarfjarðar viðurkenndi ákveð- inn klaufaskap er hann samþykkti á bæjarstjórnarfundi síðasta haust að stofna nefnd sem fjalla á um framtíðarskipulag hafnarsvæðis í Grundarfirði. Nefndin skyldi skil- greina mörk hafnarsvæðis og mið- bæjar og láta vinna breytt aðal- skipulag fyrir svæðið. Í bókun á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 4. júní síðastliðinn segist hann ekki hafa hugsað þetta nógu langt því verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst verkefni bygginganefndar sjálfrar. „Treysti bygginganefnd sér ekki til að leysa þessi verkefni þá er orðin spurning hvort ekki beri að fá nýtt fólk í nefndina. Ég er ekki einu sinni viss um að nefndin hafi leyfi til þess að vísa þessari ábyrgð frá sér en það ber að minnsta kosti merki ótrúlegs metnaðarleysis. Við hvað í ósköpunum á nefndin að vinna ef þetta er ekki á hennar verksviði? Þetta á bygginganefnd að sjálf- sögðu að vinna í samráði við hafn- arstjórn en alls ekki að vísa þessu til bæjarstjórnar. Fráleit vinnubrögð að mínu mati. Tel þetta þess utan að lögum samkvæmt sé þetta bæði á verksviði bygginganefndar sem og á sviði hafnarstjórnar og tel að þeirri ábyrgð sé ekki hægt að vísa annað,“ segir Þórður og spyr meiri- hlutann að lokum hvort afgreiðslan standist lög. Þá hafnaði hann stofn- un nefndarinnar. Í svari L-listans kemur fram að hlutverk starfshópsins sé fyrst og fremst að starfa með sérfræðing- um og skipulags- og byggingafull- trúa. „Tilgangur með skipan hóps- ins er að tengja á einum vettvangi umhverfisnefnd, hafnarstjóra og fulltrúa bæjarstjórnar. Eftir sem áður eru allar formlegar ákvarðanir í höndum formlegra nefnda og bæj- arstjórnar,“ segir í bókun L-listans. Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum gegn einu stofnun nefnd- arinnar. Hana skipa Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti bæjarstjórnar, Ólafur Tryggvason, formaður um- hverfisnefndar, Hafsteinn Garð- arsson, hafnarstjóri, Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri. Enginn var tilnefndur af hálfu D – lista. ákj Viðurkennir klaufaskap við stofnun nefndar Þórður Á. Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.