Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 15

Skessuhorn - 12.06.2013, Qupperneq 15
15MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Götumarkaðsstemmning laugardaginn 15. júní frá klukkan 13:00 Grillveisla frá klukkan 18:00 þar sem hinn seiðmagnaði sæhrímnir verður grillaður! Verð á mann aðeins 3.200 Pantanir í síma 437-1455 www.edduverold.is Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram laugardaginn 8. júní en hlaupið var á áttatíu stöðum hér á landi og tuttugu stöðum erlend- is. Hátíðardagskrá var á mörgum hlaupastöðum og víða frítt í sund- laugar fyrir þátttakendur að loknu hlaupi. Þetta var jafnframt í tutt- ugasta og fjórða sinn sem Kvenna- hlaupið er haldið en um fjórtán þús- und konur tóku þátt að þessu sinni. Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur til þess að hreyfa sig og stunda heilbrigt líferni. Á hverju ári er valið eitt málefni tengt kon- um til þess að vekja athygli á en í ár var ákveðið að vera í samstarfi við styrktarfélagið Göngum sam- an. Árlega greinast um 195 kon- ur með brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein með- al kvenna. Árið 2012 veiti Styrkt- arfélagið Göngum saman 10 millj- ónir króna til íslenskra rannsókn- araðila á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum sam- an úthlutað alls rúmum 32 millj- ónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini á fimm árum. Meðfylgjandi eru myndir frá þrem- ur af þeim stöðum sem hlaupið var á á Vesturlandi. ákj Sundkonan Inga Elín Cryer frá Akranesi keppti á Smáþjóðaleikun- um sem haldnir voru í Luxemburg um mánaðamótin. Inga Elín kom heim með eitt gull, eitt silfur og tvö brons. Hún fékk gull í 4x200 m skriðsundi í boðsundi, þar sem ís- lensku stelpurnar settu bæði móts- met og Íslandsmet. Hún fékk silf- ur í 200 m flugsundi og brons í 400 m og 800 m skriðsundi. Glæsileg- ur árangur miðað við að vera að- eins búin að æfa í tvo mánuði á full- um krafti og lofar góðu fyrir restina af tímabilinu. Inga Elín er nú í Ca- net í Frakklandi og keppir á Mare Nostrum mótaröðinni í sundi sem stendur yfir og til 16. júní nk. Þar ætlar hún að reyna að ná lágmark- inu á HM-50 í sundi sem verður haldið í Barcelona í endaðan júlí. mm Á Akranesi var hlaupið á tveimur stöðum. Á föstudaginn við Höfða þar sem 45 tóku þátt en á laugardeginum hlupu um 200 konur og sjást hér við Jaðarsbakka. Ljósm. jþþ. Góð þátttaka í Kvennahlaupinu Í Snæfellsbæ hófst hlaupið í Sjómannagarðinum með léttri upphitun en um sextíu konur tóku þátt að þessu sinni. Ljósm. þa. Að minnsta kosti þrjátíu konur hlupu í Kvennahlaupinu á Hvanneyri. Ljósm. Guðrún Bjarnadóttir. Inga Elín með fern verðlaun á Smáþjóðaleikunum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.