Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 16

Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013 Í byrjun maí kynnti verkefnisstjórn samráðsvettvangs um aukna hag- sæld á Íslandi tillögur sínar um hvernig auka mætti langtímahag- vöxt á Íslandi. Meðal þess sem kom fram í tillögunum er að róttækra breytinga væri þörf á sveitarstjórn- arstiginu á Íslandi, bæði til að efla það og hagræða. Hvetur verkefn- isstjórnin m.a. til þess að sveitarfé- lögum verði fækkað stórlega, fari úr 74 í dag niður í 12 og að lágmarks- íbúafjöldi í sveitarfélagi verði 8.000 íbúar. Með þessu telur verkefnis- stjórnin að hægt væri að ná fram 7% framleiðniaukningu í rekstri stjórnsýsluhluta sveitarfélaga auk þess sem þau verði burðugri til að sinna fleiri verkefnum og bæta þjónustu sína við íbúa. Tillögurnar hafa vakið nokkur viðbrögð með- al sveitarstjórnarfólks og almenn- ings og þykir sumum þær vera full róttækar. Til að glöggva sig betur á þeim áskorunum sem blasa við á sveitarstjórnarstiginu, sem sam- ráðsvettvangurinn hefur fjallað um í sinni vinnu, ræddi Skessuhorn við Jóhannes Finn Halldórsson, sér- fræðing á sviði sveitarstjórnarmála í innanríkisráðuneytinu en hann hef- ur að baki áralanga reynslu af þeim vettvangi. Róttækar hugmyndir til að skapa umræðu Jóhannes hefur unnið að sveitar- stjórnarmálum samanlagt í 15 ár, m.a. sem bæjarritari í Stykkishólmi og á Akranesi, en frá árinu 2007 hefur hann sinnt núverandi starfi í stjórnarráðinu. Á milli þeirra starfa vann Jóhannes í níu ár sem skrif- stofustjóri í stjórnsýslu Háskóla Ís- lands. Hann er fæddur og uppalinn í Grundarfirði en hefur búið á Akra- nesi ásamt fjölskyldu sinni í hartnær þrjátíu ár. Hagfræðingur er hann að mennt og fyrir fáeinum árum lauk hann námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun auk þess sem hann lauk námi við diplómataskóla utanríkis- ráðuneytisins árið 2011. Jóhannes segir að vissulega megi hagræða á mörgum sviðum í skipulagi sveitar- stjórnarstigsins á Íslandi og að allt- af sé hægt að ná betri árangri með því að hugsa hlutina upp á nýtt. Hann telur mikilvægt að þegar rætt sé um breytingar þurfi nálgunin á viðfangsefninu að vera rétt. ,,Mér sýnist að sumir þeirra sem telja sig gæta hagsmuna íbúanna séu svolít- ið að misskilja tillögur verkefnis- stjórnar samráðsvettvangsins. Þetta eru tillögur sem settar eru fram til umræðu og að mínu mati getur verið gagnlegt að setja svona hug- myndir fram í svolitlum öfgum – þær eru sannarlega róttækar. Um- ræðan í framhaldinu getur leitt til góðs, það er að segja ef aðilar koma að málum með opnum huga,” seg- ir Jóhannes um tillögurnar en hann vill að öðru leyti taka fram að allt það sem í viðtalinu kemur fram eru hans skoðanir en ekki ráðuneytisins eða ráðherra. Efling sveitarstjórnarstigsins kallar á sameiningar Jóhannes segir kröfuna um sam- einingu sveitarfélaga meðal annars sprottna af áherslum stjórnmála- flokkanna að efla eigi sveitarstjórn- arstigið. „Það hefur verið pólitísk stefna hjá öllum stjórnmálaöflum að efla sveitarstjórnarstigið með því að færa verkefni til þeirra. Síð- ast voru málefni fatlaðs fólks flutt til sveitarfélaganna frá ríkinu og nú er rætt um að flytja málefni aldr- aðra einnig til þeirra. Skipulag og stjórnun þjónustunnar verður þar með meira í nærsamfélaginu. Sveit- arfélögin styrkjast með aukinni sér- fræðikunnáttu og fólk þarf síður að flytja burtu. Þetta krefst þess að þeir sem skipa sveitarstjórnir og stjórnir stofnana vinni faglega á öllum svið- um og ætti það að vera kappsmál hverrar sveitarstjórnar,“ segir hann. Af þessum hvötum hafa samein- ingaáform komist á dagskrá. Mik- ilvægt sé hins vegar að svara spurn- ingunni hvað sveitarfélag er áður en umræðan um skipulag þess er tekin að mati Jóhannesar. ,,Í rauninni er ekki sagt í lögunum hvað sveitarfé- lag er. Það væri mjög áhugavert að gera rannsókn á hvaða svar íbúar myndu veita við þeirri spurningu. Í fyrstu grein sveitarstjórnarlaganna segir þó að landið skiptist í sveitar- félög sem sjálf ráða málefnum sín- um á eigin ábyrgð, og að hver mað- ur telst íbúi sveitarfélags þar sem hann á lögheimili. Þá segir í þriðju grein sveitarstjórnarlaganna að skipulag og starfsaðstæður sveitar- félaga séu þannig að þau geti sjálf borið ábyrgð á framkvæmd verk- efna sem þeim eru falin. Í mínum huga þarf sveitarfélag að vera nægj- anlega öflugt, faglega sem fjárhags- lega, og að það hafi á að skipa hæfu starfsfólki. Þetta er grundvöllur- inn,“ bætir hann við. Þá hafa land- fræðileg mörk áhrif og einnig sam- göngur sem og mögulegur íbúa- fjöldi. „Ég held að of mikið sé þó gert úr landafræðinni. Á Grænlandi eru aðeins fjögur sveitarfélög sem dæmi. Þá megum við ekki gleyma því að tæknin gerir okkur þetta mun auðveldara nú á dögum en áður. Allt hvetur þetta til hagræð- ingar og einföldunar. Hrepparíg- urinn er þó undirliggjandi tálmi á sumum stöðum þegar sameiningar eru ræddar. Hann getur vitaskuld verið skemmtilegur, en hann má ekki verða til þess að þjónusta við íbúana verði lakari. Við verðum að geta horft yfir sviðið.“ Góð reynsla í Danmörku Verkefnisstjórn samráðsvettvangs- ins horfir til reynslu Norðurlanda- búa í rekstri sveitarstjórnarstigsins í tillögum sínum, en þar hefur verið gerð gangskör í sameiningu sveitar- félaga á liðnum árum. Í öllum tilvik- um hafa þjóðþing landanna sett lög sem myndað hafa hvata fyrir sam- einingu, en breytilegt er eftir lönd- um hvers konar aðferðum hefur verið beitt. Jóhannes nefnir reynslu Dana sem dæmi. ,,Árið 1995 var sveitarfélögum fækkað í Danmörku úr 221 í 98. Það var gert með þeim hætti að ákveðið var mörgum árum fyrr að sveitarfélögin skyldu sam- einast og íbúatala þeirra yrði aldrei minni en 25.000 íbúar. Hvern- ig þau gerðu það væri þeim nán- ast í sjálfsvald sett. Ef þau væru ekki búin að ná þessu markmiði innan fjögurra ára, myndi þingið ákveða skiptinguna. Þetta tókst í grófum dráttum og náðist fram mikil hag- ræðing íbúum til hagsbóta,” segir Jóhannes sem segir einnig hægt að beita fjárhagslegum hvötum til að stuðla að sameiningu sveitarfélaga. ,,Fyrirkomulag í samskiptum rík- is og sveitarfélaga í Danmörku er hins vegar töluvert öðruvísi en hér hjá okkur. Í rauninni erum við svo- lítið sér á báti þegar litið til sveit- arstjórnarstigsins í Evrópu allri. Það er ekki alslæmt og meira að segja ágætt í sumum tilvikum, en við getum lært heilmikið af öðr- um til að efla sveitarfélögin. Dan- ir hafa t.d. þannig fyrirkomulag að ef sveitarfélag er með miklu hærri tekjur á íbúa en nágrannasveitar- félögin, þá ber þeim að láta tekjur renna að hluta til sveitarfélaganna sem í næsta nágrenni eru, sem minna hafa. Hér eru nokkur dæmi um sveitafélög sem hafa „óvart“ efnast verulega vegna virkjanafram- kvæmda eða innan þeirra hafa verið reistar verksmiðjur sem gefa af sér há fasteignagjöld. Það er hægt að skilja að forsvarsmenn þeirra sveit- arfélaga vilji halda í þær tekjur, en það er kannski ekki endilega sann- gjarnt né eðlilegt út frá jafnræðis- hugmyndum sem hafa ávallt verið ríkar hjá sveitarfélögum á Íslandi,“ bætir hann við. Aukið íbúalýðræði eflir sveitarfélög Stjórnvöld hafa ekki haft þá stefnu hingað til að beita lögþvingunum til að sameina sveitarfélög og er í núgildandi sveitarstjórnarlögum engin ákvæði um lágmarks íbúa- fjölda. Ráðherra sveitarstjórnar- mála, sem í dag er innanríkisráð- herra, hefur þó heimild til að beita sér fyrir sameiningu. Jóhannes seg- ir óhjákvæmilegt að töluverð þróun muni eiga sér stað á sveitarstjórn- arstiginu á næstu árum. ,,Það á eft- ir að koma í ljós hvað samráðsvett- vangurinn mun leggja til en þar sitja forystumenn stjórnmálaflokk- anna á Alþingi. Tillögur hans munu vafalaust hafa töluverð áhrif. Til- flutningur á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga hefur hins vegar knú- ið á um breytingar hingað til. Þetta hefur komið mjög vel í ljós við til- flutning á málefnum fatlaðs fólks svo dæmi sé tekið. Mörg sveitar- félög ráða ekki við málið og eru brögð að því að íbúar þeirra flytj- ist í burtu. Í sumum tilvikum hef- ur rekstur þessa málaflokks verið leystur með stofnun þjónustusvæð- is, byggðasamlaga. Ekki hefur verið gengið almennilega frá því hvernig haga ætti bókhaldi í kringum þenn- an rekstur og núna vakna menn upp við það að kostnaðurinn er ekki rétt færður víða. Í fleiri málaflokkum hafa sveitarfélög ráðist í samstarf um sameiginleg verkefni á þess- um grunni, sem þau þá ráða ekki við ein og sér, og eru landshluta- samtök sveitarfélaga m.a. ávöxtur þeirrar viðleitni. Þá verður að gæta að því að það sé ekki verið að fram- selja vald til einstaklinga sem ekki eru valdir með lýðræðislegum hætti í þær stjórnir. Á vettvangi lands- hlutasamtakanna er kominn vís- ir að þriðja stjórnsýslustiginu á Ís- landi þar sem fulltrúar sveitarfélaga hafa afsalað sér ábyrgð og völdum sem þau hafa í raun ekki heimild til. Lýðræðið er vandmeðfarið og mik- ilvægt er að efla íbúalýðræði með beinni þátttöku íbúanna og auka gegnsæi. Sem allra flest gögn sveit- arfélaga eiga t.d. að vera opin al- menningi. Það má til dæmis hugsa sér að ákveðin útgjöld verði tekin úr bókhaldi sveitarfélaga með til- viljanakenndum útdrætti og þau kynnt fyrir íbúunum. Aukið íbúa- lýðræði og gagnsæi getur eflt starf sveitarfélaga.“ Alþjóðleg samvinna skiptir máli Jóhannes telur mikilvægt að horfa til reynslu nágrannalanda af rekstri sveitarstjórnarmála og er mikilvægt fyrir Íslendinga að læra af því sem vel hefur verið gert í öðrum lönd- um. ,,Ég er nefndarmaður í sam- ráðsnefnd um efnahagsmál, þar sem sitja í fulltrúar ráðuneyta og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og var nefndinni falið að vinna skýrslu um fjármálareglur og samráð um efnahagsmál. Þessi vinna fór á full- an skrið í framhaldi bankahruns- ins. Við héldum ráðstefnu og feng- um til liðs við okkur fulltrúa frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum og einnig frá Evrópuráðinu, en ég sat í nefnd sérfræðinga sem fjallaði um fjármál sveitarfélaga og almenna þjónustu. Í Strasbourg kynntist ég mörgum frábærum sérfræðingum, enda hafa þeir unnið að sveitarstjórnarmálum í áratugi fyrir sínar þjóðir og Evr- ópuráðið og höfðu yfirgripsmikla þekkingu á þessum málum. Hafa sumir þeirra komið til landsins fyr- ir mitt tilstilli og haldið erindi. Ís- lendingar nutu mikillar samhygðar á þessum vettvangi og tel ég mikil- vægt fyrir okkur að taka þátt í sam- vinnuverkefnum á alþjóðagrund- velli. Við getum lært margt af slíku samstarfi. Ég óttast þá einangrun- arhyggju sem mér virðist vera víða núna á Íslandi. Þekking erlendis frá finnur sér stað hjá okkur, með- al annars í nýjum sveitarstjórnar- lögum,” segir Jóhannes. Forsvarsmenn sveitarfélaga taki af skarið Jóhannes hvetur til þess að sveit- arstjórnarmenn taki af skarið og skoði sameiningar að eigin frum- kvæði, hver á sínu svæði. ,,Ég sá til dæmis haft eftir Gunnari Sigurðs- syni bæjarfulltrúa hér á Akranesi að sameina ætti svæðið frá Akra- nesi og Borgarbyggð og allt þar á milli í eitt sveitarfélag. Mjög djörf tillaga, enda djarfur maður á ferð. Ég er viss um að margir hafa fuss- að og sveiað yfir þessu, en tillagan er þó allra athygli verð. Við verð- um að hafa í huga að samgöng- ur hafa breyst hratt undanfarin ár og atvinnulífið sömuleiðis og það kallar á að menn hugsi um hvern- ig megi þróa starfsemi sveitarfé- laga áfram og þar með búsetuskil- yrði íbúa á hverju svæði. Nú starfar til dæmis ótrúlega stór hópur íbúa á Akranesi á höfuðborgarsvæðinu og í svipinn man ég eftir tveimur íbúum hér sem starfa í stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Einhversstaðar væri krafan sú að viðkomandi ætti lög- heimili í því sveitarfélagi, sem er í rauninni ólögleg krafa, en stundum veit stjórnvaldið ekki betur. Sam- göngubreytingar breyta hins vegar landslaginu í þessu og tæknin ekki síður. Forsvarsmenn sveitarfélag- anna verða að vera á tánum, fylgjast vel með, sýna frumkvæði og vera helst á undan og þróast með skyn- samlegum hætti í takt við þessar breytingar - í því felst áskorunin,” segir Jóhannes Finnur Halldórsson að lokum. hlh Efling sveitarstjórnarstigsins er mikil áskorun Rætt við Jóhannes Finn Halldórsson sérfræðing á sviði sveitarstjórnarmála í innanríkisráðuneytinu Jóhannes Finnur Halldórsson. Verkefnisstjórn samráðsvettvangs leggur til að sveitarfélög á Íslandi fækki úr 74 í 12 og að lágmarksstærð þeirra verði um 8.000 íbúar. Myndin er fengin úr skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Verkefnisstjórnin telur að stærri sveitarfélög séu mun burðugri til að bjóða upp á betri þjónustu en þau smærri. Á Norðurlöndum eru fleiri verkefni á forræði sveitarfélaga eins og sjá má á þessari mynd. Myndin er fengin úr skýrslu verkefnisstjórnar- innar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.