Skessuhorn - 12.06.2013, Side 25
25MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013
Opið virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 10-15
Brúartorgi 4 – Borgarnesi - Sími 433-8801
Ferskar kjöt- og fiskvörur
Tilbúnir kjöt- og fiskréttir
I. Fallegasta götumyndin
II. Fallegasta einkalóðin
III. Fallegasta fjölbýlishúsalóðin
IV. Snyrtilegasta fyrirtækja- eða
stofnanalóðin
V. Einstaklingur eða félagasamtök
sem hafa lagt sitt af mörkum við
að fegra umhverfið
Tilnefningar frá íbúum
óskast sendar til
Akraneskaupstaðar í
bréfi eða tölvupósti fyrir
1. júlí 2013.
Akraneskaupstaður
Stillholti 16-18
300 Akranes
akranes@akranes.is
Umhverfisviðurkenning 2013
Auglýst er eftir tilnefningum frá íbúum Akraness
Skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar óskar
eftir tilnefningu fyrir umhverfisviðurkenningu 2013
í eftirtöldum fimm flokkum:
Að frumkvæði Félags eldri borgara
á Akranesi og nágrenni hefur ver-
ið ákveðið að efna til púttkeppni
milli FEBAN og félaga eldri borg-
ara í Borgarbyggð; FEBBN og
FAB. Reglugerð hefur verið samin
og samþykkt. Keppt verður þrisv-
ar yfir sumarið og geta allir þeir
sem eru í félögunum tekið þátt
í mótunum. Samanlagt skor sjö
bestu í hverju móti telur til stigaút-
reiknings. Leiknar er 2 x 18 holur.
Keppt verður á Garðavelli á Akra-
nesi, Hamarsvelli við Borgarnes og
til skiptis á Nesvelli í Reykholts-
dal og Þórisvelli í Svínadal. Húsa-
smiðjan mun gefa veglegan bikar til
keppninnar.
Sumarið 2013 verður spilað sem
hér segir:
Miðvikudaginn 26. júní á Garða-
velli á Akranesi kl. 14.
Miðvikudaginn 24. júlí á Hamars-
velli við Borgarnes kl. 14.
Miðvikudaginn 21. ágúst á Nes-
velli í Reykholtsdal kl. 14.
Þá eru allir velkomnir á æfingar
eldri borgara, sem eru sem hér seg-
ir: Akranesi, Garðavöllur mánudaga
og fimmtudaga kl 13.00. Borgar-
firði, Hamarsvöllur fimmtudaga kl
14.00. Fyrirhugað er að vera með
æfingu á Nesvelli og verður það
auglýst síðar.
Fréttatilkynning frá
undirbúningsnefnd.
IsNord tónlistarhátíðin í Borgar-
firði hefst á morgun, fimmtudag-
inn 13. júní, en hún stendur yfir
fram á sunnudag. Dagskrá IsNord
er fjölbreytt og segir Jónína Erna
Arnardóttir skipuleggjandi henn-
ar að allir ættu að finna eitthvað
við sitt hæfi. Borgfirskir listamenn
verða í aðalhlutverki að þessu sinni
en alls verða tónleikar hátíðarinnar
fimm. Fyrstu tónleikarnir fara fram
í Hjálmakletti á morgun líkt og fyrr
segir og stíga á svið hljómsveitirn-
ar Waveland og Quintet Heim-
is Klemenzsonar. Sveitirnar flytja
frumsanda tónlist sem er af margs-
konar meiði, allt frá heimi raftón-
listar til jazz. Tónleikarnir hefjast
kl. 20:30. Á föstudaginn verða tón-
leikar í Reykholtskirkju kl. 20:30
þar sem fram kemur kontraalt-
söngkonan Margrét Brynjarsdótt-
ir ásamt Jónínu Ernu Arnardótt-
ur píanóleikara. Margrét er 26 ára
gömul og er fædd og uppalinn í
Borgarnesi. Hún hefur stundað
söngnám á Norðurlöndunum og
er að útskrifast með meistaragráðu
í söng frá Tónlistarháskólanum í
Osló.
Á laugardaginn fara fram útitón-
leikar í Englendingavík í Borgar-
nesi þar sem Þóra Sif Svansdótt-
ir jazzsöngkona og Birgir Þóris-
son hljómborðsleikari koma fram.
Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 en
ýmislegt verður um að vera í vík-
inni þennan sama dag. IsNord lýk-
ur síðan á sunnudaginn með tvenn-
um tónleikum í Borgarnesi, svo-
kölluðum stofutónleikum heima
hjá tónlistarkonunum Theodóru
Þorsteinsdóttur og Zsuzsönnu
Budai. Jónína Erna segir að stofu-
tónleikarnir verða eitthvað styttri í
tímalengd en venjulegir tónleikar
en fram koma góðir gestir sem
Theodóra og Zsuzsanna hafa boð-
ið að koma fram með sér. Tónleikar
Theodóru hefjast kl. 14:30 og tón-
leikar Zsuzsönnu kl. 16:00. Jónína
vildi koma því á framfæri að ein-
ungis fimmtíu miðar verða í boði
á hvora tónleika þar sem þeir eru
haldnir á heimilum listamannanna.
Léttar veitingar verða í boði á báð-
um tónleikastöðum.
Miðasala á IsNord er á midi.is og
við inngang. Ókeypis verður á úti-
tónleikanna í Englendingavík. Nán-
ari upplýsingar er að finna á síðu Is-
Nord á sveitasímanum (e. Facebo-
ok) og á heimasíðunni isnord.is.
hlh
Fimmtudagskvöldið 13. júní verða
haldnir tónleikar í Vinaminni á
Akranesi. Bera þeir yfirskriftina
„Við eigum samleið“ og eru haldn-
ir í samvinnu við Kalman,
sem er nýstofnað listafélag á
Akranesi. Fram koma söngv-
ararnir Guðrún Gunnars,
Sigga Beinteins og Jógvan
Hansen. „Hér eru á ferð-
inni einstaklega ljúfir og
skemmtilegir tónleikar með
gömlu góðu sönglögunum
sem allir þekkja og elska.
M.a. má heyra lög eins og
Til eru fræ, Ég er kominn
heim, Heyr mína bæn, Kata
rokkar, Játning og fleiri lög
í þessum dúr úr íslenskri
dægurlagasögu. Þetta eru
tónleikar sem enginn tón-
listarunnandi má láta fram
hjá sér fara. Guðrún, Sigga
og Jógvan eru landsþekkt-
ir söngvarar og þeim til halds og
traust verður hinn snjalli píanóleik-
ari, Þórir Úlfarsson. Gestasöngvari
er Sigursteinn Hákonarson (Steini í
Dúmbó) og þá má segja að þarna sé
kominn skotheldur söngkvartett,“
segir í tilkynningu. Tónleikarn-
ir hefjast kl. 20 og er aðgangseyr-
ir er kr. 2.500 og miðasala við inn-
ganginn.
Um Kalman
Kalman - listafélag er ætlað að
verða góð viðbót í menningar-
líf á Akranesi. Félagið mun
starfa í nánu samstarfi við
hið öfluga tónlistarlíf sem
er við Akraneskirkju sem
og í samstarfi við aðra sem
hafa áhuga á góðu og göf-
ugu listasamfélagi. Kalman
- listafélag er hugarfóstur
Sveins Arnars Sæmunds-
sonar organista Akranes-
kirkju og listvina hans. Þró-
un félagsins er í mótun en
markmiðið er að bjóða
upp á a.m.k. eina tónleika
í mánuði yfir vetrartímann,
standa fyrir námskeiðum,
fyrirlestrum og öðru sem
býður upp á listsköpun og
jákvætt umhverfi. Einnig er
markmiðið að þróa sumar-
tónleikaröð eins og víða tíðkast og
munu þessir tónleikar gefa tóninn
fyrir tónleika sumarsins. mm
Árleg vorhátíð var haldin í Hjúkr-
unar- og dvalarheimilinu Silfurtúni
í Búðardal síðastliðinn laugardag.
Þar var margt um manninn og ým-
islegt til skemmtunar eins og sjá má
á meðfylgjandi myndum þar sem
kór Félags eldri borgara skemmti
meðal annars með söng og Hesta-
mannafélagið Glaður kom með
nokkra reiðskjóta í heimsókn. bae
Vorhátíð í Silfurtúni
Golfkúlan slegin á Nesvelli í Reykholts-
dal.
Félög aldraðra á Akranesi og
Borgarfirði í samstarf í pútti
Theodóra Þorsteinsdóttir heldur stofutónleika á heimili sínu á sunnudaginn
ásamt góðum gestum. Hér er hún á tónleikum í Borgarneskirkju ásamt fjölskyldu
sinni sem vafalaust mun koma fram á sunnudaginn.
Fjölbreyttir IsNord tónleikar framundan
Jazzsöngkonan Þóra Sif Svans-
dóttir kemur fram á útitónleikum í
Englendingavík á IsNord ásamt Birgi
Þórissyni hljómborðsleikara.
Sumartónleikar á vegum
Kalmans listafélags á Akranesi