Skessuhorn - 12.06.2013, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2013
Myndlistarsýningin VER verður
opnuð 17. júni klukkan 16 í Lista-
setrinu Kirkjuhvoli á Akranesi.
Sýningin er samsýning þeirra Guð-
rúnar Hrannar Ragnarsdóttur, Sól-
veigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sig-
urðardóttur. Meginhluti verkanna
eru ljósmyndir og teikningar sem
að nokkru lýsa sjónarhorni gests-
ins. Þannig eru þau athugun á um-
hverfi og staðháttum á Akranesi, en
einnig á innviðum Kirkjuhvols og
nærumhverfis höfundanna. Heiti
sýningarinnar VER felur í sér vís-
un í orð og orðsifjar. Sem forlið-
ur í orðunum ver-tíð og ver-búðir
tengist orðið skjóli, en einnig haf-
inu og sjósókn.
Listamennirnir hafa lagt stund á
myndlist í 30 ár og sýnt víða. Verk
hverrar og einnar hafa sterk höf-
undareinkenni en einnig er margt
sem sameinar og tengist í list þeirra
og lífi. Jafnframt því að vinna að
myndlist stunda listamennirnir
kennslu í myndlist á öllum stigum
listmenntunar, þ.e. á grunn,- fram-
haldsskóla- og háskólastigi. Sýning-
arnar má líta á sem þrjár einkasýn-
ingar þar sem athugun, hversdag-
ur og nærumhverfi er samnefnari.
Listaverkin beina sjónum að nánd
stundarinnar og staðarins – um leið
og þau skírskota með sínum hætti
til annars tíma, annars rýmis.
Sýningin í Kirkjuhvoli er opin
fimm daga vikunnar á miðvikudög-
um til sunnudaga, frá kl. 14.00 -
17.00. Sýningu lýkur 28. júlí.
-fréttatilkynning
Lífið gerist varla fjörugra á Akra-
nesi en helgina þegar pollamótið
fyrir 7. aldursflokk í knattspyrnu fer
fram en síðustu ár hefur það borið
nafnið Norðurálsmótið, eftir að-
alstyrktaraðila ÍA. Núna er aðeins
rúm vika í að mótið hefjist og víst
að margir bæjarbúar, pollar og að-
standendur þeirra um allt land eru
fullir tilhlökkunar. „Ég hitti einmitt
í Reykjavík núna á dögunum föð-
ur sem þrjú ár í röð hefur átt barn
á mótinu. Hann sagði að það væri
mikil sorg á heimilinu núna, þegar
ekki yrði farið á Skagann á Norður-
álsmót,“ sagði Þórður Guðjónsson
framkvæmdastjóri ÍA þegar blaða-
maður Skessuhorns ræddi við hann
um undirbúning og fyrirsjáanlega
þátttöku á mótinu.
Ljóst er að metfjöldi félaga mun
taka þátt að þessu sinni, þau verða
nú 28 í stað 27 sem var mest áður.
Þrjú ný félög senda nú lið á mót-
ið, það eru Grindavík, Ægir í Þor-
lákshöfn og nágrenni og Sindri á
Hornafirði. Keppnisliðin verða
144 og er það hámarksfjöldi þriðja
árið í röð. Keppt verður á 18 völl-
um samtímis og leiknir samtals 576
leikir á mótinu. Knattspyrnumenn-
irnir, sem eru frá 6-8 ára, eru 1.240
skráðir til leiks. Gert er ráð fyrir að
sjö til átta þúsund manns leggi leið
sína á svæðið um mótshelgina.
Jákvæðir og gestrisnir
Þórður segir Norðurálsmót-
ið skemmtilegasta verkefnið sem
knattspyrnuforystan á Akranesi
vinni að af mörgum skemmtileg-
um. Að undirbúningi koma 30-40
manns og fjöldi sjálfboðaliða við
framkvæmd mótsins er varlega áætl-
aður 600-700. „Það fer mjög gott
orð af mótinu. Alls staðar sem mað-
ur kemur er fólk að tala um mót-
ið og hvað það sé gaman að koma á
Akranes þessa helgi. Við byrjuðum
eftir mótið 2010 að gera könnun
hjá gestunum hvernig þeim fyndist
til takast og í raun hefst strax eftir
hvert mót undirbúningur fyrir það
Laugardaginn 8. júní var Kaffi
Emil opnað með pompi og prakt
í húsnæði Sögumiðstöðvarinnar í
Grundarfirði, sem nú heitir Menn-
ingarmiðstöðin Grund. Það eru
þau Guðrún Hrönn Hjartardótt-
ir, Heimir Þór Ásgeirsson, Ragn-
ar Smári Guðmundsson og Þórð-
ur Már Gylfason sem sjá um rekst-
ur kaffihússins og þar verða ýmsir
smáréttir í boði ásamt girnilegum
kökum og kaffidrykkjum alla daga
á meðan upplýsingamiðstöðin er
opin. Það verður enginn svikinn af
góðgætinu sem þarna er í boði. tfk
Nýtt kaffihús var opnað síðastlið-
inn sunnudag í Ólafsvík en það ber
heitið Kaffi Belgur. Það eru þær
Rakel Gunnarsdóttir, Rut Einars-
dóttir og Ólína Kristinsdóttir sem
reka kaffihúsið sem er staðsett að
Grundarbraut 2a, þar sem áður var
Gilið, og er að þeirra sögn kaffi-
hús með léttum veitingum. Nafnið
segja þær tengjast Ólafi Belg land-
námsmanni af svæðinu. Ætla þær
stöllur að hafa opið sunnudaga til
fimmtudaga frá klukkan 11 til 22
og á föstudögum og laugardög-
um frá klukkan 11 til 23. Hafa þær
ásamt eiginmönnum sínum unn-
ið hörðum höndum við undirbún-
ing undanfarið en engin starfsemi
hefur verið í húsinu frá því á síðasta
ári. Kaffihúsið tekur rúmlega sjötíu
manns í sæti og er hægt að sitja úti
sem inni og á efri hæðinni er boð-
ið upp á frítt net fyrir þá sem það
vilja. Óhætt er að segja að bæjarbú-
ar hafi tekið opnuninni vel en að
sögn Rutar var mikið að gera fyrsta
daginn og margir sem lögðu leið
sína til þeirra. þa
Myndlistarsýningin VER
opnuð í Kirkjuhvoli
Nýtt kaffihús í Ólafsvík
Guðrún Hrönn Hjartardóttir blandar
ljúffenga drykki.
Nýir rekstraraðilar á Kaffi Emil
Metfjöldi félaga verður á Norðurálsmótinu
sem hefst eftir tíu daga
næsta, þá metið hvað vel er gert og
hvað hugsanlega þyrfti að bæta. Í
fyrstu var könnun með spurningum
send á tengiliði félaga sem áttu lið
á mótinu. Núna síðustu árin hefur
könnunin verið útvíkkuð með því
að senda hana til fjölda forelda sem
tengjast þátttökuliðunum. Undan-
tekningarlaust hefur komið fram í
þessum svörum mikil ánægja gesta.
Í svörunum endurspeglast hvað við
getum verið ánægð með foreldr-
ana okkar, sem fá þá einkunn að
þeir séu mjög jákvæðir og gestrisn-
ir,“ segir Þórður. Hann segist ekki í
vafa um að þarna eigi nokkurn þátt
foreldrakaffi sem foreldrar barna í
ÍA á Norðurálsmóti bjóði gestafor-
eldrunum til. „Ég held þetta hljóti
að vera stærsta kaffisamsæti á land-
inu. Þarna er 2000-3000 manns
boðið í ókeypis rosalega flott köku-
hlaðborð,“ segir Þórður.
Góð auglýsing fyrir
Akranes
Aðspurður segir Þórður að vallar-
svæðið á Jaðarsbökkum sé í góðu
standi til að taka við mótinu. „Núna
tökum við í notkun þann hluta æf-
ingasvæðisins sem var endurunn-
ið og sáð í fyrir tveimur árum. Þar
verða fimm keppnisvellir og mun-
ar miklu að fá þetta svæði inn aftur.
Þrátt fyrir stórt æfingasvæði verða
tveir vellir inni í Akraneshöllinni.
Höllin nýtist líka að hluta sem leik-
svæði fyrir börnin og sem skjól-
svæði ef veðrið er ekki eins og það
á að vera, en yfirleitt ert gott veður
á Norðurálsmóti. Ég held að stór
ástæða þess hvað mótið er vinsælt
sé einmitt hvað mótssvæðið er gott.
Við erum með leikjaland á svæðinu
og tengjum það við Langasandinn
sem alltaf er vinsæll hjá börnunum.
Síðan tengjum við líka Garðalund
við tjaldsvæði mótsgesta á Safn-
asvæðinu, með því að hafa leik-
svæði og afþreyingu í skógræktinni.
Ég held að varla sé hægt að hugsa
sér betri auglýsingu fyrir Akranes
en Norðurálsmótið,“ segir Þórður.
Öflugt lið í
dómarastörfunum
Gríðarlegan fjölda dómara þarf til
að dæma vel á sjötta hundrað leiki
á Norðurálsmóti. Þórður segir að
dómaramálin séu aðallega í höndum
meistaraflokkanna, 2. flokks og 3.
flokks karla og kvenna, auk gamalla
leikmanna og Dómarafélags Akra-
ness. Yngstu dómararnir á mótinu
í ár eru fæddir 1998. Kosturinn
við það að vera dómari á Norður-
álsmóti er að það er ekki erfitt að
dæma leikina. „Það er frekar létt
að dæma og meginhlutverk dómar-
ans er eiginlega að kenna, því þarna
eru knattspyrnumennirnir margir
að stíga sín fyrstu skref á fótbolta-
vellinum,“ segir Þórður. Þegar talið
berst að framkomu foreldra, þegar
börnin þeirra eru að keppa, segir
hann að mörg félög hafi það fyrir
reglu að hvetja sín lið og beini því
til foreldra að vera ekki með áköf
köll til sinna barna. „Þannig viljum
við líka hafa það hjá ÍA en auðvitað
er það líka þannig að margir for-
eldrar eru að koma með sitt barn í
fyrsta skipti á mótið og þekkja ekki
alveg sín takmörk í spennunni. Það
eru margir að læra,“ segir Þórður.
Gott skipulag á
Norðurálsmóti
Það sem forráðamenn barna og fé-
laga sem koma á Norðurálsmót eru
hvað ánægðastir með er skipulagið
og hvað allar tímasetningar ganga
vel eftir. Þórður segir að komið
sé fast form á skipulagið frá ári til
árs og traust fólk í lykilhlutverkum
frá uppeldissviði félagsins. Fram-
kvæmd mótsins er skipt upp í ell-
efu verksvið, svo sem dómgæslu,
matsal, tjaldsvæði og svo framveg-
is. Síðan er foreldrum barna í yngri
flokkum raðað á vaktir á hverju
verksviði. „Þannig tryggjum við
nægjan mannskap alls staðar og
gott skipulag og tímasetningar er
eitt af því sem skiptir höfuðmáli
á svona móti,“ segir Þórður Guð-
jónsson. Hann er annar tveggja
starfsmanna ÍA í mótsstjórninni
fyrir Norðurálsmót, hinn er Rak-
el Jóhannsdóttir. Aðrir í mótsstjór-
ninni að þessu sinni eru: Berglind
Þráinsdóttir, Guðráður Sigurðs-
son, Arnbjörg Stefánsdóttir, Bjarki
Pétursson, Lárus Ársælsson, Ólaf-
ur Ingi Guðmundsson og Sigríður
Þorsteinsdóttir. þá
Frá skrúðgöngu við upphaf Norðurálsmóts.
Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélags ÍA.
Líf og fjör á Norðurálsmóti.