Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Rússneskt faðmlag LBD: Lögreglan í Borg- arfirði og Dölum fékk til- kynningu um erlenda ferða- menn sem höfðu læst lyklana inni í bifreið sinni vestan við Langá í liðinni viku. Haft var samband við bifvélavirkja hjá Bílabæ í Borgarnesi sem sér- hæfir sig í þeirri þjónustu að opna læsta bíla og fór hann á staðinn og opnaði bílinn. Erlendu ferðamönnunum var orðið nokkuð kalt, því yfirhafnir þeirra voru í bíln- um og voru þeir því fegn- ir því að komast aftur inn í hlýjuna. Hlaut bifvélavirk- inn því þétt rússneskt faðm- lag frá hjónunum báðum og var hann einnig blessaður í bak og fyrir. –hlh Atvinnulausum fækkar LANDIÐ: Skráð atvinnu- leysi í ágústmánuði var 4%. Þá fækkaði körlum um 80 að meðaltali á atvinnuleysis- skrá en konum um 75. Engu að síður hækkaði hlutfalls- tala atvinnuleysis um 0,1 prósentustig vegna árstíða- sveiflu í vinnuafli, eins og það er skilgreint í mánað- arlegu yfirliti Vinnumála- stofnunar. Atvinnuleysið var 3,2% meðal karla en 4,8% meðal kvenna. Atvinnulaus- um fækkaði að meðaltali um 84 á höfuðborgarsvæðinu en um 71 á landsbyggðinni. Atvinnuleysi á Vesturlandi í ágústmánuði var 2,3% og hækkaði það um 2 prósentu- stig af fyrrgreindum ástæð- um, það er árstíðasveiflu í vinnuafli. Atvinnulausum konum fjölgar um sex á Vest- urlandi en körlum án vinnu fækkar um einn. Minnst var atvinnuleysi á Norðurlandi vestra 1%, þar næst kom Austurland með 1;5%, Vest- firðir með 2% og þá Vestur- land. Atvinnuleysi var jafn mikið á Norðurlandi eystra og Suðurlandi í ágúst, 2;6%. Á landsbyggðinni var at- vinnuleysið 2,8% en 4,6% á höfuðborgarsvæðinu. Í yfir- liti Vinnumálastofnunar seg- ir að skráð atvinnuleysi að meðaltali frá janúar til ágúst 2013 hafi verið 4,7% á land- inu öllu. –þá Tölvu- og farsímasala rýkur upp LANDIÐ: Velta í dagvöru- verslun jókst um 4,8% á föstu verðlagi í ágúst síð- astliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á vef Rannsóknaseturs verslunarinnar. Sala áfeng- is jókst um 1,1%, fataversl- un minnkaði um 0,7%, velta skóverslunar jókst um 12,7% og velta húsgagnaverslana var 4,8% meiri í ágúst 2013 samanborið við ágúst 2012. Þegar kemur að sölu á tölv- um jókst veltan um 28,8% og farsímasala um 30,1%. Sala minni raftækja jókst um 1,7% og sala stærri raftækja um 9,5%. –sko Framkvæmt í Borgarnesi BORGARNES: Á vegum Borgarbyggðar er nú unnið að breikkun Ánahlíðar í Borg- arnesi en verkið er á fram- kvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Það er Borg- arverki ehf. í Borgarnesi sem sér um gatnaframkvæmdir en fyrirtækið sér jafnframt um lóðaframkvæmdir á svæðinu í tengslum við lóð Brákarhlíð- ar. Á vef Borgarbyggðar kem- ur fram að nú þegar er búið að breikka götuna og malbika, en enn á eftir að steypa kantstein og ganga frá umhverfi. Verklok eru áætluð í október. Þá hef- ur umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar samið við Rarik um uppsetningu á átta ljósa- staurum í götunni Vallarási, í efri hluta Borgarness. Lýsingin nær frá hesthúsaafleggjaranum að lóðinni Vallarási 3 þar sem Víngerðin er til húsa. Áætl- að er að því verki ljúki einnig í október. –hlh Ráðist á leigubílstjóra AKRANES: Ráðist var á leigubílstjóra á Akranesi að- fararnótt laugardags. Hann sat í bifreið sinni og beið eftir næsta túr þegar maður gekk að. Taldi leigubílstjórinn að þarna væri kominn viðskiptavinur og skrúfaði niður rúðu. Skipti þá engum togum að maðurinn rak honum nokkur hnefahögg í gegnum gluggann auk þess sem hann sparkaði í bifreið- ina. Vitað er hver maðurinn er og hefur kæra verið lögð fram á hendur honum. Þá stöðvuðu lögreglumenn á eftirliti bif- reið til að kanna ástand og rétt- indi ökumanns. Hvorutveggja reyndist í góðu lagi en í við- ræðum við farþega bifreiðar- innar kom fram að þeir höfðu allir prófað kannabisefni. Í framhaldinu var framkvæmd leit í bifreiðinni og fannst í henni um eitt gramm af mari- huana. –þá Í síðustu viku var afhent í K-bygg- ingu Landspítalans einnar millj- ón króna ávísun, sem er afrekst- ur söfnunar sem Guðrún Ísleifs- dóttir á Akranesi ýtti af stað síðasta vor til að bæta úr tækjakosti spítal- ans. Guðrún opnaði þá bankareikn- ing og notaði Facebook til að hvetja fólk til að leggja góðu málefni lið með því að leggja peninga inn á reikninginn. Sagt var frá söfnun- inni hér í Skessuhorni. Söfnunina kallaði Guðrún „Stöndum saman - söfnum fyrir tækjum á Landspít- alann“. Guðrún gengst sjálf und- ir geislameðferð gegn krabbameini og ákvað að peningarnir yrðu nýtt- ir til kaupa á línuhraðli. Gert er ráð fyrir að nýr línuhraðall verði tekinn í notkun á Landspítalanum í haust og verði kominn í fullan rekstur um áramótin. Þá verði skipt út göml- um línuhraðli sem kominn er til ára sinna. þá Gamli línuhraðallinn sem skipt verður út fyrir þann nýja. Safnaði milljón fyrir línuhraðli Systurbörn Guðrúnar voru við- stödd afhendingu peninganna sem söfnuðust. Veghefli bakkað upp á fólksbíl Mildi þykir að enginn skyldi slas- ast þegar veghefli var bakkað upp á fólksbifreið skammt sunn- an við bæinn Breiðabólsstað neð- an Bröttubrekku sl. mánudags- morgun. Veghefilsstjórinn var að vinna við að rífa upp klæðningu á stuttum vegarkafla á svæðinu sem skipta á um. Hann veitti fólksbif- reiðinni sem var á vesturleið ekki eftirtekt, með fyrrgreindum af- leiðingum. Frá þessu var greint á vefnum budardalur.is, en bif- reiðin var óökufær eftir óhapp- ið. Eins og áður segir var mikið lán að engin skyldi slasast en stál- tennur aftan á vegheflinum gengu í gegnum framrúðuna bílstjóra- megin. þá/ Ljósm. budardalur.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.