Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Í júlímánuði 1998 urðu miklar breytinga í lífi Akurnesinga og ná- granna þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð og ekki þurfti lengur að fara fyrir fjörðinn. Þegar Akra- borgin sigldi síðustu ferðina milli Akraness og Reykjavíkur hittist svo á að ung fjölskylda af Skaganum var að flytja búferlum til Reykjavík- ur. Þetta voru þau Andrés Helga- son tónlistarkennari og Hrönn Harðardóttir ásamt börnum sín- um þremur. Þau höfðu þá sex árum áður stofnað Tónastöðina í Reykja- vík og sú starfsemi undið svo upp á sig að ekki var lengur hjá því komist að flytja í borgina. Þau Hrönn og Andrés notuðu Akraborgina, eða Bogguna eins og hún var gjarnan kölluð, til ferða kvölds og morgna á þessum árum. Andrési er til efs að nokkrir hafi nýtt flóaskipið jafn vel og þau, að ÞÞÞ undanskildum. „Ég sé eftir Boggunni. Þarna hittist fólk og oft spunnust fjörugar umræður þennan klukkutíma sem ferðin tók, um landsins gagn og nauðsynjar og bæjarmálin voru krufin. Þarna náðu ýmsir á pólitíkusana, það var hægt að króa þá af, þeir kom- ust ekkert. Og þeir sem vildu ekki taka þátt í samkundunni fóru bara niður og lögðu sig,“ segir Andr- és. Blaðamaður Skessuhorns fór og hitti hann í Tónastöðinni á dögun- um. Andrés hafði frá ýmsu að segja, bæði af uppvextinum á Skaganum, tónlistinni og hvernig það þróaðist stig af stigi að þau hjónin reka í dag eina stærstu, ef ekki stærstu, hljóð- færaverslun landsins. Algjört frjálsræði til leikja Andrés er af ‘57 árganginum og bernskuheimili hans var á Jaðar- sbraut 11 eða þar til foreldrar hans Helgi Andrésson og Hafdís Daní- elsdóttir byggðu að Esjubraut 26. „Þetta voru gríðarlega stórir ár- gangar á Skaganum þegar ég var að alast upp. Ég held við höfum verið um 110 í mínum árgangi og þá var Brekkubæjarskólinn eini barnaskól- inn í bænum. Enda var þvílík mergð á leikvellinum í frímínútunum og alltaf spilaður fótbolti á mörgum völlum. Oft var beðið með spenn- ingi næstu frímínútna til að bæta fyrir tap í leiknum í frímínútunum á undan.“ Andrés segir að á Akra- nesi hafði það verið þannig eins og væntanlega í mörgum bæjum að minniháttar róstur voru stund- um á milli hverfa. „Það var gott að búa á Jaðarsbrautinni. Maður var þar öruggur gagnvart stærri strák- um úr öðrum hverfum og nánasti kunningjahópurinn og leikfélag- arnir voru í götunni og næsta ná- grenni, þótt að allir þekktust í bæn- um, hann var nú ekki stærri en svo. Mínir aðalleikfélagar voru Siggi Donna, Jakob Einars og Jón Val- ur heitinn. Annars léku strákar og stelpur sér saman. Meðal bernsku- vina minna voru Sesselja Björns- dóttir myndlistarkona og Guðný Ólafs. Það var þetta frjálsræði sem við höfðum sem var svo dýrmætt. Aðalleiksvæðin okkar voru Langis- andur, bryggjan, Slippurinn, Breið- in og Akrafjallið. Við peyjarnir vor- um sex ára gamlir að stelast í varpið í fjallinu á vorin. Stundum hugsa ég til þess að það þætti ekki sjálfsagt í dag sem var látið afskiptalaust þeg- ar ég var strákur. Þá vorum við að veiða í klettunum við Heimaskaga og á bryggjunni, þar sem við hopp- uðum úr einni trillunni í aðra til að veiða ufsa og kola. Björgunarvesti þekktust ekki í þá daga. Svo var það þannig að fullorðna fólkið leit ekki bara til með sínum eigin börnum heldur líka hinum krökkunum.“ Sterk persónueinkenni í samfélaginu Andrés hefur miklar taugar til æskustöðvanna og tengslin eru sterk upp á Skaga. Hann minnist Akraness sem líflegs bæjar, þar sem börn og unglingar voru í nánum tengslum við atvinnu- og mann- lífið. „Við komum ósjaldan við í Slippnum og höfðum gaman af að fylgjast með körlunum þegar þeir voru að sníða og hefla til borð- in í byrðinginn á bátunum. Dáð- umst gjarnan af því hvað þeir höfðu næmt auga fyrir sveigjunni í þeim þannig að þau pössuðu. Á þessum tíma fannst mér vera miklu sterk- ari persónueinkenni á fólki heldur en eru nú til dags. Flóran var fjöl- breyttari og karakterarnir marg- ir hverjir litríkir. Nú er meira eins og flestir séu steyptir í sama mót- ið enda fleiri komnir á lyf,“ segir Andrés og brosir. Bílaeign var ekki algeng en hjólið mikið notað. Það voru heilu hóparnir af körlum sem komu hjólandi frá vinnustöðunum niður við höfnina. Svo hittust þeir á götuhornum og tóku gjarnan tal saman í lok vinnudags. Það var oft eins og þeim lægi ekkert á.“ Lúðrasveitin var flott hljómsveit Andrés segist snemma hafa heillast af tónlistinni og krókurinn í þá átt hafi beygt mikið á gagnfræðaskóla- árunum. „Það var mikið tónlistar- líf í skólanum, alltaf ein eða fleiri hljómsveitir og tónlistaratriði á árshátíðum og öðrum viðburðum í félagslífinu í skólanum. Ég var í nokkrum hljómsveitum og spilaði þá gjarnan á kassagítarinn. Andr- és minnist þess einnig í kringum popp- og bítmennskuna á gagn- fræðaskólaárunum að hann og Ingi- mar Arndal Árnason hafi verið eins og síamstvíburar öll þau ár. „Það var heima hjá honum þar sem ég heyrði stereó hljóm í fyrsta skipti og við hlustuðum einmitt á plöt- ur með hljómsveitum eins og Pink Floyd, Doors, o.fl. fram á nætur. Mér fannst reyndar trompettinn flottasta hljóðfærið og fór í tón- listarskólann til að læra á hann, en byrjaði þó á blokkflautuna. Á þess- um tíma var Haukur Guðlaugs- son skólastjóri tónlistarskólans, en þarna voru frumkvöðlar eins og Njáll Sigurðsson og Stephensen bræður sem komu frá Reykjavík til að kenna á blásturhljóðfæri, þeir Kristján og Stefán. Fyrir mig varð kannski mesta breytingin í tónlist- arskólanum þegar Þórir Þórisson tók við stjórn skólans og var skóla- stjóri um tíma. Það vantaði líka trompetleikara í Lúðrasveit Akra- ness. Hún æfði yfirleitt klukkan tíu á sunnudögum. Þórir hvatti mig til að fara í hljómsveitina og það var gaman að kynnast og spila með þessum körlum sem höfðu verið í lúðrasveitinni um áraraðir. Mér fannst þetta flott hljómsveit, þótt búningarnir væru ekkert sérstakir. Húfan til dæmis svo stór á mig að ég varð að troða samanbrotnu Al- þýðublaði innan í hana svo hún félli ekki alltaf niður fyrir augun.“ Byrjaði að kenna 17 ára Andrés segist alltaf muna þegar Njáll Sigurðsson bað hann að taka að sér kennslu á trompetinn við tónlistarskólann. „Það var sumar- ið þegar ég var sautján ára. Ég var að labba eftir Vogabrautinni á leið í vinnuna, þá var verið að steypa Akraborgarbryggjuna. Njáll kom keyrandi á rauða Skódanum sínum og stefndi eiginlega beint á mig. Svei mér þá; datt mér í hug að hann væri fullur, en þó ekki. Ég smeygði mér á bak við ljósastaur til að vera öruggur en þá skrúfaði hann nið- ur bílrúðuna og bauð mér að gerast kennari við skólann,“ segir Andrés. Það gerðist fleira spennandi þetta sumar þegar Andrés var 17 ára. Þá „Það eru jólin tvisvar á ári hjá okkur“ Spjallað við Andrés í Tónastöðinni um uppvöxtinn á Akranesi og ýmislegt fleira Andrés í blásturshljóðfærahorninu í Tónastöðinni. Andrés afgreiðir unga menn sem voru að spá í hljómborðin sem taka mikið rými í búðinni. Andrés stjórnar skólalúðrahljómsveit Akraness. Ljósm/Ljósmyndasafn Akraness Ungur með kassagítarinn. Ljósm/Ljósmyndasafn Akraness

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.