Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Opinn fundur með forystufólki
Samfylkingarinnar á Akranesi
Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin?
Samfylkingin á Akranesi verður með opinn fund með
forystufólki Samfylkingarinnar á Gamla Kaupfélaginu
fimmtudaginn 19. september kl. 20:00.
Allir velkomnir
Smáralind og Kringlunni
Verið velkomin
Við tökum vel á móti ykkur
Sími 544-4220 - 568-4344
GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ
KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP
Síðdegis á þriðjudaginn
í liðinni viku gerði um
skamman tíma mjög hvasst
veður á Kjalarnesi, við
Hafnarfjall og víðar á Vest-
urlandi. Bílar lentu í vand-
ræðum en þó enginn jafn
miklum og bílstjóri þessa
bíls sem varð fyrir því
óhappi að tengivagn fauk
á hliðina. Skömmu eftir að
þessi mynd var tekin um klukkan
17 gekk veðrið niður. Var það gott
því margir voru á suðurleið á sjö-
unda tímanum á leiðinni á landsleik
í Laugardalnum. Aftur í gær, einnig
á þriðjudegi var bálhvasst á Kjalar-
nesi og var vegurinn ófær um tíma í
gærmorgun þegar vindur fór ítrek-
að yfir 40 m/sek í vindhviðum.
mm/ Ljósm. áþ.
Húsfyllir var í tónlistarhúsinu
Hörpu sl. laugardag á 50 ára af-
mælistónleikum Dúmbó sextetts
og Steina, sem hljómsveitin stóð
fyrir ásamt Vinum hallarinnar.
Stemningin var góð og skemmtu
1800 tónleikagestir sér mjög vel,
að stórum hluta brottfluttir Ak-
urnesingar og aðdáendur hljóm-
sveitarinnar. Dúmbó byrjaði á því
flytja lög héðan og þaðan sem vin-
sæl voru á sjöunda áratugnum, sem
var blómaskeið hljómsveitarinnar.
Eftir hlé var stuðið ekki minna en
þá fluttu þeir aðallega sín eigin lög.
Sigursteinn Hákonarson söngvari
bað ljósamenn þá um meiri birtu í
salinn og þegar hann sá mannfjöld-
ann, sagði hann: „Hvað kofinn er
bara smekkfullur!“ Sviðsmyndin
í Hörpunni var eftirlíking af svið-
inu í gamla Glaumbæ í Reykjavík
Starfshópur sem hefur það hlutverk
að móta framtíðarsýn fyrir Kaup-
félag Borgfirðinga til næstu 10 til
15 ára tók til starfa í ágúst. KB er
eitt elsta fyrirtæki á Vesturlandi, og
sennilega með þeim elstu á landinu
öllu, en það var stofnað árið 1904.
Á næsta ári fagnar því félagið 110
ára afmæli og að því tilefni sam-
þykkti aðalfundur KB sem fór fram
fyrr á árinu að fela stjórn félagsins
að skipa starfshóp til að móta stefnu
næstu ára. Í sumar skipaði stjórnin
í starfshópinn en í honum sitja Ás-
dís Helga Bjarnadóttir Hvanneyri,
Einar Þ. Eyjólfsson Borgarnesi,
Heiðar Lind Hansson Borgarnesi
og Guðrún Sigurjónsdóttir Glit-
stöðum, stjórnarformaður KB, en
hún gegnir jafnfram formennsku í
hópnum.
Að sögn Guðsteins Einarssonar
kaupfélagsstjóra er hlutverk hóps-
ins samkvæmt samþykkt aðalfundar
„að móta framtíðarsýn KB til næstu
10 til 15 ára og leggja tillögur eða
drög að framtíðarsýn KB fyrir næsta
aðalfund,“ eins og segir í samþykkt-
inni. „Markmiðið með vinnu hóps-
ins er að marka áherslur í starfi
félagsins. Þar má nefna hvernig
hægt sé að ná fram auknum ávinn-
ingi félagsmanna, áherslum á sam-
félagið og samfélagslegri ábyrgð,
markmið í rekstri og markmið í
efnahgslegri stöðu til skemmri og
lengri tíma. Segja má að öll starf-
semi félagsins sé undir og til skoð-
unar,“ segir Guðsteinn.
Hann segir að gert sé ráð fyrir
að halda fundi með félagskjörnum
deildarstjórum vegna stefnumótun-
arinnar en einnig opinn fund með
yngra fólki til þess að ná fram við-
horfum þess til vinnunnar og vænt-
ingar þeirra til félagsins. „Sam-
vinnufélög eiga fullan rétt á sér.
Þegar horft er til heimsins alls þá er
mikil sigling á samvinnumönnum
og það er litið á þetta rekstrarform
sem valkost við annað form. Við
skulum hafa það hugfast að það eru
fleiri félagsmenn og jafnframt eig-
endur í samvinnufélögum um víða
veröld en hluthafar í hlutafélög-
um. Raunveruleikin er sá að þetta
er mjög algengt rekstrarform en
t.d. má benda á búsetusamvinnu-
félög sem væntanlega gætu verið
mun öflugri til að leysa húsnæðis-
vanda leigjenda á Íslandi,“ bætir
Guðsteinn við. mm
Dúmbó smekkfyllti Hörpuna
þar sem Dumbó spilaði mikið við
gríðarlegar vinsældir. Lokalag tón-
leikanna og margumbeðið af tón-
leikagestum var lagið vinsæla An-
gelía sem var á toppnum í margar
vikur í Lögum unga fólksins, óska-
lagaþætti þess tíma í útvarpinu.
þá
Bálhvasst á
Kjalarnesi um tíma
Móta framtíðarsýn fyrir
Kaupfélag Borgarfirðinga
Höfuðstöðvar KB í Borgarnesi í
hátíðarbúningi á hausthátíð félagsins
fyrir skemmstu.
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.