Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-
ríkisráðherra ávarpaði aðalfundinn
á fimmtudeginum og fór yfir nokk-
ur mál sem unnið er að á vettvangi
síns ráðuneytis. Að ávarpinu loknu
sköpuðust líflegar umræður þar sem
fundarmenn spurðu hana út í ýmis
mál og vöktu athygli hennar á öðr-
um sem eru á döfinni í héraðinu.
Hanna Birna var sparsöm í yfir-
lýsingum um auknar fjárúthlutan-
ir og minnti fundarmenn á að tími
hagræðingar í ríkisrekstri væri ekki
enn liðinn. Þó væri það rík áhersla
sín sem innanríkisráðherra að efla
og treysta öryggi landsmanna enn
frekar og væri það eitt af sínum for-
gangsmálum.
Þannig tilkynnti hún að hún muni
leggja til auknar fjárveitingar til lög-
gæslumála í fjárlagafrumvarpi ársins
sem lagt verður fram á Alþingi inn-
an fárra vikna. Hanna Birna sagði
það vera forgangsmál sitt að efla
löggæsluna í landinu og auka þann-
ig öryggi landsmanna og er fyrsta
skrefið að því markmiði að auka
fjárframlög til lögreglunnar. Von
hennar stendur til þess að viðbót-
arfé verði nýtt til þess að ráða fleiri
lögreglumenn, sérstaklega á lands-
byggðinni. Unnið væri að því að fá
skýrar sýn á öryggismál, þjónustu
og mannaflaþörf lögreglunnar inn-
an ráðuneytisins og sem dæmi væri
innra rekstrarteymi ráðuneytisins að
skoða hvar þörfin sé brýnust í lög-
gæslumálum þannig að viðbótarfé
skili sér þangað þar sem fjármuni
raunverulega vantar. Hennar vilji
standi loks til þess að efla löggæsl-
una í landinu enn frekar með sam-
einingu lögreglu- og sýslumanns-
embætta og sagðist hún horfa til
starfssvæða landshlutasamtakanna í
þessu samhengi.
Aukið frelsi
sveitarfélaga
Hanna Birna lýsti því yfir að ákvæði
um lágmarksútsvar verði afnumið á
kjörtímabilinu eins og kveðið er á
um í stjórnarsáttmála. Hún kveðst
vera talsmaður þess að auka frelsi
sveitarfélaga í sínum málum, bæði
hvað skattlagningu varðar og sömu-
leiðis hvað sameiningarmál áhrærir.
Í þeim efnum kvað hún skýrt að orði
og sagðist ekki vera þeirrar skoð-
unar að grípa eigi til lögþvingaðra
sameiningar sveitarfélaga. Samein-
ingarmál eru að hennar mati mál
sveitarfélaganna sjálfra að ákveða
og eigi íbúar alltaf að eiga lokaorð-
ið. Aftur á móti lýsti hún yfir vilja
sínum til að stuðla að frekari sam-
vinnu sveitarfélaga í ýmsum málum
og boðaði að meira vald yrði flutt til
þeirra á næstu árum. Hanna Birna
taldi jafnframt mikilvægt að sveit-
arfélögum yrði búin sem bestar að-
stæður að efla samkeppnishæfni sína
og væri aukið frelsi í gjaldtöku, svo
sem í álagninu fasteignaskatta og
útsvars, góð leið til að efla þau. Slík
ráðstöfun myndi að hennar mati efla
samkeppni sveitarfélaga og tryggja
þannig nauðsynlegt aðhald.
Ekki aukið fé
til vegamála
Hvað vegamál varðar sagði Hanna
Birna að með viðunandi hætti hafi
tekist að halda úti framkvæmdum á
mörgum stöðum á landinu þrátt fyr-
ir niðurskurð síðustu fimm ár. Við-
hald á vegum hafi hins vegar þurft
að láta undan með skertum fram-
lögum en hennar vilji væri að skerpa
á þeirri áherslu að umferðarmann-
virki verði umfram allt örugg. Ekki
boðaði hún þau að framlög til vega-
mála verði aukin í ræðu sinni.
„Furstadæmin“
Fundarmenn voru duglegir að bera
mál undir ráðherrann. Sveinn Krist-
insson, bæjarfulltrúi á Akranesi, dró
til dæmis í efa að afnám lágmarks-
útsvars væri til góðs fyrir sveitarfé-
lögin. Með afnáminu myndi staða
svokallaðra „furstadæma“ sveitar-
félaga sem hefðu mestar tekjur sín-
ar af öðru en útsvari, svo sem stórri
atvinnustarfsemi, og nytu þess að
vera í nálægð við sveitarfélag þar
sem þjónustustigið væri hátt, styrkj-
ast enn frekar. Hanna Birna lýsti sig
þessu ósammála og taldi samkeppn-
ina sem af frelsinu myndi hljót-
ast væri af hinu góða fyrir sveitar-
félögin.
Framtíð
sóknaráætlunar óljós
Þá urðu nokkrar umræður um
grundvöll landshlutasamtakanna og
framtíð sveitarfélaganna. Sigurborg
Kr. Hannesdóttir, bæjarfulltrúi í
Grundarfirði, sagði t.d. það vera sí-
fellt flóknara og erfiðara verk fyrir
smá sveitarfélög að halda úti mynd-
ugri stjórnsýslu og vinna að öðrum
byggðaeflandi verkefnum af eigin
rammleik. Betri árangur myndi klár-
lega nást með sameiningu sveitarfé-
laga en til að svo megi verði vanti
hvata, svo sem fjárhagslegan hvata.
Taldi hún hyggilegt að ríkið stæði að
einhverskonar blöndu af þvingunum
og hvötum fyrir sveitarfélög að sam-
einast. Páll S. Brynjarsson, sveitar-
stjóri Borgarbyggðar, kallaði eft-
ir stefnu stjórnvalda varðandi hlut-
verk landshlutasamtakanna og sagði
brýna þörf á að stjórnvöld skýrðu
frekar hlutverk þessa vísis að þriðja
stjórnsýslustiginu á Íslandi. Hanna
Birna gaf fundarmönnum fyrirheit
um að skoða þessi mál enn frekar og
bera þau þannig upp til umræðu á
vettvangi ríkisstjórnarinnar.
Einnig urðu umræður varðandi
framhald sóknaráætlunar og sagði
Hanna Birna að sóknaráætlun væri
ennþá í farvegi og væri vilji ríkis-
stjórnarinnar að halda áfram „með
það góða“ úr áætluninni. Ekkert
væri hins vegar búið að ákveða um
framhald hennar en hún hét því að
gefa sveitarfélögunum skýrari svör á
næstunni.
hlh
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga
á Vesturlandi fór fram í Reykholti
dagana 12. og 13. september. Fjöl-
mörg mál voru til umræðu á fund-
inum og bar þar hæst fyrirhugað-
ar skipulagsbreytingar á starfsemi
samtakanna en tillögur þess efn-
is voru kynntar á fundinum. Mál-
efni fatlaðra voru einnig til um-
ræðu sem og staða almenningssam-
gangna sem SSV á aðild að ásamt
þremur öðrum landshlutasamtök-
um. Að auki voru fleiri mál rædd
á borð við samgöngumál, fjárhags-
mál og orkumál.
Ríkur vilji til breytinga
Gunnar Sigurðsson, formaður
stjórnar SSV, setti fundinn og flutti
honum skýrslu stjórnar. Fór hann
yfir verkefni ársins og þau viðfangs-
efni sem við blasa í ítarlegu máli.
Ræddi hann m.a. um hinn ríkja vilja
sem kom fram á fundi oddvita og
framkvæmdastjóra sveitarfélaganna
6. febrúar síðastliðinn um að skoða
heildarfyrirkomulag þeirra verk-
efna sem unnin eru á vegum sam-
takanna. Á fundinum hafi starfs-
hópur um skipulagsbreytingar ver-
ið skipaður og sagði Gunnar að þar
hafi komið fram skýr vilji til að ráð-
ast í breytingar. Nánar er sagt frá
tillögunum hér á eftir. Gunnar
gerði aukið upplýsingaflæði milli
SSV og sveitarfélaganna að um-
talsefni í tilefni þess að sameigin-
legur fundardagur aðalfunda fyrir-
tækja og stofnana samtakanna 19.
apríl á þessu ári hafi mælst vel fyrir.
Varpaði Gunnar fram þeim vanga-
veltum sínum og stjórnar til fund-
arins hvernig hægt sé að efla flæði
upplýsinga til hins almenna sveitar-
stjórnarmanns um rekstur og gengi
dótturfélaga samtakanna.
Þá kom fram í máli Gunnars að
huga þurfi að því að efla atvinnu-
ráðgjöf SSV í endurskoðun á starf-
seminni sem nú fer fram. Aukin eft-
irspurn eftir þjónustu ráðgjafarinn-
ar kallar á að ekki sé verið að velta
of mörgum verkefnum yfir á starfs-
menn hennar eins og var einkenn-
andi á liðnu ári. Gunnar kom inn á
fleiri atriði í yfirferð sinni og end-
urspegla þær umfjallanir sem hér
fara á eftir mörg af þeim atriðum.
Ávörp voru flutt
Að auki ávörpuðu nokkrir gest-
ir fundinn, þeirra á meðal Hanna
Birna Kristjánsdóttir innanríkis-
ráðherra, Vilhjálmur Egilsson rekt-
or Háskólans á Bifröst og formaður
verkefnisstjórnar tilraunaverkefnis
um eflingu menntunar í Norðvest-
urkjördæmi, Þóroddur Bjarnason
stjórnarformaður Byggðastofnunn-
ar og Halldór Halldórsson stjórn-
arformaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Boðað var að Ás-
mundur Einar Daðason, formaður
hagræðingarhóps ríkisstjórnarinn-
ar, yrði með erindi á fundinum en
hann boðaði forföll. hlh
Þóroddur Bjarnason, formaður
stjórnar Byggðastofnunnar og pró-
fessor í félagsfræði við Háskólann á
Akureyri, flutti stutt erindi um nýja
byggðastefnu fyrir árin 2014-2017.
Núgildandi byggðastefna rennur
sitt skeið í árslok en frumvarp að
nýrri áætlun verður lagt fyrir Al-
þingi í október. Byggðastofnun og
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið hafa unnið að undirbúningi
áætlunarinnar að undanförnu sem
Þóroddur segir hafa miðað ágæt-
lega fram. Hann telur brýnt að
hugsa eigi byggðastefnuna út frá
víðu samhengi, ekki bara út frá at-
vinnumálum eins og oft hefur ver-
ið gert hér á landi. „Atvinnumálin
eru mikilvæg en þau eru ekki einu
málin sem skipta máli þegar kem-
ur að byggðamálum. Aðrir þættir á
borð við opinbera þjónustu, sam-
göngur, orkukostnað og fjarskipti
eru einnig þýðingarmikil fyrir þró-
un byggðarinnar og þurfa sinn sess
í nýrri byggðastefnu. Hér er mik-
ilvægt að huga að hinum lögmæta
byggðavinkli í samgönguáætlun,
heilbrigðisáætlun, menntastefnu
og öðrum áætlunum ríkisins,“ seg-
ir Þóroddur „Það er stundum talað
eins og byggðasjónarmið hljóti að
stangast á við fagleg sjónarmið en
það er af og frá. Þvert á móti hlýtur
vönduð stefnumótun að taka tillit
til þess að þegnar þjóðfélagsins búa
vítt og breitt um landið. Þótt það
geti verið nauðsynlegt að þjappa
sumum þáttum saman í höfuðborg-
inni er hagkvæmt fyrir skattgreið-
endur hafa opinbera þjónustu eins
nálægt sér og kostur er.“
Landsbyggðir í fleirtölu
Þóroddur sagði ennfremur mikil-
vægt að hætta að tala um lands-
byggðina í eintölu, og tala frek-
ar um landsbyggðir. „Staðreynd-
in er sú að margar landsbyggð-
ir standa vel í mörgu tilliti og
búa við blómlegar aðstæður þeg-
ar kemur að samgöngum, fjar-
skiptum, atvinnuástandi og fram-
boði á opinberri þjónustu. Að
meðaltali standa landsbyggðirn-
ar vel í helstu mælingum. Hins
vegar standa sumar landsbyggð-
ir höllum fæti og geta jafnvel tal-
ist vera í bráðri hættu. Þetta á
einkum við um sveitir landsins
og litla byggðakjarna sem búa við
einangrun og fábreytt atvinnu-
líf. Slík samfélög eru aðeins lít-
ill hluti þjóðarinnar og því ætti
að vera auðvelt að grípa til sér-
tækra aðgerða til að efla þau,“
segir Þóroddur. Byggðastofnun
hefur síðastliðið ár unnið að sér-
stöku verkefni til eflingar brot-
hættra byggða en mikilvægt er að
slíkur sértækur stuðningur verði
viðurkenndur sem ein meginstoð
íslenskrar byggðastefnu
„Fyrst og síðast tel ég að mark-
mið byggðastefnunnar eigi að
vera að gefa fólki kost á því að
búa þar sem það vill búa. Íslensk-
ur byggðavandi felst ekki í því að
fólk vilji fara en geti það ekki,
heldur miklu frekar því að fólk
telji sig ekki hafa möguleika á því
að vera um kyrrt.“
hlh
Nýr vinkill í nýrri
byggðastefnu
Þóroddur Bjarnason, formaður Byggðastofnunar og prófessor við HA.
Ráðherra mun leggja það til að framlög
til löggæslumála verði aukin
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Gunnar Sigurðsson, formaður stjórnar SSV.
Framtíðarskipulag SSV, almenningssamgöngur og málefni
fatlaðra í deiglunni á aðalfundi SSV í Reykholti