Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 32
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Háskólinn á Bifröst hefur hrint af
stað sérstöku átaksverkefni í sam-
starfi við Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi með það að marki að
efla tengsl atvinnulífs í landshlut-
anum og skólans. Vilhjálmur Eg-
ilsson er byrjaður kynningu á þessu
verkefni og fór sú fyrsta fram í Ar-
ion banka í Borgarnesi síðastliðinn
fimmtudag og fleiri eru á döfinni.
„Háskólinn á Bifröst óskar nú eft-
ir liðsinni fyrirtækja við að mennta
nemendur skólans með þátttöku í
sérstöku nemendaverkefni sem felst
í gerð rekstraráætlana fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki á Vesturlandi.
Með því munu nemendur Háskól-
ans á Bifröst öðlast betri færni í að
vinna raunhæf verkefni í atvinnu-
lífinu, en um leið getur verkefnið
komið að miklu gagni fyrir fyrir-
tækin sem taka þátt,“ sagði Vil-
hjálmur.
Gerð rekstraráætlana er náms-
grein sem háskólanemar á Bifröst
fara í gegnum en hún gefur sex ein-
ingar til prófs. Bæði viðskiptafræði-
og lögfræðinemendur við skólann
munu spreyta sig í þessu námi. Vil-
hjálmur segir að byrjað verði strax í
haust og muni gerð rekstraráætlana
byggja á ársreikningum og sam-
tölum við stjórnendur þeirra fyr-
irtækja sem vilja leggja skólanum
lið og kallar hann eftir samstarfi
við a.m.k. 30-40 fyrirtæki á Vestur-
landi nú í upphafi. Meðal þess sem
lögð verður áhersla á í byrjun er að
skoða veltu fyrirtækja, virðisauka-
skattsuppgjör, launakostnað, lána-
samninga, ráðningarkjör starfsfólks
og ýmis önnur atriði í rekstri fyrir-
tækjanna til að leggja mat á rekstr-
arhorfur þeirra á næsta ári. Vil-
hjálmur segir ákveðið að efla til
muna samstarf skólans við atvinnu-
lífið enda ættu stjórnendur á Vest-
urlandi að líta á skólann sem „sinn
skóla.“ Aukið samstarf muni verða
beggja hagur; skólans og atvinnu-
lífsins. mm
HB Grandi hefur samið um smíði
tveggja skipa til veiða á uppsjávar-
fiski með fyrirvara um ábyrgðir af
beggja hálfu. Skipin verða afhent
árið 2015, það fyrra í byrjun árs en
hið síðara um haustið. Fyrra skip-
ið mun leysa af hólmi tvö 53. ára
gömul skip, Víking AK og Lund-
ey NS. Ákvörðun um frekari rekst-
ur Faxa og Ingunnar verður tekin
þegar nær dregur seinni afhend-
ingunni. Með nýjum skipum næst
betri meðferð afla. Til dæmis verð-
ur dælt úr poka frá skut, segir í til-
kynningu frá fyrirtækinu. Samið
var við skipasmíðastöðina Celiktr-
ans Denis Insaat í Tyrklandi. Skip-
in eru 80 metra löng og 17 metra
breið. Þau verða búin öflugri kæli-
getu eða tvisvar sinnum 1.300.000
kcal/klst. fyrir 12 kælilestar sem eru
alls 2.900 rúmmetrar. Aðalvélin er
4.600 kw. Samningsverðið er 44,5
milljónir evrur eða um 7,2 milljarð-
ar íslenskra króna.
þá
Annað nýju skipanna mun m.a. leysa gamla Víking AK 100 af hólmi.
HB Grandi semur
um smíði
tveggja skipa
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst kallar forsvarsmenn fyrirtækja á
Vesturlandi til samstarfs.
Háskólanemar bjóðast til að
vinna rekstraráætlanir