Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Við seljum ÖSKJUBÍLA nýja og notaða Mercedes - Benz fólksbíla – jeppa – atvinnubíla. Fágaðir og endingagóðir eðalvagnar KIA fólksbílar – jeppar Flott lína sem vekur eftirtekt Sýningarbílar á staðnum Örugg viðskipti í 30 ár Smiðjuvellir 17, Akranesi Sími 431-2622 www.bilas.is bilas@bilas.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Þrátt fyrir að Skagamenn skoruðu fjögur mörk í Pepsídeildarleik gegn Keflavík síðastliðið fimmtudags- kvöld, dugði það þeim ekki til að vinna leikinn. Keflvíkingar skoruðu fimm og stóðu uppi sem sigurveg- arar í lokin. Með sigrinum tryggðu Keflvíkingar nánast sæti sitt í deild- inni, en staða Skagamanna versn- aði til muna og var hún nú ekki góð fyrir leikinn. Aðeins kraftaverk get- ur bjargað ÍA frá falli. Leikurinn var einkennandi fyrir leik Skaga- manna í sumar. Áfram slakur varn- arleikur og þetta er í annað skiptið í sumar sem fjögur mörk duga ekki til sigurs. Það gerðist á Hlíðarenda gegn Val þegar Valsmenn skoruðu sex mörk og þá fengu Skagamenn einnig á sig sex mörk gegn FH á Akranesvelli núna í seinni umferð- inni. Fyrri hálfleikurinn í Keflavík var martröð beggja þjálfara, slak- ur varnarleikur og mikið skorað. Heimamenn höfðu frumkvæðið en gestunum tókst ávallt að jafna og í hálfleik var staðan 3:3. Keflvíkingar bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleiknum fyrst á 62. mínútu og síðan á 84. mínútu. Skagamönnum tókst síðan að klóra í bakkann með marki undir lokin. Það voru Garð- ar Bergmann Gunnlaugsson, Arnar Már Guðjónsson og Jorge Garcia sem skoruðu mörk ÍA. Næsti leikur Skagamanna er síðan Vesturlands- slagurinn gegn Víkingum Ólafsvík á Akranesvelli. Um líf og dauða í deildinni er að ræða fyrir bæði lið, en án sigurs er ÍA endanlega fallið úr Pepsídeildinni. þá Meistarakeppni Keilusambands Ís- lands, sem markar upphaf keppn- istímabilsins, fór fram í Reykjavík sl. fimmtudag. Mættust þá ÍR-KLS ríkjandi Íslands- og bikarmeistar- ar og lið ÍA-W sem lék til úrslita í Bikarkeppninni í fyrra, en ÍA á tvö lið í 1. deild Íslandsmótsins og eitt í þriðju deild. Skemmst er frá að segja að ÍA-W sigraði ÍR liðið með 2.196 stigum gegn 2.121, þannig að keppnistímabilið fer vel af stað hjá keilufólki á Akranesi. Skúli Freyr Sigurðsson spilaði best leikmanna ÍA, skoraði 667 stig í þremur leikj- um og átti einnig hæsta skor í leik, 259 stig. Guðmundur Sigurðs- son formaður Keilufélags ÍA seg- ir að aðstaðan sé að batna hjá fé- laginu í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Félagið er nýbúið að fá nýja olíuvél, en það er búnaður sem smyr olíuprófíl á brautirnar þannig að rennslið á kúlunum verði sam- kvæmt þeim stöðlum sem krafist er við æfingar og keppni. þá Grundfirðingar sóttu Víði í Garði heim í lokaumferð 3. deildar karla í fótbolta sl. laugardag. Bæði lið höfðu að litlu að keppa, enda búin að tryggja tilverurétt sinn í deild- inni fyrir næsta sumar. Leikar skildu jafnir 1:1. Grundfirðingar voru töluvert áræðnari í sínum að- gerðum í fyrri hálfleik. Á 36. mín- útu slapp Ingólfur Örn Kristjáns- son í annað sinn í leiknum inn fyr- ir vörn Víðis og var felldur. Heimir Þór Ásgeirssyni rann til í spyrnunni og mistókst að skora. Staðan var markalaus í leikhléinu. Í síðari hálf- leik sóttu gestirnir án afláts. Það var svo á 61. mínútu að Kári Viðarsson náði að koma boltanum yfir mark- línuna eftir hornspyrnu og stað- an því orðin 0:1 Grundfirðingum í vil. Aðeins fjórum mínútum síð- ar sluppu tveir úr liði heimamanna í gegnum vörn Grundfirðinga og tókst að jafna gegn gangi leiks- ins, en mikil rangstöðulykt þótti af markinu. Eftir þetta jókst sóknar- þungi gestanna enn meira og small boltinn tvívegis í tréverki heima- manna ásamt því að markvörður þeirra átti stórleik milli stanganna. Grundarfjörður endaði því í 7. sæti deildarinnar með 21 stig. Það er því ljóst að þriðju deildar fótbolti verð- ur spilaður á Grundarfjarðarvelli næsta sumar. tfk/þá Víkingar höfðu ekki heppnina með sér sl. fimmtudag þegar þeir töp- uðu fyrir toppliði Pepsídeildar- innar, vesturbæjarstórveldinu KR, þegar liðin mættust á Ólafsvíkur- velli. Víkingar voru í miklum sókn- arhug í fyrri hálfleiknum og voru nokkrum sinnum nærri því að skora. Einkanlega átti KR vörnin í erfiðleikum með Guðmund Stein Hafsteinsson. Meistaraefnin í KR vörðust vel og áttu líka hættuleg- ar sóknir. Úr einni þeirra skoraði varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson á 57. mínútu. Reynd- ist það sigurmark leiksins. KR var sterkara liðið í seinni hálfleiknum en engu að síður gerðu Víkingar harða hríð að marki gestanna und- ir lokin og margri vildu meina að þá hefðu Víkingar átt að fá vítaspyrnu þegar boltinn lenti í hendi varnar- manns KR. Víkingar eru sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar, með 14 stig þremur stigum minna en Þór í 10. sætinu. Þar sem leik ÍA og Víkings var frestað á sunnudaginn vegna veð- Úrvalsdeildarlið Skallagríms hef- ur fengið til liðs við sig Bandaríkja- manninn Mychal Greene frá lúx- emborgska úrvalsdeildarliðinu Sol- uvre. Mychal var einn helsti burð- arásinn í liði Soluvre á síðustu leik- tíð þar sem hann var með 26,3 stig að meðaltali í leik. Að auki tók hann 8,4 fráköst og gaf 3,8 stoð- sendingar. Mychal, sem er þrítug- ur að aldri, leikur stöðu bakvarðar en hann er 193 cm á hæð. Von er á honum í Borgarnes síðar í mán- uðinum og mun koma hans vafa- laust styrkja leikmannahóp Skalla- gríms mikið. hlh Eyrún Eiðsdóttir og Guðrún Kar- itas Sigurðardóttir leikmenn meist- araflokks ÍA hafa verið valdar í landslið Íslands U19 vegna undan- keppni EM í Búlgaríu síðar í þess- um mánuði. Þær Eyrún og Guð- rún Karitas léku stórt hlutverk í liði Skagakvenna í 1. deildinni síðasta sumar, en sem kunnugt er mun ÍA spila í deild þeirra bestu í kvenna- boltanum næsta sumar. þá Síðdegis á sunnudaginn blés full hressilega til knattspyrnuiðk- unar á Akranesi þar sem leik- ur ÍA og Víkings Ólafsvíkur átti að fara fram í Pepsídeildinni. Erlendur Eiríksson, sem átti að dæma leikinn, ákvað því um nónbil að fresta leiknum. Öllum leikjum mótsins sem spila átti á sunndaginn var frestað. Móta- nefnd KSÍ ákvað svo á mánu- daginn að leikurinn yrði spilað- ur á Akranesvelli í kvöld, mið- vikudaginn 18. september. mm Mychal Greene. Mychal Greene gengur til liðs við Borgnesinga Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark ÍA í Keflavík. Aftur dugðu fjögur mörk ekki Skagamönnum Sókn Víkinga þar sem þeim fannst þeir ættu að fá vítaspyrnu. Lánlausir Víkingar töpuðu fyrir KR urs, verður spilað í kvöld, miðviku- dag, á Akranesi. Líf Skagamanna í Pepsídeildinni hangir á bláþræði, sem Víkingar gætu klippt á og um leið aukið sína möguleika að halda sæti í deildinni. þá/ Ljósm. af. Lið ÍA-W sem sigraði í meistarakeppninni. Frá vinstri Sigurður Þorsteinn Guð- mundsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson, Aron Fannar Benteinsson og Skúli Freyr Sigurðsson. ÍA meistarar meistaranna í keilu Grundfirðingar fagna marki sínu í leiknum. Jafntefli Grundfirðinga í síðasta leik Víkingur mætir ÍA í kvöld á Skaganum Tvær Skaga- konur í U19 landsliðið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.