Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
VATNSHELLIR
Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Ferðir í Vatnshelli í haust og vetur eru á eftirfarandi tímum:
Til 30. september alla daga frá kl. 10.00 – 17.00
Frá 1. október og til áramóta frá kl. 12.00 – 16.00
alla daga ef veður leyfir
Farið er á heila tímanum með lágmark tvo þátttakendur
Bókanir fyrir hópa og nánari upplýsingar í síma 665 2818
Nánari tilhögun auglýst síðar
Starfsfólk Vatnshellis
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Teg: K 2.21
110 bör max
360 ltr/klst
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Teg: K 4.200
130 bör max
450 ltr/klst
Teg: K 7.700/K 7.710
160 bör max
600 ltr/klst
Teg: K 6.600
150 bör max
550 ltr/klst
Teg: K 5.700
140 bör max
460 ltr/klst
Háþrýstidælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Teg: T 300
Snúningsdiskur
Gerir pallinn eins
og nýjan
Fjárleitir við Klofning í Dölum
gengu vel þetta haustið. Margt fé
kom í Tungurétt á Fellsströnd þeg-
ar réttað var laugardaginn 7. sept-
ember síðastliðinn en réttin er við
Stórutungu og Galtartungu. Í haust
var réttin stækkuð um tvo dilka og
er mál manna að sú viðbót hafi flýtt
mikið fyrir réttarstörfum, en nýju
dilkarnir tveir voru fyrir Lyng-
brekkubændur og Skarðsströnd.
Þeir taka 320 kindur hvor og fyllt-
ust af fé. Lyngbrekku dilkurinn
reyndist of lítill og varð að draga fé
bænda þaðan í annan dilk. Skarðs-
strendingar og Lyngbrekkubændur
voru ánægðir með að fá stóra dilka
til að draga í og gátu núna klárað
réttarstörf áður en fénu var keyrt
heim. Eins og sjá má á myndunum
með greininni var líflegt mannlíf
þegar réttað var í Tungurétt.
þá/ Ljósm. lyngbrekka.is
Tungurétt eftir stækkunina.
Réttað í nýstækkaðri Tungurétt
Safnið að renna að Tungurétt.
Réttarstörfin gleðja marga.
Ljómandi gott veður var í Brekkurétt
í Saurbænum. Rétt á meðan við
stöldruðum þar við var rjómalogn og
meira að segja kom örlítil sólarglenna.
Bændur voru reifir og kátir enda gengu
göngur vel og fólk og fénaður í góðu
standi. Ljósm. bae.
Hjalti og Rebecca á Hólum ásamt hjálparliði í Skerðingsstaðarétt. Ljósm. bae.
Í Gillastaðarétt í Dölum var margt um manninn og lét unga kynslóðin ekki sitt
eftir liggja í drættinum. Smalamennskur gengu ágætlega, að sögn bænda, en
sóttust svolítið seint vegna bleytu þar efra. Var komið niður uppúr klukkan 19:30
kvöldið fyrir réttardag og réttað eins og venja er á sunnudeginum. Það var ansi
kalsamt, rok og rigning eða slydda á köflum í réttinni. Ljósm. bae.
Fellsendarétt var á sunnudaginn en víða var réttað þann dag í Dölum. Þrátt fyrir
vægast sagt andstyggðar veður; slyddu, rigningu og hífandi rok, var margt um
manninn og lá vel á öllum. Allir voru brosandi og bjartsýnir enda fegnir þegar
leitir hafa gengið vel eins og í þetta skiptið. Rekið var og dregið með tilþrifum og
víða heyrðist í ungviðinu sem skemmti sér hið besta. Ljósm. bae.
Hér taka þeir tal saman Eyjólfur frá Síðumúla og Davíð réttarstjóri Aðalsteinsson
á Arnbjargarlæk. Eyjólfur mætir alltaf í Þverárrétt og gegnir þar sínu hlutverki
þrátt fyrir að vera kominn fast að níræðu. Ljósm. Caroline Langhein.