Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Starfsfólk Grunnskólans í Borgar- nesi kom saman til fjölmenns fund- ar í gær. Þar var samhljóða sam- þykkt ályktun vegna umræðu um stöðu skólans, einkum vegna nið- urstöðu úr könnun Skólavogar- innar og Skessuhorn hefur sagt frá. Meðfylgjandi er ályktunin: Ályktun samþykkt á starfsmannafundi í Grunn- skólanum í Borgarnesi: „Við, starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi, hörmum hvernig kom- ið er fyrir vinnustað okkar og köll- um fræðsluyfirvöld til ábyrgð- ar. Þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið af hálfu fræðsluyfirvalda Borgarbyggðar í kjölfar niðurstöðu Skólavogarinnar síðastliðinn vetur eru að okkar mati bæði ófagleg og ólíðandi. Á 100. fundi sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar 15. águst 2013, var í umræðum um fundargerð fræðslunefndar eingöngu horft til þeirra þátta sem komu neikvætt út, s.s. starfsanda sem á að vera mjög slæmur samkvæmt skýrslunni. Ekk- ert var fjallað um þá þætti sem já- kvæðir eru. Það er síður en svo upplifun starfsmanna skólans að hér ríki slæmur starfsandi. Það sem styður mál okkar í þeim efnum er t.d. að það kom fram í svörum okkar í könnuninni að 96% starfs- manna telja starfsandann góðan eða mjög góðan þegar spurt var beint um starfsandann og 98% starfs- manna líður mjög vel í vinnunni samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar. Með þeirri aðferðarfræði sem notuð er í Skólavoginni þar sem aðrir þættir eins og hvort skól- inn hafi góða ímynd eða hvort jafn- rétti kynjanna sé virt, breytist nið- urstaðan. Á fyrrnefndum fundi var talað um að grípa þurfi strax til róttækra aðgerða. Að því sögðu hefði okk- ur þótt eðlilegt að fræðsluyfirvöld ræddu við stjórnendur og starfsfólk skólans. Í kjölfarið hefði verið gerð áætlun um úrbætur og við feng- ið öflugan stuðning þessara aðila við að koma þeim í verk í stað þess að ráðast að starfsemi skólans með þeim hætti sem átt hefur sér stað. Afleiðingar þessa uppþots fræðsluyfirvalda er að gerður hef- ur verið starfslokasamningur við skólastjóra, að hans eigin ósk. Vegna vinnubragða og framkomu fræðsluyfirvalda er greinilegt að hann taldi þessa niðurstöðu besta kostinn í stöðunni til þess að frið- ur mætti ríkja um skólastarf í Borg- arnesi. Var þetta besta leiðin sem var fær til að bæta skólastarfið? Eða erum við lent í orrahríð stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga? Er það virkilega rétta leiðin að settu marki, að vinna hlutina með þeim hætti að setja starf okkar við skólann í uppnám? Við köllum eftir svör- um. Við viljum ekkert fremur en að eiga gott samstarf við fræðsluyfir- völd, foreldra og ekki síst nemend- ur en til þess þurfum stuðning, ekki niðurrif. Við teljum að með góðu móti hefði mátt gera gott skólastarf í Grunnskólanum í Borgarnesi enn betra án þess að skólastjórinn þyrfti að víkja. Að lokum viljum við nota tæki- færið og þakka okkar góða skóla- stjóra, Kristjáni Gíslasyni, kær- lega fyrir samstarfið sl. fimmtán ár. Hann hefur reynst starfsfólki sínu góður og sanngjarn yfirmaður. Borgarnesi, 17. september 2013, Starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi.“ Arion banki í Borgarnesi bauð við- skiptavinum til upplýsinga- og spjallfundar sl. fimmtudag þar sem annars vegar var farið yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum en hins vegar kynnti Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst nýjung- ar í starfi skólans, (sjá aðra frétt). Frá greiningardeild bankans mætti Hafsteinn Gunnar Hauksson hag- fræðingur. Fór hann yfir stöðu og horfur í atvinnu- og efnahagsmál- um. Fram kom að stjórnendur fyr- irtækja eru nú að meta horfur í rekstri eftir sumarið. Farið var yfir gengi einstakra atvinnugreina og hvers vænta megi varðandi umsvif í atvinnulífinu á næstu misserum. Til þess þarf að spá í verðbólgu- horfur, skattamál, vinnumarkaðs- mál, vaxtaþróun og ýmis önnur starfsskilyrði atvinnulífsins. Tölu- verð óvissa er uppi um aðgerð- ir ríkisvaldsins, en núverandi rík- isstjórn hefur boðað umfangsmikl- ar aðgerðir í haust sem m.a. eiga að koma til móts við skuldsett heimili og þann forsendubrest sem varð í skuldamálum heimila og fyrirtækja eftir hrunið. Mikil dulúð ríkir hins vegar yfir þeim fyrirætlunum ríkis- stjórnarinnar og kom glöggt fram á fundinum að meðan svo væri myndi það reynast stjórnendum fyrirtækja þrautin þyngri að gera áætlanir sem byggjandi er á. Ferðaþjónustan dregur vagninn Þrátt fyrir að hagvöxtur sé nú und- ir landsmeðaltali er hann þrátt fyrir það meiri en áætlanir hagfræðinga gerðu ráð fyrir þegar þetta ár var metið. Þannig hefur einkaneysla aukist nokkuð, sem og samneysla og útflutningur. Hins vegar er það áhyggjuefni að slæmar horfur eru í fjárfestingu sem sífellt virðist draga úr. Spáð hafði verið að hagkerfið drægist saman á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en sú hafi ekki orðið raun- in. „Hagvöxtur á Íslandi er miklu meiri en hann var á sama tíma í Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og á Evrusvæðinu,“ kemur fram í gögnum greiningardeildar Arion banka. Nú spáir deildin 2,4% hag- vexti á þessu ári, 2,9% árið 2014 og 2,3% árið 2015. Reyndar er það ekki mikill hagvöxtur, en hann þarf m.a. að standa straum af hækkuð- um launakostnaði fyrirtækja næsta vetur þar sem samningar á vinnu- markaði renna út. Fram kom að neysluhegðun landsmanna hefði breyst mikið að undanförnu. Sér- tækar aðgerðir stjórnvalda hefðu þó aukið súrefnið í atvinnulífinu og nefnir greiningardeildin endur- greiðslu vaxta, gengislánaendurú- treikning og að séreignasparnað- ur hafi verið tekinn út. Hins vegar skorti verulega á að fyrirtæki auki fjárfestingu, hún sé einfaldlega of lítil í hagkerfinu. Það er útflutning- ur sem knýr hagvöxt hér á landi og einkum er það aukning í ferðaþjón- ustunni, því þjónustuútflutningur eykst mun hraðar en vöruútflutn- ingur frá landinu. Nú er því spáð að á árinu 2015 nái tala ferðamanna hér á landi einni milljón. Í frjálsum umræðum um þá staðreynd kom fram á fundinum að fólk bendir á að umhverfismál á ferðamanna- stöðum þurfi að batna, mennt- un í greininni að aukast og að auk- ið fjármagn komi til uppbygging- ar samgöngukerfisins, til að land- ið geti með góðu móti tekið á móti þessari aukningu ferðamanna sem flestir spá. Gengið á svipuðu róli Mikið var á fundinum rætt um árs- tíðasveiflu krónunnar gagnvart evru. Vegna túrismans er krón- an alltaf sterkust í ágústmánuði og eru margar atvinnugreinar farnar að stíla inn á það við kaup á inn- fluttum vörum. Meðal annars hafa bændur í vaxandi mæli samið um greiðslu fyrir áburð í ágústmánuði. Sagt var frá áhrifum þess að Seðla- bankinn hefur aukið inngrip sitt á gjaldeyrismarkað og þar með gengi krónunnar, en þessi leið bankans kallast „Stýrt flot.“ Engu að síður verðum við áfram með gjaldeyris- höft um einhvern tíma og því megi búast við að gengi krónunnar verði á svipuðu róli næstu misserin og það er nú. mm Ályktun frá starfsfólki Grunnskólans í Borgarnesi Farið yfir stöðu og horfur í efnahagslífinu Þeir stýrðu fundinum og héldu erindi. F.v. Bernhard Þór Bernhardsson svæðisstjóri Arion banka, Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst og fyrrum fram- kvæmastjóri SA og Hafsteinn Gunnar Hauksson. Síðdegis í gær fór fram fundur að frumkvæði Starfsmannafélags Grunnskólans í Borgarnesi þar sem félagið ræddi við fulltrúa úr fræðslunefnd sem og fræðslu- stjóra og sveitarstjóra Borgar- byggðar. Á fundi fyrr um dag- inn höfðu starfsmenn samþykkt ályktun um málefni grunnskól- ans, sem lesa má hér til hliðar. Fulltrúar sveitarfélagsins fengu ályktunina afhenta á fundinum. Í lok fundarins ræddi Skessu- horn við formann fræðslunefnd- ar og trúnaðarmann kennara. „Fundurinn var afar góðar og hreinskiptar umræður þar sem starfsmenn skólans komu sínum sjónarmiðum og upplifun skýrt á framfæri. Jafnframt sögðum við fulltrúar sveitarfélagsins frá því verklagi sem ákveðið hafði ver- ið að viðhafa í málinu og ítrek- uðum að þar hefði átt að vinna með stjórnendum skólans sem og öðrum stjórnendum grunn- skóla í héraðinu. Einnig kynnt- um við að ekki væri einung- is verið að horfa til verklags við grunnskólann heldur einn- ig væri verið að skoða verklag fræðslunefndar, fræðslustjóra og sveitarstjórnar þegar kemur að vinnu við úrbótaáætlun. Nú er unnið að henni í samráði við Karl Frímannsson ráðgjafa sem Borgarbyggð hefur fengið til að stýra málum á besta veg. Ekki var ætlun fræðslunefndar eða sveitarstjórnar að einhver ætti að víkja. Það var hins vegar að frumkvæði fráfarandi skólastjóra að hann opnaði á umræðu um starfslok sín við skólann. Það var ekki markmið mitt né fræðslu- yfirvalda að stuðla að því, held- ur eru starfslok Kristjáns Gísla- sonar, þess góða manns, að hans eigin frumkvæði. Álykt- un starfsmannafélags grunn- skólans finnst mér ekki að öllu leyti endurspegla stöðuna, held- ur vitna starfsmenn í ályktun sinni til orða sem einstaka sveit- arstjórnarmenn viðhöfðu á 100. fundi sveitarstjórnar í ágúst síð- astliðnum. Ég hef mikla trú á því eftir góðan fund með fínum hópi starfsfólks í Grunnskólan- um í Borgarnesi í dag að við eig- um saman eftir að ná árangri við að gera gott starf í skólanum enn betra,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson formaður fræðslu- nefndar í samtali við Skessuhorn í gærkvöldi. „Við erum ánægð með að hafa hitt fulltrúa úr fræðslunefnd og aðra fulltrúa frá Borgarbyggð og áttum góðan og hreinskiptan fund. Starfsmenn fengu á fund- inum svör við ýmsu sem bent var á í ályktuninni sem samþykkt var fyrr um daginn. Vissulega eru ekki allir á eitt sáttir um þá stöðu sem upp er komin og það ferli sem fram hefur farið. Nú hafa starfsmenn og fræðsluyfir- völd hins vegar ákveðið að snúa bökum saman og vinna samstíga að skólamálum í Borgarnesi. Við verðum að horfa fram á veg- inn. Skóli getur alltaf bætt sig og nú verður skólasamfélagið allt að ganga í takt; þ.e. sveitarfé- lagið, skólinn og foreldrar,“ seg- ir Kristín Valgarðsdóttir trún- aðarmaður kennara við Grunn- skólann í Borgarnesi. mm Góður fundur starfsfólks og fræðsluyfirvalda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.