Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
Það voru sannkallaðir stórtónleikar
sem fóru fram í sal Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði á sunnu-
daginn þegar fortónleikar frönsk-
íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar
voru haldnir. Hljómsveitin er skip-
uð hljóðfæraleikurum úr Kamm-
ersveit Reykja-
víkur og alþjóð-
legu fílharmon-
íusveit Menning-
arstofnunar Sam-
einuðu Þjóðarinn-
ar (Unesco) í París
sem starfar und-
ir leiðsögn hljóm-
s v e i t a r s t j ó r a n s
Amine Kouider,
friðarlistamanns
Unesco. Sveitin
spilaði verk eftir tónskáldin Albert
Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og
Pyotr Tchaikovsky. Einleikari var
Martial Nardeau flautuleikari.
Vel var mætt á tónleikana en að-
gangur var ókeypis. Sveitin spilaði
óaðfinnanlega tóna sem áheyrend-
ur kunnu vel að meta. Meðal gesta
voru þeir Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra Íslands og Ein-
ar Kr. Guðfinnsson forseti Alþing-
is. Einnig voru góðir gestir frá Pa-
impol vinabæ Grundarfjarðar við-
staddir, þeirra á meðal Jean-Yves
de Chaisemartin bæjarstjóri Paim-
pol. Sveitin spilaði svo daginn eft-
ir í Hörpunni í Reykjavík en þann
dag voru 77 ár liðin frá því að
franski vísindamaðurinn Jean Bapt-
iste Charcot og nær öll áhöfn hans
á rannsóknarskipinu Pourquoi Pas?
fórst við Álftanes á Mýrum 16.
september 1936. tfk
Íslandsmót Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra í pútti 60 ára og
eldri fór fram föstudaginn 6. sept-
ember sl. á golfvellinum í Nesi í
Reykholtsdal. Til leiks mættu 13
sveitir. Keppt var á tveimur níu
holu völlum og leiknar 36 holur.
Undirbúningur og framkvæmd
var í höndum félaga eldri borgara
í Borgarbyggð. Sveinn Hallgríms-
son formaður FAB setti mótið
en einnig ávarpaði Bjarni Guð-
ráðsson bóndi í Nesi keppend-
ur. Mótið gekk vel og létu kepp-
endur vel af allri aðstöðu. Verð-
launaafhending var síðan í hönd-
um formanna félaga eldri borg-
ara í Borgarbygg, þeirra Sveins
og Guðrúnar Maríu, og Þóreyj-
ar S. Guðmundsdóttur formanns
FÁÍA.
Úrslit urðu þessi:
Konur
1. Jytta Juul, Borgarfirði, 74 högg
2. Þórey S. Guðmundsdóttir,
Reykjavík, 75 högg
3. Ólafía Hrönn Ólafsdóttir,
Garðabæ, 78 högg
3. Ingibjörg Björnsdóttir, Kópa-
vogi, 78 högg
Karlar:
1. Bergsteinn Pálsson, Mosfellbæ,
68 högg
2. Arelíus Harðarson, Hafnarfirði,
69 högg
3. Sigurður Á. Finnbogason,
Kópavogi, 69 högg
Sveitakeppni:
1. FaMos, Mosfellsbæ, 207 högg
2. FebH, Hafnarfirði, 215 högg
3. Feb Gullsmára, Kópavogi, 216
högg. fj
Þau Gunnar Gunnarsson og Est-
er Gunnarsdóttir eru hætt störf-
um sem umboðsmenn Olís í Ólafs-
vík og hefur Björn Hilmarsson tek-
ið við sem umboðsmaður Olís, en
hann hefur mikla reynslu af þjón-
ustustörfum. „Ég hef verið í sölu-
og þjónustustörfum í 30 ár, vann
hjá Japís og nú undanfarið hjá Ný-
herja,“ segir Björn í samtali við
Skessuhorn. Hann flutti nýver-
ið ásamt fjölskyldu sinni í Ólafsvík
þaðan sem kona hans er. „Okkur
hafði lengi langað að koma hingað
vestur og þegar tækifæri gafst sig
sló maður til. Þetta leggst gríðar-
lega vel í mig og Ólafsvík er góður
staður til að búa á,“ segir Björn.
Olís í Ólafsvík þjónar mörgum
útgerðum á svæðinu í olíu og olíu-
vörum en einnig selur Olís hrein-
lætisvörur, fatnað frá Ellingsen
og sitthvað fleira. „Í byrjun höld-
um við þessu óbreyttu á meðan
við komumst inn í starfið, en von-
andi getum við aukið við í framtíð-
inni. Við viljum halda þessari góðu
þjónustu sem Gunni og Ester eru
búin að veita. Við viljum þó reyna
að horfa fram á veginn og stækka
okkar hlutdeild og teljum okk-
ur hafa alla burði til þess. Þetta er
gott fyrirtæki með gott vöruúrval,“
segir Björn.
Umboðsmenn í 22 ár
Þau hjón Gunnar og Ester hafa
verið umboðsmenn Olís sl. 22 ár.
Þegar Gunnari bauðst að taka við
umboðinu hafði hann verið á sjó
samfellt í 27 ár og tilboðið hafi
því freistað. Hann segir að starf-
ið hafi alltaf verið mjög fjölbreytt
en þegar hann tók við voru tölv-
urnar ekki komnar í notkun og allt
var þyngra í vöfum en nú í dag.
Vinnudagarnir voru mjög langir
og fyrsta sumarið þjónaði Gunn-
ar tugi trilla, dældi olíu á hústanka
og rak „gömlu sjoppuna.“. Hún var
í frekar litlu húsnæði en nýtt hús-
næði var tekið í notkun árið 1994.
Ennfremur segir Gunnar að þau
hefðu ekki ráðið við þetta allt án
þessa góða fólks sem þau höfðu í
vinnu og eru þau mjög þakklát fyr-
ir það. Árið 2006 var gerð ákveð-
in breyting hjá Olís þannig að Olís
ræki stöð í Stykkishólmi en um-
boðið yrði áfram í Ólafsvík. Þá var
verslunin flutt í núverandi húsnæði
við Ólafsbraut. Þau hjónin segja að
þessi 22 ár hafi verið annasöm en
jafnframt viðburðarík og eftir sitji
þakklæti til alls þess góða fólks sem
þau hafi kynnst í starfi sínu og vilja
þau senda sínar bestu kveðjur.
sko/þa
Kynningarfundur um verkefnið
Hittu heimamanninn var haldinn
í Dölum 10. september síðastlið-
inn, en verkefnið fékk öndvegis-
styrk upp á sjö milljónir króna frá
Vaxtarsamningi Vesturlands í júní
á þessu ári. Hittu heimamanninn
snýr að því að byggja upp pers-
ónulega ferðaþjónustu í Dölum
utan háannatíma til langs tíma með
því að virkja heimamenn til starfa
í ferðaþjónustu og tengja það við
störf og líf fólksins í Dölum. Ferða-
þjónusturnar Þurranes, Erpsstaðir
og Þaulsetur halda utan um verk-
efnið. „Okkur langar að efla þá sem
þegar eru með eitthvað í boði og
reyna að fá nýja til að koma inn. Öll
ferðaþjónustan helst í hendur og ef
við fáum fleiri til starfa þá styrkir
það aðra aðila í ferðaþjónustu eins
og til dæmis matsölustaði,“ seg-
ir Halla Sigríður Steinólfsdóttir í
Ytri-Fagradal sem er í hópi forvíg-
ismanna í verkefninu.
Halla segir mætingu á fundinn
hafa verið góða en auk fundarins
voru kynningarbæklingar sendir út.
„Við fengum góðan slatta af Dala-
mönnum á kynningarfundinn sem
er hið besta mál. Einnig komu tveir
aðilar frá Vaxtarsamningnum og
það var ágætt fyrir heimamenn að
fá utanaðkomandi til að ræða þess-
ar mörgu góðu hugmyndir,“ seg-
ir Halla. Kynningarfundurinn var
samhliða óvissuferð þar sem verk-
efnið var kynnt og umræður fóru
fram. „Við fórum á Seljanes í Reyk-
hólasveit. Þar hafa húsráðendur
gaman af að taka á móti fólki og eru
gott dæmi um ferðaþjónustubænd-
ur,“ segir Halla.
Óvenjuleg
ferðaþjónusta
Hún segir það skipta máli að aðilar
sem taki á móti ferðafólki hafi gam-
an af því. „Við gerum mikið út á að
þetta sé skemmtilegt og að þeir sem
standi í því að taka á móti ferða-
mönnum hafi gaman af. Þá smit-
ar það út frá sér og ferðamaðurinn
hefur líka gaman. Sumir ferðamenn
vilja jafnvel ræða við heimamenn
og fara út fyrir hina hefðbundnu
ferðaþjónustu. Kannski er einhver
ferðamaður svo langt leiddur að
hann vill forvitnast um hvað Dala-
menn séu að gera í sínu daglega lífi.
Kannski vill hann komast í fjárhús
eða upplifa eitthvað annað óvenju-
legt. Jafnvel er hægt að ræða við
ferðamenn um það að skjóta ref eða
að gera upp gamla bíla og vélar,“
nefnir Halla sem dæmi.
Halla í Fagradal segir þá sem að
verkefninu koma vera afar þakk-
láta fyrir styrkveitinguna. „Styrk-
urinn mun fara í fræðslu, markaðs-
rannsóknir, gæðastýringu og ann-
að það sem eflir ferðaþjónustu utan
háannatíma. Erum kannski ekki
að finna upp hjólið, en styrkurinn
gerir okkur kleift að sinna betur
grunnþáttunum en ella,“ segir hún
að endingu.
sko
Íslandsmót FÁÍA í
pútti fór fram í Nesi
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Einar Kr.
Guðfinnsson forseti Alþingis og Björn Steinar Pálmason
bæjarstjóri Grundarfjarðar stilltu sér upp fyrir myndatöku
ásamt frönskum gestum að tónleikum loknum.
Fifo hélt tónleika í Grundarfirði
Fifo sveitin er samstarf Frakka og Íslendinga.
Hittu heimamanninn gengur út á að virkja íbúa Dalabyggðar í ferðaþjónustu.
Þessi mynd er tekin á Seljanesi í Reykhólasveit þangað sem Dalamenn fóru í
heimsókn í ferð sinni nýverið. Ljósm. gó.
Kynna verkefnið Hittu
heimamanninn í Dölum
Björn Hilmarsson tekur hér við lyklunum frá Gunnari og Ester. Ljósm. þa.
Nýr umboðsmaður tekur við
hjá Olís í Ólafsvík