Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Ályktanir allsherjarnefndar Allsherjarnefnd tekur undir nauð- syn þess að endurskipuleggja starf- semi SSV og að vísa fyrirliggjandi tillögum um breytingar á starfsemi og skipulagi SSV í sérstakan vinnu- hóp. Aðalfundur SSV fagnar orð- um Innanríkisráðaherra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um eflingu löggæslu- og öryggismála. Niður- skurður og fækkun löggæslumanna á Vesturlandi á síðustu árum hef- ur komið niður á öryggi íbúa og starfsmanna löggæslumála á svæð- inu. Niðurskurður í löggæslumál- um hefur lagt auknar og allt að því óraunhæfar byrðar á starfsfólk sem sinnir þessum málaflokki. Mikil- vægt er að tekið sé tillit til lands- stærðar og dulinnar búsetu á svæð- um þegar fjármagni er útdeilt. Aðalfundur SSV lýsir yfir mikl- um áhyggjum varðandi stöðu á rekstri almenningssamgangna á starfssvæði sínu. Vert er að fram komi að mikil ánægja er meðal al- mennings með aukna og bætta þjónustu sem mikil fjölgun farþega sýnir. Verkefnið er mikilvægt fyrir jöfnun búsetuskilyrða og aðgengi að þjónustu innan sem utan svæð- isins. Áætlanir um rekstur almenn- ingssamgangna hafa ekki staðist þrátt fyrir fjölgun farþega og mun- ar þar mestu um þann forsendu- brest sem orðið hefur frá því lands- hlutasamtökin tóku við verkefninu. Fundurinn óskar eftir að forsendu- bresturinn verði bættur að fullu. Ályktun um málefni fatlaðra Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur að umsýsla og ut- anumhald með málefnum fatlaðra sé mun betur fyrir komið í höndum sveitarfélaga en ríkisvaldsins. Hins vegar undrast aðalfundur- inn þá framkomu ríkisvaldsins við sveitarfélögin er varðar þá einhliða ákvörðun að leggja af framlag með þjónustuþegum sem kosta sam- kvæmt mati 4 m.kr. eða minna en það er óásættanleg framkoma og fer aðalfundurinn fram á að settar verði fram gegnsæjar aðferðir við útreikninga þjónustuframlaga. Sú staðreynd að SIS mat er stutt á veg komið er einnig óviðunandi og eykur óvissu í allri áætlunar- gerð. Misvísandi skilaboð virðast berast frá ríkisvaldinu hvað varðar framkvæmd matsins og er það krafa aðalfundarins að fá skýr svör og að allir þjónustuþegar verði metn- ir inn í SIS mat kerfið. Staðreynd- in er sú að á Vesturlandi vantar SIS mat á 64% fatlaðra einstaklinga miðað við tölur í ágústlok 2013. Tölulegar staðreyndir sýna að fjármagnið sem varið er til mála- flokksins á Vesturlandi er engan veginn að standa undir þeim út- gjöldum sem sveitarfélögin þurfa að bera, einnig er það ljóst að það fjármagn sem varið er til mála- flokksins á Vesturlandi er hlutfalls- lega lægra en önnur landssvæði fá. Breytingar á forsendum samnings á miðju rekstrartímabili er algjör- lega óviðunandi og enn eru leik- reglur ekki fullkomlega mótaðar. Aðalfundurinn felur stjórn SSV að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og fylgja því eftir að rétt sé gefið til allra landshluta. Ályktanir um orkumál Aðalfundur SSV skorar á Alþingi að jafna að fullu raforkuverð til al- mennra notenda í dreifbýli til jafns við raforkuverð til almennra not- enda í þéttbýli. Með nýrri skipan raforkumála voru samþykkt sérstök lög, nr. 98 /2004 um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku. Þar kemur fram að: Markmið laga þessara er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra not- enda. Í lögunum segir m.a.: Greiða skal niður kostnað almennra not- enda vegna dreifingar raforku á þeim svæðum þar sem Orkustofn- un hefur heimilað sérstakar dreif- býlisgjaldskrár í samræmi við ákvæði 5. mgr. 17. gr. raforkulaga, nr. 65/2003. Í lögunum stendur einnig: Skil- yrði niðurgreiðslu er að meðal- dreifingarkostnaður notenda á orkueiningu sé umfram viðmiðun- armörk sem ráðherra setur í reglu- gerð. Við ákvörðun viðmiðunar- marka skal taka mið af hæstu gjald- skrá dreifiveitu að dreifbýlisgjald- skrám undanskildum. Þeirri fjár- hæð sem ákveðin er í fjárlögum hverju sinni skal skipt hlutfalls- lega eftir orkunotkun á dreifbýlis- gjaldskrársvæði miðað við kostn- að dreifiveitu umfram viðmiðunar- mörk í reglugerð. Þegar lögin tóku gildi í upphafi árs 2005 var veitt 230 m. kr. í þenn- an málaflokk. Gert var ráð fyrir að sú upphæð dygði til að verðjafna, sem þó reyndist ekki alveg duga, milli dreifbýlis og þéttbýlisgjald- skrár hjá dýrustu þéttbýlisveitunni. Í dag er veitt 240 m. kr. í þenn- an málaflokk, en þyrfti að vera um 1.100 m. kr. til að jafna muninn alveg. Ef þessi munur væri jafn- aður yrði raforkuverð til heimila á Íslandi nánast það sama um allt land. Niðurgreiðslur til húshitunar Aðalfundur SSV haldinn í Reyk- holti 12. – 13. september 2013 skorar á Alþingi að fara að tillög- um varðandi niðurgreiðslur til hús- hitunar sem starfshópur á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur skilað í „Skýrslu starfshóps um breyting- ar á niðurgreiðslum til húshitun- ar ( des 2011)“ og tekur aðalfund- ur SSV eindregið undir þær tillög- ur sem þar eru settar fram. Í dag eru hitaniðurgreiðslur skv. fjárlögum um 1.200 m. kr. Sú upp- hæð hefur lítið breyst á undanförn- um árum, en var um 900 m. kr á árinu 2005. Skv. tillögum starfs- hóps um breytingar á niðurgreiðsl- unum þarf um 1.700 m. kr. í þessar niðurgreiðslur. Ályktanir fjárhagsnefndar Fjárhagsnefnd leggur til að ákvörð- un um árgjald 2014 verði frestað til framhaldsaðalfundar SSV. Fjárhagsnefnd leggur til að vinnuhópi sem falið hefur verið að vinna áfram með samantekt starfs- hóps um framtíð SSV til fram- haldsaðalfundar verði einnig falið að skoða framlög sveitarfélaga til SSV jafnhliða þeirri vinnu. Vinnu- hópurinn þarf að skoða framlag sveitarfélaga til SSV í ljósi þeirra tillagna sem hann kemur með til framhaldsaðalafundar. Margir þættir hafa áhrif á fjár- hagsáætlun 2014, svo sem fram- lög ríkis í gegnum Byggðastofnun og Jöfnunarsjóð. Ákvarðanir um Markaðsstofu og Menningarsamn- ing hafa einnig mikið að segja um áætlunina. Ályktanir samgöngunefndar Aðalfundur SSV leggur enn og aft- ur ríka áherslu á að þau verkefni sem komin voru inn á skammtíma og langtíma vegaáætlun verð sett í forgang þegar vegaáætlun verður endurskoðuð. Áhersla er lögð á að sett verði fjármagn í leggja bundið slitlag og sinna viðhaldi á tengivegi víðsvegar um Vesturland. Brýnt er að ljúka þeim verkefnum áður en farið verður í önnur, sbr. lög um samgönguáætlun nr. 33/2008. Tengivegir – dreifbýl svæði – vegakerfið Aðalfundur SSV skorar á þing- menn að hafa í huga við gerð nýrr- ar vegaáætlunar, að á meðan fjár- magn er ekki fyrir hendi í breikkun Vesturlandsvegar, þá verði því fjár- magni sem sett er í nýframkvæmd- ir veitt í tengi- og héraðsvegi Vest- urlands, sem eru flestir malarvegir í mismunandi ásigkomulagi. Svæð- ið er dreifbýlt og mikil þörf er á að endurgera vegi og auka við slit- lag. Mikilvægt er að bæta tengingu við aðra landshluta með tengingu Borgarfjarðarbrautar að Þingvöll- um um Uxahryggjaleið. Um Norðvesturkjördæmi liggja um 39% (5.000 km.) af heildar- vegakerfi landsins. Þar af eru tengi- vegir 1.300 km og af þeim liggja um 500 km um Vesturland. Þetta hlutfall er hærra en gerist í öðrum landshlutum. Fjármagn til viðhaldsverkefna Aðalfundur SSV bendir á að fjár- magn til viðhaldsverkefna í vega- gerð er óviðunandi. Vegakerfi sem hefur verið byggt upp á síðustu árum þarfnast viðhalds og eru fjár- munir til viðhaldsverkefna eng- an veginn í samræmi við þörfina. Smærri verkefni geta skilað meiru til byggðanna og atvinnulífsins. Hvalfjarðargöng Fyrirséð er að lán er hvíla á Hval- fjarðargöngum verða uppgreidd árið 2018 og aðalfundur SSV leggur áherslu á að umferð um göngin verði gjaldfrjáls í eitt ár áður en að göngin verða afhent ríkinu. Viðhald og vetrarþjónusta Aðalfundur SSV áréttar við stjórnvöld að sinna betur verkefn- um sem tengjast vetrarþjónustu. Viðhald á vegakerfinu og vetrar- þjónusta verður að vera fullnægj- andi og má ekki koma niður á ör- yggi vegfarenda. Umferðaröryggi Aðalfundur SSV leggur áherslu á úrbætur við hættuleg vegamót við stofnvegi á Vesturlandi. Breiðarfjarðarferjan Baldur Aðalfundur SSV leggur ríka áherslu á aukinn stuðning við rekstur Breiðafjarðarferjunn- ar Baldurs. Mikilvægt er með til- liti til ástands vega, fiskflutn- inga, ferðaþjónustu á svæðinu og reksturs skólaútibús Fjölbrauta- skóla Snæfellinga á Patreksfirði að tryggja áframhaldandi rekstur ferjunnar allt árið. Fjarskiptamál Aðalfundur SSV gerir kröfu um að tryggð verði aukin gæði net- tenginga, sjónvarps-og útvarps- sendinga á Vesturlandi í samræmi við stefnumörkun fjarskiptaáætl- unar og að farsímaþjónusta verði tryggð án undantekninga. Slakar nettengingar, lélegar sjónvarps- sendingar og ófullnægjandi GSM samband stendur víða í vegi fyrir uppbyggingu fyrirtækja, sérstak- lega í ferðaþjónustu og veikir þar með búsetu. Á sumum svæðum þarf að end- urskilgreina markaðssvæði fjar- skiptafyrirtækja og auka þarf eft- irlit með gæðum nettenginga. Margir staðir njóta ekki þeirrar lágmarks netþjónustu sem tilskil- in er í Fjarskiptaáætlun og víða úti á landi hefur ,,markaðurinn“ reynst ófær um að veita þá þjón- ustu sem reiknað var með. Brýnt er að unnið verði að fram- tíðarlausn fjarskipta með aukinni ljósleiðaratengingu. Ályktanir sem samþykktar voru á aðalfundi SSV Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðbjartur Hannesson alþingis- maður og Halldór Halldórsson formaður stjórnar sambandsins voru á fundinum. Guðmundur Páll Jónsson og Gísli Gíslason fara yfir málin. Fylgst með málum. F.v. Hulda Hrönn Sigurðardóttir sveitar- stjórnarfulltrúi í Borgarbyggð, Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinuráðgjafar SSV, Jóhannes Stefánsson sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggð, Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Guð- bjartur Gunnarsson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Málin rædd í samgöngunefnd SSV. Á myndinni má sjá Davíð Péturs- son oddvita Skorradalshrepps, Guðmund Pál Jónsson bæjarfulltrúa á Akranesi, Ragnar Frank Kristjánsson sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð og Einar Þ. Eyjólfsson starfsmann SSV. Fylgst með umræðum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.