Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Göngur og réttir að ná hámarki Fjárréttir á Vesturlandi fara fram um þessar mundir. Veðrið hef- ur verið fremur kalsasamt víða á leitarfólk að undanförnu, en engu að síður gengið vel miðað við aðstæður, þar sem Skessu- horn hefur fregnað. Leitarmenn hafa þó lent í snjó, hvassviðri og skárra veðri til skiptis, en alltaf í mjög blautu landi og því er erfiðu yfirferðar. Fróðir menn sem Skessuhorn hefur rætt við spá því að fallþungi dilka á þessu landssvæði nái ekki meðallagi. Helstu ástæðu þess telja þeir miklar rigningar síðustu 4-6 vikur og hefur því verið kalt á fé og það þrifist illa. mm Réttað var í Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd sl. sunnudag. Veðrið var ágætt um morguninn, en versnaði heldur þegar leið á daginn, eftir að réttarhaldi lauk. Ljósm. Fannar Sólbjartsson. Í leitum Borgfirðinga á Arnarvatnsheiði í síðustu viku var veður fremur vott og kalt með köflum. Þessa mynd tók Íris Þórlaug Ármannsdóttir af gangnamönnum þar sem þeir leita skjóls í kalsaveðri við Reykjavatnskofann. Farið var að skyggja þegar gangnamenn af Arnarvatnsheiði komu með safnið í Fljótstungurétt sl. laugardagskvöld. Votviðri og erfið færð varð því til þess að meginhluti réttarhaldsins fór fram á sunnudaginn. Um morguninn var alhvít jörð og muna elstu menn ekki eftir slíku á réttardaginn í Fljótstungu. Ljósm. mm. Svo var að sjá að dilkar kæmu vænir af fjalli hjá bændum sem reka til Svart- hamarsréttar á Hvalfjarðarströnd. Ljósm. Fannar Sólbjartsson. Sól skein um tíma í Brekkurétt í Saurbæ. Ljósm. bae. Allir voru í góðu skapi, þrátt fyrir veðrið í Fellsendarétt. Ljósm. bae. Réttað var í Þverárrétt síðastliðinn mánudag. Veður hélst þokkalegt allan daginn, en þó blés nokkuð að norðan og ekki taldi hitastigið margar gráður. Fólk lét það hins vegar ekkert á sig fá og var glatt yfir að ekki rigndi eins og spáð hafði verið. Ljósm. mm. Svipmynd yfir einn dilkinn í Þverárrétt sl. mánudag. Ljósm. mm. Hjálpast að við fjárdrátt í Þverárrétt. Ljósm. Caroline Langhein. Á sunnudagsmorguninn snjóaði til fjalla í Borgarfirði. Í Fljótstungu lá snjóbreiða yfir þegar bændur mættu til réttar um morguninn. Hér er horft heim frá Fljót- stungubænum í réttina sem er fyrir miðri mynd. Ljósm. Bjarni Johansen.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.