Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
„Sumarið sem engin átti von á
góðri veiði,“ er það sem margir í
veiðiheiminum hafa á orði. Sum-
arið var frábært, hvert metið á fæt-
ur öðru féll í laxveiðiánum á Vest-
urlandi og enn eru metin að falla.
Veiðimet í Norðurá féll í liðinni
viku, en þar veiddust 3309 laxar
og hafa aldrei fleiri komið á land
úr ánni. Árnar eru sumar að bæta
sig um nokkur hundruð prósent
á milli ára en auk Norðurár má
nefna Þverá, Flókadalsá, Reykja-
dalsá, Langá, Álftá, Gufuá, Hít-
ará og Straumfjarðará svo einhverj-
ar séu nefndar til sögunnar. Veiði-
veislan var flott og um leið eitthvað
sem fáir höfðu búist við. Nú þegar
styttist í lok veiðisumarsins tökum
við stöðuna í nokkrum ám á Vestur-
landi. Tíðindi þaðan eiga það sam-
merkt að úrkoma síðustu vikna hef-
ur sett strik í reikninginn. Vissulega
eru árnar fullar af fiski, en erfitt er
að finna hann við þessar aðstæður
auk þess sem kalt er að standa á ár-
bakkanum.
,,Þetta var eins og í gamla daga,
það var svo mikið af fiski um alla
á,“ sagði Ari Þórðarsson sem var
að leiðseigja við Norðurá í sumar.
Norðurá gaf í fyrra 953 laxa en nú
komu 3309 laxar sem er met í ánni.
Hópur sem kallar sig Haustveiði-
menn var t.d. á veiðislóðum undir
lokin í ánni og fékk 151 lax. Feng-
ust þeir víða um ána.
„Laxá í Dölum var að komast
í 700 laxa þegar ég var þarna, við
fengum 10 laxa,“ sagði veiðimaður
sem var að koma úr Laxá í Dölum
en veiðin hefur lifnað þar við eftir
að maðkurinn sást aftur. Veiðin tók
kipp við það. „Okkur vantar bara
fleiri veiðimenn til að veiða í Laxá,“
sagði Jón Egilsson formaður Veiði-
félags Laxdæla og það var mikið til í
því eins og víða á bökkunum í sum-
ar. Óseld veiðileyfi voru víða.
Miðá í Dölum hefur verið frá-
bær í allt sumar, byrjaði með krafti
og núna eru komnir yfir 600 laxar
á land. Veiðimenn sem við hittum
á þvottaplaninu í Búðardal sögðust
hafa verið í Miðá og að þeir hefðu
fengið 21 lax og einnig nokkrar
bleikjur. Mikið væri að fiski í ánni.
Eitthvað hefur veiðst í Efri-
Haukadalsá og hópur veiðimanna
úr Borgarnesi fékk þar sjö laxa en
áin hafði skilað yfir 20 löxum þegar
þeir voru þar og einnig silungi.
Haukadalsá hefur verið frekar til
baka í sumar og núna eru komn-
ir 500 laxar á land, oft verið meiri
veiði. Það hefur verið gott vatn í
henni en fiskurinn verið eitthvað
tregur og ekki í tökustuði.
Krossá er komin í 230 laxa og Fá-
skrúð í 240. Hvolsá og Staðarhólsá
hafa gefið um 200 laxa og eitthvað
af silungi. Holl veiðimanna með
Ólaf Ólafsson og fleiri innanborðs
veiddi fimm laxa og eitthvað af sil-
ungi nýverið.
Veiðiár eins og til dæmis Hít-
ará á Mýrum er orðið eins og stór-
fljót á að líta. „Það er erfitt að
veiða hérna, áin er svo vatnsmikil,“
sögðu veiðimenn sem tíðindamað-
ur Skessuhorns hitti á Breiðunni
í Hítará. „Staðan er raunar orðin
slæm hérna í ánni, vatnið var allt-
of mikið til að maður njóti veiðinn-
ar,“ bættu þeir við. „Það gengur ró-
lega, erfiðar aðstæður,“ sagði Þór-
ir Grétar sem var búinn að vera við
Hítará síðustu daga og aðeins feng-
ið þrjá laxa. „Vatnsmagnið er óg-
urlegt á svæðinu og erfitt að finna
fiskinn.“ Hítará var þá komin með
1110 laxa sem reyndar er meirihátt-
ar góð veiði.
„Við fengum 15 laxa í Hörðu-
dalsá í Dölum og áin hefur gef-
ið 70 laxa. Það fór að rigna og
hleypti það heldur betur lífi í veið-
ina í ánni,“ sagði Níels á Seljandi í
Hörðudal, þegar við spurðum um
stöðuna eftir mikla úrkomu þar um
slóðir. Víða um ána var fiskur.
Vatnasvæði Lýsu hefur verið að
gefa töluvert af silungi og einn og
einn lax kemur einnig á land. Mikið
vatn hefur verið á utanverðu Snæ-
fellsnesi. Veiðimaður sem við frétt-
um af fyrir fáum dögum fékk einn
lax og mikið af ágætum silungi.
Dunká hafði nýverið gefið 110
laxa og vatnið í henni er mikið sem
og mikill fjöldi laxa. „Við erum búin
að fá einn fisk og vatnið er mik-
ið hérna í Fáskrúð,“ sagði Kristín
Reynisdóttir sem var á veiðislóðum
í Dölunum nýlega. Fáskrúð hefur
gefið 244 laxa.
Búðardalsáin var að komast í 455
laxa en aðeins er veitt á flugu í ánni
núna í september. Hollin í ánni hafa
verið að fá mjög góða veiði og mik-
ið er af fiski í henni. Holl sem var
að veiða fyrir skömmu í Búðardalsá
veiddi 33 laxa. Ekki slæmt í tveggja
stanga veiðiá.
Metið er við það að falla í Álftá á
Mýrum en núna fyrir tveimur dög-
um voru komnir 600 laxar en met-
ið er 652 og fellur örugglega, en
það á eftir að veiða í ánni í tvær vik-
ur til viðbótar. Vatnið er frábær en
kannski erfitt að finna fiskinn eins
og víðar.
,,Metið frá 1975 var að falla fyr-
ir nokkrum dögum hjá okkur; 756
laxar á land, en gamla metið var 755
laxar,“ sagði Ástþór Jóhannsson við
Straumfjarðará en veiðin hefur ver-
ið frábær þar eins og reyndar í Haf-
fjarðará líka. Straumfjarðará hefur
gefið 780 laxa og gæti farið í 800
laxana áður en tímabilið er úti. Ekki
er búið að skrifa undir nýjan samn-
ing um leigu á ánni næstu fimm
árin, en það verður gert innan fárra
daga, við Ástþór og félaga.
Haffjarðará hefur gefið vel í sum-
ar og er núna komin í 2200 laxar á
sex stangir og stundum er meira að
segja veitt á færri stangir. Mikið er
af fiski og er Einar Sigfússon svo
sannarlega ánægður með sumar-
ið. Hann hefur heldur bætt við sig
og verður með sölu á veiðileyfum
í Norðurá næsta sumar í samstarfi
við veiðiréttareigendur, eins og
fram hefur komið í Skessuhorni.
Gangurinn hefur verið frábær í
Langá á Mýrum og þar voru komn-
ir 2600 laxar um helgina en besta
veiðin í ánni var 2008, þegar 2970
laxar veiddust. Stangveiðifélag
Reykjavíkur ætlar að veita verðlaun
fyrir lax númer 2971 sem veiðist.
Verður fróðlegt að sjá hver veiðir
hann eða hvort hann veiðist. ,,Veið-
in gengur frábærlega í Langá og
verður spennandi að sjá í hvað tölu
hún endar,“ sagði Ari Hermóður
Jafetsson er við spurðum um stöð-
una. Þá fréttum við af veiðimanni
sem keypti sér stangardag í ánni
fyrir skömmu. Var hann einn með
alla ána, engin hinna stanganna
höfðu selst.
,,Veiðin hefur verið góð í sumar í
Leirársveitinni, en núna eru komnir
yfir 900 laxar á land og það er svo-
lítið eftir af veiðitímanum og mikið
af fiski í ánni,“ sagði Óli Johnson,
er við spurðum um Laxá í Leirár-
sveit. ,,Veiðin hefur verið jöfn og
góð í allt sumar,“ sagði Óli.
Straumarnir og Brennan í Borg-
arfirði hafa gefið 400 laxa hvort
svæði sem verður að teljast mjög
gott. Veiðimenn hafa verið að fá
fína veiði þar. „Straumarnir hafa
verið góðir í sumar og reyndar fleiri
svæði hérna í kringum mig,“ sagði
Þorkell Fjeldsted er við spurðum
um stöðuna á svæðinu. „Gufuáin
er komin yfir 300 laxa og hún er
að fara í útboð í haust. Vatnið hef-
ur verið gott í allt sumar í henni.
Á Ferjukosteyrunum hafa veiðst
um 30 laxar og veiddist vel þegar
áin var tær fyrr í sumar. Gangurinn
í Gljúfurá og Norðurá hefur ver-
ið flottur í allt sumar, báðar að slá
met þessa dagana. En það haustar
snemma hérna,“ sagði Þorkell enn-
fremur.
Veiðisumarið góða er brátt á enda
Alfreð Jóhannsson í Breiðunni í Laxá í Leirársveit en áin hefur gefið 855 laxa.
Gunnar Gunnarsson og Snæbjörn Kristjánsson með laxa úr Laxá í Dölum en
Snæbjörn er allur að braggast eftir að hafa dottið við ána nýverið. Laxá í Dölum
hefur gefið 710 laxa.
Veiðin hefur verið góð í Setbergsá í sumar og sannarlega er fallegt við ána.