Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013
Mjög góður Musso árg. 2000
Mjög góður Musso sjálfsk. ekinn
um 180 þús., 4cl með leðri, eyðir
um 10 lítrum á hundraðið, er á
sumardekkjum en með fylgja
óslitin nagladekk. Bíll sem hefur
fengið gott viðhald, smurbók
og búið að skipta um hedd-
pakkningu, nýlegt púst, nýlega
farið í bremsur, nýir demparar að
aftan o.fl. Uppl. í s. 696-2334 eða
ispostur@yahoo.com
IamHappy.is Netverslun
I am Happy er barnafataverslun
sem býður upp á fjölbreytt úrval
af vönduðum barnafatnaði á
góðu verði fyrir börn á aldrinum
0-10 ára. Kíktu á www.iamhappy.
is.
Frystiskápur til sölu
Til sölu er frystiskápur með nýrri
kælivél. Fæst afhent strax. Verð 30
þús. kr. Frekari uppl. í síma 861-
4775.
Ungt par vantar íbúð á Akra-
nesi
Ungt par óskar eftir að leigja litla
íbúð á Akranesi. Óskum eftir að
dýrahald sé leyfilegt (ekki nauð-
synlegt). Erum reyklaus, snyrtileg
og róleg og tilbúin að leigja strax.
Uppl.s 771-4511.
Lítið kósí hús á Akranesi
til leigu
Til leigu er 3 herbergja 75 fm.
einbýli með stórum garði á góð-
um stað á Akranesi. Laus í byrjun
okt. Dýrahald leyfilegt. Frekari
upplýsingar í síma 866-6637 eða
849-5688. Netfang: aron.sigur-
dsson@gmail.com.
Íbúð óskast
Vantar tveggja til þriggja her-
bergja íbúð til leigu í eða kringum
Borgarnes fyrir einn mann, labra-
dor hund og kött. Sími: 848-5799.
Netfang: helgiva@gmail.com
Íbúð til leigu í Borgarnesi
Þriggja herbergja íbúð til leigu í
Borgarnesi í tveggja hæða húsi.
Mikið útsýni. Uppl. í síma 666-
2563.
Íbúð til leigu í Borgarnesi
Þriggja herbergja íbúð á neðri
hæð í húsi við Gunnlaugsgötu
í gamla bænum í Borgarnesi er
laus til leigu. Íbúðin er um 60
fermetrar að flatarmáli og er laus
til leigu strax. Uppl. í síma 864-
3816.
Óska eftir að leigja húsnæði
Við erum hjón með 2 börn og
hund sem óskum eftir húsnæði
til leigu, helst á Hvanneyri eða
þar í kring. Skoðum öll tilboð.
Hafið samband í síma 617-5313
eða 776-1124. Netfang: lisayr83@
hotmail.com.
Óskum eftir leiguíbúð Akranesi
og nágrenni
Við erum par komin yfir 50 árin
og erum við að leita að leiguíbúð
á Akranesi og nágrenni. Skilvísum
greiðslum og góðri umgengni
heitið. Upplýsingar í símum 849-
9545, 849-9525 eða 471-2103.
Netfang: gutti62@gmail.com.
Óska eftir húsnæði á Hvanneyri
eða nágrenni
Par með ungt barn óskar eftir
húsnæði á Hvanneyri eða ná-
grenni. Nánari uppl. í síma 868-
8626. Netfang: Rosabjork@errbe.
com.
Lumar þú á gömlu hjóli í
skúrnum?
Jafnvel bara einhverjum pörtum
úr gömlu hjóli (vél, felgur, grind)?
Má vera óskráð, ljótt og bilað.
Skoða allt og þakið á verðmiðan-
um er 250 þús. kr. Hafðu samband
á valur@heimsnet.is eða í símum
896-0158 og 461-1882.
Viltu losna við Bjúg og
sykurþörf?
Þá er Oolong og Puerh teið eitt
það albesta sem um ræðir. 100%
hreint kínverskt te án auka og
rotvarnarefna. Mikil brennsla.
Frábært fyrir heilsuna. 1 pk. Oo-
long - og 1 af Puerh tei á 7.800
kr. 200 tepokar, 1 pakki á 4.300 kr.
Sendi um allt land. S. 845-5715.
Netfang: siljao@internet.is.
Vetrardekk
Til sölu 4 stk. vetrardekk, lítið slitin
nagladekk (Discoverer-Cooper),
stærð 255-55-R18. Upplýsingar í
síma 892-4566.
Sjúkrarúm til sölu
Til sölu nánast nýtt sjúkrarúm
með fjarstýringu. Hægt að lyfta
höfðagafli og fótagafli upp,
einnig öllu rúminu. Bremsur á
hjólunum. Mjög þægilegt við
umönnun. Upplýsingar í síma
431-1391 og 694-2179.
Herbalife, veiti mjög góða
þjónustu
Ég er með 3 pakka með miklum
kaupauka. Verð: 13.800 - 22.800
kr. Greiði burðargjald ef pantað er
fyrir 9.000 kr. eða meira. Fáið upp-
lýsingar um kaupaukann. 100%
þjónusta. S: 845-5715.
Meiduo vespa
Til sölu svört Meiduo bensín-
vespa árgerð 2007, lítið keyrð.
Nánari upplýsingar í síma 892-
5678. Netfang: amundi@isl.is.
Greiðslumark í sauðfé
Til sölu er 133,4 ærgilda greiðslu-
mark í sauðfé. Nánari upplýsingar
hjá maria@borglogmenn.is.
Isuzu Trooper 2002
Til sölu Isuzu Trooper árgerð
2002. Hvítur,7 manna. Upplýsing-
ar margeir@met.is. Verðhugmynd
600 þús. kr.
ÝMISLEGT
Óska eftir vetrargeymslu fyrir
lítinn bát
Óska eftir vetrargeymslu fyrir
lítinn bát, sem er 4 metrar á lengd,
og er á bátakerru. Frekari uppl. á
netfanginu: matthias@holta.is.
Miði á sýningu með Jeff Dun-
ham
Til sölu miði í stúku í Laugardals-
höll á sýningu Jeff Dunnham
föstudaginn 20. september. Uppl.
í síma 847-1023 eða í tölvupósti,
arnarjon@simnet.is.
LEIGUMARKAÐUR
BÍLAR/VAGNAR/KERRUR
Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna á
www.SkeSSuhorn.iS fyrir
klukkan 12.00 á þriðjudöguM
TIL SÖLU
FYRIR BÖRN
HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI
Borgarnes – föstudagur 20. september
Foreldrafundur fer fram í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi,
tímasetning auglýst á heimasíðu leikskólans.
Dalabyggð – laugardagur 21. september
Vörðufellsrétt á Skógarströnd fer fram kl. 13. Réttarstjóri er Jóel H.
Jónasson.
Borgarbyggð – sunnudagur 22. september
Sverrismótið í knattspyrnu fer fram á Sverrisvelli á Hvanneyri kl.
10. Skemmtilegt knattspyrnumót fyrir alla aldurshópa sem haldið
er til minningar um Sverri Heiðar Júlíusson, knattspyrnuþjálfara og
Hvanneyring.
Dalabyggð - sunnudagur 22. september
Réttarhald í fyrstu Hólmarétt í Hörðudal hefst kl. 10. Réttarstjóri í
Hólmarétt er Ásgeir Salberg Jónsson.
Stykkishólmur – þriðjudagur 24. september
Blóðbankabíllinn verður við sundlaugina í Stykkishólmi kl. 12-17. Allir
velkomnir jafnt nýir sem vanir blóðgjafar.
Akranes - þriðjudagur 24. september
Foreldrafundur leikskólans Garðasels verður haldin á Vík frá kl. 18 -19 þar
sem vetrarstarfið verður kynnt.
Á döfinni
10. september. Stúlka. Þyngd 4.340
gr. Lengd 55 sm. Foreldrar Þorgerður
Arndal Kristjónsdóttir og Bjarni
Kristinn Sæmundsson, Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Soffía G. Þórðardóttir.
11. september. Drengur. Þyngd 3.705
gr. Lengd 53,5 sm. Foreldrar Hafdís
Ragna Rúnarsdóttir og Guðmundur
Óskar Ragnarsson, Akranesi.
Ljósmóðir: G. Erna Valentínusardóttir.
13. september. Stúlka. Þyngd 3.430
gr. Lengd 51 sm. Foreldrar Hulda Rún
Jóhannesdóttir og Halldór Hólm
Kristjánsson, Borgarnesi. Ljósmóðir:
Lóa Kristinsdóttir.
13. september. Drengur. Þyngd 4.110
gr. Lengd 54 sm. Foreldrar Ólöf Helga
Jónsdóttir og Elvar Már Valdimarsson,
Akranesi. Ljósmóðir: Anna Björnsdóttir
og Sigrún Gunnarsdóttir.
Minningarsýning helg-
uð Hallsteini Sveinssyni
verður opnuð í Safnahúsi
Borgarfjarðar í Borgar-
nesi á fimmtudaginn. Í
tilkynningu frá Safnahús-
inu segir að í sýningunni
verði lögð áhersla á hug-
sjónir og persónuleika
þessa merka manns sem laðaði að
sér marga af merkustu myndlist-
armönnum Íslands, en Hallsteinn
var sjálfur rammasmiður og hag-
leiksmaður sem vann fyrir helstu
listamenn íslensku þjóðarinnar á
sinni tíð. Hallsteinn var ekki auð-
ugur maður en gaf á ævikvöldi sínu
Listasafni Borgarness gjöf, m.a. í
formi listaverka, sem
seint verður metin til
fjár. Verk þessi verða
sýnd á sýningunni og en
í gegnum þau fá gestir
verðmæta innsýn í lista-
söguna. Skólastofnun-
um er sérstaklega bent
á að nýta sér sýninguna
í kennslu, en boðið verður upp á
fræðslu fyrir börn á öllum aldri auk
leiðsagnar fyrir fullorðna meðan á
henni stendur.
Opnunin hefst kl. 17:30 á
fimmtudaginn með stuttri dagskrá
á neðri hæð Safnahússins (suður-
dyr).
-fréttatilkynning
Snorrastofa hefur um árabil minnst
dánardægurs Snorra Sturluson-
ar með minningarfyrirlestri og
að þessu sinni er boðið til fyrir-
lesturs dr. Úlfars Bragasonar um
Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar.
Hann verður haldinn í Snorrastofu
þriðjudaginn 24. september n.k. og
hefst kl. 20:30. Í ár eru liðin 800
ár síðan höfðinginn Hrafn Svein-
bjarnarson var tekinn af lífi á Eyri
við Arnarfjörð. Hrafns saga Svein-
bjarnarsonar er ævisaga hans, rit-
uð um 1250. Sagan er ein samtíð-
arsagna, varðveitt bæði sérstök og
sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu
mun Úlfar Bragason ræða samsetn-
ingu sögunnar, þá mynd sem sag-
an gefur af Hrafni og þær breyting-
ar sem höfundur Sturlungu gerði á
sögunni þegar hann skeytti henni
við aðrar sögur í samsteypu sinni.
Úlfar Bragason er rannsókn-
arprófessor við Stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræð-
um. Áður var hann forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals 1988–
2006. Hann var gistikennari í nor-
rænum fræðum við University of
Chicago 1886–1987.
Úlfar lauk doktorsprófi frá Kali-
forníuháskóla í Berkeley árið 1986.
Doktorsritgerð hans fjallaði um frá-
sagnarfræði Sturlungu. Hann hef-
ur haldið fyrirlestra um Sturlunga
sögu víða, bæði heima og erlend-
is, og birt fjölda greina um sagna-
samsteypuna og sögur hennar. Árið
2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni
bók hans: Ætt og saga: Um frá-
sagnarfræði Sturlungu eða Íslend-
inga sögu hinnar miklu.
-fréttatilkynning
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar í minningarfyrirlestri
Úlfar Bragason.
Hallsteinn – minningarsýning
opnuð á fimmtudaginn