Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Hvort ætli sé betra, lækkun höfuð- stóls íbúðarlána um 20% sbr. kosn- ingarloforð Framsóknarflokksins eða lækkun vaxta til samræmis við það sem gengur og gerist í V-Evr- ópu? Svör lesenda Skessuhorns við spurningunni „Hvað kæmi sér best fyrir þig“ sem birtar voru í blaðinu 4. september sl. voru að 40,16% les- enda töldu lækkun höfuðstóls lána koma sér best á meðan 31,84% töldu að lækkun vaxta kæmu sér betur. Ef við skoðum málið þá kemur í ljós að líklega er meiri fjárhagsleg- ur hagur fyrir íbúðarlántakendur að vextir íbúðarlána lækki til sam- ræmis við það sem þekkist í okk- ar nágrannalöndum, frekar en ein einstök lækkun höfuðstóls lána um 20%. Gefum okkur eftirfarandi for- sendur: Íbúðarlán sé fyrir niður-1. færslu 30 milljónir króna og verðmæti eignar sé það sama. Lánstími eftirstöðva sé 30 ár og lánið sé venju- legt afborgunarlán með einum gjalddaga á ári. Íbúðarlán verði fært nið-2. ur um 20% eða 6 milljón- ir króna. Vextir séu óverðtryggð-3. ir vextir Arion banka hf. skv. taxta í dag, þ.e. 6,95% af láni upp í 60% veðsetn- ingu og 8,05% af viðbót- arláni upp í 80% veðsetn- ingu, þ.e. að jafnaði 7,4% óverðtryggðir vextir. Að vextir í okkar nágranna-4. löndum séu að jafnaði 4-5% lægri, sbr. skýrslu ASÍ sem nefnist Hvað kost- ar sveigjanleg króna heim- ilin í landinu? Í útreikning- um er miðað við lægri töl- una 4%. Verðlag sé fast og óbreytt 5. næstu 10 árin. Niðurstaðan úr niðurfærslunni er þessi: En hver verður niðurstaðan úr vaxtaútreikningi miðað við að vextir séu samkvæmt forsendun- um hér að framan? Samkvæmt þessu þá verða vaxta- greiðslur af hinu niðurfærða láni liðlega 15 milljónir króna á meðan vaxtagreiðslur af óniðurfærðu láni, en með V-Evrópskum vaxtakjör- um, væru 8,6 milljónir króna. Mis- munurinn er 6,4 milljónir á næstu tíu árum. Ef við tækjum mið að mismun- andi kjörum lána fyrir ungt fólk sem væri að kaupa sínu fyrstu íbúð þá er munurinn sláandi: 800 þúsund króna lækkun vaxta af íbúðarláni á ári mundi gjör- breyta getu almennings til íbúð- arkaupa og um leið til lækkunar húsaleigu, því vaxtakostnaðurinn er stærsti einstaki liðurinn í rekstri leiguhúsnæðis. Þau 40% lesenda Skessuhorns sem telja að það komi þeim betur að lækka höfuðstól lána ættu e.t.v. að skoða sínar forsendur nánar. Að bera fé á hluta kjósenda eins og Framsóknarflokkurinn var í raun að gera með kosningarloforð- um sínum kom sér vel fyrir flokk- inn og mun líklega ekkert bæta stöðu heimilanna í landinu þegar til lengri tíma er litið. Án þess að skoða það sérstak- lega og ef höfundur þessa pistils misminnir ekki þá hafa bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn birt skýrslur þar sem niðurstaðan er sú að krónan geti ekki verið framtíðar gjaldmiðill Ís- lands. Vandinn er að hluta sá að við kjósendur viljum fá allt strax og horfum því meira til skammtíma- hagsmuna okkar en langtímahags- muna. Fyrir vikið erum við að ein- angrast með lág laun, háa vexti, fólksflótta þeirra sem það geta frá landinu, versnandi almannaþjón- ustu og almennt versnandi lífskjör. Fyrir unga fólkið í dag, og í raun fyrir alla, hvort sem það eru ein- staklingar eða fyrirtæki, þá er mál- ið að taka upp samstarf við aðrar þjóðir, opna hagkerfið og skapa umgjörð fyrir erlenda fjárfest- ingu. Það verður ekki gert nema við losum okkur við krónuræfil- inn og fáum alvöru mynt sem ekki er spilapeningur fyrir stjórnmála- menn. Borgarnesi, 15. september 2013 Guðsteinn Einarsson. Pennagrein Hvort er betra? Nýtt lán 20.000.000 20.000.000 Vextir 1.478.000 678.000 Mismunur 800.000 Lán A Lán B Lán 30.000.000 30.000.000 20% afsláttur 20% 6.000.000 - Staða láns eftir niðurfærslu 24.000.000 30.000.000 Greiðsluferli vaxta Lán A Lán B Mismunur 7,4% 3,4% Ár 1 1.773.600 1.017.000 756.600 Ár 2 1.714.480 983.100 731.380 Ár 3 1.655.360 949.200 706.160 Ár 4 1.596.240 915.300 680.940 Ár 5 1.537.120 881.400 655.720 Ár 6 1.478.000 847.500 630.500 Ár 7 1.418.880 813.600 605.280 Ár 8 1.359.760 779.700 580.060 Ár 9 1.300.640 745.800 554.840 Ár 10 1.241.520 711.900 529.620 15.075.600 8.644.500 6.431.100 - stuttur afgreiðslutími - lagerlitur hvítur, boðið upp á málun - gluggar, bæði íkomnir og í lausu Bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet fást í verslunum Húsasmiðjunnar um land allt - hurðaopnarar - boðið upp á uppsetningu limtrevirnet.is Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Andlit hússins -fallegar og sterkar bílskúrshurðir frá Límtré Vírnet Eins og áður hefur ver- ið sagt frá í Skessuhorni hafa forsvarsmenn Rútu- ferða ehf á Snæfellsnesi, hjónin Hjalti Allan Sverr- isson og Lísa Ásgeirsdótt- ir, verið á ferð um Snæ- fellsnes þar sem þau hafa gefið fyrstu bekkingum í grunnskólum á svæðinu endurskinsmerki og vesti. Tilefnið er að um þetta leyti er eitt ár liðið frá því að fyrirtækið hóf akstur á milli Reykjavíkur og Snæ- fellsness. Nú síðast gáfu þau nem- endum fyrsta bekkjar í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi. Munu vestin koma að góðum notum þeg- ar farið verður í vettvangsferðir því mikilvægt er að allir séu sýnilegir í umferðinni. þa Sigurður Ingi Jóhannsson, um- hverfis- og auðlindaráðherra, veitti sl. mánudag á Degi ís- lenskrar náttúru, Páli Stein- grímssyni kvikmyndagerðar- manni, fjölmiðlaverðlaun ráðu- neytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnboga- dóttur, Náttúruverndarvið- urkenningu Sigríðar í Bratt- holti. Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörg- um tugum frá Vestmannaeyja- gosinu 1973 og fram á þenn- an dag. Megináhersla hans hef- ur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heims- byggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heið- ursverðlaun Eddu. mm Hér er fyrsti bekkur í Grunnskóla Snæfells- bæjar ásamt forsvarsmönnum Rútuferða og um- sjónarkennara sínum. Ljósm. Una Jóhannesdóttir. Fleiri nýliðar í umferðinni sýnilegri Páll Steingrímsson verðlaun- aður á Degi íslenskrar náttúru Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt verðlauna- höfunum, Vigdísi Finnbogadóttur og Páli Steingrímssyni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.