Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 18.09.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2013 Senn líður að lokun undirskrifta- söfnunar á vefsíðunni lending.is, þar sem skrifað er undir kröfu um að landsmenn fái að halda óskertri flugstarfsemi í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. Tilefnið er sú ætl- an borgaryfirvalda að svipta okk- ur þessari perlu sem Reykjavíkur- flugvöllur er, sbr. nýtt aðalskipu- lag borgarinnar sem nú er í aug- lýsingaferli. Þar með rofnar sú tenging við alla kjarnastjórnsýslu, menningar og heilbrigðisþjónustu, sem flugvöllurinn hefur veitt okk- ur og gert kleift að sækja hvaðan- æva af landinu með stuttum fyrir- vara og jafnvel skila okkur heim aft- ur samdægurs. Völlurinn hefur sér- staka þýðingu fyrir sjúkraflugsþjón- ustuna sem sér til þess að þeir sem verða fyrir því óláni að veikjast illa eða slasast fjarri borginni, komist til þeirrar sértæku læknismeðferð- ar sem á þarf að halda í tæka tíð. Þar sem þessi þáttur í umræðunni, sjúkraflugið, er sá hverfipunktur sem engin fjárhagsleg rök vinna á, þá hafa flugvallarandstæðingar tek- ið sig til og ráðist að einmitt þess- um þætti. Tökum nokkur dæmi: „Sjúkra- flugsþjónustan eru þröngir sér- hagsmunir“ (samtökin um Betri Byggð). „Það er ábyrgðalaust og siðferðilega rangt að flytja sjúk- linga í vængjuðu flugi. Alla bráð- veika sjúklinga á að flytja með þyrl- um“. (Fjölmargar blaðagreinar Arnars Sigurðssonar og Gunnars H. Gunnarssonar. Á þessu bygg- ist sú „röksemd“ að engin þörf sé á flugvelli í borginni vegna sjúkra- flugs, heldur aðeins þyrlupöllum við spítalana). „Í langflestum tilfellum er engin hætta á ferðum fyrir sjúkling þótt ferðatíminn lengist, m.a. ef krækja þarf með sjúkraflugi til Keflavík- ur.“. (Áðurnefnd samtök oftsinn- is ásamt Degi B. Eggertssyni, en hann lét þessi orð falla á ráðstefnu HR 19 janúar 2012). „Aðeins er þörf á að viðhafa flýti fyrir fyrstu aðkomu á vettvang slysa eða bráðra veikinda, en eft- ir fyrstu umönnun þar liggur ekk- ert á“. (Samtök um B.B. enn og aft- ur og einnig Dagur B. Eggertsson á sömu ráðstefnu og nefnd var hér að ofan). „Það hefur aldrei verið sannað að nálægð flugvallarins við sjúkra- hús bjargi mannslífum“ (Dagur B. Eggertsson á kynningarfundi um nýtt aðalskipulag Reykjavíkur 30 maí sl.). „...en málið er bara það að fyrir Reykjavík þá er mjög mikilvægt að þétta borgina. Og þetta er ofboðs- lega mikilvægur hluti í því og eig- inlega órjúfanlegur hluti þess að Reykjavík verði þétt og góð borg.“ (Páll Hjaltason, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, í við- tali við fréttastofu Stöðvar 2, 26. ágúst sl., eftir að hafa sagst skilja áhyggjur fólks vegna sjúkraflugsins. Þetta sýnir glöggt afstöðu hans til lífs og lima landsbyggðarfólks). Þór Saari telur að séð í stóru samhengi þurfi að ræða þetta mál og leysa „af skynsemi en ekki með svona vitleysistali um einstaka flutninga á fólki.“ (Færsla á Fa- cebook 19. ágúst sl. en hér er átt við það þegar einstök dæmi hafa verið nefnd í auglýsingum og umræðum á Facebook um sjúkraflug, þar sem nánd flugvallarins við Landsspítal- ann varð ótvírætt til lífsbjargar). Fréttastofa Stöðvar 2 lagði svo nokkuð til málanna 2. septem- ber sl. þegar stuðst var við eftirfar- andi tilvitnun í skýrslu Ríkisendur- skoðunar um sjúkraflug, sem kom út þá um daginn: „Mikilvægt er að hafa í huga að þó mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflutningum hef- ur aðbúnaður sjúklinga og aðstaða lækna, sjúkraflutningamanna og aðstandenda veruleg áhrif.“ Með þessari klausu taldi fréttastofan sannað að framburður okkar sem stöndum að undirskriftasöfnuninni, um að mínútur geti skipt sköpum í sjúkraflugi, væri rangur sbr. fyrir- sögn fréttarinnar: „Ósamræmi er í málflutningi talsmanna flugvallar- ins í Vatnsmýri ef litið er til nýút- kominnar skýrslu ríkisendurskoð- unar um sjúkraflug.“ Þá er landsmönnum vel kunn- ugt um það uppnefni sem umfjöll- un okkar um sjúkraflug og einstök dæmi þar um hefur fengið, „tilfinn- ingaklám,“ en vandséð er hvern- ig hægt er að fjalla um björgun mannslífa og heilsu fólks án þess að sú umræða höfði til tilfinninga. Egill Helgason leggst á þessa sömu sveif þegar hann segir að um- fjöllun á þessum nótum sé „á mörk- um hins smekklega.“ Loks hefur jaðrað við að niðr- andi tal um sjúkraflugið, þar sem allir ofangreindir og fleiri til ganga beinlínis svo langt að hagræða stað- reyndum þar um máli sínu til fram- dráttar, sé komið út á þann hála ís að rakka niður þá framkvæmdaaðila sem sinnt hafa þessari þjónustu. Við sem að þessari söfnun stönd- um höfum séð ástæðu til að greina frá mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflugið og höfum nefnt ein- stök dæmi því til stuðnings, en þar erum við eingöngu að greina frá ís- köldum staðreyndum. Þetta eru eingöngu sannar reynslusögur sem fram hafa komið sem eru margfalt fleiri. Andstæðingum flugvallarins finnist þær ósmekklegar og breyt- ir engu um mikilvægi þeirra. Þótt þessir sömu aðila telji sig geta fund- ið að framkvæmd sjúkraflugsþjón- ustunnar breytir heldur engu um að okkur liggur alltaf jafn mikið á með sjúklinga í bráðaflutningum, jafnt á lokasprettinum sem í öðrum hlutum flutningsleiðarinnar. Ég árétta hér með einn mikil- vægan þátt í þessu samhengi öllu. Allan þann tíma sem við hjá Mý- flugi höfum starfrækt sjúkraflug- sþjónustuna á landsvísu höfum við aldrei þurft að snúa frá Reykjavík- urflugvelli vegna veðurs. Svo vel er hann staðsettur og gerður úr garði, t.d. með sínum þremur flugbraut- um, að ef við á annað borð höf- um getað sinnt útköllum vegna að- stæðna á viðkomustöðum okkar annars staðar á landinu, þá höfum við undantekningarlaust getað lok- ið þeim útköllum í Reykjavík. Þetta hefur reynst ómetanlegt. Það áréttast hér með einnig að þyrlur eru frábær björgunartæki en fráleit flutningstæki í reglubundnu sjúkraflugi yfir hálendi Íslands. Um ástæður þess má m.a. lesa á lend- ing.is. Einnig er sú staðreynd mikil- væg í umræðunni, en illa afbök- uð af andstæðingum okkar, að sér- hæfð og dýr þjónusta á ýmsum sviðum, s.s. hjartaþræðingar, með- ferð heilablæðinga og gjörgæsla nýbura, verður ekki veitt á dreifð- um fjórðungssjúkrahúsum lands- ins. Hún getur aðeins verið í boði á einum stað hjá svo fámennri þjóð eins og okkur. Sérhæfing þessara þátta er svo mikil, tækjabúnaðurinn svo dýr og mannauðurinn í þessum störfum takmarkaður auk þess sem þörf er á þeirri reynslu og kunnáttu sem aðeins fæst viðhaldið með því að þjónustan sé höfð miðlæg. Af út- köllum Mýflugs eru einmitt hjarta- tilfellin langalgengust, þá heila- blæðingar og loks meðgöngu- og nýburavandamál. Þessi öfgakenndu viðbrögð flug- vallarandstæðinga og forherðingin sem sjá má í viðhorfum borgaryfir- valda æpir á að allir stuðningsmenn flugvallarins sem enn eiga eftir að skrifa undir á lending.is, geri það nú þessa fáu daga sem enn eru til stefnu. Við munum skila þess- um undirskriftum til viðtakenda á föstudaginn kemur, 20 september. Takk þið öll sem hafið skrifað undir nú þegar! Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri hjá Mýflugi og stjórnar- maður í Hjartanu í Vatnsmýri. Pennagrein Smá meira tilfinningaklám! Andakílsá er að komast í 300 laxa sem verður að teljast gott, besta og frægasta hollið í ánni veiddi 41 lax eins og við greindum frá í Skessu- horni í sumar. Reykjadalsá í Borgarfirði hefur líka verið að gera það gott og þar eru komnir 240 laxar á land. Ósk- ar Færseth, sú veiðikló, hefur ver- ið þar af og til í sumar og fékk fyrra hollið sem hann var í 24 laxa og síðan tíu laxa nokkru seinna. „Þetta var gaman,“ sagði Óskar sem hef- ur dregið á land nokkra fiskana um ævina, bæði laxa og silunga. Flókadalsá hefur verið ævin- týralega góð í sumar en núna eru komnir yfir 900 laxar úr ánni. Guð- jón Pétur Jónsson var fyrr í sum- ar í ánni, var þá að veiða í fyrsta skipti í Flóku. Fékk hann nokkra laxa. Hollin hafa verið af fá þetta 25 til 50 laxa. Ennþá er mjög mikið af fiski í Flóku en vatnið hefur verið mikið og erfitt að veiða í henni eins og jafnan þegar úrkoma er svona mikil. Upp við fossana er þó best að vera við slíkar aðstæður. „Veiðin hefur gengið vel hjá okk- ur í Grímsá og Tunguá en núna eru komnir 1450 laxar á land,“ sagði Jón Þór Júlíusson er við spurðum um stöðuna, en áin er búin að gefa næstum þúsund löxum meira núna en fyrir ári. Bætingin er því góð eins og víðar. Einvörðungu er veitt á flugu í Grímsá eins og reyndar í Þverá og Norðurá. ,,Árnar eru komnar yfir 3400 laxa og þetta hefur gengið vel í sumar,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson, en fé- lagði hans Starir, sem samanstend- ur af Ingólfi, Halldóri og Davíð fé- lögum hans, var að taka við Þverá og Kjarará í vor. Fyrsta sumarið byrjaði því feiknavel hjá þeim. „Við lítum bjartsýnir til næsta sumars,“ sagði Ingólfur sem er einnig með Brennuna og Straumana, þar sem veiddist einnig vel eins og að fram- an greinir. gb Hróðugur veiðimaður með lax úr Norðurá. Athugið að fiskurinn fellur afar vel inn í umhverfið, en er býsna stór. Þórdís Ólafsdóttir bóndi á Valdastöðum í Kjós með fyrsta laxinn úr ánni í sumar, en áin hefur gefið 1060 laxa sem er miklu betri veiði en í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.