Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra- nesi hefur gengið í gegnum nokkr- ar breytingar. Nemendum fækkaði við skólann þegar tveir aðrir fram- haldsskólar voru settir á fót á Vest- urlandi; Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði 2004 og Mennta- skóli Borgarfjarðar í Borgarnesi 2006. Í dag eru um 85% af nem- endum Fjölbrautaskóla Vesturlands frá Akranesi og úr Hvalfjarðarsveit. Skólinn hefur þurft að glíma við stöðugar niðurskurðarkröfur eftir að kreppan skall á fyrir fimm árum. Því hefur verið mætt með aðhaldi og sparnaði. Ekki er lengur boðið upp á dýrustu valáfangana sem áður voru við skólann. Það voru fög sem Alþjóðadagur sykursjúkra er 14. nóvember ár hvert. Af því tilefni voru árlegar blóðsykursmælingar gerðar á Smiðjutorgi á Akranesi laugardaginn 16. nóvember. Alls voru 163 þátttakendur mældir. Það var deild Félags sykursjúkra á Vesturlandi, Lionsklúbburinn á Akranesi og Apótek Vestur- lands sem stóðu fyrir mælingun- um. Að sögn Jóns Sólmundarson- ar, formanns deildar Félags sykur- sjúkra, var aðsóknin ágæt. Marg- ir sem mæta árlega létu mæla sig ásamt öðrum sem aldrei hafa farið í blóðsykursmælingu áður. Nið- urstöður voru sambærilegar á milli ára. Átta einstaklingum, sem ekki hafa verið greindir með syk- ursýki, var ráðlagt í kjölfar niður- stöðu mælinga að panta tíma hjá lækni til frekari skoðunar og eft- irfylgni. Tekið var tillit til fæðu- inntöku þátttakenda fyrir mæl- inguna. Hæsta blóðsykurmæling- in var 19,4 og kom mælingin við- komandi verulega á óvart. „Vesturlandsdeild Félags syk- ursjúkra færir Lionsklúbbnum og Apóteki Vesturlands bestu þakkir fyrir samstarfið ásamt öllum þeim sem mættu í mælinguna,“ segir Jón Sólmundarson. Á meðfylgjandi myndum má sjá fulltrúa frá deild Félags sykur- sjúkra og Lionsklúbbnum á Akra- nesi að störfum. grþ Átta einstaklingum ráðlagt að leita læknis Atli Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands: „Veruleg fækkun nemenda fyrirsjáanleg í framhaldsskólum landsins“ kveiktu oft áhuga nemenda á því að leggja fyrir sig frekara nám í iðn- og tæknigreinum. Gengið á brottfall liðinna ára Atli Harðarson skólameistari seg- ir að framhaldsskólakerfið í landinu eigi spennandi en jafnframt nokk- uð óvissa tíma framundan. „Það er erfitt að sjá hvað gerist. Mennta- málaráðherra boðar styttingu náms á framhaldsskólastigi. Það þýðir að framhaldsskólarnir minnka. Það þarf að hafa minna umleikis til að kenna þremur árgöngum en fjór- um. Annað sem ég held að muni gerast á næstu árum er að það mun væntanlega fækka talsvert í hópi fullorðinna nemenda í framhalds- skólunum, ekki aðeins hér á Akra- nesi heldur á landsvísu. Núna eru u.þ.b. sex og hálfur árgangur inn- ritaður í framhaldsskólana. Ef það eru um fjögur þúsund í árgangi þá er það um 26 þúsund nemendur. Skýringin á þessu er að í skólunum nú er mikið af fullorðnu fólki sem af ýmsum ástæðum kláraði ekki fram- haldsskóla þegar það var ungling- ar. Þau eru að vinna það upp núna. Skólakerfið er nú að ganga mjög hratt á það sem kalla má brottfall liðinna ára. Núna útskrifast árlega um 130% af fjölda í dæmigerðum árgangi eða hátt í 6000 manns. Í Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa um 20% verið nemendur sem eru fullorðið fólk. Þegar þessi kúfur verið tekinn niður og flestir þeirra fullorðnu sem vilja framhaldsskóla- menntun hafa orðið sér út um hana, þá horfum við fram á að framhalds- skólarnir verði nær eingöngu með unglinga.“ Of stórir skólar Skólameistarinn á Akranesi seg- ir að eftir nokkur ár sé fyrirsjáan- legt að þjóðin verði með skólakerfi sem hefur pláss fyrir hátt í 30 þús- und manns. Það muni þó einung- is fá rétt tæp 20 þúsund nemend- ur. Þrátt fyrir þetta sé enn ver- ið að byggja nýja skóla. Fólk ætti frekar að staldra við og spyrja hver þróun framhaldsskólakerfis- ins verði í framtíðinni. „Fjórir ár- gangar eru ekki nema tæp 18 þús- und manns á landsvísu. Ef við tök- um upp þriggja ára framhaldsnám þá eru þrír árgangar aðeins 13 til 14 þúsund manns. Það er því aug- ljóst að það mun hringla allvel í þessu kerfi. Þetta mun kalla á ein- hvers konar uppstokkun og breyt- ingu. Ef nemendum fækkar um- talsvert eins og ég tel að hljóti að blasa við, þá munum við vart halda áfram að reka óbreytt kerfi af þess- ari stærð. Ef litið er á Fjölbrauta- skóla Vesturlands þá býst ég við að hann muni fá vel yfir hundrað ný- nema upp úr 10. bekkjum á hverju hausti. Ef hver þeirra er hjá okkur í þrjú ár þá eru það ekki nema rúm- lega 300 nemendur. Ef við tölum um fjögur ár, þá eru það rúmlega 400. Það er talsvert minni starfsemi en í dag.“ Kerfi sem er gírað inn á magn Atli segir að sókn fullorðinna í framhaldsskólamenntun á unda- förnum árum hafi að nokkru leyti verið drifin áfram af eftirspurn. Fólk vilji fá gráður og starfsréttindi. Hún sé þó líka á vissan hátt tilkom- in vegna þess að skólarnir sækjast eftir viðskiptavinum, það er nem- endum. „Þetta helst í hendur. Skól- arnir vilja fá fleiri nemendur vegna þess að ríkið hefur í raun borgað skólunum fyrir magn eininga, en ekki vegið á neinn hátt hversu góða kennslu þeir veita. Það eru borgað- ar svo og svo miklar fjárhæðir fyrir hverja einingu sem nemandi gengst undir próf í. Upphæðin er sú sama óháð því hvort nemandinn fái svo fimm eða tíu í einkunn. Það gildir líka einu hvort fimman er munstr- uð á viðkomandi nemanda til að láta hann ná eða hvort hann vann fyrir henni. Við höfum kerfi sem er frekar stórt miðað við stærð þjóð- arinnar og mjög gírað inn á magn. Ég vona að þegar sá samdráttur sem er framundan verður að veru- leika og skólarnir fá talsvert færra fólk inn, að þá verði áherslan frek- ar á að gera virkilega vel við fólk. Ég vildi gjarnan sjá ríkið bregðast við þessari þróun með því að umb- una skólunum fyrir afbragðs ár- angur og það sem er framúrskar- andi í staðinn fyrir magn á kennslu og einingum. Það er kannski ósk- hyggja að vænta þess að slíkt sé handan við hornið en maður von- ar nú samt.“ Kreppan þvingar ekki fullorðið fólk í nám En liggur skýringin á aðsókn full- orðinna að framhaldsskólanámi ekki að einhverju leyti í því að að- stæður eru erfiðar á vinnumark- aði? „Ég held ekki. Aðsókn full- orðinna að framhaldsskólum að minnsta kosti hér og skólum svip- uðum þessum minnkaði frek- ar á árunum 2009 og 2010 mið- að við árin á undan. Fyrstu áhrif kreppunnar virtust vera að fólk sótti heldur minna en ekki meira í nám. Kannski var það vegna von- leysis, fólk hélt það þýddi ekk- ert að reyna að bæta stöðu sína á vinnumarkaði með meiri mennt- un því þetta væri hvort eð er allt glatað, ég veit það ekki. En þeg- ar sem allra mest var að gera hér í byggingagreinum á árunum fyr- ir bankahrun þá var mjög önn- um kafið fólk sem var að fullnýta hverja stund alla sjö daga vikunn- ar til að geta komið hér um kvöld og helgar í húsasmíði úr mikilli yfirvinnu. Ég tel frekar að vinnu- markaðurinn hafi smám saman orðið óvinveittari þeim sem ekki hafa formlega menntun. Launa- bil ófaglærðra og faglærðra hef- ur heldur verið að breikka. Margt fólk sem sá kannski fyrir 20 árum að það þyrfti ekki endilega fram- haldsskólamenntun til að sjá sér farborða telur nú að það borgi sig að ná sér í starfsmenntun eða bæta við sig í skólagöngu.“ Beina þarf fleiri í iðn- og tæknigreinar Hefur Atli Harðarson skoðanir á því hvernig ætti á breyta áherslum í framhaldsnámi? Ætti að reyna að beina fleira fólki yfir í tækninám? „Íslenska skólakerfið er sveigjanlegt og býr yfir fjölbreytni. Skólarnir hafa mætt breytilegum þörfum í bóknám- inu. Iðnnám og tækninám er meira bundið í alls kyns regluverk. Sveigj- anleiki þar er minni og allar breyt- ingar taka mjög langan tíma. Ég held að vandræði sem oft er talað um í tenglsum við að allt of fáir unglingar fari í iðn- og tækninám sé að nokkru leyti vegna þess að það nám hefur ekki lagað sig eins hratt að breytt- um þörfum og hugsunarhætti ung- linga. Þar þarf kannski að fara í tals- vert róttæka tiltekt til að laða ungt fólk að náminu. Það er mjög æskilegt markmið að fá fleira ungt fólk í nám í tæknigreinum. Við höfum reynt að fikra okkur áfram í átt að þessu með því að bjóða upp á almennt tækninám í eitt ár. Það nám gengur upp í nám í byggingagreinum og málmiðnaðar- greinum. Fólk getur farið í þetta nám þó það viti ekki hvaða tæknigrein eða iðngrein það ætli að fara í. Það má líka söðla um og taka stefnuna á stúd- entspróf úr þessu.“ Atli telur þó að fleira komi til í tengslum við að laða ungt fólk að námi í iðn- og tæknigreinum. „Þetta nám hefur verið að þyngjast jafnt og þétt í meira en aldarfjórðung og það gerir það kannski minna aðlaðandi fyrir 16 ára ungmenni. Margt iðn- nám er í dag erfiðara en bóknám. Það er lengri vinnudagur hjá nem- endum og námið tekur meira á held- ur en dæmigert bóknám. Það er lið- in tíð að krakkar sem byrja á stúd- entsbrautum komi kannski á miðjum vetri og segi námið allt of erfitt og það vilji fara í iðnnám. Nú er þetta meira í hina áttina. Krakkar sem byrja á iðnnámi segja það of erf- itt og ákveða að fara í stúdentsnám. Þetta er bæði vegna þess að flókn- um viðfangsefnum í iðnnámi hef- ur fjölgað. Það er alls kyns tölvu- tækni og tölvuteikning, meiri flókin bókleg fræði sem eru komin í þetta. Hitt er að kennslan sem þegar þess- ar námsskrár í iðngreinum urðu til, gerði ráð fyrir því að fólk hefði unnið eitthvað. Það var ekki galin forsenda á þeim tíma. Flestir sem fóru í iðn- nám höfðu unnið á verkstæðum eða í smiðjum hjá ættingjum og kunn- ingjum, jafnvel allt frá því fyrir ferm- ingu. Vinnustaðir þar sem tæknistörf eru unnin í dag eru lokaðir börnum og unglingum vegna öryggissjón- armiða. Unglingar í dag þekkja vart eða ekki þennan heim þegar þau eru að hefja iðnnám og þurfa þess vegna e.t.v að fara heldur hægar af stað og fá tíma til að æfa sig í vinnubrögðum sem ungt fólk lærði áður með þátt- töku í atvinnulífi.“ mþh Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Atli Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.