Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.12.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Í nýlegum dómi Héraðsdóms Vest- urlands var Akraneskaupstað- ur sýknaður af kröfu Skagaverks ehf. um skaðabætur. Málið snerist um að Skagaverk fór fram á bæt- ur vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda 28. september 2011 um að aftur- kalla samþykki byggingaráforma um bensín- og olíusjálfsafgreiðslu Atlantsolíu ehf. á Kirkjubraut 39 á Akranesi. Lóðin er í eigu Skaga- verks. Héraðsdómur dæmdi máls- aðila ekki til greiðslu málskostnað- ar að öðru leyti en því að stefnanda, Skagaverki, var gert að greiða Atl- antsolíu 50.000 krónur í málskostn- að, en fulltrúum félagsins var stefnt til réttargæslu þegar málið var tek- ið fyrir. Gunnar Þ. Garðarsson eig- andi Skagaverks sagðist í samtali við Skessuhorn reikna með að mál- inu verði áfrýjað til Hæstaréttar. þá Framleiðsla á innlendu kjöti jókst að meðaltali um 2,2% á tólf mán- aða tímabili frá nóvemberbyrj- un 2012 til októberloka 2013 sam- kvæmt tölum Landssamtaka slátur- leyfishafa. Hafði framleiðsla aukist í öllum búgreinum miðað við sama tímabil í fyrra nema í nautakjöti og svínakjöti. Frá þessu er greint í nýj- asta tölublaði Bændablaðsins. At- hygli vekur að innflutningur á kjöti hefur hinsvegar aukist verulega á milli ára. Þannig jókst sá innflutn- ingur úr 874,8 tonnum á fyrstu níu mánuðum ársins 2012 í tæp 1.234 tonn á sama tímabili 2013 eða um rúm 41%. Þá hefur útflutningur á ýmsum búfjárafurðum einnig auk- ist töluvert eða um 14% á tólf mán- aða tímabili. Mest aukning hef- ur orðið á innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði þessa árs, eða úr 217,5 tonnum í 445,5 tonn. Veru- leg aukning hefur líka verið í inn- flutningi á alifuglakjöti, eða úr 451 tonni í rúm 624 tonn. Hinsveg- ar hefur orðið örlítill samdráttur í innflutningi á nautakjöti, en lítils- háttar aukning hefur orðið í öðrum kjötvörum að undanskildi kinda- kjöti. Þrátt fyrir mikinn innflutn- ing hefur innanlandsframleiðslan á alifuglakjöti einnig aukist á tólf mánaða tímabili. Nam hún tæpum 8.020 tonnum og er aukningin um 2,7%. Framleiðslan í október var rúm 766 tonn. mm/ Heimild: Bændablaðið. Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án for- dæma. Söluaukning í smjöri hefur til dæmis verið yfir 20% á haust- mánuðum. Má rekja þessa aukn- ingu til vinsælla lágkolvetnakúra og að líkindum einnig til fjölgunar ferðamanna. Við venjulegar kring- umstæður er söluaukning mjólk- urafurða yfirleitt á bilinu 1 til 3% milli ára. Greiðslumark eða fram- leiðslukvóti kúabænda fyrir innan- landsmarkað árið 2014 hefur þeg- ar verið aukinn í 123 milljónir lítra, en var 116 milljónir lítra fyrir yfir- standandi ár. Mjólkursamsalan ger- ir ráð fyrir áframhaldandi sölu- aukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Til að koma í veg fyrir birgðaskort hefur MS gefið út að fyrirtækið mun greiða bændum fyrir alla mjólk sem þeir geta lagt inn á næsta ári. Vonir standa til að sú ákvörðun leiði af sér að unnið verði úr allt að 128 milljónum lítra af mjólk árið 2014. Treysta öryggismörk með innflutningi Einar Sigurðsson forstjóri Mjólk- ursamsölunnar segir að það megi líkja þessari söluaukningu við sprengingu á markaðinum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mat- aræði á borð við lágkolvetnakúr- inn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölg- un ferðamanna. Mjólkuriðnaður- inn mætir þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ost- um og öðrum vörum sem fram- leiddar eru með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurfram- leiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til auk- innar framleiðslu.“ Einar segir að til að treysta öryggismörk í birgða- haldi muni Mjólkursamsalan einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkr- ar vinnsluvörur á borð við kálfa- fóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar. Innflutt smjör er dýr- ara en innlent, en þess mun ekki sjást merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk. Það verður nóg til Bændur tóku þegar við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um 8% frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukn- ingu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mik- il og undanfarna mánuði. Gert er ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um allt að þúsund á milli ára. Það ferli er þegar hafið og fyr- irsjáanlegt að nægt framboð verði á markaðnum á næstu árum, seg- ir Einar Sigurðsson. Í nágranna- löndum okkar hefur orðið vöxtur í neyslu á smjöri og ostum, en ekk- ert þó í líkingu við það sem hér hef- ur gerst undanfarna mánuði. Það er því ljóst að Íslendingar eru mjög ánægðir með íslenskt smjör, rjóma og ost. Framundan eru mestu sölu- vikur ársins fyrir hátíðirnar og mjólkuriðnaðurinn undirbýr sig fyrir þá vertíð. „Það verður alltaf nóg af íslensku smjöri og rjóma hér á markaði. Það er hluti af íslenska jólahaldinu,“ segir Einar Sigurðs- son forstjóri MS. mm Síðastliðinn föstudag var haldið kveðjukaffi í Ásgarði á Hvanneyri til heiðurs nokkrum starfsmönn- um sem hafa látið af föstu starfi við skólann eftir langa og dygga þjón- ustu. Nokkrir tugir samstarfsmanna komu í mötuneyti skólans og gerðu sér glaðan dag ásamt fyrrverandi samstarfsmönnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá frá vinstri Ágúst Sigurðsson, rektor, en þá kemur Hafdís Rut Péturs- dóttir sem hóf feril sinn á skrif- stofu skólans árið 1965 hjá Guð- mundi Jónssyni, þáverandi skóla- stjóra Bændaskólans. Undanfar- in ár hefur Hafdís verið launarit- ari LbhÍ, en síðasti starfsdagur Hafdísar var sl. föstudag. Við hlið hennar stendur eiginmaður hennar Grétar Einarsson, búfræðikand- ídat 1968. Grétar er licentiat með áherslu á bútækni frá KVL. Grét- ar varð sérfræðingur Rala í þessari sérgrein frá 1974 auk þess að vera stundakennari á Hvanneyri. Hann vann í áratugi við búvélaprófanir og rannsóknir í bútækni. Þá kemur Jó- hannes Ellertsson vélvirkjameist- ari sem hóf störf 2003 og hefur kennt allar götur síðan við skólann. Jóhannes er þúsund þjala smiður og hann hefur kennt málmsuðu og bú- smíði við skólann auk þess að koma að kennslu í búvélafræði. Við hlið Jóhannesar er Steinunn Ingólfs- dóttir sem kom til starfa við skól- ann við tilraunavinnu upp úr 1980. Steinunn lauk námi í bókasafns- fræði 1993 og starfaði frá þeim tíma sem bókasafnsfræðingur þar til í maí á síðasta ári. Þá kemur Hall- dór Sverrisson licentiat í plöntu- sjúkdómum frá KVL 1979. Halldór starfaði á Rala og kenndi við Garð- yrkjuskólann, á Hvanneyri auk þess að vera í hlutastarfi við Skógrækt ríkisins á Mógilsá frá 2003. Lengst til hægri stendur loks Bjarni Guð- mundsson, dr.scient frá Ási í Nor- egi 1971. Bjarni var sérfræðingur við Bútæknideild Rala 1971-1973. Kennari við Bændaskólann frá 1973 og á tímabilum deildarstjóri búvísindadeildar. Bjarni skrifaði ævisögu Halldórs á Hvanneyri og fleiri sögurit m.a. um vélar og verk- færi sem hafa verið sagnfræði stað- arins og atvinnugreininni mikilvæg og er einnig „faðir“ Landbúnaðar- safnsins í þeirri mynd sem það er að taka á sig nú. Á myndina vantar Magnús B. Jónsson sem var skóla- stjóri á Hvanneyri 1972-1984. Eft- ir það aðalkennari í búfjárrækt við búvísindadeildina. Fyrsti forstöðu- maður Hagþjónustu landbúnaðar- ins 1990 - 1992, en þá gerist hann aftur skólastjóri Bændaskólans. Hann gekkst síðan fyrir stofnun Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri 1999 og var fyrsti og eini rekt- or hans en hann var sameinað- ur Rala og Garðyrkjuskóla ríkisins 2005 við stofnun Landbúnaðarhá- skóla Íslands. áþ Starfsmenn kveðja Landbúnaðarskólann eftir langa þjónustu Kýrin Drottning frá Geirshlíð í Borgarfirði er ein af nythæstu kúm landsins, skilaði 12,4 tonnum af mjólk á 12 mánaða tímabili. Gott er fyrir bændur að eiga slíka kostagripi nú þegar framleiðslan annar ekki aukinni eftirspurn. Bændur fá fullt verð fyrir alla mjólk sem þeir geta lagt inn Íslendingar í aðhaldi kaupa meira smjör, rjóma og osta en nokkur dæmi eru um Einar Sigurðsson forstjóri MS. Kirkjubraut 39 þar sem áformað var að sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu risi. Ljósm. mm. Akraneskaupstaður sýknaður af kröfu Skagaverks Aukinn innflutningur á kjöti til landsins Jólaútvarp Óðals fm 101,3 Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 9. – 13. desember frá kl. 10:00 - 23:00 alla daga. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskukennslu, metið til einkunnar. Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” föstudaginn 13. des. kl. 13.00. Von er á góðum gestum í hljóðstofu þar sem málin verða rædd. Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveitarstjórn og bæjarstjóri. Mánudagur 9. des. 10:00 Ávarp útvarpsstjóra Klara Ósk Kristinsdóttir 10:10 Bekkjarþáttur 2. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Félagsstarfið 2013 Húsráð Óðals 14:00 Bókahornið Klara og Harpa 15:00 Tónlist Jólanna Sigurður Heiðar og Viðar Örn 16:00 Jólalistinn Elvar Atli, Guðjón Helgi og Gylfi Þór 17:00 Uppáhald Dj strákanna Tæknistjóri 18:00 Gamalt og gott Þorkell Ingi og Ísólfur 19:00 Jólatónlist með matnum Tæknimenn 20:00 Rokkland Þorgeir, Dagbjört Diljá og Inga Lilja 21:00 Á rúntinum Plötusnúðar í Óðali 22:00 Bland í poka Inga Dís og Phoebe Grey 23:00 Dagskrárlok Þriðjudagur 10. des. 10:00 Bekkjarþáttur 1. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 14:00 Dominosdeildin Gabríel, Kuba og Arnar 15:00 Margt og mikið Þórhildur, Aníta og Kristrún 16:00 Stelpur og Óðal Klara Ósk og Hlín 17:00 Nemendafélag Laugargerðisskóla 18:00 Rangt eða rétt Hafrún Birta og Sóley Lind 19:00 Jólatónlist með matnum Tæknimenn 20:00 Tónlistarstefnur Heimir Smári og Hlynur 21:00 Samt betra en twilight Sæmundur, Baldur og Ásbjörn 22:00 Lollípoppararnir Húni, Stefán Fannar, Hlynur Sævar og Bjarni Guðmann Miðvikudagur 11. des. 10:00 Vögguvísur 3. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 14:00 Jólamatur Kristján og Þorgrímur 15:00 Snillingar Eva Huld og Dagbjört Diljá 16:00 Húsráð og uppskriftir Húsráð Óðals 17:00 Jólalagalistinn Rita, Svava og Lára 18:00 Nemendafélag GBF Varmalandsdeild 19:00 Jólatónlist með matnum Tæknimenn 20:00 Spurt og svarað Ísak Atli Hilmarsson 21:00 Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar 22:00 Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar 23:00 Dagskrárlok Fimmtudagur 12. des. 10:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur 11:00 1. og 2. bekkur endurfluttir 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Létt jólatónlist Tæknimenn 14:00 Jólagleði Freyja og Rannveig 15:00 Afríka Thelma og Helena 16:00 Nemendafélag GBF Kleppjárnsreykjadeild 17:00 Jólastöff! Snæþór Bjarki og Guðjón G 18:00 Lítið þekkt Einar 19:00 Jólatónlist með matnum Tæknimenn 20:00 Hormónar í Borgarnesi Alexandra Rán, Helga Marie og Anja Wiktoría 21:00 Heitt súkkulaði Húsráð Óðals 22:00 Íslenska tónlistin Haukur og Viðar Örn 23:00 Dagskrárlok Föstudagur 13. des. 10:00 3. og 4. bekkur endurfluttir 11:00 5. og 6. bekkur endurfluttir 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bæjarmálin í beinni. Gestir í hljóðstofu í umsjón fréttahauka Óðals 14:00 Vandræðagemlingar Anna Margrét, Unnur Elva og Karen Ýr 15:00 Gamlar auglýsingar Snæþór Bjarki, Elvar Atli og Guðjón G 16:00 Bekkjarþáttur endurfluttur 7. bekkur 17:00 Jólatónlist undirbúningur hátíðarkvöldverðar 18:00 Jólatónlist undirbúningur hátíðarkvöldverðar 19:00 Hátíðarkvöldverður Tæknimenn 20:00 Viðtöl og jólaskemmtun Tæknimenn 21:00 Jólaball Tæknimenn 22:00 Jólaball Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok árið 2013 Tæknimenn Auðvitað minnum við alla á okkar frábæru heimasmíðuðu auglýsingar sem enginn má missa af. Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum sem styrktu okkur með kaupum á auglýsingu án þeirra væri þetta ekki hægt. Gleðileg jól

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.